Skilmálar

Vefkökur

Vefkökur (e. cookies) eru textaskrár sem eru vistaðar á tækinu þínu svo að vefsíðan muni eftir þér þegar þú heimsækir hana aftur. Vefkökurnar innihalda ekki persónuupplýsingar.

Samstöðin notar vefkökur m.a. til að halda utan hvaða auglýsingar hafa birst hverjum notanda. Einnig nýtir Samstöðin vefkökur til að greina vefumferð með tólum á borð við Google Analytics og Chartbeat. Hægt er að nálgast upplýsingar um meðhöndlun Google og Chartbeat á vefkökum.

Persónuupplýsingar

Áskrifendur að Samstöðinni sem jafnframt eru félagar í Alþýðufélaginu þurfa að gefa upp persónuupplýsingar við skráningu. Þegar fólk hættir áskrift og gengur úr Alþýðufélaginu mun Samstöðin eyða þessum persónuupplýsingum. Samstöðin ehf. áskilur sér rétt til að eiga í samskiptum við félaga í Alþýðufélaginu í gegnum síma, markpóst eða tölvupóst í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og fjarskiptalaga nr 81/2003. Persónuupplýsingar tengdar áskriftum eru ekki gefnar upp til þriðja aðila án samþykkis nema að undangengnum dómsúrskurði.

Áskriftir að styrktargreiðslum til Samstöðvarinnar

Hægt er að gerast áskrifandi að mánaðarlegum styrkjum til Samstöðvarinnar. Hægt er að velja um að greiða 2.500 kr, 5.000 kr eða 10.000 kr. mánaðarlega til styrktar Samstöðinni.

Seljandi styrktaráskrifta er Samstöðin ehf (kt. 5808221690, VSK nr. 146788), Bolholti 6, 105 Reykjavík (samstodin@samstodin.is).

Hægt er að segja upp styrktaráskrift með því að svara tilkynningarpósti um greiðslu áskriftar eða með því að senda tölvupóst á samstodin@samstodin.is og tekur uppsögnin strax gildi. Greiðslur fást endurgreiddar ef tilkynning berst í tölvupósti innan 7 daga frá greiðslu.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí