Amnesty International: Ísland verður að tryggja UNRWA fjárhagsstuðning

Mannúðarmál 28. feb 2024

Íslands­deild Amnesty Internati­onal lýsir yfir alvar­legum áhyggjum vegna ákvörð­unar ríkis­stjórnar Íslands um að frysta fjár­mögnun til Palestínuflótta­manna­að­stoðar Sameinuðu þjóð­anna (UNRWA). Skrifaðu undir opið bréf til Katrínar Jakobs­dóttur sem hvetur ríkis­stjórn hennar til að styðja störf UNRWA.

Að frysta fjár­mögnun til UNRWA eykur á þján­ingar yfir tveggja milljóna palestínskra flótta­manna. Nýleg bráða­birgðanið­ur­staða Alþjóða­dóm­stólsins (ICJ) er sú að það eru trúverð­ugar vísbend­ingar um að Ísrael hafi nú þegar framið að minnsta kosti hluta þeirra verknaða sem falla undir alþjóða­sátt­mála um hópmorð.

Dómstóllinn fyrir­skipaði meðal annars að Ísrael „skuli gera tafar­lausar og skil­virkar ráðstaf­anir til að hægt sé að veita brýna nauð­syn­lega grunn­þjón­ustu og mann­úð­ar­að­stoð til að bregðast við slæmum lífs­skil­yrðum sem Palestínu­búar standa frammi fyrir á Gaza.“ Í ljósi hætt­unnar á hópmorði á Palestínu­búum á Gaza lýsir Amnesty Internati­onal yfir þungum áhyggjum af ákvörðun um að frysta fjár­mögnun til UNRWA og skorar á Katrínu Jakobs­dóttur að snúa ákvörð­un­inni við.

Að frysta fjár­mögnun til UNRWA, sérstak­lega í ljósi þess að enginn annar aðili í mann­úð­ar­starfi er til staðar sem getur fyllt skarðið, eykur mjög á vandann og brýtur í bága við fyrir­skipun Alþjóða­dóm­stólsins um bráða­birgða­ráð­staf­anir og ályktun örygg­is­ráðs Sameinuðu þjóð­anna um að auka en ekki minnka mann­úð­ar­að­stoð til allra óbreyttra borgara á Gaza.

SKRIFAÐU UNDIR OG KALLAÐU EFTIR ÞVÍ AÐ KATRÍN JAKOBS­DÓTTIR:

  • TRYGGI AÐ RÍKIS­STJÓRN HENNAR STYÐJI FJÁR­HAGS­LEGA VIÐ UNRWA Í LJÓSI HÆTTU Á HÓPMORÐI PALESTÍNUBÚA Á GAZA.
  • FORDÆMI OPIN­BER­LEGA ÁFORM UM NAUЭUNG­AR­FLUTN­INGA PALESTÍNSKRA ÍBÚA Á GAZA OG STAЭFESTIR RÉTT PALESTÍNUBÚA TIL AÐ SNÚA AFTUR TIL SÍNS HEIMA.

Snúi Ísland við ákvörðun sinni um að frysta fjár­hags­stuðning við UNRWA myndi það sýna gott fordæmi og leið­toga­færni á alþjóða­vett­vangi er viðlítur virð­ingu fyrir mannúð og mann­rétt­indum.

Fréttin er af vef Íslandsdeildar Amnesty International.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí