Mannskæðar sprengjuárásir á kosningamiðstöðvar í Pakistan

Að minnsta kosti 22 eru látnir og fjölmargir eru særðir eftir að tvær sprengjur sprungu fyrir utan kosningamiðstöðvar í Pakistan í morgun. Pakistanar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa bæði til þings og til héraðsþinga. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkanna. Innanríkisráðherra Pakistan segir að hryðjuverkamönnum muni ekki takast að trufla kosningarnar. 

Fyrr sprengjan sprakk á ellefta tímanum í dag að staðartíma fyrir utan kosningamiðstöð frambjóðandans Asfandyar Khan Kakar og létus í það minnsta 12 manns í árásinni. Árásin átti sér stað í Balochistan héraði, sem liggur að landamærum Afganistan. Frelsisher Balochistan hefur um árabil haldið úti árásum í héraðinu á pakistanska herinn og almenna borgara. Enginn hefur þó lýst ábyrgð á ódæðunum á hendur sér. 

Sprengjuárásirnar voru gerðar þrátt fyrir að tugir þúsunda lögreglumanna og hermanna hafi verið kallaðir út í Pakistan til að tryggja friðinn, eftir fjölda árása í landinu að undanförnu 

Seinni árásin var gerð við kosningaskrifstofu frambjóðandans Maulana Wasey, einnig í Balochistan héraði. Að minnsta kosti tugur er látinn og fjöldi alvarlega særður. Al Jazeera hefur eftir pakistönskum yfirvöldum að talið sé líklegt að fjöldi látinna muni aukast. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí