Afnám við banni við kynfæralimlestingum í Gambíu gæti haft alvarleg áhrif í Afríku allri

Stjórnvöld í Gambíu hafa stigið skref í þá átt að aflétta banni við kynfæralimlestingu kvenna. Ef af verður yrði landið hið fyrsta í heiminum til að snúa við lagasetningu sem verndar konur og stúlkur fyrir slíku ofbeldi. 

Þingmenn á gambísak þinginu samþykktu síðasta mánudag með 42 atkvæðum gegn 4 leggja fram umdeilt frumvarp sem myndi snúa við sögulegu banni við kynfæralimlestingum sem sett var á í landinu árið 2015. Með því voru kynfæralimlestingar gerðar refsiverðar og liggur við þeim allt að þriggja ára fangelsisrefsing. 

Þingmaðurinn sem lagði frumvarpið fram, Almameh Gibba, heldur því fram að með banninu sé brotið á réttindum borgararnna til að stunda trúarbrögð sín og iðka menningu sína í landinu, sem að langstærstum hluta er byggt múslimum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Gibba er karlmaður, á fimmtugsaldri. 

Frumvarpið verður nú sent þingnefnd til meðferðar áður en það verður tekið til frekari afgreiðslu í þinginu.

Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar hafa mótmælt frumvarpinu harðlega og segja að með því sé verið að snúa við áralagnri framþróun. Verði það samþykkt sé verið að skaða orðspor Gambíu varðandi mannréttindi. 

Jaha Dukureh, talskona mannréttindasamtakanna Safe Hands for Girls sagði í viðtali við Al Jazeera að kynfæralimlestingar væru barnaníð. Sjálf var hún limlest á kynfærum og horfði upp á systur sinni blæða út í kjölfar kynfæralimlestingar. 

„Fólkið sem styður kynfæralimlestingar í landinu eru að mestu leyti karlmenn. Þessir karlmenn hafa engan skilning á því hvað við höfum þurft að þola, og konur sem hafa orðið fyrir limlestingum reyna endurtekið að skýra út fyrir þeim hversu þær þjást, hversu mikill sársauki þeirra er,“ sagði Dukureh.

Bann við kynfæralimlestingum lagði fyrrverandi forseti Gambíu, Yahya Jammeh, á árið áður en honum var steypt af stóli árið 2016. Þá hafði hann stýrt Gambíu með harðri hendi í 22 ár.  

Deilur um bannið hafa skipt þjóðinni í fylkingar, eftir að þær risu með miklum látum í ágúst á síðasta ári. Þá voru þrjár konur dæmdar til sektargreiðslu fyrir að hafa framkvæmt kynfæralimlestingar á þremur stúlkubörnum. Konurnar voru þær fyrstu til að hljóta dóm fyrir brot á lögunum. 

Samkvæmt skýrslu UNICEF frá árinu 2021 þá hafa 76 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 orðið fyrir kynfæralimlestingum. Kynfæralimlestingar geta valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum, þar á meðal sýkingum, alvarlegum blæðingum, ófrjósemi og vandamálum við barnsburð. Þá svipta kynfæralimlestingar konur kynferðislegri ánægju. 

Fjöldi kvenna og stúlkna í heiminum öllum sem orðið hafa fyrir kynfæralimlestingum hefur aukist úr 200 milljónum árið 2015 og í 230 milljónir á síðasta ári, semkvæmt UNICEF. Langstærstur hluti þessara kvenna eru búsettar í ríkjum Afríku, yfir 144 millljónir, um 80 milljónir í Asíu og um 6 milljónir í Mið-Austurlöndum. 

Mannréttindasamtök óttast að verði frumvarpið samþykkt muni það valda mikilli afturför varðandi réttindi kvenna og setja hættulegt fordæmi. Hættan sé sú að afnám bannsins yrði aðeins fyrsta skrefið í að ráðast gegn öðrum réttindum kvenna, svo sem laga sem banna barnabrúðkaup. Þá óttast mannréttindasamtök að áhrifa þess ef bannið verður afnumið muni gæta í Afríkuálfu allri. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí