Þórarinn Eyfjörð sjálfkjörinn til áframhaldandi formennsku Sameykis

Stéttarfélög 22. mar 2024

Síðdegis í gær var haldinn aðalfundur Sameykis. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, flutti skýrslu stjórnar. Í henni þakkaði hann öllu félagsfólki fyrir mikið og gott starf á árinu, og stjórnarfólki og starfsfólki fyrir vel unnin störf á árinu. Hann sagði vinnu við kjarasamninga hafi verið það mikilvægasta í starfinu hjá félaginu á árinu og greindi hann einnig frá þeim störfum sem bar hæst; verkfallsaðgerðir, jöfnun launa milli markaða, styttingu vinnuvikunnar, launajafnrétti ofl. Þá sagði Þórarinn mannauðskönnina Stofnun ársins standa upp úr því mikilvægt er að slík mannauðskönnun sé gerð fyrir stofnanir ríkisins og vinnustaði Reykjavíkurborgar.

Þórarinn sagði að umbótastarf á skrifstofu hafi einnig gengið vel þar sem farið var yfir verkferla á skrifstofunni. Stjórn félagsins gengdi mikilvægu hlutverki í því umbótastarfi og þakkaði hann fyrir þá góðu vinnu. 

„Þið hafið öll sýnt aðdáunarvert hugmyndaauðgi og ég þakka bæði stjórn, starfsfólki og félagsfólki öllu fyrir góð störf á árinu,“ sagði formaður Sameykis.

Gunnsteinn R. Ómarsson, skrifstofustjóri Sameykis, fjallaði um efnahagsreikning félagsins. Sagði hann að starfsemin væri bæði fjölbreytt og mörg verkefnin færu í gegnum hendur starfsfólks á skrifstofu Sameykis. Hann sagði að efnahagur félagsins væri almennt góður og sjóðir félagsins stæðu nokkuð vel.

„Starfsemin byggir á öflugum starfsmannahópi sem á miklum og góðum samskiptum við félagsfólk í gegnum starfssemi félagsins. Á skrifstofunni er haldið utan um allt félagsstarf og viðburði hjá Sameyki, s.s. fundi stjórnar Sameykis, trúnaðarmannaráðs, stjórnir sjóða og nefnda og allra deilda innan félagsins, Stofnun ársins o.fl. Félagið er stórt og vaxandi með um 16 þúsund félagsmenn að Lífeyrisdeildinni meðtalinni,“ sagði Gunnsteinn.

Stjórn Sameykis lagði fyrir aðalfundinn átta ályktanir, sem Trúnaðarmannaráð hafði áður yfirfarið og voru þær samþykktar á fundinum.

Fundurinn samþykkti að félagsgjald verði áfram 1,1 prósent af heildarlaunum félagsfólks. Lagabreytingar voru samþykktar sem lúta að störfum skrifstofustjóra og formanns þar sem skrifstofustjóra er falið stjórn skrifstofunnar, starfsmannamál og rekstur hennar. Áður hafði formaður gengt, samkvæmt lögum félagsins, rekstur skrifstofunnar sem fer nú alfarið í hendur skrifstofustjóra.

Þórarinn Eyfjörð er sjálfkjörinn formaður félagsins þar sem engin framboð bárust uppstillingarnefnd. Þá samþykkti aðalfundurinn 14 meðstjórnendur í stjórn félagsins sem eru eftirfarandi:

Þórarinn Eyfjörð, formaður

Ása Guðmundardóttir – Háskólanum á Akureyri

Bryngeir Arnar Bryngeirsson – Frístundamiðstöðin Brúin, Reykjavíkurborg

Egill Kristján Björnsson – Fangelsismálastofnun

Herdís Jóhannsdóttir – Fjármála- og áhættustýringarsvið, Reykjavíkurborg

Ingibjörg Sif Sigríðardóttir – Orkuveitu Reykjavíkur

Ingunn Hafdís Þorláksdóttir – Seltjarnarnesbæ

Jón Brynjarsson – Landspítala

Kári Sigurðsson – Frístundamiðstöðinni Miðbergi, Reykjavíkurborg

Kristín Erna Arnardóttir – Kvikmyndamiðstöð Íslands

Ólafía L. Sævarsdóttir – Tryggingastofnun ríkisins

Rut Ragnarsdóttir – Borgarbókasafni, Reykjavíkurborg

Styrmir Jónasson Olsen – Klettabæ

Suzana Vranjes – Sjúkratryggingum Íslands

Svanhildur Steinarsdóttir – Menntamálastofnun

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí