Frjálslynd öfl unnu stórsigur í þingkosningunum í Suður-Kóreu

Frjálslyndir flokkar stjórnarandstöðunnar unnu stórsigur í þingkosningunum í Suður-Kóreu sem fram fóru í gær. Að sama skapi hlaut íhaldsflokku Yoon Suk Yeol forseta landsins útreið í kosningunum. 

Búið er að telja 99 prósent atkvæða og ljóst er að Lýðræðisflokkurinn hlaut 175 þingsæti af 300. Annað frjálslynt afl, Endurreisnarflokkurinn, sem litið er á sem bandalags flokk Lýðræðisflokksins, hlaut 12 þingsæti. Íhaldsflokkur Yoon, Þjóðveldisflokkurinn, ásamt bandalagsflokki sínum virðist hafa hlotið 109 þingsæti. Þetta þýðir þó að stjórnarandstöðuflokkarnir hafa ekki náð auknum meirihluta á þinginu. 

Leiðtogi Lýðræðisflokksins, Lee Jae-myung fagnaði sigrinum og sagði að áherslan nú yrði að vera á efnahagsumbætur. Sagði hann að stjórnarflokkar og stjórnarandstöðuflokkar yrðu að taka höndum saman í því verkefni. 

Kosningabaráttan þótti óvenjuhörð og af stjórnmálaskýrendum var litið svo á að kosningarnar væru í raun atkvæðagreiðsla um traust á Yoon forseta, jafnvel þó hann væri ekki í kjöri. Vinsældir forsetans hafa dalað verulega vegna efnahagsþrenginga í landinu, sem og hrinu pólitískra hneykslismála. 

Yoon hefur setið að völdum frá því í maí 2022 og ljóst er að hann verður í minni færum til að koma að lagasetningu eftir úrslitin í gær. Því verður uppi pattstaða í þeim málaflokkum þar sem forsetann greinir á við frjálslyndari öfl, til að mynda varðandi breytingar á skattkerfinu. 

Yoon lýsti því eftir að úrslitin urðu ljós að hann myndi gera breytingar á íhaldsstjórn sinni. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí