Vigdís Häsler hætt sem framkvæmdastjóri Bændasamtakanna 

Ísland 8. apr 2024

Vidís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, eftir að hafa gegnt starfinu í þrjú ár. Þetta upplýsir hún um á Facebook síðu sinni. Ekki kemur fram ástæða fyrir starfslokunum og Vigdís greinir ekki frá því hvað taki við hjá sér.

Nýlega urðu formannsskipti í Bændasamtökunum, þegar Gunnar Þorgeirsson var felldur af Trausta Hjálmarssyni í kosningum. Almennt er litið svo á að með formannsskiptunum hafi stuðningsmenn Framsóknarflokksins innan Bændastamtakanna haft sigur, en Gunnar var talin nátengdur inn í Sjálfstæðisflokkinn. Vigdís er fyrrverandi aðstoðarkona Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Áður hafði Vigdís einnig verið starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 

Vigdís segist skilja stolt við starfið í færslu sinni, enda hafi margt áunnist í hennar framkvæmdastjóratíð. 

„Í dag lét ég af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, skemmtilegu og gefandi starfi sem ég hef sinnt síðastliðin þrjú ár og komið að mörgum krefjandi verkefnum, stórum sem smáum.

Samtökin standa núna styrkum fótum eftir fjárhagslega og félagslega endurskipulagningu og uppbyggingu. Á sama tíma hefur verið byggður upp öflugur og verðmætur mannauður á skrifstofu samtakanna. Þar að auki hafa félagsmenn Bændasamtakanna aldrei verið fleiri og er stefna samtakanna nú orðin skýr eftir vel heppnaða stefnumótun. Rekstur Bændablaðsins hefur einnig verið réttur af og er blaðið nú orðinn mest lesni prentmiðillinn og lesendahópurinn hefur breikkað svo um munar. Almenn umræða um landbúnað sem hluta af mikilvægum innviðum og fæðuöryggi hefur stóraukist. Bændur eru lykilþáttur í að tryggja sjálfsaflahlutdeild íslensku þjóðarinnar í fæðuframleiðslu og höfum við í Bændasamtökunum unnið ötullega að þessu markmiði síðastliðin ár.

Ég skil stolt við starfið og Bændasamtökin sem eru orðin að sterku hagsmunafli sem vinnur í þágu bænda,“ segir Vigdís í færslu sinni. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí