Er tryggð stjórnvalda meiri við stóriðjuna en við landið, dýrin, þjóðina og framtíðina?

Klippa — 10. mar 2024


Í minningu þeirra sem dóu vegna mengunar fáum við til okkar tvær brautryðjandi konur til að rifja upp söguna sem við megum alls ekki gleyma. Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi, kennari og formaður umhverfisvaktarinnar er ekki af baki dottin í réttlætisbaráttu sinni; Hún hefur barist fyrir því um áraraðir að hross hennar fái að njóta vafans -og raunar við öll- gagnvart gríðarlegri mengun stóriðjunnar á Grundartanga Ágústa Oddsdóttir kennari og myndlstarkona er með Ragnheiði í stjórn Umhverfisvaktar Hvalfjarðar og hefur líks barist fyrir náttúruvernd í mörg ár. Þær koma í Friðarviðræður og segja söguna af öllum hrossunum sem dóu vegna aðgerðarleysis og afneitunar þeirra sem ættu að bera ábyrgð á eftirliti með áhrifum stóriðjunnar á umhverfið. Maður spyr sig: Er tryggð stjórnvalda og -kerfis meiri við stóriðju en við land, dýr, þjóð og framtíð?


Horfa á allan þáttinn

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí