Eru erlendir foreldrar niðurlægðir fyrir framan börnin sín fyrir að tala ekki rétta íslensku?
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir fá innflytjendur að Rauða borðinu til að ræða innflytjendamál. Jasmina Vajzović Crnac sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda, Qussay Odeh aðgerðarsinni í málefnum Palestínumanna og Wiktoria Joanna Ginter túlkur og aktívisti í málum innflytjenda ræða breyttan tón í umræðu um innflytjendastefnu.