Helgi-spjall: Stefán Skafti Steinólfsson
Stefán Skafti Steinólfsson, vélvirki og Dalamaður, segir okkur frá sinni tveggja tíma sýn, og á stundum tveggja heima sín, frá æsku sinni á Skarðsströndinni, frá sambýli kynslóðanna, ömmum sínum Þóru Stefánsdóttur á Hamri og Borghildi Sigríði Guðjónsdóttur í Fagradal, frá söng og kveðskap, einangrun og gestrisni, brúsamenningu, fátækt, draumum og huldufólki, frá hlunnindum, heimavist, baráttu bænda og landsmanna við lénskerfin, frá stóriðjustarfi sínu og andstöðu við stóriðjustefnu og undirokun, frá örlögum jaðarfólks, einelti og samkennd, frá afahlutverkinu og tónlistinni.