Hvar eru almannarýmin?
Dögg Sigmarsdóttir, verkefnisstjóri borgaralegrar þátttöku, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, prófessor í fræðum myndlistar í Listaháskóla Íslands og dósent í listkennslu við Háskólann á Akureyri og Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst koma að Rauða borðinu og ræða um félagslegt frumkvæði og samveru í dreifðum byggðum, samfélagslega virkni í almannarýmum. Fókusinn var á ráðstefnu sem Rannsóknasetur skapandi greina – RSG hélt á föstudaginn um skapandi mátt í fámennum samfélögum, þar sem ný sjónarmið komu fram og orðræða var þróuð í samræðu um framtíð.