Orku- og byggðamál
Erum við föst í undirgefni og yfirgangi nýlenduhyggjunnar þegar kemur að byggðastefnu og orku- og auðlindastefnu á Íslandi í dag? Andrés Skúlason kemur að Rauða borðinu og fer á kostum, segir frá valkostum í byggða- og atvinnustefnu í tengslum við orku- og auðlindamál og já í tengslum við reynslu sína af sveitastjórnarmálum í Djúpavogshreppi, af nýlenduherralegri afstöðu til landsbyggðarinnar og fjölmiðlun sem vanrækir réttlætið í nafni hlutleysis.