Reykjavíkurfréttir – Hvað er skaðaminnkun?
Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastýra og talskona Rótarinnar – Félags um velferð og lífsgæði kvenna og Kristján Ernir frá Viðmóti – notendasamtökum, koma til okkar í þáttinn að ræða skaðaminnkun, þar sem áhersla er lögð á að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna. Við fjöllum einnig um hlutverk sveitarfélaga í þessum málefnum.