Sérðu það fyrir þér?

Klippa — 23. mar 2024

Listadúóið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hafa hafið tímabært ferli afbyggingar á óvirka stóriðjuverinu í Helguvík sem stendur eins og minnisvarði um úrelta byggða- og atvinnuþróunarstefnu, nýlenduhyggju og afstöðu til nýrra Íslendinga. Þau hafa gert Listasafn Reykjaness að eins konar safni fyrir niðurstöður óformlegrar rannsóknar á því sem fór úrskeiðis og að vettvangi nýrrar sýnar og samræðu íbúa á svæðinu sem margir koma til Íslands frá löndum illa förnum eftir suddaskap stóriðjufyrirtækja sem hafa forsmáð viðkvæm samfélög og náttúru. Reynsluþekkingin er því mikil á svæðinu og áhugavert að hefja samtal við alla málsaðila, hagsmunafyrirtækin og stofnanirnar sem bera ábyrgð og alla þá sem láta sig framtíð svæðisins og heimsins varða. Í Friðarviðræðum á sunnudagsmorgni ræða Libia og Ólafur um sýningu sína í Listasafni Reykjanesbæjar sem nú stendur yfir og frá fyrirhuguðum opnum fundi 4. apríl næstkomandi sem er hluti af sýningunni og baráttu fyrir aukinni meðvitund um það sem gerðist og það sem hægt er að gera. Hvað nú? Við ræðum líka um afbyggingu á starfi og hlutverki listafólks og hefð mótmæla eða viðspyrnu listafólks á Spáni á alræðistímanum. Og um sjálft mótmælahugtakið, auglýsum eftir nýju orði um meðmælalegar manífestasjónir!


Horfa á allan þáttinn

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí