Var Bjarni góður eða vondur fjármálaráðherra?
Gunnar Smári ræðir síðan við Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóra Vísbendingar um ríkisfjármálin og efnahagsmálin undir Bjarna. Ásgeir Brynjar hafnar því að stöðugleikaframlögin og afnám hafta sé arfleið Bjarna, þau mál hafi verið undirbúin af öðrum. Hann segir arfleið Bjarna vera veikingu tekjuöflunar ríkissjóðs sem hlaðið hafi upp mikilli innviðaskuld sem verði verkefni næstu þriggja kjörtímabila að vinda ofan af.