Var Bjarni mikilfenglegur og vinsæll eða óvinsæll og spilltur?

Klippa — 7. jan 2025

Það var svolítið annar tónn í umræðum blaðamanna Samstöðvarinnar um Bjarna Benediktsson daginn þegar hann sagði af sér þingmennsku, en heyra mátti í meginstraumsmiðlunum. Þar var Bjarna lýst sem hæfum, vinsælum og mikilfenglegum stjórnmálamanni þótt skoðanakannanir um afstöðu almennings til Bjarna hafi sýnt allt annað mörg undanfarin ár. Blaðamenn Samstöðvarinnar gáfu hins vegar mynd af ferli Bjarna sem er nær almenningsálitinu; að Bjarni hafi líklega verið óvinsælasti stjórnmálamaður aldarinnar og mögulega allra alda. Hann var líka spilltur, eins og röð spillingarmála sýnir. Bjarna tókst hins vegar að fá fjölmiðlafólk og aðra í stjórnmálaelítunni til að tala um sig sem sterkan stjórnmálamann sem ekkert beit á. Þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna Íslandsbankasölunnar, í tvígang hrakist úr forsætisráðuneytinu vegna hneykslismála og nú sagt af sér þingmennsku vegna þess skaða sem hneykslismál hans hafa valdið Sjálfstæðisflokknum.

Umræðan um Bjarna byrjar á 8:30 mín eftir að annað efni þáttar kvöldsins hefur verið kynnt.


Horfa á allan þáttinn

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí