Verður Ísland þá iðnaðarsvæði erlendra auðmanna og innlendra húskarla þeirra?
Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur í stjórn Landverndar ræða um yfirgengileg áform um vindmyllugarða á Íslandi og allan fórnarkostnaðinn. Þau segja frá baráttunni, gleðinni en líka stríðinu við hagsmunaöfl, erlenda stóriðju og innlenda húskarla, greifa og leppa sem gera dularfulla samninga sem gera Ísland að einu stóru iðnaðarsvæði og áhrifasvæði iðnaðar með tímanum.