Ég fylgdist með uppáhaldsþættinum mínum – Synir Egils á Samstöðinni í dag. Gestir og stjórnendur fóru á kostum. Umræða fór fram um Alþingi og rýra skilvirkni þingsins síðari misseri. Það sem við köllum stundum aumingjaskap.
Þegar ég var þingfréttaritari fyrir áratugum fannst mér þingmenn flestir sómi og rjómi þjóðarinnar.
En nú hefur sjálftaka tvöfaldað brúttótekjur margra þingmanna og stórfjölgað stríðöldum attaníossum í kring. Á sama tíma spyrjum við um afköst og atgervi og sjáum oft ekkert samasemmerki þar á milli. Það er vont vegna þess að Íslendingum finnst að sérstakir verðleikar þurfi að fylgja okkar hæst launaða fólki. Einkum þess risavaxna hóps sem þiggur lífsviðurværi sitt út vösum almennings.
Okkur finnst líka mjög sérstakt hve þingmenn með mjög há laun virðast hafa litla aga- og vinnuskyldu. Þeir væna í ofanálag og dæna á kostnað almennings, aka á kostnað almennings, gista á kostnað almennings og lifa í vellystingum praktuglega í mjög löngum fríum og birta svo sjálfur á samfélagsmiðlum ag herlegheitunum, sem virkar eins og ögrun framan í almenning.
Og þjóðinni finnst líka komið gott.
Einkum þegar skipulagsleysið, barnaskapurinn, letin og vitleysan eiga sér stað vegna flokkadrátta í stað þess að unnið sé með heill almennings í huga.
Að þessu sögðu er enn margt úrvalsfólk og harðduglegt að finna innan Alþingis. Ég held sem dæmi að forsætisráðherra sé í þeim hópi.
Björn Þorláks