Brýning

Skoðun Árni Múli jónasson 5. mar 2023

Ójöfnuður er mikill í okkar ríka landi og hefur farið vaxandi. Þau sem vilja horfast í augu við þá ömurlegu staðreynd og skammarlegu þróun geta fræðst um orsakirnar og hverjir bera mesta ábyrgð á því óréttlæti í fábærri bók Stefáns Ólafssonar, doktors, Baráttan um bjargirnar, sem kom nýlega út.

Lægstu laun á Íslandi þýða sultarkjör og oft hreina fátækt fyrir það fólk sem þarf að búa við þau. Þetta vita allir sem á annað borð vilja það vita og neita ekki að viðurkenna það af þeirri siðlausu ástæðu að þeir hafa persónulega fjárhagslegan hag af því að arðræna fátækt fólk og verja forréttindi sín í kerfi sem leyfir að það sé gert.

Undanfarin sjö ár hef ég fylgst náið með hagsmuna- og réttindabaráttu fatlaðs fólks og sérstaklega fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir sem vegna fötlunar og lítilla tækifæra á vinnumarkaði þarf mjög margt að láta berar örorkubætur duga fyrir allir framfærslu sinni alla ævina.

Fyrir þau sem ekki vita skal það upplýst að örorkubætur eru mun lægri en lægstu laun. 

Þetta er augljóst og himinhrópandi ranglæti. Það hefur því vakið furðu mína hversu áhugalítið, máttlaust og gagnslítið flest stjórnmálafólk, sem kennir sig við jafnaðarmennsku og vinstristefnu, hefur verið í baráttunni fyrir bættum kjörum fatlaðs fólks. Og það á almennt jafnt við það fólk sem starfar á vettvangi stjórnmála hjá sveitarfélögum og ríki.

Ég ætla því enn og aftur að skora á stjórnmálafólk, sem býður fram krafta sína í undir merkjum jöfnuðar, að sýna nú í verki að það standi fyrir það sem það segist gera og berjast af hugsjón og eldmóði fyrir kjörum þeirra sem minnst fá og ekkert eiga en láta ekki ójafnaðarflokkana og fylgifiska þeirra alltaf valta yfir sig. 

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí