Opinberu fjölmiðlastyrkirnir verða að vera til lengra tíma en eins árs í senn. Ef þeir eru t.d. ákveðnir til þriggja ára í senn færast þeir þeir í raun fjær sitjandi stjórnvöldum á hverjum tíma.
Bergþór Ólason Miðflokki, skrifar um fjölmiðlastyrki í Moggann í dag. Hér er sýnishorn:
„Það gat auðvitað aldrei orðið varanleg lausn að setja alla fjölmiðla landsins á styrk frá hinu opinbera – styrk sem nú blasir við að er undirorpinn því að fjölmiðill flytji ekki óþægilegar fréttir um ríkisstjórnina.“
Þarna er gróf vanþekking hjá þingmanninum. Því fer órafjarri að allir fjölmiðlar landsins séu á ríkisstyrkjum. Minnstu fjölmiðlarnir eru það ekki og eiga kannski ekki að fá ríkisstyrk. Eða hvað?
Getur verið að eins manns eða tveggja manna ritstjórnir eigi á að eiga hlutfallslega sömu möguleika og fjölmennari ritstjórn?
Umfram allt verður fyrirkomulagið að vera til minnst tveggja ára í senn.