Fjölmiðlastyrkirnir verða að vera til lengri tíma ein eins árs

Skoðun Sigurjón Magnús Egilsson 10. mar 2025

Opinberu fjölmiðlastyrkirnir verða að vera til lengra tíma en eins árs í senn. Ef þeir eru t.d. ákveðnir til þriggja ára í senn færast þeir þeir í raun fjær sitjandi stjórnvöldum á hverjum tíma.

Bergþór Ólason Miðflokki, skrifar um fjölmiðlastyrki í Moggann í dag. Hér er sýnishorn:

„Það gat auðvitað aldrei orðið var­an­leg lausn að setja alla fjöl­miðla lands­ins á styrk frá hinu op­in­bera – styrk sem nú blas­ir við að er und­ir­orp­inn því að fjöl­miðill flytji ekki óþægi­leg­ar frétt­ir um rík­is­stjórn­ina.“

Þarna er gróf vanþekking hjá þingmanninum. Því fer órafjarri að allir fjölmiðlar landsins séu á ríkisstyrkjum. Minnstu fjölmiðlarnir eru það ekki og eiga kannski ekki að fá ríkisstyrk. Eða hvað?

Getur verið að eins manns eða tveggja manna ritstjórnir eigi á að eiga hlutfallslega sömu möguleika og fjölmennari ritstjórn?

Umfram allt verður fyrirkomulagið að vera til minnst tveggja ára í senn.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí