Ég heyrði á tal leigjanda og leigusala um daginn:
Viltu fá 350.000 fyrir tveggja herbergja íbúð?
Já, það er rétt.
Er það ekki svolítið hátt?
Þessi íbúð kostar 65 milljónir, svo nei, mér finnst það ekki mikið.
Ég myndi þá greiða 105 milljónir ef ég leigði hana i 25 ár.
Á núvirði já, það er rétt. Þú gerir þér grein fyrir því að ég þarf að greiða fjármagnskostnað, viðhald, fasteignagjöld o.s.frv. Þú veist hvernig vextirnir eru í dag. Og svo þarf ég auðvitað að fá einhverja ávöxtun á mína fjárfestingu, ég reikna hana 15% sem er nú ekki mikið miðað við áhættu og annað.
Áhættu? Þú ferð framá þriggja mánaða tryggingu?
Það má ekki minna vera, þetta er ný íbúð.
Ef ég leigi þessa íbúð í 25 ár þá verð ég semsagt búinn að greiða þér 105 milljónir á núvirði.
Já, en ég fæ nú ekki nema 133.000 af því á mánuði og þarf að standa undir viðhaldi og fasteignagjöldum.
En eftir 25 ár átt þú íbúðina skuldlausa?
Vertu ekkert að skipta þér að því hvað ég geri við mína fjármuni.
Þína fjármuni, eru þetta ekki peningar bankans sem þú ert að leigja mér?
Ha?
Þú ert að leigja mér peningana sem bankinn lánaði þér og þú ert að kvarta yfir háum vöxtum, ég þarf að borga sömu vexti og þú plús 15% álag fyrir þig og svo þarf ég auðvitað að borga höfuðstólinn, fasteignagjöldin og 1 milljón á ári í viðhald. Ég þarf semsagt að greiða þér 45 millljónir á núvirði fyrir að fá að kaupa þessa íbúð fyrir þig og borga fasteigna gjöldin.
Heyrðu góði minn það er ekki mér að kenna að þú sért á lágum launum og fáir ekki lán, hver er sinnar gæfu smiður, gleymdu því ekki að ég tek áhættuna á því að þessi íbúð getur brunnið upp á verðbólgubáli.
Það brennur ekkert upp á íslandi í verðbólgu nema taxtalaun.