Rafmagnsbílar búa til feiknar gjaldeyrissparnað

Skoðun Kári Jónsson 24. jún 2025

Augljóst er að orkuskipti bílaflotans skapa feiknar gjaldeyrissparnað fyrir íslenska hagkerfið/þjóðarbúið, nefndar hafa verið fjárhæðir allt að 100-150-milljarðar á hverju ári, sem styrkir gjaldfellda krónu sem eykur kaupmátt launanna okkar og það er sannarlega til mikils að vinna.

Það væri hægt að kaupa ALVÖRU-malbik á vegina okkar, sem blæðir ekki í 15-20 stiga hita, með tilheyrandi skemmdum á vegum og ökutækjum, það væri hægt að setja aukinn kraft í að tengja Vestfirði innbyrðis með jarðgöngum, sama gildir um austfirði, slíkur er ávinningurinn á hverju ári.

Þessi gjaldeyrissparnaður stuðlar að því að almenningur fengi að njóta sameiginlegrar orku-auðlindar þjóðarinnar, án þess að borga kílómetragjald. 

Það vekur athygli að í umræðunni um kílómetragjald á allan bílaflotann hefur enginn þingmaður minnst á þennan feiknar gjaldeyrissparnað, sem verður staðreynd með orkuskiptum bílaflotans, sem bendir til þess að þingmenn eru algjörlega pikkfastir í þessari nýfrjálshyggju = þeir borga sem nota algjörlega óháð þyngd bíla og eða tekjum almennings. Það er lágmarkskrafa að það verði sett sólarlagsákvæði í lög um kílómetragjald til að tryggja endurskoðun og eða afnám laga um kílómetragjald.

Saman á þjóðin Landsbanka Íslands 100% sem gæti lánað almenningi á lágum vöxtum t.d. (2.5% sem er verðbólgu markmið) til rafmagns-bílakaupa til að HRAÐA orkuskiptum bílaflotans sem er feiknar þjóðhagslega hagkvæmt á allar mælistikur.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí