Ólík staða Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks

Skoðun Sigurjón Magnús Egilsson 13. apr 2025

Meðan Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra og meðan ótvíræðan stuðnings Samfylkingarinnar er aðra sögu að segja af gamla valdaflokknum, Sjálfstæðisflokki. Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður með minnsta mun eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þar opnaðist sár sem mun seint gróa.

Samfylkingin er orðin stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Það sem meira er að flokkurinn á bæði forsætisráðherrann og borgarstjórann. Félagar Samfylkingarinnar una glaðir við sitt. Staða Samfylkingarinnar er öfundsverð. Þar ríkir einhugur um forystuna og stefnuna.

Annað verður sagt um Sjálfstæðisflokksins. Sem svo löngum áður takast á tvær fylkingar. Sem síðast voru kenndar við fyrrum formann Bjarna Benediktsson og Guðlaug Þór Þórðarson. Ekkert hefur breyst. Guðlaugur Þór studdi Guðrúnu Hafsteinsdóttur og fylking Bjarna kaus Áslaugu Örnu. Tvær jafnar fylkingar í valda flokknum gamla.

Guðrún þarf að verka eigin stöðu alla daga. Ekki hjálpar henni að Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður var eindreginn stuðningsmaður Aslaugar Örnu, ekki Guðrúnar Hafsteinsdóttur.

Áhugamaður um íslensk stjórnmál spurði mig hvers vegna Guðrún Hafsteinsdóttir stoppaði ekki tíðar ferðir þingmanna flokksins í ræðustól. Ég sagðist halda að hún hefði ekki stöðu til þess. Flokkurinn er jú í raun þverklofinn. Það er ekki öfundsverð staða.

Jens Garðar Helgason er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Með honum og Guðrúnu formanni er margt líkt. Skoðum betur. Guðrún var formaður Samtaka iðnaðarins. Jens Garðar var formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Innan þeirra samtaka eru einnig fyrirtæki í laxeldi.

Guðrún var varaformaður Samtaka atvinnulífsins. Þegar hún hætti í þeirri stjórn var Jens Garðar kjörinn varaformaður í hennar stað. Þannig er nú það.

Guðrún Hafsteinsdóttir verður að ná stjórn á næi flokknum sjálfum sem og þingflokknum. Það verður erfitt verkefni en nokkuð sem verður að gerast. Og það sem fyrst.

Á meðan fagnar Samfylkingin 25 ára afmæli sínu og þar eru allir kátir. Kristrún Frostadóttir er ótvíræður foringi síns flokks. Henni hefur tekist vel upp. Hefur tekist að fá flokkinn með sér.

Guðrún Hafsteinsdóttir á margt eftir óunnið. Henni verður að takast að mynda einhug meðal flokksfélaga. Það verður torsótt. Tíminn flýgir áfram og því á Guðrún ekki annan kost en að hefjast handa strax. Annars endar allt í kaldakoli.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí