Stórveldasamkeppni, myndun bandalaga og staða smærri ríkja

Skoðun Hilmar Þór Hilmarsson 8. sep 2023

Bandaríkin/NATO heygja nú það sem kalla mætti „proxi war“ í Evrópu gegn Rússlandi vegna ólöglegrar innrásar Rússa inní Úkraínu 24. febrúar 2022 (Áður árið 2014 höfðu Rússar innlimað Krímskagann). Stríðið hefur dregist á langinn. Fyrst í stað gekk Úkraínumönnum betur en Rússum og óttuðust sumir að Rússar kynnu að grípa til kjarnorkuvopna. Nú nýverið hefur Rússum gengið betur og nú gætu Úkraínumenn reynt að draga NATO beint inní stríðið t.d. með fullyrðingum að Rússneskir drónar hafi sprungið innan landamæra Rúmeníu, sem er NATO ríki. Úkraínumenn eru nú mun fámennari á vígvellinum en Rússar ca. einn Úkraínumaður á móti fimm Rússum. Við það bætist að gagnsókn gæti þýtt að ca. þrír Úkraínumenn falla á móti hverjum einum Rússa. Gagnsókn þýðir að Úkraínumenn verða að vera hreyfanlegri og sækja yfir varnarlínur sem eykur mannfall. Nýlega lofuðu Danir, Hollendingar og Norðmenn F16 orustuþotum til Úkraínu. Þessar þjóðir hafa verið að skipta út F16 þotum fyrir F35. 45 ár eru síðan F16 vélarnar komu í notkun og þær þurfa mikið viðhald. Þær get tæpast verið komnar í notkun í Úkraínu fyrr en næsta vor. Það vantar upplýsingar hvernig á að halda þessum vélum við í Úkraínu, þjónusta þær og einnig hvaða vopn munu fylgja þeim. Líklegt er að stríðið í Úkraínu dragist enn á langinn. 

Efnahags- og fólksfjöldaþróun í Úkraínu

Hagkerfi Úkraínu hefur hrunið í kjölfar stríðsins sem nú geysar og það var ekki á það bætandi. Verg landsframleiðsla á mann á föstu verðlagi og á jafnvirðisgengi var lægri 2021 en hún hafði verið við fall Sovétríkjanna 1991, sjá Mynd 1. Fólksfjöldaþróun hefur líka verið Úkraínu óhagstæð. Árið 1991 voru íbúar Úkraínu um 52 milljónir er voru um 41 milljón árið 2021. Nú má ætla að þar búi um 33 milljónir. Hefði fólksfjöldaþróun í Úkraínu orðið svipuð og í Svíþjóð frá 1991 til 2021 ættu íbúar Úkraínu nú að vera um 65 miljónir. Við þetta bætist að það er yngsta og best menntaða fólkið sem flúði Úkraínu eftir að Sovétríkin hrundu. Slæm staða í efnahagsmálum og spilling átti sinn þátt í fólkið sá ekki mikil tækifæri í landinu. Margir fóru til Póllands og stefndu á Þýskaland eða önnur ríkari ESB ríki, sumir fóru til Rússlands. Alþjóðabankinn og ESB áætluðu í mars 2023 að tjónið sem hefði orðið í Úkraínu fyrsta ár stríðsins væri um 411 milljarðar Bandaríkjadala. Gríðarlegt tjón hefur orðið síðan.

Mynd 1. Verg landsframleiðsla á mann í Úkraínu í Bandaríkjadölum á föstu verðlagi og jafnvirðisgengi. Pólland, Rússland og Úkraína frá 1991 til 2022.  Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

Stórveldasamkeppni

Fyrir Úkraínustríðið spáðu margir því að Bandaríkin myndu í auknum mæli færa herafla sinn til Austur Asíu vegna uppgangs Kína. Úkraínustríðið hefur tafið þessa þróun, en þó stríðið í Úkraínu sé höfuðverkur fyrir Bandaríkin og NATO í dag er Kína mun hættulegri keppinautur Bandaríkjanna. Á næsta áratug gæti Kína reynt að ná auknum yfirráðum í Asíu og í framhaldinu sóst eftir auknum afskiptum í heimshlutum þar sem Bandaríkin hafa verið ráðandi þar á meðal í Evrópu. Hernaðarlega munu Bandaríkin til lengri tíma litið þurfa að leggja aukna áherslu á Asíu, vegna Kína, en að sama skapi minni áherslu á Evrópu. 

Áhrif Kína utan Asíu fara vaxandi, ekki bara í Afríku og Mið-Austurlöndum heldur Suður-Ameríku þar sem Bandaríkin hafa viljað vera ráðandi en hafa misst áhrif undanfarið t.d. vegna styrjalda í Írak, Afganistan og svo nú í Úkraínu. Í framtíðinni munu Bandaríkin líklega leggja mesta áherslu á þrjú svæði: (i) Austur Asíu vegna Kína, (ii) Persaflóann vegna olíu (þar verður hörð samkeppni við Kína) og svo (iii) Evrópu sem mun hafa lægri forfang en nú. Strax eftir Úkraínustríðinu líkur gætu Bandaríkin viljað láta Evrópu sjá meira um sig sjálfa í öryggismálum og vera til frekar til þautarvara (e. of last resort), en vera leiðandi í stríðsátökum eins og í Úkraínu.

„Engagement policy“ Bandaríkjanna gagnvart Kína

Í Bandaríkjunum ríkti stefna um „engagement policy“ gagnvart Kína þar til 2016 þegar Donald Trump varð forseti. Þá átta Bandaríkin sig á hættunni sem stafar að vexti Kína og við tekur hörð stefna gagnvart Kína og heldur áfram eftir að Joe Biden tekur við sem forseti. Joe Biden skiptir algerlega um skoðun. Hann studdi „engagement policy“ við Kína sem varaforseti Obama en vill nú Biden einangra Kína til að hægja á hagvexti í þar. Harðar deilur eru milli Bandaríkjanna og Kína m.a. vegna Taívan og vegna yfirráða í Suður-Kínahafi.

„Engagement policy“ þýddi m.a. að Kína varð aðili Alþjóðaviðskiptastofnunni 2001 (WTO stofnað 1995, var áður GATT stofnað 1947). Kína varð áður aðili að Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðnum (IMF). Allt eru þetta stofnanir sem Bandaríkin höfðu forgöngu um að setja á fót í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar, svokallaðar Bretton Woods stofnanir. Þessar stofnanir hjálpuðu Kína að breytast í þann efnahags risa sem landið er í dag.

Hagkerfi Kína er nú útflutningsdrifið (e. export lead) með mikilli stærðarhagkvæmni (e. economics of scale) og sérhæfingu. Ef einangra ætti Kína í viðskiptum myndu bandalagsríki Bandaríkjanna í Asíu t.d Japan, Suður-Kórea verða fyrir miklum búsifjum. Ástralía er líka háð Kína í utanríkisviðskiptum, sama gildir um mörg Evrópuríki, sérstaklega Þýskaland. Ef dregið yrði úr utanríkisviðskiptum við Kína myndi líka allt heimshagkerfið dragast saman. Ef þeim yrði hætt myndi verða efnahagshrun sem kæmi niður á Vesturlöndum ekkert síður en Kína. Þessu er mjög ólíkt farið með Sovétríkin sem stunduðu mjög takmörkuð utanríkisviðskipti, voru að mestu lokað hagkerfi.

Að endurskapa heiminn í eigin mynd. Stækkun ESB og NATO

Segja má að heimurinn hafi orðið „multipolar“ ca árin 2016/2017 með þrjú stórveldi.  Bandaríkin ríkust og valdamest, Kína vaxandi og Rússland hnignandi stórveldi. Bandaríkin/Vesturlönd hafa viljað útbreiða frjálslynt lýðræði um allan heim, tengja lönd saman í gegnum sínar alþjóðastofnanir og taka upp markaðshagkerfi og gera lönd efnahagslega háð hvert öðru. Hluti af þessu er stækkun NATO og ESB. NATO hefur stækkað um 15 lönd síðan Sovétríkin féllu og ESB um 13 lönd.

15 lönd bæst við NATO síðan Sovétríkin féllu:

1999: Pólland, Tékkland og Ungverjaland 2004 Búlgaría, Eistland, Lettland, Litáen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía 
2009 Albanía og Króatía
2017 Svartfjallaland
2020 Norður Makedónía
2023 Finnland Svíþjóð bætist væntanlega við haustið 2023 þegar formlegt samþykki kemur frá Tyrkland

13 lönd bæst við ESB síðan Sovétríkin féllu

2004 Eistland, Lettland, Litáen, Kýpur, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland
2007 Búlgaría og Rúmenía
2013 Króatía

Vesturlönd hafa viljað endurskapa heiminn í sinni mynd á skömmum tíma og geta ekki sætt sig við að önnur lönd kjósi aðra stjórnhætti og þjóðfélagsskipan og þau. Þetta þjappar löndum saman undir forystu Kína í BRICS og núna BRICS+. Staðreyndin er sú að það tók vesturlönd langan tíma að þróa það lýðræði og þau mannréttindi sem við búum við í dag. Bandaríkin urðu sjálfstætt ríki 1776, en urðu ekki lýðræðisríki með vestræn mannréttindi á einni nóttu. Þrælahald ekki bannað fyrr en 1865. Svartir menn fengu loks kosningarétt 1870. Konur fengu ekki kosningarétt fyrr en 1920. 

Ætla mætti að þróun lýðræðis í Asíu þurfi sinn tíma. Miðausturlönd eins og Íran, Írak og Sýrland sem eiga erfitt með nútímavæðingu þurfa líka sinn tíma og frið til að þróast.

Bandaríkin vs. Sovétríkin. Bandaríkin vs. Kína

Bandaríkin og Sovétríkin og höfðu ólík efnahagskerfi. Bandaríkin voru með markaðsbúskap, Sovétríkin með áætlunarbúskap. Lítil utanríkisviðskipti voru á milli landanna. Sovétríkin voru varla meira en þriðjungur að hagkerfi Bandaríkjanna þegar best lét. Bandaríkin og Kína eru hinsvegar bæði með markaðshagkerfi og mikli utanríkisviðskipti milli landanna. Kína er nú orðið stærra hagkerfi en Bandaríkin mælt í vergi landsframleiðsla (e. GDP) á jafnvirðisgengi (e. PPP) sjá Mynd 2.

Mynd 2. Verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi í milljörðum Bandaríkjadala.  Kína, Rússland og Bandaríkin 1991 til 2021. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

G7 löndin vs BRICS hópurinn

Stríðsátökin í Evrópu hafa ýtt Kína og Rússlandi saman í bandalag gegn vesturlöndum og sameinað BRICS hópinn sem er að stækka. Í BRICS löndunum, Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður Afríku búa nú yfir 3 milljarðar manna en tæplega 800 milljónir í G7 löndunum, sjá Töflu 1. Með öðrum orðum um 10 prósent mannkynsins býr í G7 löndunum en um 40 prósent í BRICS löndunum.

Á jafnvirðisgengi eru hagkerfi BRICS landanna stærri en G7 landanna sjá Töflu 1. Þetta getur leitt til samkeppni og spennu milli þessara hópa með vaxandi líkum á hernaðarátökum í austur Asíu. Hagkerfi Kína er orðið stærra en það Bandaríska á þennan sama mælikvarða sem veldur áhyggjum hjá stjórnvöldum í Washington.

BRICS löndin hafa sett á fót nýjan banka, Nýja Þróunarbankann (e. New Development Bank) til mótvægis við Alþjóðabankann (World Bank). Þau hafa líka sett á fót varasjóð (e. Contingent Reserve Arrangement (CRA) – BRICS) til mótvægis við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn. 

Vesturlönd hafa beitt Rússland viðskiptaþvingunum vegna stríðsins í Úkraínu. Í framhaldinu hafa Rússar beint viðskiptum sínum í auknum mæli til Asíu. Kína og Indland græða t.d. á þessu ástandi með ódýru gasi og olíu frá Rússlandi. Bandaríkin eru tilneydd að vera í góðu sambandi við Indland þrátt fyrir þetta vegna Kína. Bandaríkin geta ekki verið í stríði við Rússland og á sama tíma í hörðum deilum við bæði Indland og Kína. Sala á olíu frá Rússlandi til Indlands hefur margfaldast frá því innrásin í Úkraínu hóst og vesturlönd settu viðskiptabann á Rússland.

Tafla I: Verg landsframleiðsla og fólksfjöldi G7 landanna vs. BRICS og BRICS+ landanna árið 2022. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

G7-ríkin

RíkiVerg landsframleiðsla
milljarðar US$
Verg landsframleiðsla
að teknu tilliti til verðlags
Íbúafjöldi
í milljónum
Bandaríkin25.464,4825.464,48333,53
Bretland3.070,603.714,6467,79
Frakkland2.784,023.704,2165,65
Ítalía2.012,013.057,9758,98
Japan4.233,546.138,91125,17
Kanada2.139,842.264,4238,85
Þýskaland4.075,405.347,3683,79
Samanlagt43.779,8849.691,98773,76

Frá vinstri: Verg landsframleiðsla  á núgildandi verðlagi (current prices) í milljörðum US $ árið 2022. Verg landsframleiðsla  á jafnvirðisgengi (PPP) í milljörðum US $ árið 2022. Fólksfjöldi í milljónum árið 2022.

BRICS-ríkin

RíkiVerg landsframleiðsla
milljarðar US$
Verg landsframleiðsla
að teknu tilliti til verðlags
Íbúafjöldi
í milljónum
Brasilía1.924,133.837,24213,91
Indland3.386,4011.855,391.423,33
Kína18.100,0430.216,991.412,55
Rússland2.215,294.771,27143,44
Suður Afríka405,71952,6060,60
Samanlagt26.031,5851.633,493.253,84

Ný aðildarríki BRICS

RíkiVerg landsframleiðsla
milljarðar US$
Verg landsframleiðsla
að teknu tilliti til verðlags
Íbúafjöldi
í milljónum
Argentína632,241225,4346,30
Egyptaland475,231674,65104,14
Eþíópía120,37357,51104,08
Íran352,211596,8785,69
Sádi-Arabía1108,152150,4734,79
Sameinuðu arabísku furstadæmin507,54828,269,89
Samtals3195,747833,19384,90

Hernaðariðnaðurinn í Bandaríkjunum hagnast á sölu vopna til ríkra NATO ríkja sem keppast nú við að hervæðast vegna Úkraínustríðsins. Álitsgjafar stærstu fjölmiðla í öryggismálum eru mjög oft fyrrverandi hershöfðingjar sem vilja hernaðarlausnir á milliríkjadeilum og má ætla að séu sumir í hópi ráðgjafa hergagnaframleiðenda.

Bandaríkin stofna nú bandalög vegna uppgagns Kína, t.d. AUKUS sem samanstendur a Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Quad er svo bandalag Bandaríkjanna, Ástralíu, Indlands og Japan. Þessi bandalög eiga meðal annars að tryggja siglingaleiðir en fjarlægð milli bandalagsríkja getur torveldað samstarf þeirra. Stækkun NATO til austurs á að halda áfarm og löndum eins og Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu er boðið á NATO fundi. NATO hefur svo nýlega opnað skrifstofu í Japan.

Að stríði loknu í Úkraínu verðu svo áfram samkeppni milli Bandaríkjanna sem leiða NATO og G7 annarsvegar, og Kína sem leiðir BRICS hópinn hinsvegar. BRICS hópurinn er að stækka. Argentína, Egyptaland, Eþíópía, Íran, Sádi-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin bætast í BRICS hópinn í upphafi ársins 2024. Líkur á átökum Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan aukast. Tíminn vinnur með Kína.

Auðvitað eru einhverjar deildur milli innan BRICS eins og landamæradeildur milli Indlands og Kína en það eru líka deilur innan G7 hópsins. Macron sagði t.d. nýlega í heimsókn í Kína að Frakkland væri vinur Bandaríkjanna en ekki undirlægja. 

BRICS löndin hafa verið sammála að beita Rússland ekki viðskiptaþvingunum. Þau eru felst ekki hrifin af innrás Rússa í Úkraínu en þau vilja diplómatíska lausn á Úkraínu stríðinu, ekki hernaðarlausn. 

Eftirfarandi ummæli Sarkozy fyrrum forseta Frakklands nú nýverið eru athyglisverð. „Úkraínumenn vilja endurheimta þau landsvæði sem ranglega hafa verið tekin frá þeim. En ef þeim tekst það ekki algerlega, þá er raunar bara tvennt í boði. Annars vegar frosin deila eða með því að boða til þjóðaratkvæðagreiðslna, sem vel verður fylgst með af alþjóðasamfélaginu.“ https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/08/18/ummaeli_sarkozy_vekja_litla_hrifningu/

Það bendir margt til þess að amk sumir leiðtogar Evrópu hugsi á svipum nótum en þora ekki að segja það. Eins og andrúmsloftið er í Evrópu gætu átt erfitt með að fjármagna kosningabaráttu í kjölfarið. Evrópa er stundum eins og jeppakerra hangandi aftan í Bandaríkjunum. Lýðræðið á i vök að verjast þar og hergagnaframleiðendur virðast nú hafa mikil áhrifa á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. 

Dwight Eisenhower fyrrum hershöfðingi og forseti Bandaríkjanna varaði við áhrifum hernaðariðnaðarins á sínum tíma með eftirfarandi orðum „In the councils of government, we must guard against the acquisition of unwarranted influence, whether sought or unsought, by the military-industrial complex. The potential for the disastrous rise of misplaced power exists and will persist.“

Víetnam og Kína

Víetnam dæmi um land sem er með landamæri við stórveldi en gætir sín með hlutleysi og forðast formleg varnarbandalög. Víetnam er land með um 100 milljónir íbúa og vaxandi hagkerfi. Þegar Sovétríkin féllu 1991var hagkerfi Víetnam aðeins þriðjungur að hagkerfi Úkraínu en er nú þrisvar sinnum stærra en hagkerfi Úkraínu. Víetnam er í erfiðri stöðu með norðurlandamæri við Kína og svo deildur um yfirráð yfir Suður Kínahafi (sem Víetnam kallar Austur Vietnam haf).

Mynd 3. Verg landsframleiðsla á jafnvirðisgengi í milljörðum Bandaríkjadala. Úkraína og Víetnam 1991 til 2022.  Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

Vesturlönd sýna vaxandi áhuga á að fá Víetnam í bandalag gegn Kína en Víetnam fer varlega og heldur hlutleysisstefnu. Ef Víetnam hafði áform um að mynda formlegt varnarbandalag með Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu gegn Kína gætu viðbrögðin frá Kína orðið hörð. Þess vegna fer Víetnam varlega. Varnarbandalag gæti þýtt hernaðarviðveru bandalagsins við norður landamæri Víetnam við Kína og hernaðarviðveru í Suður Kínahafi á umdeildum eyjum. Slíkt varnarbandalag gæti leitt til átaka Kína og reyndar er það svo að síðasta stríð sem Kína háði var á þessum norður landamærum árið 1979. 

Greinarhöfundur ræðir Úkraínustríðið við Thuongmai University í Víetnam.

Greinarhöfundur með fyrrum varautanríkisráðherra Víetnam.

Víetnam er dæmi um land sem fer varlega í samskiptum sínum við stærra nágrannaríki á meðan Úkraína er dæmi um land sem fer óvarlega með hugmyndum að aðild að NATO og ESB innan skamms tíma sem hafa reynst óraunhæfar. Hvorki ESB né NATO ríki hafa viljað veita landinu aðild, ekki einu sinni tímatöflu um aðild. Víetnam hefur sótt G7 fundi en myndi tæpast sækja NATO fundi eins og Ástralía, Japan, Suður Kórea gera. 

Hilmar Þór Hilmarsson er prófessor við Háskólann á Akureyri en starfaði áður hjá Alþjóðabankanum um 12 ára skeið þar á meðal í Asíu og Evrópu.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí