Styrkja styrkirnir lýðræðið?

Skoðun Ögmundur Jónasson 21. jún 2025

Menn hafa verið að ríf­ast svo­lítið um op­in­bera styrki til stjórn­mála­flokka. Það er umræða sem á full­kom­lega rétt á sér og eðli­legt er að skatt­greiðend­ur viðri gagn­rýni sína þyki þeim mis­farið með fé sitt.

Á Alþingi hef­ur ríkt bæri­leg samstaða og sátt um styrki til stjórn­mála­flokka enda kannski varla við öðru að bú­ast því þar sitja þau sem eru í senn veit­end­ur og styrkþegar. Sama var uppi á ten­ingn­um um árið þegar all­ir flokk­ar á þingi sam­einuðust um það í kær­leiks­ríku sam­komu­lagi að nær tvö­falda styrki til þing­flokka og aðstoðarmanna þeirra.

Úti í sam­fé­lag­inu, utan veggja þings­ins, var annað hljóð í strokkn­um. Þar þótti mörg­um skiln­ing­ur þing­manna á eig­in þörf­um vera meiri en góðu hófi gegndi.

Þingið greip þá til varna og talaði um lýðræðið; að lýðræðið kostaði sitt; þing­menn væru með ör­læti í eig­in garð í reynd að styrkja lýðræðið í land­inu.

Gott og vel. Þá skul­um við ræða ein­mitt þetta, hvernig fjár­mun­ir til stjórn­mála­flokka gagn­ist lýðræðinu.

Nú er það svo að stjórn­mála­flokk­ar lands­ins búa við mjög mis­mun­andi aðstæður háð því hvort þeir eru í rík­is­stjórn eða í stjórn­ar­and­stöðu. Og verið get­ur að þeir eigi ekki full­trúa á þingi en standi engu að síður að stjórn­mála­starf­semi.

Það gef­ur auga­leið að flokk­ar í rík­is­stjórn hafa aðgang að þjón­ustu stjórn­sýsl­unn­ar um­fram aðra flokka auk þess sem fjöl­miðlar eru þeim opn­ari en stjórn­ar­and­stöðuflokk­um að ekki sé minnst á þá flokka sem ekki eiga full­trúa á þingi. Til þeirra síðast­nefndu leita fjöl­miðlar sára­sjald­an og verða full­trú­ar þeirra að hafa fyr­ir því sjálf­ir að vinna viðhorf­um sín­um braut­ar­gengi og finna leiðir til þess að veita ráðandi öfl­um gagn­rýnið aðhald.

Hvað er þá til bragðs að taka? Koma fjöl­miðli á lagg­irn­ar væri eitt ráð. Það gæti verið lít­ill lokaður fjöl­miðill eða að ákveðið væri að hafa hann op­inn marg­breyti­leg­um sjón­ar­miðum í bland við eig­in viðhorf. Það sem ynn­ist með því móti væri líf­legri skoðana­skipti í þjóðfé­lag­inu og hinir úti­lokuðu fengju nú rödd sinni far­veg. Það myndi vænt­an­lega styrkja lýðræðið.

Sjálf­um fannst mér ná­kvæm­lega þetta hafa gerst með Sam­stöðinni sem ég hef litið á sem bjarg­vætt op­inn­ar umræðu auk þess sem kraft­mik­il póli­tísk sjón­ar­mið hafa fengið að heyr­ast þar. Þetta hef­ur hins veg­ar verið gagn­rýnt og þykir vera óeðli­leg ráðstöf­un fjár­muna til stjórn­mála­flokks. Stjórn­mála­lflokk­um beri að nýta fé sem þeim er út­hlutað í eig­in þágu og ekki til ann­ars en til eig­in stjórn­mála­starfs þröngt skil­greint. Annað séu svik við fjár­veit­ing­ar­valdið á Alþingi sem í góðri trú styrki stjórn­mála­flokk­ana til skýrt af­markaðra verk­efna í þágu styrk­haf­ans og ekki annarra.

Og ein­mitt þessu fáum við að kynn­ast í kosn­inga­bar­áttu fyr­ir alþing­is- og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Þá efna flokk­arn­ir til funda­halda en fyrst og síðast nota þeir skatt­féð sem þeim er út­hlutað til þess að aug­lýsa eigið ágæti, birta þá gjarn­an heilsíðumynd­ir af for­ingj­um sín­um eða koma þeim fyr­ir á flettiskilt­um og tengja gjarn­an lof­orðum fyr­ir kom­andi kjör­tíma­bil.

Þetta kost­ar sitt enda er það vænt­an­lega þetta sem átt er við þegar sagt er að lýðræðið kosti.

Þar er komið að fyr­ir­sögn þessa pist­ils. Ef það þykir ótækt að láta styrki til stjórn­mála­starf­semi að ein­hverju leyti renna inn í út­varps- eða sjón­varps­rekst­ur á þeirri for­sendu að það sé ekki nógu flokk­spóli­tískt, þarf þá ekki líka að spyrja út í flokk­spóli­tísk­ar aug­lýs­ing­ar, kostaða lof­gjörð um flokka og for­ingja og lof­orð til kjós­enda í aug­lýs­ing­um sem greitt er fyr­ir með al­manna­fé? Hvað segj­um við til dæm­is um það þegar birt­ar eru aug­lýs­ing­ar fyr­ir kosn­ing­ar þar sem einu er lofað en síðan er allt annað gert eft­ir kosn­ing­ar?

Þetta teld­ust vera vöru­svik í kjör­búðinni og varla geta vöru­svik tal­ist þjóna því lýðræði sem stjórn­mála­menn á Alþingi segj­ast vera að styrkja í sessi með fjár­veit­ing­um til stjórn­mála­flokk­anna.

Hvernig væri að fé­lags­vís­inda­deild­ir há­skól­anna fælu doktorsnem­um að ráðast í rann­sókn­ar­verk­efni þar sem kort­lagt yrði hvernig ís­lensk­ir stjórn­mála­flokk­ar verji fjár­mun­um sem þeim er út­hlutað til fram­gangs lýðræðis­ins?

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí