Svart á hvítu

Skoðun Björn Jónasson 23. mar 2023

Leiðrétt­ing á staðreynd­um, fyr­ir þá sem komn­ir eru yfir sex­tugt.

Það var einu sinni fyr­ir­tæki sem hét Svart á hvítu. Það fyr­ir­tæki gaf út Íslend­inga­sög­ur og Sturlungu og lagði drög að út­gáfu á heild­ar­verk­um Jónas­ar Hall­gríms­son­ar. Og all­ir fengu laun­in sín greidd.

Þetta gekk allt sam­an vel og við lögðum aðaláhersl­una á að vekja áhuga al­menn­ings á þess­um bók­mennta­arfi okk­ar, við fór­um á heim­il­is­sýn­ing­una í Laug­ar­dags­höll og gerðum barm­merki með fræg­um setn­ing­um úr sög­un­um, gerðum Íslend­inga­sagna­kort og seld­um mikið.

Nú horf­ir öðru­vísi við og allt geng­ur út á að hafa pen­inga – án nokk­urs aðgangs að hjört­um fólks­ins sem á þenn­an arf al­veg skuld­laust.

Síðan var birt aug­lýs­ing: Þjóðar­gjöf er þetta kallað núna. Við fáum þetta fjár­magnað sem gjöf! Þetta er ekki leng­ur sam­eign okk­ar allra, enda skilst mér að hún sé ekki til. Við get­um ekki átt neitt sam­an.

Þess­ir ágætu menn, sem nú eru sagðir gjaf­mild­ir mjög, voru hvergi sjá­an­leg­ir meðan kostnaður­inn við út­gáfu Íslend­inga­sagn­anna, Sturlungu og ým­is­legs ann­ars var bor­inn af Svart á hvítu ehf. og eng­um öðrum. Hvergi var menn­ing­ar­ráðuneytið held­ur að finna. Enda var árið 1985 og ólig­arkíið varla búið að slíta barns­skón­um.

Það var semsagt ekki Brim, Mjólk­ur­sam­sal­an, Novator, Bláa lónið, Mar­el, Arn­ar­lax, Isa­via, Eim­skip, N1, Lands­virkj­un, Sam­skip, Hag­ar, Ölgerðin Eg­ill Skalla­gríms­son, Póst­ur­inn, Höld­ur – Bíla­leiga Ak­ur­eyr­ar, Soff­an­ías Cecils­son, FISK Sea­food, Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um, Skinn­ey-Þinga­nes, Sjóvá, Seðlabanki Íslands og Sam­tök iðnaðar­ins sem fjár­mögnuðu og stóðu und­ir kostnaði þegar á reyndi. En auðvitað er gam­an að njóta þess sem vel er gert þótt jafn­framt megi spyrja hvort nokk­ur verði fá­tæk­ur af því einu að láta þá njóta þess sem þeir eiga skilið.

Það kann vel að vera að menn hafi látið prenta ein­hver ein­tök en það er dá­lítið mikið annað en að sjá um kostnaðinn af verk­efn­inu.

Blessað ólíg­arkíið er ekk­ert sér­stak­lega vel að þessu komið held­ur. Um það skrifaði mér í bréf­korni fyr­ir fá­ein­um árum Aust­in Mitchell (1934-2021), þingmaður breska Verka­manna­flokks­ins. Sá mikli talsmaður breskra sjó­manna var Íslend­ing­um vel kunn­ur á þorska­stríðsár­un­um því hann tók þar af­stöðu með Íslend­ing­um. Aust­in Mitchell vildi að ráðstöf­un sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar við Íslands­strend­ur væri í hönd­um Íslend­inga; hún ætti að vera þjóðar­eign, sagði hann. Aldrei hefði hann bar­ist svo hart í þing­inu breska hefði hon­um hug­kvæmst að niðurstaðan yrði sú að hún myndi lenda í fárra hönd­um.

Og við höf­um heyrt svipað frá skip­herr­um í Land­helg­is­gæsl­unni sem sigldu á varðskip­un­um; öll áhöfn­in hætti lífi sínu og lim­um.

En alla vill fákeppn­isauðvaldið beygja.

Þjóð sem ekki á menn­ing­ar­arf­inn sinn á lífi á ekki neitt. Hún er eigna­laus. Og hvað er að eiga menn­ing­ar­arf­inn sinn á lífi? Það er með því að þjóðin sem hef­ur átt sitt líf hér hafi áhuga og skiln­ing á hvað það er að eiga sögu og menn­ingu. Ísland án forn­bók­mennt­anna og Ísland með forn­bók­mennt­ir er ekki sama landið. En þjóðar­gjöf verður þetta aldrei – við eig­um þetta öll sam­an.

Í rúss­nesku bylt­ing­unni var mikið um að menn birtu mynd­ir og skæfu út þá sem ekki voru í náðinni eða væru þurrkaðir út, þannig að eng­inn var til sem Stalín vildi ekki. Fræg er mynd­in af Trot­skí, þegar Lenín var að halda bar­átturæðu. Hann var einn af þeim sem ekki máttu vera til. Það er ekki ör­uggt að það sé mik­il eft­ir­sjá að Stalín þótt aðferðirn­ar séu svipaðar, enda ganga menn hreint til verks.

Þetta ljóð eft­ir Ein­ar Má Guðmunds­son birt­ist ein­mitt í tíma­rit­inu Svart á hvítu, og sér langt fram á veg, eins og skáld­um ein­um er lagið:

rúss­neska bylt­ing­in
er ein­sog fjöl­skyldual­búm sem
við flett­um án þess að vita hver
tók mynd­irn­ar og það er jafn­vel
vafa­atriði af hverju þær eru

aðeins eitt er víst;
fran­ken­stein tók völd­in að lok­um.

Auglýsingin sem getið er um:

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí