Öll hagkerfi eru blönduð hagkerfi, einhverskonar blanda af opnu markaðshagkerfi og ríkisskipulögðu hagkerfi (state planning). Það sem skiptir hins vegar öllu máli er hvaða hluta samfélagsins við látum ríkið sjá um og hvað við látum einkaaðilum eftir. Á nýfjrálshyggjutímanum síðustu áratugi hefur hægrið og frjálslynda miðjan sífellt dregið úr hlutverki ríkisins og einkavætt stærri hluta samfélagsins sem hefur leitt til okursamfélags þar sem fámennur hópur kapítalista dregur til sín öll verðmætin á kostnað almennings. Á sama tíma hafur afl verkalýðshreyfingarinnar dofnað og skuldir verkafólks aukist mikið.
Svona útskýrir Michael Hudson hagfræðingur hvað blandað hagkerfi þýddi í byrjun síðustu aldar: „Blandaðhagkerfi í byrjun síðustu aldar þýddi hagkerfi þar sem grunninnviðir voru í almannaeigu . Samgöngur, póstþjónusta, menntun, heilbrigðisþjónusta, o.s.frv. Hugmyndin var að bjarga efnahagskerfinu frá einokun og okurverðlaggningu með annaðhvort beinum opinberum rekstri eða reglugerð stjórnvalda til að koma í veg fyrir óhóflegar verðhækkanir af hendi einokunarfyrirtækja.“
Blandað hagkerfi þýdd ekki bara einhver blanda af ríkis og einkarekstri heldur hagkerfi almannagæða þar sem komið var í veg fyrir okur og óþarfa verðhækkanir á sviði mikilvægra innviða. Þessi nálgun opnar möguleikann á sanngjörnu samfélagi þar sem kapítalistar fengu ekki að okra á almenningi og halda okkur í skuldaánauð. Slík samfélög höfðu líka sterkari samkeppnisstöðu gagnvart öðrum ríkjum því þrýstingur á stanslausar launahækkanir var ekki til staðar og fyrirtæki þurftu ekki að borga eins há laun þar sem kostnaðurinn við að lifa er mun lægri. Ódýrara húsnæði og samgöngur og ókeypis heilbrigðisþjónusta og menntun. En ekki síst fjármálakerfi og bankakerfi í almannaeigu þar sem arðurinn af lána og bankastarfsemi rennur ekki í vasa örfárra auðmanna.
Það er þess vegna villandi þegar frjálslynda miðjan talar um blandað hagkerfi eins og það sé eitthvað sem sósíalistar tali gegn. Alls ekki. Sósíalistar á vesturlöndum eru þeir sem vilja raunverulega blandað hagkerfi á meðan frjálslynda miðjan er hikandi og þorir ekki að tala fyrir ríkisrekstri í grundvallar málaflokkum. Þetta sést vel á Íslandi þegar kemur að húsnæðiskerfinu í Reykjavík. Þar hefur miðju vinstrið verið við stjórn í fjölda ára en hlutfall félagslegs húsnæðis hefur ekkert aukist. Í síðustu Alþingiskosningum þegar Sósíalistar lögðu fram tillögur um byggingu 30 þúsund íbúða utan markaðarins mótmælti Kristrún Frostadóttir og vildi ganga skemur. Eina leiðin til að skapa sanngjarnar húsnæðiskerfi er einmitt að félagsvæða og færa stóran hluta kerfisins og gera að almannagæðum. Afmarkaðsvæða húsnæðiskerfið. Ekki að öllu leiti í byrjun kannski, þeir sem eiga peninga geta áfram keypt sér einbýlishús en ríkið á að bjóða öllum sem vilja ódýrt húsnæði á gott sem kostnaðarverði. Það er það sem blandað hagkerfi ætti að þýða. Ekki einhver útvötnuðu útgáfa af nýfrjálshyggju þar sem borgin viðheldur örsmáu félagslegu húsnæðiskerfi á forsendum markaðarins og þar sem húsaleiga hækkar í takt við sama okurmarkað.
Eins og alltaf skortir ekki lausnirnar við vandanum heldur aðeins valdið til að framkvæma þær. Raunverulegt blandað hagkerfi mun aldrei nást fram á meðan við búum í kapítalísku samfélagi eins og á Íslandi þar sem hin ríku ráða gott sem öllu. Almenningur hefur engin völd til að kalla fram þær breytingar sem til þarf. Hérna þarf byltingu þar sem verkafólk og samherjar verkafólks innan millistéttarinnar taka höndum saman um að taka völdin af auðstéttinni. Sósíalismi er nefnilega ekki ríkisrekstur eða markaðsrekstur. Þetta er eru aðeins verkfæri. Sósíalismi er það þegar verkafólk hefur völdin og getur byggt upp samfélag sem mætir þörfum verkafólks og annara jaðarsettra hópa. Jú það þýðir aukinn ríkirekstur og félagsvæðing en ekki að öllu leiti heldur aðeins í lykilþáttum efnahagskerfisins. Kapítalismi er hinsvegar samfélag fyrir hin fáu ríku.