Víti til varnaðar

Skoðun Rúnar Þorsteinsson 22. apr 2024

Að horfa upp á stóran hluta þjóðarinnar ryðja veginn fyrir fráfarandi forsætisráðherra, í átt til Bessastaða er sárara en tárum taki.

Eftir fleiri ár sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hefur skert líf venjulegs launafólks, aldraðra, öryrkja og erlendra innflytjenda, hefur hún ákveðið að bjóða sig fram til forseta landsins.

Auðvitað er þetta framboð í samráði við þá ríkisstjórn, sem hún nú yfirgefur og einn mesti braskari Íslandssögunnar tekur hennar sæti sem forsætisráðherra. Það er siðferðislega forkastanlegt að ráðherra, sem nýlega hefur verið með í og er ábyrg fyrir að semja lög, sem þrengja verulega að þeim sem veikast standa í þjóðfélaginu, fái þá aðstöðu að hindra að slík lagafrumvörp geti komist í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef svo vildi til að þess yrði krafist.

Það er ekki einsdæmi að lýðræðinu sé ýtt út í horn, úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá var sett niður í skúffu og henni læst og lykillinn falinn. Ef þjóðin vill að óbreytt ástand ríki í þjóðfélaginu eftir forsetakosningarnar í sumar, óréttlæti, misskipting auðlinda, auðvaldið fái áfram að sjúga merginn úr þjóðareignum í eigin þágu, já þá er upplagt að velja fyrrverandi forsætisráðherra í forsetastólinn, manneskju sem á eftir að beita því valdi sem henni stendur til boða, í þágu þeirra sem sjá lýðræðið sem hindrun í eigin framapoti.

Að sá frambjóðandi sem hefur haft langan tíma til að breyta þeirri aðferð við forsetakosningar, að kjör geti ekki orðið nema meirihluti kjósenda standi bak við þann frambjóðenda sem fær embættið, sú manneskja hefur möguleika að ná kjöri með aðeins fjórðung kjósenda bak við sig. Dettur einhverjum í hug að þetta sé ekki þaulhugsað?

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu.

Skrá mig arrow_forward
Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí