Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Úkraína, reynsluboltar, spilling, ópera, uppskera og kvóti

Úkraína, reynsluboltar, spilling, ópera, uppskera og kvótiarrow_forward

S06 E040 — 19. feb 2025

Tjörvi Schiöth doktorsnemi greinir breytta stöðu í Úkraínu og Evrópu eftir stefnubreytingu ríkisstjórnar Trump í samtali við Gunnar Smára. Karl Garðarsson, Guðmundur Þ. Ragnarsson og Steingerður Steinarsdóttir ræða málin við Sigurjón Magnúsi. Víða var komið við, í Úkraínu, hér og þar í Evrópu, í Hvíta húsi Trump, í borgarstjórn og ríkisstjórn. Þórður Snær Júlíusson er gestur Björns Þorlákssonar í umræðu um íslenska spillingu. Þórður er sérfræðingur íslensku efnahagslífi og ræðir það sem hann nefnir strokuspillingu. Þórunn Guðmundsdóttir samdi óperuna Hliðarspor til að framlengja söguna sem hófst í Rakaranum frá Sevilla og hélt áfram með Brúðkaupi Fígarós. Hún segir frá Gunnar Smára frá sýningunni með söngfólki: Hafsteinn Þórólfsson, María Konráðsdóttir og Guðrún Brjánsdóttir. Uppskeruhátíð. Listakonurnar Kolbrún Dögg Kjartansdóttir og Margrét M. Norðdahl ræða við Oddnýju Eir um mikilvægi uppskeruhátíða í baráttu fyrir betra lífi. Björn Ólafsson, gamall sjómaður með meiru, ræðir fiskveiðiráðgjöf Hafró við nafna sinn Þorláksson með gagnrýnum hætti.

Nató í neyð, Bubbi um Dylan, kjaramál, femínísk sagnfræði, nýr þingmaður og landnámsþorskurinn

Nató í neyð, Bubbi um Dylan, kjaramál, femínísk sagnfræði, nýr þingmaður og landnámsþorskurinnarrow_forward

S06 E039 — 18. feb 2025

Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur og Kristinn Hrafnsson blaðamaður ræða um upplausn í Nató og öryggishagsmuni Íslands og Evrópu í samtali við Gunnar Smára. Hann fær síðan Bubba Morthens til að segja okkur frá áhrifum Bob Dylan á sig sem tónlistarmanns, skálds, manneskju og ástmanns. Kolbrún Halldórsdóttir ræðir við Björn Þorláks kjaramál og virðingarleysi gagnvart tilteknum starfsstéttum. Við hleypum nýjum lið af stokkunum, sem við köllum „óþekkta þingmanninn“. Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ríður á vaðið með Birni Þorláks. María Lilja ræðir sagnfræði við Agnesi Jónasdóttur, sem situr í stjórn Sagnfræðingafélags Íslands. Hvað kennir sagan okkur um brautryðjendur í hópi íslenskra kvenna? Í lokin koma Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir líffræðingur og Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og segja Gunnar Smára frá því hvernig þorskurinn hefur breyst frá landnámi, en þá var hann stærri og eldri en hann er í dag.

Ræstingar, fjölmiðlar misbeiting valds, Heim og pólitík

Ræstingar, fjölmiðlar misbeiting valds, Heim og pólitíkarrow_forward

S06 E038 — 17. feb 2025

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar lýsir fyrir Gunnar Smára hvernig ræstingarfyrirtæki hafa grafið undan lífskjörum ræstingakvenna og í ofan á lag haft af þeim umsamdar kjarabætur. Hiti varð í umræðunni við Rauða borðið vegna Moggans og innflytjendamála í dag þegar Valur Grettisson Heimildinni, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp Samstöðinni og Ólafur Arnarson DV, gestir Björns Þorlákssonar létu gamminn geisa í umræðu um fjölmiðla. Björn Leví Gunnarsson fyrrverandi þingmaður Pírata tekur stöðuna í stjórnmálunum, ræðir við Oddnýju Eir um misnotkun valds og óhjákvæmilega sprengingu. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikskáld og Magnús Geir Þórðarson leikstjóri og leikhússtjóri segja frá Heim, nýju verki Hrafnhildar í leikstjórn Magnúsar í spjalli við Gunnar Smára. Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður ræddi um daginn og veginn við Sigurjón Magnús og sagði honum sögur.

Helgi-spjall: Þórhildur Þorleifs

Helgi-spjall: Þórhildur Þorleifsarrow_forward

S06 E037 — 15. feb 2025

Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og fyrrum þingkona ræðir um lífið og leikhúsið, uppvöxt og þroska, feminisma, pólitík, átök og sigra.

Vikuskammtur: Vika 7

Vikuskammtur: Vika 7arrow_forward

S06 E036 — 14. feb 2025

Efnistök að þessu sinni verða, á meðal annars, sviptingar í borginni, ofbeldi í barnaskóla, brim við Þorlákshöfn, Guðrún Hafsteinsdóttir, Trump, Pútín, Úkraína, vopnahlé á Gaza, Kendrick Lamar og Superbowl ofl. Til leiks mæta þau Daníel Thor Bjarnason þroskaþjálfi, Anita DaSilva, úr ungliðahreyfingu sósíalista, Laufey Líndal Ólafsdóttir, tæknimaður og Valgerður Árnadóttir, fyrrverandi varaþingmaður Pírata og dýravinur.

Ógn í skólanum, harka í íþróttum, Hafró, ljóð, karlmennska og breytingarskeiðið

Ógn í skólanum, harka í íþróttum, Hafró, ljóð, karlmennska og breytingarskeiðiðarrow_forward

S06 E035 — 13. feb 2025

Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, segir frá ógnarástandi í skólanum, en margir nemendur treysta sér ekki til að mæta í skólann. Darina Andreys, Hanna Þráinsdóttir og Dzana Crnac spila körfubolta með Aþenu, íþróttafélagi sem Brynjar Karl Sigurðsson veitir forstöðu, þjálfari sem er gagnrýndur fyrir yfirgang og dónaskap gagnvart leikmönnum. Hvað segja stelpurnar? Sá þingmaður sem hefur verið einna mest á milli tanna fólksins í landinu, Sigurjón Þórðarson, mætir á Samstöðina í kvöld og ræðir sjávarútveg, Hafró og fleiri mál ásamt Grétari Mar Jónssyni. Skáldkonan Margrét Lóa kemur  að Rauða borðinu í bókaspjall við Vigdísi Grímsdóttur og Oddnýju Eir. Þær fara yfir fjörutíu ára feril skáldkonunnar í ljóðum, hún segir frá nýjustu bók sinni, verðlaunaritinu Pólstjarnan leiðir okkur heim og sýnir okkur hinar ljóðabækurnar sem margar eru bókverk. Ævar Þór Benediktsson þýðandi og leikari og Hilmir Jensson leikstjóri koma og segja frá leikritinu Kapteini Frábærum, sem fjallar um karlmennsku og sorg. Í lokin kemur Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona og segir okkur frá því þegar hún  veiktist, hvers vegna hún gat ekki sungið og hvernig hún fann röddina aftur.

Spilling, öryggi, pólitík, jaðarljóð, klassík, brúarsmíði og heilnæmi

Spilling, öryggi, pólitík, jaðarljóð, klassík, brúarsmíði og heilnæmiarrow_forward

S06 E034 — 12. feb 2025

Þorvaldur Logason stjórnarformaður Transparency, Jóhann Hauksson blaðamaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur eru sammála um að mæliskekkja hafi verið gerð varðandi spillingu á Íslandi fremur en að spilling sé á undanhaldi. Valur Ingimundarson prófessor ræðir öryggismál Evrópu í ljósi ummæla og stefnu Donald Trump. Sigurjón Magnús fær til sín reynslubolta að ræða daginn og veginn: Drífa Sigfúsdóttir varaformaður Landssambands eldri borgara, Ólafur Þ. Harðarson prófessor og Arnar Björnsson fréttamaður fara yfir stöðuna. Þorbera Fjölnisdóttir, varaformaður NPA miðstöðvar og Sigríður Jónsdóttir, aktivisti, listakona, liðskonur Tabú, femínískrar fötlunarhreyfingar, koma að Rauða borðinu og segja okkur frá Ljóðakvöldi RVK Poetics #17: Frá hjartarótum: Skrif eftir fatlaðar konur og jaðarsett kyn. Tónlistarnemarnir Sól Björnsdóttir og Sóley Lóa Smáradóttir taka á móti Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara og Helga Jónssyni slagverkskennara og ræða tónlist og tónlistarkennslu. Auður Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit og Svartárkotssysturnar Sigurlína Tryggvadóttir og Guðrún S. Tryggvadóttir, sauðfjár og ferðaþjónustubændur, huldukonur í stjórn Huldu-Náttúruhugvísindaseturs, ræða um brúarsmíðina til framtíðar. Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur og umhverfissinni og Guðrún Birna le Sage, framkvæmdastjóri SUM og verkefnastjóri Pietasamtakanna segja okkur frá Samtökum um áhrif umhverfis á heilsu, helstu ógnum og mikilvægi heilnæms umhverfis fyrir okkur öll.

Stjórnmálaátök, karlmennska, íslenskan, réttindi fatlaðra, píanókeppni og Marmarabörn

Stjórnmálaátök, karlmennska, íslenskan, réttindi fatlaðra, píanókeppni og Marmarabörnarrow_forward

S06 E033 — 11. feb 2025

Við ræðum um stjórnmálaátökin á þinginu og í borgarstjórn, Ágúst Bjarni Garðarsson, fráfarandi þingmaður, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor, Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður spjalla við Sigurjón Magnús. María Lilja veltir fyrir sér karlmensku á krossgötum og fær til sín turnana tvo Frosta Logason, fjölmiðlamann og Þorstein V. Einarsson, kynjafræðing. Við ræðum um ögrandi áskorun varðandi innflytjendur á Íslandi: Tölum fokking íslensku. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, almannakennari og aðjúnkt í HÍ kemur frá Ísafirði og segir okkur frá afstöðu sinni til íslensku í spjalli við Oddnýju Eir. Brandur Bryndísarson Karlsson lamaðist fyrir neðan háls fyrir rúmum tíu árum síðan. Hann ræðir takmarkanir vegna fötlunar, myndlistina og ferðalög við Maríu Lilju. EPTA-píanókeppninni sem átti að halda í næsta mánuði í Salnum í Kópavogi hefur verið frestað með skömmum fyrirvara. Þrír píanókennarar sem allir tengjast keppninni, Ólöf Jónsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson og Birna Hallgrímsdóttir ræða málin við Björn Þorláksson. Marmarabörnin Sigurður Arent Jónsson og Saga Kjerúlf Sigurðardóttir ræða við Gunnar Smára um sýninguna Árið án sumars, dans-tilraunaleikhús á stóra sviði Borgarleikhússins.

Borgarpólitíkin, stefnuræða, voðaverk, fjölmiðlar, Viðreisn  og raddir almennings

Borgarpólitíkin, stefnuræða, voðaverk, fjölmiðlar, Viðreisn og raddir almenningsarrow_forward

S06 E032 — 10. feb 2025

Við hefjum leik á greiningu á stefnuræðu hins unga forsætisráðherra á Alþingi, Kristrúnar Frostadóttur. Fjallað verður um síðustu vendingar í stöðu borgarmálanna eftir að Einar Þorsteinsson framdi valdarán gegn sjálfum sér eins og einhver orðaði það. Munu sósíalistar hreppa borgarstjórastólastól Einars er ein spurningin. Jón Óðinn Waage er Akureyringur sem býr í Svíþjóð. Hann lýsir hvernig nánast tilviljun bjargaði því að dóttir hans slapp við að lenda í skotlínu fjöldamorðingjans í Örebro. Hundingjarnir fara á stjá og ræða um stjórnmál á götum úti. Að þessu sinni fær fólkið í borginni að pæla í borgarstjórninni og nýjum borgarstjóra. Hinn gamalreyndi Sigurjón Magnús Egilsson ræðir við fyrrum forsætisráðherra, Þorstein Pálsson um pólitík og þjóðfélagið. Og Henry Alexander Henrysson, doktor í heimspeki, sem er ekki á facebook, upplýsir hvers vegna – samhliða því að fjalla um ýmis siðferðisleg álitamál er varða fjölmiðla og stjórnmálafólk. 

Helgi-spjall: Sigurður Gylfi

Helgi-spjall: Sigurður Gylfiarrow_forward

S06 E031 — 8. feb 2025

Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur segir okkur frá lífi sínu í einsögufræðum og ást, eldmóði, átökum, skáldskap og skynjun, frá hundalílfi og hamskiptum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí