Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Helgi-spjall: KK

Helgi-spjall: KKarrow_forward

S07 E010 — 17. jan 2026

Kristján Kristjánsson, KK, kemur að Rauða borðinu með gítarinn sinn og munnhörpu og segir og syngur sögu sína, heimspeki sína og skoðanir í helgi-spjalli við Gunnar Smára

Vikuskammtur: Vika 3

Vikuskammtur: Vika 3arrow_forward

S07 E011 — 16. jan 2026

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Gunnar Hersveinn heimspekingur, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jovana Pavlović mannfræðingur og Sara Riel myndlistarkona og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hótunum, deilum, mislukkuðu spaugi, mótmælum, von og voðaverkum.

Jákvæðni, Grænland, handbolti, harmleiki, brennivín

Jákvæðni, Grænland, handbolti, harmleiki, brennivínarrow_forward

S07 E010 — 15. jan 2026

Hjálmar Gíslason frumkvöðull bregst við gagnrýni á áherslur hans sem hann hefur lýst opinberlega um að heimurinn sé betri en við fáum veður af í gegnum fjölmiðla. Björn Þorláks ræðir við Hjálmar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um sjáfstæði Grænlands og Úkraínu, nábúa stórvelda, fallandi Nató og hvert sé plan Donald Trump, ef það er þá til. Bekkurinn er nýr íþróttaþáttur á dagskrá Samstöðvarinnar. Sigurjón Magnús hefur umsjón með þættinum. Gestir fyrsta þáttarins eru Guðjón Guðmundsson, Gaupi, og Arnar Björnsson. Báðir margreyndir íþróttafréttamenn. Ísland leikur fyrsta leik sinn í Evrópumótinu í handbolta á morgun. Gaupi er faðir Snorra Steins landsliðsþjálfara. Leikurinn er aðalefni þáttarins. Leikararnir Atli Rafn Sigurðarson, Ásthildur Úa Sigurðardóttir og  Ebba Katrín Finnsdóttir segja Gunnari Smára frá dótturmorði, makamorði, móðurmorði og öðrum átök í leikritunum Óreisteia og hvers vegna þetta á svona mikið erindi við okkur í dag. Þeir Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi sem vill hefta aðgengi að áfengi og Ólafur Stephensen, Félagi atvinnurekenda, sem er á öndverðum meiði, takast á um netsölu og lögmæti eða ólögmæti hennar í spjalli við Björn Þorláks. Mikill skaði fylgir áfengisneyslu.

Oddvitaslagur, geðraskanir, Trump, lögfræði og pottormar

Oddvitaslagur, geðraskanir, Trump, lögfræði og pottormararrow_forward

S07 E009 — 14. jan 2026

Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur H. Marteinsson vilja bæði leiða Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum. Þau segja Gunnari Smára og Birni Þorláks hvers vegna, fyrir hvað þau standa og hvers vegna fólk ætti að kjósa annað frekar en hitt. Ólafur Ævarsson geðlæknir og Björn Þorláksson fjölmiðlamaður leggja spilin á borðið og ræða eigin persónulegar geðrænar áskoranir. Geðlæknirinn segir að opinská umræða um geðvandamál geti höggvið í fordóma og opnað dyr hjá þeim hluta almennings sem líður illa andlega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Þórarinn Hjartarson hlaðvarpari og Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir kennari koma í Trumptímann til Gunnars Smára, ræða orð og athafnir Trump og áhrif hans á samfélagið, heiminn og hugmyndir okkar. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lögfræðileg álitamál, tengd fréttum líðandi stundar. Sektardómur íslenska ríkisins hjá MDE, möguleg yfirtaka Grænlands, brunar og mál meints barnaníðings verða til umfjöllunar. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Mikilvægt er að týna aldrei niður hæfileikanum að leika sér og fíflast stundum, burtséð frá aldri. Þetta segja nokkrir karlar sem hittast reglulega í Vesturbæjarlaug með körfubolta. Þá ræða þeir í samtali við Björn Þorláks umræðumenninguna í heita pottinum og fleira. Garðar Valur Jónsson, Kári Kaaber, Bjarni Thoroddsen og Trausti Már Ingason pottormar hafa orðið.

Múslimar, leikskólar, Andalúsía, tónlistarnám

Múslimar, leikskólar, Andalúsía, tónlistarnámarrow_forward

S07 E008 — 13. jan 2026

Árni Þór Þórsson prestur innflytjenda ræðir við Gunnar Smára um andúð gegn innflytjendum, kristin gildi og reynslu hans sem prest innflytjenda og áður prest í Vík í Mýrdal, sem er sú sókn í landinu sem hefur hlutfallslega flesta innflytjendur. Svava Björg Mörk, dósent á Menntavísindasviði HÍ, ræðir við Sigurjón Magnús um mikinn skort á leikskólakennurum og þörf á menntuðu fólki til að vinna í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Þórir Jónsson Hraundal lektor segir Gunnar Smára frá Al Andalus, múslimsku ríki á Íberíuskaganum, menningu þess og áhrif. Freyja Gunnlaugsdóttir, skólameistari Menntaskóla í tónlist, ræðir við Björn Þorláks um tímamót fram undan, öll starfsemi skólans færist í Skipholtið á árinu í stað þess að vera margskipt. Framlög einstaklinga til uppbyggingar tónlistarstarfs vega þung

Fjölmiðlar, Svíþjóð, drykkja, klassík og skólamál

Fjölmiðlar, Svíþjóð, drykkja, klassík og skólamálarrow_forward

S07 E007 — 12. jan 2026

Logi Einarsson ráðherra ræðir fjölmiðla og fjölmiðlastyrki. Hvernig bregst hann við ásökunum um að styrkjafyrirkomulagið þjóni einkum auðugum eigendum fjölmiðla en litlir miðlar í almannaeigu eins og Samstöðin séu skildir eftir. Gunnar Smári Egilsson og Björn Þorláksson ræða við ráðherrann. Steingrímur Jónsson sveitarstjórnarmaður Vinstri flokksins í Lundi í Svíþjóð ræðir við Gunnar Smára um sænsk stjórnmál en kosið verður þar í haust til þings, lands- og sveitarstjórna. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir SÁÁ ræðir meðferðarúrræði fyrir börn með fíknisjúkdóma, aðgengi að áfengi og átak fram undan í samtali við Björn Þorláks. Geirþrúður Guðmundsdóttir selló og Rannveig Marta Sarc fiðla koma í heimsókn að Rauða borðinu og ræða við Gunnar Smára, Sól Björnsdóttur og Sóleyju Lóu Smáradóttur um það sem þær ætla að spila á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudaginn. Davíð Ólafsson sagnfræðingur ræðir við Gunnar Smára um sögu Myndlistar- og handíðaskólans sem hann ritaði ásamt Arndísi S. Árnadóttur.

Helgi-spjall: Arnar Gunnlaugs

Helgi-spjall: Arnar Gunnlaugsarrow_forward

S07 E006 — 10. jan 2026

Arnar Gunnlaugsson, landsþjálfari karla í knattspyrnu, er gestur Sigurjóns Magnúsar í Helgispjalli að þessu sinni. Arnar átti glæstan feril sem atvinnumaður. Sem þjálfari hefur hann látið mikið til sín taka. Undir hans stjórn vann Víkingur glæsta sigra. Í þættinum er talað um knattspyrnumanninn Arnar sem og þjálfarann Arnar. Arnar hefur oft þurft að hafna leikmönnum um að spila, sem oft kemur illa við þá sem þurfa að sitja hjá. Auk knattspyrnunnar er talað um gjaldþrot eftir þátttöku í atvinnulífinu og sitthvað fleira. Arnar er hreinskilinn maður og skemmtilegur til viðtals.

Vikuskammtur: Vika 2

Vikuskammtur: Vika 2arrow_forward

S07 E005 — 9. jan 2026

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Arna Magnea Danks leikkona, Atli Bollason myndlistarmaður, Ingunn Fjóla Brynjólfsdóttir efnishönnuður og Margrét Helga Erlingsdóttir fréttakona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af landvinningum og mannránum, ráðherrakapal og oddvitaslag, fínum veislum, verðbólgu og okri.

Reynsluboltar, vonda ESB, Tourette og sönglög

Reynsluboltar, vonda ESB, Tourette og sönglögarrow_forward

S07 E004 — 8. jan 2026

Oddný Harðardóttir fyrrum þingmaður og ráðherra, Halldór Guðmundsson menningarfrömuður og Steingerður Steinarsdóttir blaðamaður taka púlsinn á fréttum líðandi stundar og tíðaranda. Alþjóðamálin, ESB, staða íslenskunnar, bókajólin að baki og prófkjör verða til umræðu. Björn Þorláks stýrir umræðunni. Ögmundur Jónasson fyrrverandi þingmaður, ráðherra og formaður BRSB segir Gunnar Smára hvers vegna hann vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir, uppistandari, segir Ragnheiði Davíðsdóttur frá lífinu með Tourette og hvernig hún sér og túlkar heiminn í gegnum húmor. Þorvaldur Gylfason tónskáld og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari ræða tónlistina og tónleika fram undan í Hörpu, sem verða kvikmyndaðir í bak og fyrir. Vængjasláttur fugla kemur við sögu. Björn Þorláks ræðir við þau.

Trump, fasteignir, innflytjendur og vandræðaskáld

Trump, fasteignir, innflytjendur og vandræðaskáldarrow_forward

S07 E003 — 7. jan 2026

Sveinn Máni Jóhannesson doktor í sagnfræði, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði koma í Trumptímann og ræða við Gunnar Smára um Donald Trump og áhrif hans á heiminn og hugmyndir okkar. Hækkun fasteignaverðs hefur verið lygileg síðustu ár en árið í fyrra var þó undantekning. Árið 2026 gæti verð lækkað. Páll Pálsson ræðir við Björn Þorláks um stöðuna og horfurnar og hvernig fasteignakaup hafa breyst undanfarið. Jasmina Vajzovic ráðgjafi ræðir aukna útlendingaandúð og fyrirhugaðar breytingar sem henni eru ekki að skapi svo sem brottfararbúðir svokallaðar. Björn Þorláks ræðir við hana. Uppgjör vandræðaskáldanna á árinu 2025 hefur notið gríðarlegra vinsælda. Vilhjálmur Bragason húmoristi frá Akureyri ræðir við Björn Þorláks um kímnina, listina og lífið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí