Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Seðlabankastjóri, forystumaður, Konukot, 30 fyrir 30 og öryggismál

Seðlabankastjóri, forystumaður, Konukot, 30 fyrir 30 og öryggismálarrow_forward

S06 E155 — 16. sep 2025

Björn Leví Gunnarsson pírati mætir til Björns Þorlákssonar og ræðir kosti seðlabankastjóra í stöðunni sem nú er komin upp í seðlabankanum. Getur ástarsamband embættismanns varðað hagsmuni heillar þjóðar? Við fáum svörin við því hér rétt á eftir. Fyrst auglýsingar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir í samtali við Gunnar Smári áherslur þingmanna hóps um öryggisstefnu Íslands og klofning innan Nató. Halldóra R. Guðmundsdóttir forstöðukona Konukots ræðir við Maríu Lilju um kæru sem barst byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá líftæknifyrirtæki vegna fyrirhugaðrar opnunar Konukots á nýjum stað í Ármúla. Kallað er eftir aðgerðum því til til leiðar að náttúruvernd nái til 30 prósent hafsvæðis fyrir árið 2030. Þau; Sigrún Perla Gísladóttir, Valgerður Árnadóttir, Stefán Jón Hafstein eru öll í forsvari fyrir náttúruna með sínum hætti hingað komin á degi íslenskrar náttúru sem jafnframt er afmælisdagur Ómars Ragnarssonar. Þá verður jafnframt að loknu náttúru-spjalli frumsýnt í sjónvarpi, hér á Samstöðinni myndband sem unnið var sérstaklega til kynningar á verkefni þessu: 30 fyrir 30. Jóhannes Óli Sveinsson hefur verið kjörinn nýr formaður ungra jafnaðarmanna. Hann spjallar við Björn Þorláks.

Erlendir fangar, mótmæli í London, nýr þingmaður, verkfall og friðaraktivismi

Erlendir fangar, mótmæli í London, nýr þingmaður, verkfall og friðaraktivismiarrow_forward

S06 E154 — 15. sep 2025

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, lögmaður og formaður Siðmenntar ræða Mohammed Kourani og málefni erlendra fanga í íslensku fangelsismálakerfi almennt við Maríu Lilju. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London segir Gunnari Smára frá mótmælum helgarinnar þegar stórir hópar manna kröfðust breytinga á innflytjendastefnu stjórnvalda. Sigurður Helgi Pálmason þingmaður Flokks fólksins, segir frá lífi sínu í persónulegu spjalli við Björn Þorláks. Meiri líkur en minni eru að óbreyttu á verkfalli hjá langstærstum hluta starfsmanna Fjarðaáls fyrir vestan, álverksmiðju Alcoa. Atkvæðagreiðsla um verkfallið hófst í dag. Hjördís Þórs Sigurþórsdóttir verkalýðsleiðtogi hjá Afli fer yfir stöðuna með Birni Þorláks. Rannsókn er að hefjast á friðaraktívisma hér á landi. Guðrún Sif Friðriksdóttir sem starfar í Reykjavíkurakademíunni ræðir við Björn Þorláks.

Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttir

Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttirarrow_forward

S06 E153 — 13. sep 2025

Helen María Ólafsdóttir öryggissérfræðingur segir okkur frá vondum stöðum sem hún hefur ratað á, góðu fólki og sterkri fjölskyldu, stríðsátökum, hvernig mannskepnan bregst við gagnvart hryllingi, ástinni og voninni um að heimurinn skáni.

Vikuskammtur: Vika 37

Vikuskammtur: Vika 37arrow_forward

S06 E152 — 12. sep 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, Freyr Eyjolfsson öskukarl, Ragnar Þór Pétursson kennari og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af menningarstríði og þjóðarmorði, þingsetningu og voðaverkum, ógn, átökum og litlum friðarvilja.

Ungt fólk í basli, upplausn í Frakklandi, fangelsi, fólk sem heyrir raddir, fátækt og Innkaupapokinn

Ungt fólk í basli, upplausn í Frakklandi, fangelsi, fólk sem heyrir raddir, fátækt og Innkaupapokinnarrow_forward

S06 E151 — 11. sep 2025

Sérstök ástæða er til að gefa hlutskipti ungra Íslendinga gaum er kemur að menntun þeirra og misjöfnum ávinningi. Sigrún Brynjarsdóttir, hagfræðingur hjá BHM ræðir við Björn Þorláks hvort það borgi sig að vanmeta menntun. Einar Már Jónsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um stjórnarkreppu í Frakkandi, upplausn, mótmæli og vaxandi vantrú landsmanna á stjórnmálafólki. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Þóru Björg Sirrýjardóttur námsmann og Ingólf Snæ Víðisson stuðningfulltrúa og starfsmann Afstöðu. Stjórnarmenn í Hearing Voices Iceland og starfsmenn Hugarafls, þau Sigrún Huld Sigrúnar, leikari, raddheyrari og Grétar Björnsson félagsfræðingur segja Gunnari Smára frá fólki sem heyrir raddir sem aðrir heyra ekki og sjá sýnir sem aðrir ekki sjá. Sæunn Guðmundsdóttir, einn stofnenda Norðurhjálpar á Akureyri, segir fátækt mjög falið mein og að fátækir eigi sér fáa málsvara. Fólk á leigumarkaði og öryrkjar eru í hópi hinna verst stöddu. Björn Þorláks ræðir við Sæunni. Gunnar Smári ræðir við Friðgeir Einarsson um Innkaupapokann sem leikhópurinn Kriðpleir setur upp í Borgarleikhúsinu og Elísabetu Jökulsdóttur, en inn í Innkaupapokanum er flutt leikrit hennar Mundu töfrana.

Gaza, sjálfsvíg, reynsluboltar, Fjallabak og söngkennsla

Gaza, sjálfsvíg, reynsluboltar, Fjallabak og söngkennslaarrow_forward

S06 E150 — 10. sep 2025

Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur ræðir við Gunnar Smára um kröfur á íslensk stjórnvöld um aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gaza. Metur ríkisstjórnin það svo að Bandaríkin muni beita okkur refsingum ef við beitum Ísrael aðgerðum sem geta bitið? Gunnar Smári ræðir við fjóra karla af mismunandi kynslóðum, Anton Ísak Óskarsson, Ármann Örn Bjarnason, Baldvin Frederiksen og Bjarni Karlsson, um sjálfsvíg og áhrif þeirra á aðstandendur. Hvernig glíma karlar við sorg og dauða? Sigurjón fékk til sín þrjá góða gesti; Steingerði Steinarsdóttur, Lárus Guðmundsson og Ólaf Arnarson. Þau töluðu um margt. T.d. Hvað Rússum gengur til að ógna Póllandi, Miðflokkinn og Snorra Másson, fjárlagafrumvarpið, ræðu forseta Íslands við þingsetninguna og sitt hvað fleira. Gunnar Smári fór á Fjallabak og í Borgarleikhúsinu, leikrit  kl byggt á smásögu sem líka gat af sér bíómyndina Brokeback Mountain. Valur Freyr Einarsson leikstjóri og leikararnir Hjörtur Jóhann Jónsson og Björn Stefánsson koma að Rauða borðinu og ræða erindi og inntak þessarar sögu af ungum mönnum sem fella saman hugi í samfélagi sem vill ekki viðurkenna ást þeirra. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona og skólastjóri Söngskólans ræðir leiðir til að minnka efnahagslega stéttaskiptingu í tónlistarnámi barna og koma fleiri börnum í nám. Björn Þorláks ræðir við hana.

Lagaleg álitaefni, heimsmálin, fjárlög, flughávaði og listrænir feðgar

Lagaleg álitaefni, heimsmálin, fjárlög, flughávaði og listrænir feðgararrow_forward

S06 E149 — 9. sep 2025

Við hefjum leik á liðnum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir fréttir í samhengi við lagaleg álitaefni. Í dag verður drepið á Eurovision, rétti rjúpnaveiðimanna til veiða, ólíkra stjórnarskráa nágrannalanda og fleira. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku ræða við Gunnar Smára um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, það sem er gott í því og vont og það sem vantar í frumvarpið. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um heimsmálin við Gunnar Smára og afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirra. Er það hagur Íslands að setja á refsitolla á Kína og Indland? Hvaða áhrif munu ólíkar áherslur Bandaríkjanna og Evrópuríkjanna innan Nató hafa? Það er ekki á hverjum degi sem fjölskyldumeðlimir leika listir sínar í sama galleríi. Feðgarnir Hlynur Hallsson og Númi Hlynsson setja upp sameiginlega myndlistarsýningu fyrir norðan á Akureyri, við ræðum við þá. Við endum þáttinn á umræðu um stóraukið einkaflug við Reykjavíkurflugvöll, ekki síst þyrluflug. Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir mörg álitamál í þeim efnum, rannsóknir sýna að viðhorf til flugs skiptir miklu hvernig íbúar í grennd upplifa hávaða. Þannig er ekki ólíklegt að úrsýnisflug vegna eldgoss valdi meiri pirringi og annars konar líðan hjá íbúum en björgun mannslífs.

Þjóð gegn þjóðarmorði, stjórnmálaveturinn, örorkukerfið og barnafátækt

Þjóð gegn þjóðarmorði, stjórnmálaveturinn, örorkukerfið og barnafátæktarrow_forward

S06 E148 — 8. sep 2025

Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona og stjórnarkona hjá Vonarbrú, Arna Magnea Danks, kennari, Sara Stef Hildar, baráttukona, Ólafur Ólafsson, myndlistamaður og einn skipuleggjenda fundarins „þjóð gegn þjóðarmorði“ sem haldin var um helgina ræða framhaldið við Maríu Lilju. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, sem skipaði oddvitasæti hjá sósíalistum, telur rétt að stofna nýtt vinstri sinnað stjórnmálaafl þar sem kjósendur VG, pírata og sósíalista gæti hagsmuna sinna.  Þetta kemur fram í umræðu um stjórnmálaveturinn fram undan í umsjá Björns Þorláks. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, pírötum, lýsir sig jákvæða gagnart nýju afli – fremur en sameiningu hinna eldri. Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar, Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar ræða við Gunnar Smára um breytingarnar sem gerðar voru á örorkulífeyri fyrir viku. Tótla I Sæmundsdóttir hjá Barnaheillum ræðir mál sem varða velferð barna, mismunum eftir efnahag og mikilvægi þess að aðgát skal hörð í nærveru sálar svo nokkuð sé nefnt. Björn Þorláks ræðir við hana.

Helgi-spjall: Lára Pálsdóttir

Helgi-spjall: Lára Pálsdóttirarrow_forward

S06 E147 — 6. sep 2025

Lára Pálsdóttir félagsráðgjafi segir frá fólkinu sínu, Jesús ömmu sinnar og sósíalisma afa, frá þolinmæði mömmu sinnar og alkóhólisma föðurs, frá uppreisnum sínum sem unglingur, ást á bókum, æskulýðsskóla í Sovét, sárum missi og að fá að fæðast á ný.

Vikuskammtur: Vika 36

Vikuskammtur: Vika 36arrow_forward

S06 E146 — 5. sep 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Atli Bollason myndlistarmaður, Brynja Cortes Andrésdóttir þýðandi, Hye Joung Park myndlistarkona og kennari og María Hjálmtýsdóttir kennari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af upphlaupum, hneykslun, pólitískum hræringum, stríði og engum frið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí