Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Samfylkingin og innflytjendur, skáldkonur, Ástu Lóu-málið og íslenskan

Samfylkingin og innflytjendur, skáldkonur, Ástu Lóu-málið og íslenskanarrow_forward

S06 E232 — 17. des 2025

Við byrjum Rauða borði á spjalli þeirra bræðra, Sigurjóns Magnúsar og Gunnars Smára. Síðan kemur Sabine Leskopf borgarfulltrúi sem hættir senn störfum en hún er ekki sátt við hvernig flokkur hennar, Samfylkingin, heldur á spilunum í útlendingamálum. Björn Þorláks ræðir við hana. Skáldkonurnar Natasha S., Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Alda Björk Valdimarsdóttir og Maó Alheimsdóttir koma að Rauða borðinu á aðventunni og ræða ljóðin og jólin. Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur ræddi við Oddnýju Eir Ævarsdóttur á árinu sem er að líða um viðkvæmt efni sem þótti pólitískt hneyksli. Hið svokallaða Ástu Lóu mál sem  mörgum finnst í dag að hafi jafnveli verið stormur í vatnsglasi en um það eru þó skiptar skoðanir. Við endum svo á tveimur samtölum um íslensku og innflytjendur frá því fyrir þremur árum: Gunnar Smári ræddi um íslenskuna frá sjónarhóli innflytjenda með Linu Hallberg og Victoriu Bakshina og síðan við Agnieszku Sokolowska sem segir okkur hvernig íslenskan getur verið eins og svipa á innflytjendum.

Veður, hægri bylgja, loftslag, áföll og cóvid

Veður, hægri bylgja, loftslag, áföll og cóvidarrow_forward

S06 E233 — 16. des 2025

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rekur hamfaraveðrið í snjóflóðunum í Súðavík og hvort veðurfræðingar hefðu getað gert betur. Þá spáir Einar ítarlega um jólaveður landsmanna, ekki síst með liti til færðar um vegi landsins og fer yfir árið 2025 veðurfarslega, innanlands sem utan. Björn Þorláks ræðir við hann. Eiríkur Bergmann prófessor ræðir við Gunnar Smára um sýn þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna á Evrópu, von Trump-stjórnarinnar um uppgang þjóðernisflokka og um góða siglingu Miðflokksins í könnunum. Ungir umhverfissinnar gera upp árið 2025. Þær Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Sigrún Perla Gísladóttir og Ragnhildur Katla Jónsdóttir lýsa bakslagi í málaflokknum en ræða einnig nýja möguleika til bjargar heiminum. Björn Þorláks ræðir við þær. Vigfús Bjarni Albertsson fyrrum sjúkrahúsprestur ræðir við Gunnar Smára um lífið, dauðann og lífsglímuna. „Þú verður reiður, þú grenjar út af engu. Þú ert annar Gunni í dag en í gær.” 24. febrúar síðastliðinn ræddi Björn Þorláks við Gunnar Svanbergsson sjúkraþjálfara sem lenti í langtímacovid og allt breyttist. Boðskapur viðtalsins lifir enn og við endurflytjum það nú á aðventu.

Týnd börn, stjórnmál, hávaði, sjálfsvíg og tónlist

Týnd börn, stjórnmál, hávaði, sjálfsvíg og tónlistarrow_forward

S-9 E232 — 15. des 2025

Jón K. Jacobsen, faðir drengsins sem dó á Stuðlum, ræðir við Björn Þorláks um börnin sem kerfið virðist hunsa. Tilefni viðtalsins er sláandi viðtal við mæðgin í síðustu viku hér á Samstöðinni um fíkn, geð, úrræði og úrræðaleysi. Hann ræðir dapurleg örlög margra barna og ungmenna sem eru vistuð á Stuðlum og meðferðarúrræðið Yes We Can. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur ræðir stöðu stjórnar og minnihluta sem og framboð Sönnu og borgarmálin. Málþóf ber einnig á góma. Björn Þorláks ræðir við Ólaf. Vinnuaðstæður í leikskólum eru mjög mismunandi og hljóðvist barna eitt þeirra atriða sem virðast í misgóðu lagi. Fyrir skemmstu voru veitt íslensku hljóðvistarverðlaunin í flokki leikskóla. Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli vann fyrstu verðlaun. Magnús Skúlason formaður dómnefndar og Kristín Ómarsdóttir formaður Íslenska hljóðvistarfélagsins, sem einnig var hljóðhönnuður Öldunnar ræða við Björn Þorláksson um hljóðið, fegurðina og fleira í skipulagsmálum. Endurflutningur tveggja viðtala verður í þættinum. Gunnar Smári ræðir við fjóra karla af mismunandi kynslóðum, Anton Ísak Óskarsson, Ármann Örn Bjarnason, Baldvin Frederiksen og Bjarna Karlsson, um sjálfsvíg og áhrif þeirra á aðstandendur. Hvernig glíma karlar við sorg og dauða? Og við spyrjum: Hvað var í gangi í Þingeyjarsýslunni til forna þegar hópur karla tók það upp hjá sér nánast upp úr engu að spila á fiðlu líkt og enginn væri morgundagurinn? Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands ræðir það dularfulla mál.

Helgi-spjall: Ragnheiður Jóna

Helgi-spjall: Ragnheiður Jónaarrow_forward

S06 E231 — 13. des 2025

Ragnheiður Jóna Þorgrímsdóttir bóndi í Hvalfirði hefur um árabil barist fyrir réttlæti eftir að mengunarslys stóriðju bitnaði harkalega á hestunum hennar. Hún hefur skrifað bók um baráttuna og kemur þar fram hörð gagnrýni á stofnanir svo sem UST og MAST. Ragnheiður Jóna ræðir lífshlaup sitt og baráttuna í helgi-spjalli við Björn Þorláks.

Vikuskammtur: Vika 50

Vikuskammtur: Vika 50arrow_forward

S06 E230 — 12. des 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri, Teitur Atlason starfsmaður Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri og Þórdís Gísladóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stórkarlalegum yfirlýsingum, nýjum og gömlum hneykslismálum, dagsskrárlegum ákvörðunum, afsökunarbeiðnum og öðrum óvæntum uppákomum.

Börn í vanda, reynsluboltar, lögfræði, Evrópa og áfengi um jól

Börn í vanda, reynsluboltar, lögfræði, Evrópa og áfengi um jólarrow_forward

S06 E229 — 11. des 2025

Grímur Atlason hjá Geðvernd bregst við máli drengsins Hjartar og móður hans, Hörpu Henrýsdóttur, sem Samstöðin fjallaði um í gær. Grímur segir í samtali við Björn Þorláks mikið vanta upp á að börn sem lendi í geðheilbrigðisvanda séu varin. Oddný Harðardóttir, fyrrum fjármálaráðherra og þingmaður, Lárus Guðmundsson varaþingmaður og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur ræða fréttir og tíðarandi líðandi stundar. Pólitíkin, skólameistaramálið, samgöngur, Júróvisjón, staða íslenskunnar og jólin koma við sögu. Björn Þorláks ræðir við þau. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lagaleg álitamál sem eru ofarlega á baugi. Dómurinn gegn knattspyrnumanninum Albert Guðmundssyni, vaxtamál, 5 ára reglan og fleira verður til umræðu. Þátturinn er í umsjá Björns Þorlákssonar. Thomas Möller stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni ræðir við Gunnar Smára um afstöðu Trump-stjórnarinnar til Evrópu: Yfirvofandi siðmenningarlegri útrýmingu álfunnar, veika leiðtoga, ranga stefnu gagnvart Rússlandi, veikan hernaðarmátt og hnignandi efnahag. Mörg dæmi erum að helgi jólanna sé spillt vegna áfengisneyslu eða annarra vímugjafa. Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi ræðir vandann og reynir að útskýra hvort ráðuneytið eða Morgunblaðið hafi rétt fyrir sér í harðri rimmu um hvort unglingadrykkja sé að aukast eða ekki. Björn Þorláks ræðir við hann.

Húsnæðislán, fíkn og sjálfskaði, þjóðaröryggi og ungt fólk í pólitík

Húsnæðislán, fíkn og sjálfskaði, þjóðaröryggi og ungt fólk í pólitíkarrow_forward

S06 E228 — 10. des 2025

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir við Gunnar Smára um málið sem samtökin töpuðu fyrir Hæstarétti i dag, önnur mál sem enn eru útistandandi og hvaða afleiðingar þessi mál hafa fyrir hinn ómögulega húsnæðislánamarkað sem Íslendingar búa við. Harpa Henrysdóttir, móðir í Reykjavík, og Hjörtur, 17 ára gamall sonur hennar, segja Birni Þorláks áhrifamikla sögu af baráttu sonarins við vanlíðan, fíkn og sjálfskaða. Hjörtur var aðeins 13 ára gamall þegar hann leitaði sér hjálpar í Hollandi. Líf hans stóð þá tæpt en engin leið var að komast að í geðmeðferð innanlands. Hann er fyrsta barnið sem fær greitt frá Sjúkratryggingum fyrir meðferð við geðsjúkdómi utan landsteinanna. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur ræðir við Gunnar Smára um hina undarlegu þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna þar sem blandað er saman raunverulegri stefnumörkun, upphafningu Trump forseta og blammeringar gagnvart Evrópu og öðrum heimshlutum. Forprófkjör ungs jafnaðarfólks fer fram í fyrsta skipti í sögu Samfylkingarinnar. Hlutur ungra borgarfulltrúa hefur verið lítill sem enginn áratugum saman. Þau Soffía Svanhvít Árnadóttir varaforseti og Jóhannes Óli Sveinsson, kallaður Jóli, forseti ungs jafnaðarfólks, ræða mikilvægi þess að yngra fólk fái ítök í borgarstjórn Reykjavíkur í samtali við Björn Þorláks.

Jarðgöng, ofbeldi og útlendingaandúð, þjóðaröryggi og þjóðskald

Jarðgöng, ofbeldi og útlendingaandúð, þjóðaröryggi og þjóðskaldarrow_forward

S06 E227 — 9. des 2025

Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum formaður VG og fjármálaráðherra, gagnrýnir vissa þætti í Samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá segir hann fleiri mál orka tvímælis, sem stuðli að auknu ójafnræði meðal borgaranna, hinum efnaminni í óhag. Björn Þorláks ræðir við Steingrím. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, Linda Dröfn Gunnarsdóttir, ræðir hvort aukin útlendingaandúð hér á landi sem víða í veröldinni, kunni að hafa áhrif á starfsemi Kvennaathvarfsins. Björn Þorláks ræðir við Lindu. Valur Ingimundarson prófessor ræðir um öryggisstefnu Bandaríkjanna við Gunnar Smára, hvað í henni eru merki um breytta stefnu og hvað er ætlað að skýra pólitík dagsins, hver er staða Evrópu eftir að Bandaríkin draga sig að einhverju leyti til baka og hvort þess sé að vænta að Bandarísk stjórnvöld muni skipta sér í auknu mæli að pólitík innan Evrópulandanna. Einar Már Guðmundsson rithöfundur hefur skrifað bók sem ögrar hugmyndum um skáldskapinn. Hann veltir því fyrir sér hvernig skáld verður til í samtali við Björn Þorláks.

Galdrar, íslenska, fréttir og þjóðaröryggisstefna

Galdrar, íslenska, fréttir og þjóðaröryggisstefnaarrow_forward

S06 E226 — 8. des 2025

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, skrifaði doktorsritgerð sína um galdrafárið á Íslandi. Nú sendir hún frá sér skáldsögu byggða á takmörkuðum heimildum um líf fólks sem sent var á bálið. Hún segir Gunnari Smára frá Glæður galdrabáls. Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, ræðir við Gunnar Smára um kröfu Landsspítalans til starfsmanna um íslenskukunnáttu, en yfirstjórn spítalans hefur ákveðið að enginn starfsmaður verði ráðinn nema viðkomandi hafi tök á íslensku. Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, ræðir við Gunnar Smára um kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna í tilefni af samdrætti og mögulegum slitum á fréttum Sýnar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna, sem setur punt aftan við það alþjóðakerfi sem Bandaríkin byggðu upp eftir seinna stríð. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir Evrópu og Ísland? Við endurflytjum síðan samtal um sögulega þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og Guðlaug Þór Þórðarson fyrrum utanríkisráðherra.

Helgi-spjall: Ása Helga

Helgi-spjall: Ása Helgaarrow_forward

S06 E225 — 6. des 2025

Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir er gestur Sigurjóns Magnúsar í Helgispjalli Samstöðvarinnar að þessu sinni. Ása er menntaður leikari og kennari. Hún er enn starfandi við Háskóla Íslands. Ása var í hópnum sem stofnaði leiklistarskólann SÁL. Í þrjú ár stjórnaði Ása Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu. Síðan beindist áhugi hennar að kennslu sem hún menntaði sig til. Afkomendur hennar eru listrænir. Ýmist í leiklist og hljóðfæraleik. Ása er glaðlynd og skemmtileg kona.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí