Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson
Klippur
arrow_forward
Er Trump að missa þrek og vit?
Trump skaffar okkur alltaf umræðuefni og við höfum Trumptíma á miðvikudögum. Að þessu sinni koma Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Brynja …
arrow_forward
Hvað vill Vg og Vor til vinstri í Reykjavík?
Vg og Vor til vinstri, hópur í kringum Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, ætla að bjóða saman lista í borgarstjórnarkosningunum í vor. …
arrow_forward
Hvers vegna vill fólk bjóða sig fram til pólitískra starfa?
Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Guðmundur Ingi Þóroddsson, Magnea Marinósdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir bjóða sig öll fram …
arrow_forward
Hvað ætlar Ragnar Þór sér að gera í ráðuneytinu?
Ragnar Þór Ingólfsson, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra, fer síðan yfir verkefni sín næstu árin, einkum hvernig hann ætlar að koma …
Þættir
Helgi-spjall: Davíð Þórarrow_forward
Davíð Þór Jónsson prestur segir okkur frá sjálfum sér, sigrum, baráttu og lægðum, æsku, uppruna og mótunarárum.
Vikuskammtur: Vika 4arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur, Elín Írís Fanndal varaþingmaður Flokks fólksins, Halldór Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri og Sólveig Ásta Sigurðardóttir nýdoktor og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af óreiðu, mismælum, stífum fundarhöldum, framboðum og flokkaflakki.
Breiðavík, skólamál, reynsluboltar, Miðflokkurinn, ástarkraftur og Stuðlararrow_forward
Ari Alexander Ergis Magnússon, Bárður Jónsson og Bergsteinn Björgúlfsson mættu í viðtal til Sigurjóns Magnúsar til að ræða um Breiðuvík, þar sem Bárður var geymdur sem barn. Sögur úr Breiðuvík voru rifjaðar upp. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokki og Skúli Helgason Samfylkingunni ræða skólamál í Reykjavík við Gunnar Smára, mál sem mögulega verða meðal kosningamála í borgarstjórnarkosningum. Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Ólafur Arnarson blaðamaður ræða fréttir vikunnar, Trump, borgarmálin, prófkjör fram undan og sviptingar í pólitíkinni. Björn Þorláks stýrir umræðunni. Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skipti yfir í Miðflokkinn í vikunni. Hann segir Gunnari Smára frá hvers vegna. Berglind Rós Magnúsdóttir prófessor í uppeldis- og menntunarfræði og Anna Guðrún Jónasdóttir er prófessor emerita kynjafræði við Örebro-háskóla ræða ástarkraft við Gunnar Smára en Berglind Rós er annar ritstjóra ritgerðasafnsins Ástarkraftur og Anna Guðrún einn af frumkvöðlum ástarrannsókna í heiminum. Jón K. Jacobsen, faðir drengsins sem lést í bruna á Stuðlum, ræðir lögreglurannsóknina og óhefðbundnar aðferðir hans sjálfs til að leita upplýsinga og vekja athygli á vanda barna sem falla milli skips og bryggju í kerfinu. Björn Þorláks ræðir við hann.
Vinstrið, velsæld, Trump, svefnlyf og gremjulegur karlarrow_forward
Vg og Vor til vinstri, hópur í kringum Sönnu Magdalenu Mörtudóttir, ætla að bjóða saman lista í borgarstjórnarkosningunum í vor. Sanna kemur að Rauða borðinu ásamt Rakel Hildardóttur, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Steinari Harðarsyni og ræðir við Gunnar Smára um borgarpólitíkina. Þau Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur töluðu við Sigurjón Magnús um alþjóðasamtökin Wellbeing Economy Alliance. Trump skaffar okkur alltaf umræðuefni og við höfum Trumptíma á miðvikudögum. Að þessu sinni koma Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur og ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á heiminn, samfélagið og huga okkar. Drífa Sigfúsdóttir og Anna Almarsdóttir lyfjafræðingur og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla ræða við Sigurjón Magnús um svefnlyf sem hafa mikil áhrif færni fólks, sljóvga hugann og geta beinlínis verið varasöm. Þór Tulinius leikari skrifaði leikritið Bústaðurinn sem sett er upp í Tjarnarbíói. Hann ræðir við Gunnar Smára um verkið ásamt Þórunni Lárusdóttur leikkonu og Ásgeiri Ásgeirssyni tónskáldi.
Reykjavík, okur, borgarpólitík og gagnrýniarrow_forward
Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Guðmundur Ingi Þóroddsson, Magnea Marinósdóttir og Sara Björg Sigurðardóttir bjóða sig öll fram í prófkjöri Samfylkingarinnar, vilja komast þar á lista, í 2. eða 3. sæti. Gunnar Smári ræðir við þau um borgina, pólitíkina og flokkinn. Runólfur Ólafsson hjá FÍB ræðir bílastæði og skort á þeim, lasnar og hættulegar götur og þróun bensínverðs og bílaskatta. Björn Þorláks ræðir við Runólf. Hvers má vænta í ljósi sameinaðs framboðs Vors til vinstri og VG? Hvað er um prófkjör Samfylkingar og Viðreisnar að segja? Hver væri uppskrift að sigurstranglegum lista og áherslum ef rýnt er í óánægju íbúa Reykjavíkur með borgarmálin samkvæmt könnunum? Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur spáir í spilin með Birni Þorláks. Jónas Sen tónlistarmaður og gagnrýnandi hefur stundum náð að stuða listamenn og almenning með óvæginni tónlistarkrítík. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hann galdur tónlistar á víðum grunni og hvers vegna gagnrýnandi má ekki festast í einhverju vinsældahlutverki.
Helgi-spjall: KKarrow_forward
Kristján Kristjánsson, KK, kemur að Rauða borðinu með gítarinn sinn og munnhörpu og segir og syngur sögu sína, heimspeki sína og skoðanir í helgi-spjalli við Gunnar Smára
Vikuskammtur: Vika 3arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Gunnar Hersveinn heimspekingur, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Jovana Pavlović mannfræðingur og Sara Riel myndlistarkona og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hótunum, deilum, mislukkuðu spaugi, mótmælum, von og voðaverkum.
Jákvæðni, Grænland, handbolti, harmleiki, brennivínarrow_forward
Hjálmar Gíslason frumkvöðull bregst við gagnrýni á áherslur hans sem hann hefur lýst opinberlega um að heimurinn sé betri en við fáum veður af í gegnum fjölmiðla. Björn Þorláks ræðir við Hjálmar. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um sjáfstæði Grænlands og Úkraínu, nábúa stórvelda, fallandi Nató og hvert sé plan Donald Trump, ef það er þá til. Bekkurinn er nýr íþróttaþáttur á dagskrá Samstöðvarinnar. Sigurjón Magnús hefur umsjón með þættinum. Gestir fyrsta þáttarins eru Guðjón Guðmundsson, Gaupi, og Arnar Björnsson. Báðir margreyndir íþróttafréttamenn. Ísland leikur fyrsta leik sinn í Evrópumótinu í handbolta á morgun. Gaupi er faðir Snorra Steins landsliðsþjálfara. Leikurinn er aðalefni þáttarins. Leikararnir Atli Rafn Sigurðarson, Ásthildur Úa Sigurðardóttir og Ebba Katrín Finnsdóttir segja Gunnari Smára frá dótturmorði, makamorði, móðurmorði og öðrum átök í leikritunum Óreisteia og hvers vegna þetta á svona mikið erindi við okkur í dag. Þeir Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi sem vill hefta aðgengi að áfengi og Ólafur Stephensen, Félagi atvinnurekenda, sem er á öndverðum meiði, takast á um netsölu og lögmæti eða ólögmæti hennar í spjalli við Björn Þorláks. Mikill skaði fylgir áfengisneyslu.
Oddvitaslagur, geðraskanir, Trump, lögfræði og pottormararrow_forward
Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur H. Marteinsson vilja bæði leiða Samfylkinguna í komandi borgarstjórnarkosningum. Þau segja Gunnari Smára og Birni Þorláks hvers vegna, fyrir hvað þau standa og hvers vegna fólk ætti að kjósa annað frekar en hitt. Ólafur Ævarsson geðlæknir og Björn Þorláksson fjölmiðlamaður leggja spilin á borðið og ræða eigin persónulegar geðrænar áskoranir. Geðlæknirinn segir að opinská umræða um geðvandamál geti höggvið í fordóma og opnað dyr hjá þeim hluta almennings sem líður illa andlega. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Þórarinn Hjartarson hlaðvarpari og Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir kennari koma í Trumptímann til Gunnars Smára, ræða orð og athafnir Trump og áhrif hans á samfélagið, heiminn og hugmyndir okkar. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lögfræðileg álitamál, tengd fréttum líðandi stundar. Sektardómur íslenska ríkisins hjá MDE, möguleg yfirtaka Grænlands, brunar og mál meints barnaníðings verða til umfjöllunar. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Mikilvægt er að týna aldrei niður hæfileikanum að leika sér og fíflast stundum, burtséð frá aldri. Þetta segja nokkrir karlar sem hittast reglulega í Vesturbæjarlaug með körfubolta. Þá ræða þeir í samtali við Björn Þorláks umræðumenninguna í heita pottinum og fleira. Garðar Valur Jónsson, Kári Kaaber, Bjarni Thoroddsen og Trausti Már Ingason pottormar hafa orðið.
Múslimar, leikskólar, Andalúsía, tónlistarnámarrow_forward
Árni Þór Þórsson prestur innflytjenda ræðir við Gunnar Smára um andúð gegn innflytjendum, kristin gildi og reynslu hans sem prest innflytjenda og áður prest í Vík í Mýrdal, sem er sú sókn í landinu sem hefur hlutfallslega flesta innflytjendur. Svava Björg Mörk, dósent á Menntavísindasviði HÍ, ræðir við Sigurjón Magnús um mikinn skort á leikskólakennurum og þörf á menntuðu fólki til að vinna í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Þórir Jónsson Hraundal lektor segir Gunnar Smára frá Al Andalus, múslimsku ríki á Íberíuskaganum, menningu þess og áhrif. Freyja Gunnlaugsdóttir, skólameistari Menntaskóla í tónlist, ræðir við Björn Þorláks um tímamót fram undan, öll starfsemi skólans færist í Skipholtið á árinu í stað þess að vera margskipt. Framlög einstaklinga til uppbyggingar tónlistarstarfs vega þung