Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Klippur

Eru ekki allir í páskastuði . . . ?
Í Vikuskammtinn mæta að þessu sinni Rauða borðs-liðar Samstöðvarinnar og gera upp samræðu vikunnar og ársins og ræða um persónuleg …

Er málþóf á Alþingi argasti ósiður?
Björn Þorláks ræðir við Ólaf Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Hann ræðir nýlegt viðtal Samstöðvarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, …

Hvað er að frétta af æsku alheimsins?
Við ljúkum þætti dagsins á umræðu um sjónvarpsþáttaröðina Adolesence. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði spjallar við Björn Þorláks um dægurmenningu …

Fylgir nýrri ríkisstjórn einhver breyting í ríkisfjármálum?
Indriði H. Þorláksson fyrrum skattstjóri ræðir við Gunnar Smára Egilsson um ýmis mál er varða embættisverk Bandaríkjaforseta, tollamál og annað …
Þættir

Vikuskammtur: Vika 15arrow_forward
Í Vikuskammtinn mæta að þessu sinni Rauða borðs-liðar Samstöðvarinnar og gera upp samræðu vikunnar og ársins og ræða um persónuleg tengsl sín við páska. Gunnar Smári og Sigurjón Magnús Egilssynir, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, Oddný Eir Ævarsdóttir ásamt Laufeyju Líndal Ólafsdóttur spyrja hvert annað spjörunum úr.

Ríkisstjórn, hagstjórn, þáttaröð, rafrettur, ópíóðar og transarrow_forward
Við hefjum leik við Rauða borðið á viðtali við Ólaf Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Hann ræðir meðal annars viðtal Samstöðvarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þingmál, pólitík innan lands og utan og málþófið séríslenska sem hann kallar mikinn ósið. Indriði H. Þorláksson fyrrum skattstjóri ræðir við Gunnar Smára Egilsson um ýmis mál er varða embættisverk Bandaríkjaforseta, tollamál og annað sem hefur áhrif á efnahag allra ríkja heims. Lára G. Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir að flest bendi til að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Hún ræðir við Maríu Lilju um hvað sé til ráða og þá þekktu staðreynd meðal nikótínfíkla að með tilkomu rafrettna hefur neysla nikótíns aukist. Við fjöllum líka um ópíóða. Svala Ragnheiðar og Jóhannesardóttir frá frú Ragnheiður kemur og ræðir við Maríu Lilju. Lyf að nafninu Otazene hefur gert vart við sig á svörtum markaði hér á landi. Þetta eru tilbúnir ópíóðar og geta reynst banvænir. Efnt var til flýtifundar hjá heilbrigðisyfirvöldum vegna málsins. Oddný Eir Ævarsdóttir flytur okkur það sem hún nefnir trans-fréttir. Arna Magnea Danks kemur og þær ræða wok- og anti-wók fársins sem nú geysar. Segja má að umræðan hafi hafist við Rauða borðið á Samstöðinni síðastliðinn sunnudag. Við ljúkum þætti dagsins á umræðu um sjónvarpsþáttaröðina Adolesence. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði spjallar við Björn Þorláks um dægurmenningu og samfélagið. Var rétt ákvörðun hjá landlækni að leggjast gegn því að börn sæju þáttaröðina í skólum?

Stjórnarandstaða, tollastríð, reynsluboltar, dauðastríð, óþekktur þingmaður, vá og óperaarrow_forward
Er Sjálfstæðisflokkurinn að missa það? Þannig spyr einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar, Sigurjón Þórðarson sem ræðir um grímulaust málþóf minnihlutans, fýlu, frekju og eignarhald í spjalli við Björn Þorláks. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild HÍ, ræðir um tolla og efnahagsstefnu Trump við Gunnar Smára. Reynsluboltarnir koma í spjall við Sigurjón Magnús: Bolli Héðinsson, hagfræðingur Einar Kárason rithöfundur Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og fyrrum þingkona. Mest bar á umræðunni um veiðigjöld útgerðarinnar. Og auðvitað Donald Trump. Fyrsta langreyðurin sem Hvalur hf. skaut eftir að veiðar hófust á ný, eftir tímabundna stöðvun, háði 35 mínútna dauðastríð. María Lilja fær til sín þær Rósu Líf Darradóttur, lækni og formann samtaka um dýravelferð og stjórnarkonu Hvalavina auk Valgerðar Árnadóttur, nema í stjórnmálafræði og talskonu Hvalavina sem eru á einu máli um að ekki sé mögulegt að veiða stórhveli með mannúðlegum hætti. Óþekkti þingmaðurinn í þessari viku er Guðmundur Ari Sigurjónsson. Hver er hann? Hverjar eru hans persónulegu hliðar, hvað leynist bak við yfirborðið? Hvernig fékk hann örið á andlitinu? Björn Þorláks ræðir við nýjan þingmann á Alþingi. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, jarðfræðingur og Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi ræða um véfengingu Frosta Sigurjónssonar og fleiri um vá sem steðjar að okkur vegna hlýnunar jarðar af manna völdum. Friðrik Margrétar-Guðmundsson tónskáld og Hanna Dóra Sturludóttir söngkona segja okkur frá Brím, nýrri íslenskri óperu sem tekur á heitri umræðu um kúltúrbörn.

Trump, woke, varnarsamningur, vindmyllur, Gaza, ríkisborgararéttur og Geðbrigðiarrow_forward
Hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Gylfi Magnússon ræða um um tolla og efnahagsstefnu Trump. Og eru ekki á sama máli í samtali við Gunnar Smára. Þorsteinn segir þá leiða til góðs en Gylfi til ills. Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu koma í spjall við Rauða borðið og fara yfir í líflegri samræðu við Oddnýju Eir og Björn Þorláks yfir átökin um kynjafræðina, wókið, umræðuna, ofbeldið, rétttrúnaðinn og samræðuna. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga og Elvar Ástráðsson skjalavörður samtakanna ræða um leyni-varnarsamning íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin þar sem bandaríski herinn hefur allan rétt að leggja undir sig land og innviði. Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur í stjórn Landverndar ræða um yfirgengileg áform um vindmyllugarða á Íslandi og fórnarkostnaðinn. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland Palestína segir fréttir af þjóðarmorði ásamt Maríu Lilju. Natan HK, Íslendingur í Kaleforníu, gagnasérfræðingur og forritari segir frá umsókn sinni um íslenskan ríkisborgararétt og frá ljónunum í veginum. Agnes Ósk Ægisdóttir og Ásthildur Emma Ingileifardóttir meðlimir hljómsveitarinnar Geðbrigði, sigurvegarar Músíktilrauna mæta til Maríu Lilju ásamt Esther Bíbí Ásgeirsdóttur bassaleikara Kolrössu sem jafnframt eru fyrrum sigurvegarar keppninnar.

Rauða borðið 7. apríl: Efnahagskrísa, Megas, woke, fréttamennska og Harpaarrow_forward
Gunnar Smári ræðir við Jónas Atla Gunnarsson hagfræðing um tolla og efnahagsstefnu Trump og hver áhrifin kunni að verða. Er þetta upphaf endurreisnar Bandaríkjanna eða fyrstu skrefin inn í kreppu. Megas er áttræður í dag. Þórunn Valdimarsdóttir ræðir einstakt framlag listamannsins en hún skrifaði bók um Megas og telur í samtali við Björn Þorláks að listamanninum sé ekki sýndur fullur sómi á tímamótunum nú. Bjarki Hjörleifsson stjórnmálafræðingur og Þórólfur Júlían Dagsson, aktívisti og útgerðarmaður, ræða um woke og anti-woke og vinstrihugsun dagsins við Oddnýju Eir. Óðinn Jónsson var fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu á erfiðum tímum og var meðal annars gert að segja upp fjölda fréttamanna eftir hrun. Björn ræðir við hann um þær breytingar sem orðið hafa á Ríkisútvarpinu, veika stöðu fjölmiðlunar og mikilvægi áskriftargjalda fyrir fréttamennsku. Og Björn endar þáttinn með samtali við Ágúst Ólaf Ágústsson, hagfræðing og höfundur nýrrar skýrslu um hin svokölluðu Hörpuáhrif, og Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóri Hörpu, um Hörpu-áhrifin, þýðingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu hefur fyrir samfélagið.

Helgi-spjall: Ólöf Arnaldsarrow_forward
Ólöf Arnalds, söngvaskáld, kemur í helgi-spjall og segir frá ástinni á tónlistinni og á öllu hinu, ræðir um sönginn, sorgina, gleðina og samruna skynsviðanna.

Vikuskammtur: Vika 14arrow_forward
Ingibjörg Reynisdóttir, leikkona og jógi – Maren Freyja Haraldsdóttir, félagsfræðingur – Björgvin Gunnarsson blaðamaður á Mannlífi og Egill Viðarsson, rafbókaframleiðandi og tónlistarmaður koma í vikuskammt til Maríu Lilju í dag.

Flóttafólk, bridge, fréttagagnrýni, dómsdagsmálmur og loftslagsmálarrow_forward
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Fida Abu Libdeh varaþingmaður Framsóknarflokksins, Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðarbæjarlistans og verkefnisstjóri S78 og Saga Kjartansdóttir sérfræðingur í vinnumarkaðsmálum ASÍ fóru yfir málefni flóttafólks og kerfislegar hindranir með Maríu Lilju í mjög heitum umræðum við borðið. Björn Þorláks fær góða gesti til sín til að ræða bridge, eitthvað sem Bjössi hyggst bjóða uppá reglulega næstu vikur. Þetta eru þau Matthías Imsland, Sigurpáll Ingibergsson, María Haraldsdóttir Bender, Anna Guðlaug Nielsen og Hallveig Karlsdóttur. Finnur G Olguson, leikmyndasmiður mætir til Oddnýjar með harðorða gagnrýni i garð fréttastofu RÚV í tengslum við þjóðarmorðið á Gaza. Reykjadoom er nýleg tónlistar og menningarhátíð af harðari gerðinni sem fer fram núna um helgina. Hörður Jónsson, einn skipuleggjenda leiðir okkur í allan sannleikann um Doom metal og fara yfir dagskránna með Maríu Lilju. Frosti Sigurjónsson, fyrrum alþingismaður ræðir um efasemdir sínar um loftslagsbreytingar af mannavöldum.

Fiskur undir steini, brottvísun, Reynsluboltar, Borgarahreyfing, fólkið og tækniauðvaldarrow_forward
Byrjum þáttinn á Stiklu úr umræðuþætti frá 1974 um Fisk undir steini og förum svo í viðtal við þá Ólaf Hauk Símonarson leikskáld og Þorstein Jónsson kvikmyndaleikstjóra sem gerðu á sínum tíma heimildarmyndir fyrir Ríkissjónvarpið, meðal annars Fiskur undir steini sem fjallaði um menningarneyslu í sjávarþorpinu Grindavík. Sú mynd verður sýnd á Pálmasunnudag í Bíótekinu í Bíó Paradís. Af því tilefni segja þeir félagar Gunnari Smára frá myndinni og ekki síður harkalegar viðtökur sem myndin fékk. Þá flytjum við frétt af brottvísun, Jón Sigurðsson lögmaður segir frá máli Zahra Hussein (móðir) og Farah Mohamed dóttur hennar. Mál þeirra er flókið, föður hefur verið vísað frá landi, hann var settur í herinn um leið og hann snéri aftur og síðast þegar spurðist til hans var hann særður en síðan eru nokkrir mánuðir. Ekki hefur verið tekin afstaða til erfiðra veikinda sem leiddu til fötlunar móður og skólagöngu stúlkunnar sem gengur í flensborgarskóla. Reynsluboltar Sigurjóns að þessu sinni eru þau Ólína Kjerulf Þorvarðardóttir, Ólafur Þ. Harðarson, Kristinn Sigmundsson og Kristjám Möller rætt er um fréttir vikunnar sem eru af ýmsu tagi að venju. Margrét Tryggvadóttir rithöfundur segir Gunnari Smára frá deilum og átökum innan Borgarahreyfingarinnar, stjórnmálahreyfingar sem klofnaði og sprakk. María Lilja og Oddný Eir réðust að fólki með hljóðnema á lofti á Þjóðarbókhlöðunni og spurðu gesti um fjölmiðla og gervigreind. Guðröður Atli Jónsson, tæknimaður, ræðir að lokum við Oddnýju um ógnir tækniauðvaldsins, gervigreind og framtíðina.

Flóttafólk, fjármálaáætlun, Breiðholt, tungumál, Kristni og Íslamarrow_forward
Fundur stjórnmalafræðinema um málefni flóttafólks fór fram í HÍ í dag. Við María Lilja og Pétur Fjelsteð vorum þar og tókum Vilhjálm Árnason þingmann sjálfstæðisflokks tali eftir fund. Hann sagði á fundinum að helsta hindrun frjáls flæðis á landamærum væri í raun verkalýðshreyfingin og við þurftum að vita meira. Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar ræðir um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hvað breytist, ef eitthvað, frá stefnu fyrri ríkisstjórnar? Birna Gunnlaugsdóttir kennari í Breiðholtinu blandar sér í umræðu um skólamálin. Kann að vera að umræðan um grunnskólana litist af fordómum? Lítum við sama vandann ólíkum augum eftir því hvaða hverfi um ræðir? Björn Þorláks ræðir við Birnu Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, rithöfundur og íslenskukennari við Háskóla Íslands og áhugamaður um tungumálalega fjölbreytni og framgang íslenskunnar, segir okkur frá frumlegum tungumála-viðburði sem verður á bókasafninu á Ísafirði á föstudaginn; Tungumálaskipti/Tandem language sem er einhverskonar tungumála-tinder-stefnumót. Muhammed Emin Kizilkaya, doktorsnemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í Félagi Horizon, sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju og MA í trúarbragðafræði og sr. Sigurvin Lárus Jónsson prestur í Vídalínskirkju og doktor í nýjatestamentisfræðum ræða við Gunnar Smára um kristni og Islam á Íslandi, fordóma milli trúarbragða og hvernig skapa megi frið og sátt í samfélaginu.