Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Þættir

Aukaþáttur: Afsögn Katrínar

Aukaþáttur: Afsögn Katrínararrow_forward

S05 E072 — 5. apr 2024

Við blásum til aukaþáttar af Rauða borðinu í tilefni af afsögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ræðum stöðuna við Ólaf Þ. Harðarson prófessor, Björn Þorláks blaðamann og Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra.

Katrín, Nató, forsetakjör og Úkraína

Katrín, Nató, forsetakjör og Úkraínaarrow_forward

S05 E071 — 4. apr 2024

Rauða borðið byrjar á vangaveltum Gunnars Smára Egilssonar og Björns Þorlákssonar um stöðu stjórnmála í kjölfar löngunar Katrínar Jakobsdóttur til að verða forseti. Nató á afmæli í dag. Af því tilefni fáum við Ögmund Jónasson til að fara yfir sögu og stöðu þessa hernaðarbandalags. Við höldum áfram að ræða við forsetaframbjóðendur. Röðin er komin að Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og fer yfir stríðið í Úkraínu.

Ólög, forsetaframboð, fæðingartíðni og geðlyf

Ólög, forsetaframboð, fæðingartíðni og geðlyfarrow_forward

S05 E070 — 3. apr 2024

Við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld setjast þeir Ólafur Stephensen og Breki Karlsson og ræða nýsamþykkt lög sem þeir segja að megi kalla spillingu. Við höldum áfram að ræða við forsetaframbjóðendur. Í kvöld er komið að Baldri Þórhallssyni prófessor sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Fæðingartíðni hefur fallið á Íslandi eins og víðast hvar í heiminum. Við ræðum við Gylfa Magnússon um hverju sætir og hvaða afleiðingar það hefur. Svava Arnarsdóttir er nýr formaður Geðhjálpar. Hún ræðir við okkur um geðlyf og reynslu sínu og annarra af þeim, ekki síst af því að hætta á þessum lyfjum.

Biskup, sjálfbærni húsa og forsetaframboð

Biskup, sjálfbærni húsa og forsetaframboðarrow_forward

S05 E069 — 26. mar 2024

Elínborg Sturludóttir Dómkirkjuprestur, Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju og Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju eru í biskupskjöri. Þau koma að Rauða borðinu og ræða stöðu kirkjunnar, erindi kristninnar og hlutverk biskups. Jón Kristinsson fór ungur til náms í Hollandi og hefur starfað þar alla tíð, í meira en sextíu ár, sem arkitekt og uppfinningamaður á svið sjálfbærni og orkunýtingar. Hann kemur til okkar og segir fá lífshlaupi sínu og uppgötvunum. Halla Tómasdóttir fékk næst flest atkvæði í forsetakosningum fyrir átta árum og ætlar nú að reyna öðru sinni að verða forseti lýðveldisins. Við spyrjum hana hvers vegna.

Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna

Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefnaarrow_forward

S05 E068 — 25. mar 2024

Magnús Bernharðsson prófessor kemur til okkar og ræðir um hörmungarnar á Gaza og hvort nokkur von sé um frið. ÞINGIÐ – umræðuliður um pólitík og þingmál verður á sínum stað. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þinkona pírata takast á og Höskuldur Kári Schram þingfréttaritari kemur í heimsókn og ræðir breytta tíma á Alþingi. Már Jónsson sagnfræðingur ræðir við okkur um morðin a Sjöundá, bæði um réttarskjölin og um hvernig standi á því að fólk sé enn að hugsa um Steinunni og Bjarna. Sveinn Máni Jóhannesson nýdoktor ræðir svo niðurskurðarhyggju eða sveltistefnu, ekki í dag heldur fyrir hundrað árum þegar hér komst til valda ríkisstjórn sem skar ríkisútgjöld niður stórkostlega.

Helgi-spjall: Inga Bjarnason

Helgi-spjall: Inga Bjarnasonarrow_forward

S05 E067 — 23. mar 2024

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Inga Bjarnason leikstjóri okkur frá uppeldi sínu í horfinni veröld nítjándu aldar, listrænni menntun sinni í gegnum þrjá eiginmenn, ævisagnaritun sinni og lesblindu og uppgötvun sinni á að hún er allt önnur manneskja en hún hélt. 

Vikuskammtur: Vika 12

Vikuskammtur: Vika 12arrow_forward

S05 E066 — 22. mar 2024

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður og sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði fjölmiðla, Sólveig Ásta Sigurðardóttir nýdoktor, Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður og Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78 og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af deilum um kaup banka á tryggingafélagi, engri vaxtalækkun þrátt fyrir litlar launahækkanir, forsetaframboðum, menningarstríði og tómri hamingju.

Vopnahlé, einkavæðing, félagsleg öfl og ólög

Vopnahlé, einkavæðing, félagsleg öfl og ólögarrow_forward

S05 E065 — 21. mar 2024

Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi fer yfir stöðuna eftir samþykkt vopnahlés á Gaza, en einnig framgöngu íslenskra stjórnvalda síðustu mánuði. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur ræðir við okkur um nýfrjálshyggju í tilefni af helgiriti Frjálsrar verslunar um einkavæðingu, sem tímaritið segir að sé mestu framfaraskref Íslandssögunnar.  Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri, kemur aftur til að ræða samspil stjórnmála og alþýðuhreyfinga, en ekki síður hvernig félagsleg markmið hafa vikið fyrir markaðslegum á svo til öllum sviðum mannlífsins. Í lokin kemur Haukur Arnþórsson og segir okkur frá bók sinni Mín eigin lög sem dregur fram veikleika Alþingis, sem er kannski ekki sú lýðræðislega stofnun sem hún ætti að vera.

Vextir, ópíum, aldraðir, ofbeldi og alþýðuhreyfingar

Vextir, ópíum, aldraðir, ofbeldi og alþýðuhreyfingararrow_forward

S05 E064 — 20. mar 2024

Við ræðum við Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóra Vísbendingar um ákvörðun Seðlabankans um að lækka vexti bara ekki neitt. Sigmar Guðmundsson þingmaður kemur og ræðir svarta skýrslu um ópíóða. Kári Jónasson fyrrum fréttastjóri og eftirlaunamaður ræðir um vonbrigði eldri borgara um kjarasamninga. Drífa Jónasdóttir doktorsnemi fjallar um gið dulda mein – heimilisofbeldi. Í lokin kemur Benedikt Sigurðarson skólafrömuður og fyrrum formaður KEA og segir frá áhrif alþýðuhreyfinga, samvinnu- og verkalýðshreyfingarinnar, á stjórnmálin og samfélagið.

Hægrið, Grindavík, morð og smábarnabækur

Hægrið, Grindavík, morð og smábarnabækurarrow_forward

S05 E063 — 19. mar 2024

Hægrið skelfur eftir kaup Landsbankans á TM. Hvað veldur? Er þetta guðlast gagnvart heitri trú hægrisins, að rekstur megi bara fara frá ríkinu til hinna ríku en aldrei öfuga leið? Við ræðum þetta og fleira við Þórð Pálsson, forstöðumann fjárfestinga hjá Sjóvá og eldheitan hægri mann, sem er óánægður með ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, kemur til okkar og segir frá stöðu Grindavíkur undir linnulausum jarðeldum. Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði segir okkur frá morðunum á Sjöundá, aftökum og kúgun almúgans fyrir rúmum tvö hindruð árum. Og Jón Yngvi Jóhannsson dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands mætir með skemmtilegu smábarnabækurnar, sem eru ekki allar þær sem þær eru séðar.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí