Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Klippur

Gæti ríkissjóður innheimt miklu meira í auðlindagjöld?
Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, fer yfir veiðigjöld og auðlindarentu með Gunnar Smára. Ættum við kannski að setjast niður, fámenn …

Mun það veikja Evrópu að verja 5% af landsframleiðslu í hernað?
Hilmar Þór Hilmarsson prófessor metur niðurstöður Nató-fundarins í samtali við Gunnar Smára.

Ísland án Samstöðvarinnar? Hvað segja blaðamenn?
Samstöðin er samfélagssjónvarp og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar …

Flugslysið alerfiðasta reynslan
Eiríkur Björn Björgvinsson er í hópi nýrra þingmanna. Björn Þorláks rekur garnirnar úr Eiríki og leitast við að kynnast persónulegri …
Þættir

Helgi-spjall: Gnarrarrow_forward
Jón Gnarr segir okkur frá föður sínum og móður, frá föðurnum á himnum, húmor og pólitík, hugrekki sínu og hugsunarleysi, tímanum þegar hann tapaði sér og gildi þess að tala ekki of mikið um hlutina.

Vikuskammtur: Vika 24arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Birgitta Jónsdóttir skáld, Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur og Jón Gísli Harðarson rafvirkjameistari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af eldhúsdegi, málþófi og nefhjóli við Austurvöll, mótmælum og þjóðvarðliði í Kaliforníu og fjölbreytilegum deilum, álitamálum og tíðindum.

Kulnun skólamanns, Ný Sýn, gegn rasisma, breytt Bandaríki og skipulagsmálarrow_forward
Við hefjum leik á uppgjöri Valgarðs Más Jakobsssonar, skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en hann berskjaldar sig og lýsir einkennum kulnunar í starfi og hvað þurfti að gerast til að hann rambaði á rétta hillu á ný. Björn Þorláksson ræðir við Valgarð. Það eru vendingar á fjölmiðlamarkaði og hefur verið tilkynnt um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Sýnar, Stöð 2 er úr sögunni. Frosti Logason fjölmiðlamaður kemur til Maríu Lilju og ræðir stöðu fjölmiðla og mikilvægi fjölbreytni. Halldóra Jóhanna Hafsteins, stuðningsfulltrúi, Margrét Pétursdóttir, leiðsöguman og Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata svara kröfum hópsins Ísland þvert á flokka í tengslum mótmælin á Austurvelli sem boðuð eru fyrir helgi. Þær ræða líka við Oddnýju Eir Ævarsdóttur um uppákomuna í Húsdýragarðinum, rasismann og staðreyndir málsins. Oddný Eir ræðir einnig við dr. Áka Jarl Lárusson, líffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun, sem ólst upp í Los Angeles, um ofbeldið í Bandaríkjunum, orsakir og afleiðingar. Og Björn Teitsson, borgarfræðingur mætti til Maríu Lilju og ræddið borgarsamfélagið. Þau fóru yfir samræðuna um bílastæði, einkabílinn, opin rými og hvers meirihluti höfuðborgarbúa óski sér í þeim efnum.

Flugvöllurinn, hafið, reynsluboltar, glæpasamtök, huldufólk og umbylting í læknavísindumarrow_forward
Daði Rafnsson hjá samtökunum Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli og Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur ræða við Björn Þorláks stöðu vallarins, vítaverða og vaxandi hljóðmengun og alvarlegt atvik í gærkvöld. Flugvallarvinir hafa hótað fólki sem vill minnka umferð um völlinn að því er kemur fram í umræðunni. Kristín Vala Ragnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni og prófessor emerita í jarðvísindadeild Háskóla Íslands, ræðir við Oddnýju Eir um aðgerðarleysi og hugsanavillur tengdum hagvexti sem ógna hafinu og framtíð okkar. Reynsluboltar vikunnar voru þingkonurnar fyrrverandi; Álfheiður Ingadóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Oddný Harðardóttir. Rætt var um helstu fréttir og stjórnmál. Ekki síst að það vanti fólk á þingi sem talar frá vinstri og hefur áhuga á náttúruvernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, ræðir við Maríu Lilju um glæpasamtök útlendinga í fangelsi og auknar valdheimildir lögreglu. Auður Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, höfundur, rannsóknarlektor og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit segir okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum sköpunarkrafts og náttúru og hlutverki álfa, huldufólks í pólitík og menningu samtíma okkar. Páll Þórðarson, efnafræði-prófessor við háskóla í Sydney í Ástralíu segir Gunnari Smára frá umbyltingu í læknisfræði vegna RNA-tækni sem hann vinnur að.

Herinn til LA, Thunberg, Trump, Grímur, lífeyrissjóðir og gervigreindarrow_forward
Dröfn Ösp Rozas ræðir við Maríu Lilju um mótmælin í LA sem hún segir að sé mikilvægt að kalla ekki óeirðir. María Lilja ræðir við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, lögmann og formann Siðmenntar um fleyið Madleen sem stöðvuð var með nauðsynlegar vistir fyrir utan Gaza stendur. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um Trump og heimsmálin, ástandið í Kaliforníu og Úkraínu, á Gaza og Mið-Austurlöndum og vaxandi stórveldaátök í heiminum. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum lögga, segir frá sjálfum sér, þinginu, ofbeldismálum í samfélaginu og ýmsu öðru í samtali við Björn Þorláksson. Björn heldur áfram umfjöllun sinni um lífeyrissjóði. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, ræðir kosti og galla íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Hvað aðgreinir okkur frá sambærilegum sjóðum utan landsteinanna? Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur ræðir við Gunnar Smára um þá afgerandi samfélagsbreytingu sem gervigreindin mun valda, ekki bara í samfélaginu og völdum innan þess, heldur á sjálfsmynd okkar sjálfra.

Helgi-spjall: Drífaarrow_forward
Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, VG og Kvennaathvarfsins segir okkur frá baráttunni, hinu persónulega í pólitíkinni og pólitíkinni í hinu persónulega, frá æsku og uppruna og hversu lengi hún var að finna sig og hvað hún vildi taka sér fyrir hendur. Og um sósíalismann sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni.

Vikuskammtur: Vika 23arrow_forward
Það verður líf og fjör í Vikuskammtinum að þessu sinni þegar þau Helga Þórey Jónsdóttir, menningarfræðingur og kennari, Steinunn Gunnlaugsdóttir, myndlistamaður og Atli Bollason, listamaður mætast við Rauða borðið hjá Maríu Lilju. Að þessu sinni verður farið ítarlega í menningarviðburði, störf þingsins, fordóma í samfélaginu, Gaza, Oscar og ríkisborgararéttinn, sumarveðrið, laun ráðafólks, evrópusambandið og margt fleira.

Mannúð og stjórnsýsla, Evrópa, auðmagn, persónuvernd, útlendingahatur og víðerniarrow_forward
Við hefjum leik á samtali Björns Þorlákssonar við Henry Alexander Henrysson heimspeking og sérfræðing í siðferðislegum álitamálum rsem rökæðir mál Oscars hins kólumbíska ásamt Hauki Arnþórssyni stjórnsýslufræðingi. Þeir eru ekki alveg á einu máli þegar þeir ræða inngrip Víðis Reynissonar formanns allsherjarnefndar Alþingis, en allar líkur eru nú á að Oscar fái ríkisborgararétt. Árni Þór Sigurðsson, sendiherra í leyfi og fyrrverandi þingmaður VG, ræður við Gunnar Smára um alþjóðamál og ekki síður Evrópumál, en ríkisstjórnin ætlar að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu. Jón Gunnar Bernburg prófessor segir Gunnari Smára frá ólíku auðmagni; peningalegu, félagslegu og menningarlegu og hvernig slíkt auðmagn ræður því hverjir heyrast og sjást og hverjir alls ekki. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar ræðir um helstu áskoranir dagsins í dag í tengslum við persónuvernd. Oddný Eir Ævarsdóttir ræddi við Helgu. Ole Anton Bieltvedt, samfélagsrýnir, ræðir um útlendingahatur á Íslandi við Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Og við endum Rauða borðið með samtali við Þorvarð Árnason, forstöðumann Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði og fræðimanns í umhverfishugvísindum. Hann segir okkur frá nýútkominni bók sinni Víðerni sem er grundvallarrit í nýrri nálgun við náttúruna og ræðir tengsl okkar við hana, bókin er skrifuð fyrir almenning og náttúru í harðri viðureign okkar tíma. Oddný Eir ræðir við Þorvarð.

Aþena, líf og dauði, rasismi, mótmæli, kvóti, samfélagssöknuður, skák og bridgearrow_forward
Darina Andreys, Tanja Ósk Brynjarsdóttir og Anna Margrét Lucec Jónsdóttir spila körfubolta með Aþenu í Efra-Breiðholti og berjast fyrir framtíð félagsins gegn borgaryfirvöldum, sem vilja ekki gefa félaginu aðgang að íþróttahúsi. Þær útskýra stöðuna fyrir Gunnari Smára. Sigurjón Magnús ræðir við reynslubolta um samfélagið, líf og dauða, í bókstaflegri merkingu. Bogi Ágústsson fréttamaður, Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi og Ágúst Ólafur Ágústsson hagfræðingur spjalla um samfélagið og okkur sjálf. María Pétursdóttir, listakona og aktívisti, ræðir við Oddnýju Eir um mátt mótmæla gegn undirliggjandi andúð og um háværa kröfu um að loka landamærunum fyrir hælisleitendum. Ásgeir Daníelsson hagfræðingur hefur tekið saman miklar upplýsingar og samanburð á stöðu sjávarútvegs og svo annarskonar atvinnurekstur. Hann ræðir þetta við Sigurjón. Kristín Amalía Atladóttir lífsnautnakona, segir Oddnýju Eir frá lífi sínu úti í sveit og utanlands og veltir fyrir sér söknuði eftir samfélagi. Tveir fulltrúar kvennalandsliðsins í bridge, Guðrún Óskarsdóttir og María Haraldsdóttir Bender, ræða NM sem hefst á Laugarvatni á morgun. Gunnar Björn Helgason fyrirliði kvennaliðsins mætir einnig í briddsþátt Björns Þorlákssonar. Vignir Vatnar, besti skákmaður Íslendinga nú um stundir, gerði sér lítið fyrir og vann sjálfan Magnus Carlsen í netskák fyrir nokkrum dögum. Björn Þorláks ræðir við Vigni Vatnar um þetta mikla afrek.

Útlendingavandamál, rasismi, áfengi og sport, landsbyggðir, lífeyrissjóðir og gotharrow_forward
Að Rauða borðinu mæta þeir Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður hópsins Ísland þvert á flokka og Baldur Borgþórsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og ráðgjafi, og ræða um mótmælin á Austurvelli, ásakanir um rasisma og hatursorðræðuna á samfélagsmiðlum við Oddnýju Eir og Sigurjón. Snorri Sturluson kvikmyndagerðarmaður ræðir við Gunnar Smára um hvernig rasismi getur meitt og grafið undan öryggi þeirra sem verða fyrir honum. Skólameistari Framhaldsskólans í Laugum í Reykjadal, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, geldur varhug við aukinni áfengissölu á íþróttaviðburðum. Hann segir að íþróttayfirvöld ættu að staldra við í þessum efnum. Björn Þorláks ræðir við hann. Dögg Sigmarsdóttir, verkefnisstjóri borgaralegrar þáttöku, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, prófessor í fræðum myndlistar í Listaháskóla Íslands og dósent í listkennslu við Háskólann á Akureyri og Njörður Sigurjónsson, prófessor í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst ræða við Oddnýju um skapandi mátt og samfélagslega virkni og samveru í dreifðum byggðum landsins. Samstöðin mun fjalla um lífeyrissjóðsmál næstu vikur með nokkuð reglulegum hætti. Fyrsti viðmælandi er Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, hann ræðir rimmur liðins tíma og ögurstund sem hann segir að hafi skipt sköpum. Björn Þorláks hefur umsjón með þáttunum. Árni Sveinsson leikstjóri og Laufey Soffía söngkona í Kælunni miklu segja Gunnari Smára frá heimildarmyndinni Goth í RVK, goth-senunni á Íslandi og erlendis og hversu fáir tónleikastaðir eru eftir í henni í Reykjavík.