Rauða borðið - Helgi-spjall

Hér gefum við okkur góðan tíma til að kynnast fólki og málefnum.

Lau kl. 9

Þættir

Helgi-spjall: Kristín Gunnlaugs

Helgi-spjall: Kristín Gunnlaugsarrow_forward

S06 E171 — 4. okt 2025

Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður segir frá leit sinni frá Maríu mey að kvenmannssköpum og tröllskessum, frá óttanum í foreldrahúsum sem hefur fylgt henni, frá ást og skilnaði, trúarþörf og hættunni af að staðna.

Helgi-spjall: Rúnar Guðbrands

Helgi-spjall: Rúnar Guðbrandsarrow_forward

S06 E165 — 27. sep 2025

Rúnar Guðbrandsson leikari, leikstjóri og sviðslistamaður ræðir spennandi leikhús og minna spennandi, pólitíska list, trúnna á að við getum breytt heiminum, öryggi æskunnar og óróa unglingsáranna, föðurmissi og annað sem hefur mótað hann sem manneskju og listamann.

Helgi-spjall: Anna Rún

Helgi-spjall: Anna Rúnarrow_forward

S06 E159 — 20. sep 2025

Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona segir okkur frá hugmyndum sínum og lífi, leit sinni að röddinni og haldi í lífinu, kyrrðinni hjá ömmu, rótinu við skilnað og átökunum í listinni.

Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttir

Helgi-spjall: Helen Ólafsdóttirarrow_forward

S06 E153 — 13. sep 2025

Helen María Ólafsdóttir öryggissérfræðingur segir okkur frá vondum stöðum sem hún hefur ratað á, góðu fólki og sterkri fjölskyldu, stríðsátökum, hvernig mannskepnan bregst við gagnvart hryllingi, ástinni og voninni um að heimurinn skáni.

Helgi-spjall: Lára Pálsdóttir

Helgi-spjall: Lára Pálsdóttirarrow_forward

S06 E147 — 6. sep 2025

Lára Pálsdóttir félagsráðgjafi segir frá fólkinu sínu, Jesús ömmu sinnar og sósíalisma afa, frá þolinmæði mömmu sinnar og alkóhólisma föðurs, frá uppreisnum sínum sem unglingur, ást á bókum, æskulýðsskóla í Sovét, sárum missi og að fá að fæðast á ný.

Helgi-spjall: Guðrún Jónsdóttir

Helgi-spjall: Guðrún Jónsdóttirarrow_forward

S06 E141 — 30. ágú 2025

Guðrún Jónsdóttir, fyrrum talskona Stígamóta, fagnar dómi mannréttindadómstólsins og lýsir baráttunni á bak við þann sigur, segir frá æsku sinni og uppruna, foreldrum sínum og hvaða áhrif þeir höfðu á líf hennar og persónuleika, dásemd þriðja æviskeiðsins og hvernig þeim lyndir saman, náttúrubarninu og baráttukonunni sem búa saman innra með Guðrúnu.

Helgi-spjall: Jón Kalman

Helgi-spjall: Jón Kalmanarrow_forward

S06 E134 — 23. ágú 2025

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur sest við Rauða borðið og leyfir hlustendum að kynnast sér og spegla sig í sér, uppruna, uppvexti og leit hans að sjálfum sér sem höfundi og manneskju.

Helgi-spjall: Snærós Sindradóttir

Helgi-spjall: Snærós Sindradóttirarrow_forward

S06 E128 — 16. ágú 2025

Snærós Sindradóttir, listfræðingur og fjölmiðlakona ræðir við Maríu Lilju um lífið og tilveruna, pólitík, VG, menningarverðmæti, erfitt fólk, sjálfið, stíl og elegans, vinalegt hægrafólk og hefnd nördanna í skemmtilegu og einlægu samtali.

Helgi-spjall: Hilmir Snær

Helgi-spjall: Hilmir Snærarrow_forward

S06 E088 — 9. ágú 2025

Hilmir Snær Guðnason leikari segir frá sér, æskunni, leikhúsinu, listinni, drykkju, sigrum, háska og hamingju.

Helgi-spjall: Mugison

Helgi-spjall: Mugisonarrow_forward

S06 E119 — 26. júl 2025

Örn Guðmundsson aka Mugison kemur að Rauða borðinu og segir sköpunarsögu sína, hvernig hann varð til sem manneskja og listamaður. Og hann er með gítarinn með sér og tekur nokkur lög þar sem við á í frásögninni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí