Rauða borðið - Helgi-spjall

Þættir

Helgi-spjall: Ragna Sigrúnarrow_forward
Ragna Sigrún Sveinsdóttir, leiðsögumaður og lektor emerita segir okkur frá pælingum sínum um keltnesk áhrif á Íslandi og um allan heim, hún hefur um árabil ferðast um landið og heiminn og séð ólík upprunaeinkenni birtast í tengslum við skipulag, ástríðu, listir og stríð … Hún bjó lengi í París og segir okkur frá lífinu þar og á Víkingavatni í æsku, frá áhrifavöldum lífs síns, rannsóknum á þróun tungumála og vináttunnar.

Helgi-spjall: Þorvaldur Kristinssonarrow_forward
Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur, ritstjóri, þýðandi, rithöfundur og baráttumaður segir frá lífshlaupi sínu í gegnum listir og réttlætisbaráttu.

Helgi-spjall: Guðmundur í Afstöðuarrow_forward
Guðmundur Ingi Þórodsson formaður Afstöðu, félags fanga, segir frá æsku sinni og uppruna, refilsstigum og beinum brautum, fordómum og ungum dómum.

Helgi-spjall: Linda Vilhjálmsarrow_forward
Linda Vilhjálmsdóttir skáldkona segir okkur frá áfalli sínu, sjálfsmynd, skáldskap og öllu því sem hefur gert hana að því sem hún er.

Helgi-spjall: Jón Ársællarrow_forward
Jón Ársæll Þórðarson segir okkur frá æsku sinni og ævintýrum, söknuði eftir móðurbrjóstinu, barnaþrælkun, fjölskyldu, störfum, draumum og raunum.

Helgi-spjall: Júlíus K Valdimarssonarrow_forward
Júlíus K Valdimarsson segir okkur frá lífi sínu í tónlist og baráttu fyrir betra lífi. Hann lýsir samvinnuhugsjóninni og eins tímanum þegar samfélag okkar var mulið niður innan frá í nýfrjálshyggju og ræðir mikilvægi þess að fara að raunverulegri rót vandans til að byggja upp frjálst samfélag samkenndar og mennsku.

Helgi-spjall: Ævar Kjartanssonarrow_forward
Ævar Kjartansson útvarpsmaður segir okkur frá æsku á fjöllum, uppvexti og uppgötvunum, guði og kommúnisma, ástinni og átökum.

Helgi-spjall: Sólveig Annaarrow_forward
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir okkur frá æsku sinni og uppvexti, innra lífi og uppreisn, pólitískum þroska og baráttu.

Helgi-spjall: Rán Reynisdóttirarrow_forward
Unnur Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari og fjögurra barna móðir er komin í framboð. Hún segir okkur frá lífsbaráttu sinni sem varð önnur og harðari en hún bjóst við, ástinni sem svíkur, grimmri fátækt og mikilvægi þess að berjast með samherjum fyrir réttlæti.

Helgi-spjall: Magnús Schevingarrow_forward
Magnús Scheving segir frá harðræði í æsku, hvernig hann lifði af og hvernig þau viðbrögð mótaðu líf hans, frá lífsviðhorfum sínum og leit að því að sætta þá Magga sem búa innra með honum.