Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Þættir

Aukaþáttur: Hvers vegna þörf er á sósíalisma

Aukaþáttur: Hvers vegna þörf er á sósíalismaarrow_forward

S04 E137 — 23. sep 2023

Aukaþáttur af Rauða borðinu í tilefni af fundi Jeremy Corbyn í Þjóðmenningarhúsinu undir yfirskriftinni: Hvers vegna þörf er á sósíalisma. Við fáum fólk sem var á fyrirlestrinum til að koma við og leggja út frá erindi Corbyn: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Ögmundur Jónasson, SOddný Eir Ævarsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Helga Vala Helgadóttir, Pontus Järvstad, Sara Stef Hildar, Karl Héðinn Kristjánsson, Jökull Sólberg Auðunsson, Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon.

Helgi-spjall: Guðrún Eva Mínervudóttir

Helgi-spjall: Guðrún Eva Mínervudóttirarrow_forward

S04 E136 —

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Guðrún Eva Mínervudóttir frá sjálfri sér, sínu fólki, listinni og ástinni, en líka kynslóðavilltu fólki, viðkvæmum blómum í köldum heimi, voninni og mikilvægi þess að ganga mót lífinu með opið hjarta.

Vikuskammtur: Vika 38

Vikuskammtur: Vika 38arrow_forward

S04 E135 — 22. sep 2023

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Freyr Eyjólfsson upplýsingafulltrúi, Ingibjörg Magnadóttir myndlistarkona, María Hjálmtýsdóttir kynjafræðikennari og Stefán Pálsson sagnfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af menningarstríði og allskyns deilum.

Fjármálastöðugleika, Seyðisfjörður, SÁÁ og umbreytingarmáttur

Fjármálastöðugleika, Seyðisfjörður, SÁÁ og umbreytingarmátturarrow_forward

S04 E134 — 21. sep 2023

Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason til að útskýra fyrir okkar hvaða fjármálastöðugleika Seðlabankinn er að innleiða og tala um. Við förum með Rauða borðið og ræðum um bæinn, öryggi, störf, laxa, göng og heilbrigðiskerfi við Hildi Þórisdóttur, Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur, Snorra Emilsson og Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur. Sigmar Guðmundsson fór á Vog í sumar og upplifði afleiðingar af lokun SÁÁ á þjónustu yfir sumarið. Hann skilur ekki hvers vegna stjórnvöld efla ekki meðferðina. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir í lokin við Björgu Árnadóttur, rithöfund, blaðamann og kennara um umbreytingarmátt samfélagslista.

Helvítis kvótinn, húsnæðiskreppan og kirkjan

Helvítis kvótinn, húsnæðiskreppan og kirkjanarrow_forward

S04 E133 — 19. sep 2023

Við höldum áfram að ræða kvótann og sjávarútvegsstefnuna, nú við manninn af götunni. Atli Hermansson hafnarvörður hefur starfað við sjó án þess að vera sjómaður og hefur margskonar reynslu af kvótakerfinu og séð spillinguna í kringum það. Ólafur Margeirsson hagfræðingur heldur úti rannsóknum á húsnæðismarkaðnum og bendir á veikleika hans. Við ræðum við hann um íbúðaþörfina og íbúðaskortinn. Þegar ríkisvaldið hendir fólki á götuna án bjarga særir það siðferðiskennd margra. Við spyrjum Hjalta Hugason guðfræðiprófessor hvað Jesús myndi gera og hvort kirkjan eigi að bregðast eins við. Og líka um hvers konar biskup kirkjan þarf á að halda.

Kvóti, hjólabúa, þari og Samtökin ’78

Kvóti, hjólabúa, þari og Samtökin ’78arrow_forward

S04 E132 — 18. sep 2023

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var hjá Sonum Egils í gær að ræða breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Við fáum á Kjartan Sveinsson formann Strandveiðifélasins, Arthúr Bogason, formann Landssambands smábátaeigenda og Arnar Atlason formann Samtaka fiskframleiðenda til að leggja mat á erindi ráðherrans og líkurnar á að einhverjar breytingar verði gerðar. Það er stríð í Reykjavík, milli borgaryfirvalda og fólks sem býr í hjólhýsum og húsbílum. Við ræðum við annan stríðsaðilann, hjólabúanna Bergþóru Pálsdóttur og Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur. Oddný Eir ræðir síðan við Guðrúnu Hallgrímsdóttur um þara og hvað hann getur gert fyrir okkur. Og í lokin kemur Hörður Torfason og segir okkur frá aðdragandanum að stofnun Samtökunum ’78.

Helgi-spjall: Kristinn Hrafnsson

Helgi-spjall: Kristinn Hrafnssonarrow_forward

S04 E131 — 16. sep 2023

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Kristinn Hrafnsson frá sjálfum sér, blaðamennskunni og þeim öflum öllum sem vinna gegn þeim sem vilja upplýsa og fela fyrir almenningi hvernig heimurinn er.

Vikuskammtur: Vika 37

Vikuskammtur: Vika 37arrow_forward

S04 E130 — 15. sep 2023

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi, Hrafn Jónsson pistlahöfundur, María Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Þorvarður Bergmann Kjartansson stjórnarmaður í VR og ræða fréttir vikunnar sem markaðist af þingbyrjun, eldhúsdegi og fjárlagafrumvarpi en ekki síður kynfræðslu í skólum, löxum og hvölum.

Fákeppni, Framsókn og kalt stríð

Fákeppni, Framsókn og kalt stríðarrow_forward

S04 E129 —

Við höldum áfram að ræða samkeppni og skort á henni á Íslandi, hinn beyglaða markað. Nú kemur Þórólfur Matthíasson prófessor og segir okkur frá hlutverki ríkisvaldsins til að koma í veg fyrir fákeppni, bæði í sögunni og í dag. Við ræðum við Benedikt Sigurðarson um Framsóknarflokkinn, sem hann telur vera á villigötum. Og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor kemur við og ræðir heimsmálin, hvernig Úkraínustríðið er að breyta valdahlutföllum í heiminum.

Kjör, íslenska og geðheilbrigði

Kjör, íslenska og geðheilbrigðiarrow_forward

S04 E128 — 13. sep 2023

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, kemur að Rauða borðinu og fer yfir stöðuna. Stunda fyrirtækin samsæri gegn þjóðinni? Gætir ríkisstjórnin sérhagsmuna en ekki almennings? Er upplausn og ekkert samkomulag í sjónmáli? Aleksandra Leonardsdóttir starfsmaður Alþýðusambandsins kemur og ræðir um íslenskukennslu fyrir innflytjendur, íslensku sem þröskuld og jaðarsetningu innflytjenda. Þá kemur Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og ræðir geðheilbrigðisstefnuna og skort á henni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí