Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Rauða borðið – Héðinn um þung kerfi og vond

Rauða borðið – Héðinn um þung kerfi og vondarrow_forward

S03 E065 — júní 9, 2022

Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um illa meðferð á vistheimilum ríkis og sveitarfélaga á árum áður og enn í dag. Hvað veldur því að illa er farið með fólk? Héðinn ræðir líka hagsmunabaráttu fólks með geðraskanir og vald þess yfir eigin meðferð. En líka um kerfin á Íslandi, stór og smá. Hann hefur hugmyndir um hvernig má bæta samfélagið.

Rauða borðið – Gylfi Zoega um efnahagshorfur

Rauða borðið – Gylfi Zoega um efnahagshorfurarrow_forward

S03 E064 — júní 8, 2022

Gylfi Zoega prófessor í hagfræði kemur að Rauða borðinu og ræðir horfur í efnahagsmálum; vaxandi verðbólgu, ástæður hennar og möguleika á að berja hana niður; húsnæðismál, kjarasamninga og ójöfnuð. Auk þess ræðir Gylfi bólur og hrun, stríð og farsóttir, og áhrif þessa alls á hagfræðina á liðnum árum.

Rauða borðið – Guðrún Ágústsdóttir um rauðsokkur og borgarmál

Rauða borðið – Guðrún Ágústsdóttir um rauðsokkur og borgarmálarrow_forward

S03 E063 — júní 2, 2022

Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka og fyrrum borgarfulltrúi kemur að Rauða borðinu og ræðir um rauðsokkahreyfinguna, kvennapólitík og vinstrið; muninn á því að vera borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins eða R-listans, bandalags margra flokka. Hver er arfleið rauðsokka og R-lista og hvert mun kvennabaráttan og vinstrið þróast?

Rauða borðið – Ragnar Þór um spillinguna

Rauða borðið – Ragnar Þór um spillingunaarrow_forward

S03 E062 — júní 1, 2022

Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um spillingu í stjórnkerfinu, stjórnmálum, fjármálakerfinu, hjá lífeyrissjóðum, í verkalýðshreyfingunni og víðar. Hversu mikil áhrif hefur spillingin á lífskjör almennings? Hvers konar samfélag væri hér ef við værum laus undan spillingunni? En við ræðum einnig verkalýðsbaráttu og stjórnmál almennt og hver markmið Ragnars eru. Hverju vill hann breyta og hvernig ætlar hann að fara að því?

Rauða borðið – Þóroddur um byggðirnar

Rauða borðið – Þóroddur um byggðirnararrow_forward

S03 E061 — maí 31, 2022

Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir byggðamál. Er einhver byggðastefna sem heitið getur rekin á Íslandi? Hver voru áhrif kvóta í landbúnaði og sjávarútvegi á byggðirnar, heilbrigðis- og menntakerfi? Hvaða áhrif mun fjórða iðnbyltingin hafa á byggðirnar? Er lausnin að bora fleiri jarðgöng, leggja ljósleiðara? Um þetta og margt fleira ræðum við við Þórodd í kvöld.

Rauða borðið – Guðmundur Hrafn Arngrímsson

Rauða borðið – Guðmundur Hrafn Arngrímssonarrow_forward

S03 E060 — maí 30, 2022

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir baráttu hóps sem ekki hefur haft sterka rödd í samfélagsumræðunni. Við ræðum stöðu leigjenda en líka baráttu Guðmundar í tengslum við sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, Hvalárvirkjun og frá þeim tíma að hann var formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. Umhverfi, réttlæti, sjálfstæði og hagsmunabarátta við Rauða borðið.

Rauða borðið – Ólafur Margeirsson um efnahaginn

Rauða borðið – Ólafur Margeirsson um efnahaginnarrow_forward

S03 E059 — maí 24, 2022

Ólafur Margeirsson verður gestur Rauða borðsins í kvöld. Við ræðum um horfur í efnahagsmálum, verðbólgu, samdrátt í efnahagskerfi heimsins, hækkun hrávöru og hökt í alþjóðavæðingunni. Um krónuna og evruna og nútíma peningamálakenningu, um húsnæðismarkaðinn og um atvinnutryggingu.

Rauða borðið – R-listinn

Rauða borðið – R-listinnarrow_forward

S03 E058 — maí 23, 2022

Við ræðum um R-listann við Rauða borðið í kvöld, sameiginlegt framboð Framsóknar, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Nýs vettvangs og Kvennalista sem vann borgina í kosningunum 1994 og hélt henni í þrjú kjörtímabil. Hvaða fyrirbrigði var þetta og hvaða áhrif hafði R-listinn á Reykjavík og pólitíkina almennt? 

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu fjórar konar sem sátu í borgarstjórn fyrir hönd R-listans eða störfuðu með honum með öðrum hætti: Sigrún MagnúsdóttirSigrún Elsa SmáradóttirSigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björk Vilhelmsdóttir.

Rauða borðið – Eftir kosningar

Rauða borðið – Eftir kosningararrow_forward

S03 E057 — maí 16, 2022

Við ræðum stjórnmálaástandið og heilsu stjórnmálaflokkanna að afloknum sveitastjórnarkosningum við Rauða borðið í kvöld. Hvernig hefur fjórflokkurinn það og nýrri flokkar. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Kristinn Már Ársælsson félagsfræðingur, Gísli Tryggvason lögfræðingur, Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri.

Rauða borðið – Úttekt Stundarinnar á leigumarkaði

Rauða borðið – Úttekt Stundarinnar á leigumarkaðiarrow_forward

S03 E056 — maí 11, 2022

Við ræðum úttekt Stundarinnar á leigumarkaðnum við Rauða borðið í kvöld, en úttektin dregur vel fram okrið, braskið og ójafnvægið á markaðnum.

Til að ræða úttektina og stöðuna koma að Rauða borðinu þau Margrét Marteinsdóttir blaðakona, Már Wolfgang Mixa lektor, Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðukona Hlutverkaseturs og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna.

Rauða borðið – Eftir bankasöluna

Rauða borðið – Eftir bankasölunaarrow_forward

S03 E055 — maí 9, 2022

Við ræðum stjórnmálaástandið eftir bankasöluna og fyrir sveitarstjórnarkosningar í kvöld við Rauða borðið. Hver er staðan á flokkunum og forystufólkinu? Hver eru málefnin sem fólk er að taka afstöðu til þegar það verður haldinn einskonar aðalfundur í félögunum okkar á laugardaginn? Um hvað verður kosið?

Til að spá og spekúlera um þetta mæta að Rauða borðinu þau Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson fréttamaður á Stöð 2 og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrum blaða- og þingkona.

Rauða borðið – Dýrtíðin

Rauða borðið – Dýrtíðinarrow_forward

S03 E054 — maí 4, 2022

Við ræðum verðbólguna við Rauða borðið í kvöld, vaxtahækkun Seðlabankans og afleiðingar hennar. Munu hærri stýrivextir slökkva á verðbólgunni? Eða valda fólki og fyrirtækjum skaða? Hvaðan kemur þessi verðbólgu og hvenær mun hún hverfa. Erum við að sigla inn í langt verðbólgutímabil, jafnvel samhliða efnahagslegum samdrætti í heiminum.

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðastofnunar.

Rauða borðið – Afleiðingar bankasölunnar

Rauða borðið – Afleiðingar bankasölunnararrow_forward

S03 E053 — maí 3, 2022

Við ræðum um stjórnmálin og þjóðfélagið í kjölfar bankasölunnar. Hvað merkir það þegar stjórnvöld fara gegn vilja almennings í mikilvægu máli? Hefur það afleiðingar? Og hverjar þá? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson xP og Helga Vala Helgadóttir xS og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, sem bæði hafa talað á mótmælunum á Austurvelli á liðnum vikum. Þau velta fyrir sér hvort þjóðin muni læra að lifa við spillinguna eða stjórnvöld að starfa í takt við vilja og þol almennings.

Rauða borðið – Ólafur Þ. um breytt flokkakerfi

Rauða borðið – Ólafur Þ. um breytt flokkakerfiarrow_forward

S03 E052 — maí 2, 2022

Ólafur Þ. Harðarson kemur að Rauða borðinu og ræðir stærð bankasölumálsins mælt í fylgistapi ríkisstjórnarflokkanna og minnkandi trausti á forystufólk þeirra. Hafa ráðherrarnir eyðilagt möguleika sinna flokka í sveitarstjórnarkosningunum? Auk þessa ræðum við um breytingarnar á flokkakerfinu frá aldamótum, einkum frá Hruni; áhrif faraldurs og spillingarmála á traust og hvernig flokkarnir hafa það; hverjir geta vaxið og hverjir þurfa að horfa upp á hrörnun fylgis.

Rauða borðið – Stjórnmálaástandið

Rauða borðið – Stjórnmálaástandiðarrow_forward

S03 E051 — apríl 28, 2022

Við höldum áfram að ræða ástandið í pólitíkinni við Rauða borðið. Mun stjórnin springa? Mun Bjarni hætta? Munu stjórnarflokkarnir tapa í sveitarstjórnarkosningunum? Er hægt að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að stórskaða sjálfan sig? Hafa mótmæli áhrif? Getur stjórn án trausts stjórnað? Eru fram undan formannsskipti í flokkum?

Til að ræða þetta og fleira koma snjallir álitsgjafar að Rauða borðinu: Þórhildur Þorleifsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Atli Þór Fanndal.

Rauða borðið – Stjórnarkreppa?

Rauða borðið – Stjórnarkreppa?arrow_forward

S03 E050 — apríl 27, 2022

Við ræðum stjórnmálaástandið við Rauða borðið. Hvað er í gangi og hvernig mun þetta enda? Mun ríkisstjórnin falla, Bjarni eða Katrín? Hvað gerist þegar þjóðin vill eitt en ríkisstjórnin annað; hver ræður? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Mörður Árnason, Birgitta Jónsdóttir og Davíð Þór Jónsson og hjálpa okkur til að skilja.

Rauða borðið – Gylfi Magnússon: Efnahagur

Rauða borðið – Gylfi Magnússon: Efnahagurarrow_forward

S03 E049 — apríl 26, 2022

Gylfi Magnússon prófessor kemur að Rauða borðinu og ræður straumhvörf í efnahagsmálum vegna fjármálahruns, faraldurs og stríðs í Evrópu. Hvað er framundan? verðbólga, samdráttur, bakslag í alþjóðaviðskiptum, hækkun orku, hráefna og fæðu? Hver verða áhrifin á Íslandi? Auk þess fjöllum við um lífeyrissjóðina, kvótakerfið, húsnæðiskerfið, bankakerfið … öll vondu kerfin okkar.

Rauða borðið – Húsnæðiskreppan

Rauða borðið – Húsnæðiskreppanarrow_forward

S03 E048 — apríl 25, 2022

Við ræðum húsnæðismál, sem verða líklega mál málanna í sveitarstjórnarkosningunum eftir 19 daga. Við ætlum þó ekki að skoða stefnumál og loforð flokkanna að þessu sinni, gerum það síðar. Í kvöld ætlum við að skilja stöðuna og heyra hvaða lausnir eru í boði.

Til að hjálpa okkur við þetta koma að Rauða borðinu þau Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Rún Knútsdóttir lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Gunnsteinn R. Ómarsson skrifstofustjóri Sameyki og Lovísa Ósk Þrastardóttir yfirlögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara.

Rauða borðið – Ingibjörg Sólrún um heimsmálin

Rauða borðið – Ingibjörg Sólrún um heimsmálinarrow_forward

S03 E047 — apríl 20, 2022

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir heimsmálin. Er alþjóðakerfið bilað eða brotið? Erum við að sigla inn í breytta heimsmynd? Meiri átök, fleiri stríð? Hvar á Ísland heima í slíkum heimi?

Rauða borðið – Er 2007 komið aftur?

Rauða borðið – Er 2007 komið aftur?arrow_forward

S03 E046 — apríl 19, 2022

Við ræðum um samfélagið í ljósi sölunnar á hlut almennings í Íslandsbanka við Rauða borðið. Er 2007 komið aftur? Eða fór það aldrei?

Til að að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og einn af stofnendum Hagsmunasamtaka heimilanna, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrum þingkona Borgarahreyfingarinnar, og Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og félagi í Attac Ísland.

Rauða borðið – Valur Ingimundarson: Öryggismál

Rauða borðið – Valur Ingimundarson: Öryggismálarrow_forward

S03 E045 — apríl 12, 2022

Valur Ingimundarson prófessor í sagnfræði kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um öryggismál í Evrópu, frá því fyrir fall Sovétríkjanna fram yfir innrás Pútíns í Úkraínu. Búum við nú við meira óöryggi en í kalda stríðinu? Er núverandi ástand óhjákvæmilegt eða hefði mátt komast hjá því? Hvað er fram undan? Aukið stríð og minni friður?

Rauða borðið – Þorvaldur Gylfason: Efnahagur og spilling

Rauða borðið – Þorvaldur Gylfason: Efnahagur og spillingarrow_forward

S03 E044 — apríl 11, 2022

Þorvaldur Gylfason kemur að Rauða borðinu og ræðir efnahagsmál og spillingu í Rússlandi, Afríku og á Íslandi. Er óligarkismi á Íslandi, grefur spillingin undan þrótti efnahagslífsins og réttlæti samfélagsins?

Rauða borðið – Salan á Íslandsbanka

Rauða borðið – Salan á Íslandsbankaarrow_forward

S03 E043 — apríl 7, 2022

Við ræðum söluna á Íslandsbanka við Rauða borðið í kvöld. Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Benedikt Sigurðarson fyrrum skólastjóri, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og einn af skipuleggjendum mótmæla á Austurvelli á laugardaginn. Hvað gerðist? Er það líðandi? Hvað getur almenningur gert?

Rauða borðið – Oddný um stjórnmálin

Rauða borðið – Oddný um stjórnmálinarrow_forward

S03 E042 — apríl 5, 2022

Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar, fyrrum formaður flokksins og fjármálaráðherra sest við Rauða borðið og ræðir ástandið á Alþingi, átökin í stjórnmálunum og hvert samfélagið er að þróast. Erum við enn í eftirhrunsárastjórnmálunum eða erum við komin í nýjan kafla? Hver er framtíð Samfylkingarinnar, hver eru baráttumálin og hvernig ætlar flokkurinn að ná árangri?

Rauða borðið – Stríðstímar

Rauða borðið – Stríðstímararrow_forward

S03 E041 — apríl 4, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við áfram sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum.

Til að ræða þessi hvörf tímans koma að Rauða borðinu þau Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingarfræðum, Eva Bjarnadóttir stjórnmálafræðingur, Anton Helgi Jónsson skáld og Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi.

Rauða borðið – Efnahagshorfur

Rauða borðið – Efnahagshorfurarrow_forward

S03 E040 — mars 30, 2022

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor sest við Rauða borðið og ræðir efnahagslegar afleiðingar stríðs og refsiaðgerða á heimshagkerfið og okkar litla efnahagslíf. Hverju getum við átt von á, hvað eigum við óttast og hverju getum við varist? Mun langtíma lokun Rússlands breyta miklu? Munu Vesturlönd draga úr viðskiptum við Kína? Er lokið tímabili alþjóðavæðingar? Mun skella á okkur samdráttur, verðbólga, hækkun hrávöru? Munu aukin útgjöld til hervæðingar auka ójöfnuð. Og mun aukinn ójöfnuður skapa politískan óróa.

Rauða borðið – ESB eftir stríðið

Rauða borðið – ESB eftir stríðiðarrow_forward

S03 E039 — mars 24, 2022

Það verður rætt um ESB við Rauða Borðið í kvöld, ekki síst áhrif stríðsins í Úkraínu á sambandið og niðurstöðu leiðtogafundarins í dag. Við ræðum samstöðu innan ESB, hvað verði um átök milli norður og suðurs, austurs og vestur, hver verði samskiptin við Rússland, Tyrkland, viðbragðsher, vægi Bandaríkjanna í Evrópu, framtíð ESB og svo tengingu Íslands inn í bandalagið.

Til að ræða þessi mál koma þingkonurnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, Þorfinnur Ómarsson upplýsingastjóri EFTA í Brussel, Auðunn Arnórsson blaðamaður og stundakennari og Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent á Bifröst.

Rauða borðið – Stefán Ólafsson: Lífskjör

Rauða borðið – Stefán Ólafsson: Lífskjörarrow_forward

S03 E038 — mars 23, 2022

Stefán Ólafsson kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um rannsóknir sínar á stöðu láglaunafólks, barnafólks, leigjenda, einstæðra foreldra og annara sem verða fyrir óréttlæti samfélagsins. Er öryggisnet samfélagsins að verða gisnara? Hvað veldur því að stuðningskerfin og endurgreiðslur út úr skattkerfinu hafa veikst? Hefur samfélagssáttmálinn brostið, um að verkefni ríkisins sé að lyft upp þeim sem verst standa? Var sá sáttmáli aldrei til?

Þessum og öðrum spurningum mun Stefán leita svara við.

Rauða borðið – Upphaf Pútíns

Rauða borðið – Upphaf Pútínsarrow_forward

S03 E037 — mars 22, 2022

Ingimar Ingimarsson arkitekt stundaði viðskipti í Leningrad eftir hrun Sovét, eins og Pétursborg hét þá. Og þau sem voru í viðskiptum í borginni á þessum tíma gátu fátt gert nema með blessun fyrrum KGB-manna sem hreiðrað höfðu um sig í stjórnsýslu borgarinnar, kröfðust þóknunar fyrir öll viðvik og seldu fyrirtækjum öryggisþjónustu og vernd. Sá sem stýrði þessari starfsemi var Vladimir Pútín, sem Ingimar hitti oft bæði í selskap og vegna viðskipta. Pútín og klíkan í kringum hann náði síðar völdum í Rússlandi og stjórna landinu nú eins og þeir stýrðu glæpaklíkunni fyrir þrjátíu árum. Ingimar segir okkur þessa sögu við Rauða borðið í kvöld.

Rauða borðið – Stríðstímar

Rauða borðið – Stríðstímararrow_forward

S03 E036 — mars 21, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við áfram sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum.

Til að ræða þessi hvörf tímans koma að Rauða borðinu þau Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur, Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðingur, Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Berglind Rós Magnúsdóttir mennta- og uppeldisfræðingur og Auður Jónsdóttir rithöfundur.

Rauða borðið – Pétur Gunnarsson: Heimshrun

Rauða borðið – Pétur Gunnarsson: Heimshrunarrow_forward

S03 E035 — mars 17, 2022

Pétur Gunnarsson rithöfundur komst til vits og ára í kalda stríðinu miðju, var sautján ára þegar Leonid Breshnev tók við sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Óttinn um kjarnorkustyrjöld lá þá í loftinu og ógnarjafnvægið milli austur og vesturs mótuðu næstu áratugina, þar til múrinn féll þegar Pétur var 42 ár. Þá tók við nýtt tímabil sem nú hefur endað. Pétur verður 75 ára í sumar og horfir nú upp á heimshrun, ógnin sem tókst að einhverju leyti að halda í skefjum í kalda stríðinu virðist nú nær en nokkru sinni fyrr. Og bjargirnar færri og fjarlægari. Við förum í ferðalag með Pétri við Rauða borðið í kvöld, um heimsmálin um hans daga.

Rauða borðið – Verndar kvótinn fiskinn?

Rauða borðið – Verndar kvótinn fiskinn?arrow_forward

S03 E034 — mars 16, 2022

Við höldum áfram að skoða kvótakerfið við Rauða borðið. Nú er komið að spurningunni hvort kerfið hafa uppfyllt sitt helsta markmið, sem er að vernda og byggja upp fiskistofnana við landið? Hefur það verið raunin? Um það ræða fiskifræðingarnir Jón Kristjánsson og Ólafur Sigurgeirsson, Sigurjón Þórðarson fyrrum þingmaður, Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda og fyrrum sjómennirnir Sveinbjörn Jónsson og Ólafur Jónsson.

Rauða borðið – Hinsegin barátta

Rauða borðið – Hinsegin baráttaarrow_forward

S03 E033 — mars 15, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við eina af stærri mannréttindabaráttu okkar tíma; baráttu samkynhneigðra, hinsegin og kynsegin fólks fyrir viðurkenningu og réttlæti. Hvaða sigrar hafa unnist og hver eru baráttumál dagsins og næstu ára?

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Álfur Birkir Bjarnason nýkjörinn formaður Samtakanna 78, Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra samtakanna, Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólakennari og Matthías Matthíasson sálfræðingur, sem bæði hafa verið formenn samtakanna og Einar Þór Jónsson, þroskaþjálfi og framkvæmdastjóri HIV Ísland.

Rauða borðið – Stríðstímar

Rauða borðið – Stríðstímararrow_forward

S03 E032 — mars 14, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Það verða því engir smáréttir á Rauða borðinu þetta kvöldið. Til að ræða hin stóru mál koma Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræði, Rósa Björk Brynjólfsdóttir stjórnmálakona, Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður og Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki.

Rauða borðið – Jón Ólafsson: Rússland

Rauða borðið – Jón Ólafsson: Rússlandarrow_forward

S03 E031 — mars 10, 2022

Jón Ólafsson prófessor í heimspeki sest við Rauða borðið og kvöld og segir frá Rússlandi á liðnum áratugum; ferðalagi þessa samfélags í gegnum Sovét, hrun, nýfrjálshyggju, hrun og Pútínárin. Hvað er að Rússlandi? Getur það læknast? Verður Rússland bráðlega samfélag líkt og samfélögin á Vesturlöndum eru eða alltaf eitthvað öðruvísi? Hvernig getur eitthvað gott komið út úr þessu hryllilega stríði fyrir Rússa?

Rauða borðið – Verstöðin: Saga Samherja

Rauða borðið – Verstöðin: Saga Samherjaarrow_forward

S03 E030 — mars 9, 2022

Við höldum áfram að fjalla um kvótakerfið við Rauða borðið. Nú er komið að sögu Samherja, auðhrings sem varð til innan kerfisins og óx á eiginleikum þess. Við munum stikla á stóru: Ólafur Jónsson skipstjóri mun segja frá skipstjórakvóta Samherja, Tryggvi Harðarson fyrrum sveitarstjóri frá sölu á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar til Samherja, Sigurður Pétursson sagnfræðingur mun segja frá Guggunni og áhrifum sölunnar á Ísafjörð, Benedikt Sigurðarson mun segja frá vexti Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu, Bergsveinn Birgisson rithöfundur segir frá yfirtöku Samherja á skipi föður hans Arinbirni RE, Þórður Snær Júlíusson mun gefa mynd af innrás Samherja í aðrar atvinnugreinar hérlendis og Aðalsteinn Kjartansson af útrás Samherja til annarra landa, allt suður til Namibíu. Það verður sögustund við Rauða borðið í kvöld, saga átaka, auðs og valda.

Rauða borðið – Barátta kvenna

Rauða borðið – Barátta kvennaarrow_forward

S03 E029 — mars 8, 2022

Við Rauða borðið þann 8. mars ræðum við kvennabaráttuna. Hvernig hefur hún það? Hver eru brýnustu verkefnin framundan? Til að draga upp mynd af stöðunni og benda til framtíðar koma að Rauða borðinu sex konur: Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur, Agnieszka Sokolowska þýðandi, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir aktívisti og félagi í Öfgum, Lea María Lemarquis formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði og Margrét Pétursdóttir verkakona.

Rauða borðið – Á stríðstímum

Rauða borðið – Á stríðstímumarrow_forward

S03 E028 — mars 7, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Það verða því engir smáréttir á Rauða borðinu þetta kvöldið.

Til að ræða hin stóru mál koma Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona, Eyja Margrét Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur.

Rauða borðið – Stríðstímar

Rauða borðið – Stríðstímararrow_forward

S03 E027 — mars 3, 2022

Þegar vika er liðin frá innrás rússneska hersins í Úkraínu sökkva þessi ótíðindi inn, fólk áttar sig á að líklega er engan góðan enda á finna á þessum hörmungum. Um samfélögin fara stríðsæsingar, hervæðing magnast og það er sem heimurinn ætli að mæta framtíðinni undir alvæpni. Hvað eru þessi átök að afhjúpa? Sýna þau veikleika okkar eða styrk? Um þetta ræðum við við Rauða borðið í kvöld við Birgi Þórarinsson aka Bigga veiru tónlistarmann, Birgittu Jónsdóttur aktívista og fyrrum þingskáld og Ólaf Gíslason listfræðing.

Rauða borðið – Verstöðin: Áhrif kvóta á sjávarbyggðir

Rauða borðið – Verstöðin: Áhrif kvóta á sjávarbyggðirarrow_forward

S03 E026 — mars 2, 2022

Við höldum áfram að ræða kvótakerfið við Rauða borðið. Nú er komið að áhrifum kvótans á sjávarbyggðir. Sumar byggðir hafa dregið til sín kvóta en aðrar misst hann frá sér. Hvaða áhrif hefur þetta haft á fólk og samfélag? Er þetta nauðsynleg þróun til að auka skilvirkni, hagkvæmni og þjóðhagslegan ábata eða kannski þveröfugt; þróun sem leiðir til sóunar, óhagkvæmni og minni ábata.

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði, Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík, Sveinbjörn Jónsson fyrrverandi sjómaður, Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og fyrrum þingmennirnir Ólína Þorvarðardóttir og Sigurjón Þórðarson.

Rauða borðið – Jón Ormur

Rauða borðið – Jón Ormurarrow_forward

S03 E025 — mars 1, 2022

Jón Ormur Halldórsson kemur að Rauða borðinu og ræðir heimsmálin á hættutímum. Hvað gerðist í Úkraínu og hvers vegna, hvað mun gerast og hverjar verða afleiðingar? Er líklegt að stjórnarskipti verði í Rússlandi? Mun innrásin styrkja Nató eða veikja? Þolir Evrópusambandið stækkun? Mun ástandið efla Kína? Hver verða áhrifin í öðrum heimshlutum? Erum við að sigla inn í aukna hervæðingu, fleiri átök? Við ætlum sem sé í kringum hnöttinn með Jóni Ormi á minna en áttatíu mínútum.

Rauða borðið – Úkraína

Rauða borðið – Úkraínaarrow_forward

S03 E024 — febrúar 28, 2022

Við ræðum innrás rússneska hersins í Úkraínu, orsök og afleiðingar. Getur eitthvað komið út þessu annað en botnlausar hörmungar? Munu átökin stigmagnast, refsiaðgerðir og hefndir? Mun þetta ástand breyta heimsmyndinni, valdahlutföllum í heiminum?

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri, Helgi Steinar Gunnlaugsson stjórnmálafræðingur menntaður í Kína, Valur Gunnarsson rithöfundur sem búið hefur í Úkraínu, Victoria Bakshina, málvísindafræðingur og kennari og Guttormur Þorsteinsson, formaður hernaðarandstæðinga.

Rauða borðið – Eftir cóvid

Rauða borðið – Eftir cóvidarrow_forward

S03 E023 — febrúar 24, 2022

Að Rauða borðinu í kvöld kemur fólk sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda út frá ýmsum sjónarmiðum. Í hverju fólst sú gagnrýni? Gengu stjórnvöld of langt og brutu þau gegn borgurunum? Hver verða áhrifin af þessum aðgerðum? Eru þau varanleg, tapaðist eitthvað í kórónafaraldrinum.

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Anna Tara Andrésdóttir tónlistarkona, Svala Magnea Ásdísardóttir blaðamaður, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur.

Rauða borðið – Verstöðin: Svindl í sjávarútvegi

Rauða borðið – Verstöðin: Svindl í sjávarútvegiarrow_forward

S03 E022 — febrúar 23, 2022

Við ræðum víðtækt, rótgróið og alvarlegt svindl innan kvótakerfisins við Rauða borðið í kvöld; allt frá fiski sem er kastað fyrir borð, í gegnum svindl á vigt og sölu á undirvirði, gengum faktúrufölsun, skattsvik, undanskot frá launum, að földu fé í aflöndum, mútur og peningaþvætti. Hefur kvótakerfið magnað upp spillingu í sjávarútvegi? Var sú mynd sem Kveiksþættirnir um Samherja afhjúpuðu raunsönn mynd af íslenskri stórútgerð?

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Sigurjón Þórðarson fyrrum þingmaður, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, Arnar Atlason formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, Kári Jónsson sjómaður, Benedikt Bjarnason fyrrum starfsmaður Fiskistofu, Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur.

Rauða borðið – Frjótt ríkisvald og geldir markaðir

Rauða borðið – Frjótt ríkisvald og geldir markaðirarrow_forward

S03 E021 — febrúar 22, 2022

Við höldum áfram að fjalla um hugmyndir í hagfræði sem hafa haft mikil og mótandi áhrif á samfélagsumræðuna. Og gerum það út frá kvenhagfræðingum, sem fyrr. Röðin er komin að Marianu Mazzucato hefur hrist upp í hugmyndum fólks um hlutverk ríkisvaldsins með rannsóknum sínum á markaðsbrestum, rentusókn fjármálakerfisins, nýsköpun innan hins opinbera og fleiri þátta. Mariana Mazzucato er tvímælalaust meðal mest spennandi hugsuða samtímans.

Til að ræða hana, kenningar hennar og áhrif koma að Rauða borðinu Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur, Jóhann Páll Jóhannsson stjórnmálahagfræðingur og þingmaður, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og þingkona og Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.

Rauða borðið – Blaðamennska undir pressu

Rauða borðið – Blaðamennska undir pressuarrow_forward

S03 E020 — febrúar 17, 2022

Við Rauða borðið ræðum við atburði síðustu daga, þegar lögreglustjórinn á Akureyri hefur rannsókn á blaðamönnum sem fjallað hafa um Samherjamálið. Hvað er að gerast? Skiptir máli að lögreglustjóri er innmúruð og innvígð Sjálfstæðisflokkskona? Er verið að þrengja að frelsi fjölmiðla eða hefur þetta alltaf verið svona? Er þetta sérstaklega slæmt hérlendis eða er frjáls blaðamennska í vörn um allan heim.

Til að ræða þetta mæta við Rauða borðið þaulvanir blaðamenn: Aðalsteinn Kjartansson, Atli Þór Fanndal, Kristinn Hrafnsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

Rauða borðið – Nútíma peningamálastefna

Rauða borðið – Nútíma peningamálastefnaarrow_forward

S03 E019 — febrúar 16, 2022

Það er komið að Stephanie Kelton og nútíma peningastefnu í ferð okkar um áhrifamestu hagfræðinga samtímans. Nútíma peningastefna, Modern Monetary Theory MMT, er stefnt gegn ríkjandi peningamálastefnu sem hefur verið ríkjandi síðustu fjörutíu árin og hefur haft mikil áhrif á efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka vegna kórónusamdráttarins. Sumir segja til góðs, aðrir segja að vaxandi verðbólga sé einmitt afleiðing af MMT.

Til að ræða Stephanie Kelton og nútíma peningastefnu koma að Rauða borðinu Ólafur Margeirsson hagfræðingur sem mikið hefur ritað um MMT, Oddný Helgadóttir stjórnmálafræðingur sem einkum hefur rannsakað hagsögu, Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur sem rannsakað hefur Seðlabanka, og Jökull Sólberg Auðunsson, áhugamaður um hagfræði.

Rauða borðið – Kosningasjónvarp: Baráttan um Eflingu

Rauða borðið – Kosningasjónvarp: Baráttan um Eflinguarrow_forward

S03 E018 — febrúar 15, 2022

Við Rauða borðið í kvöld verður kosningasjónvarp í tilefni af kosningunum í Eflingu. Fjöldi gesta kemur við og metur stöðuna fyrir og eftir að úrslit berast. Rætt verður við formannsefni listanna, Guðmundur Baldursson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir meta stöðuna eftir kosningabaráttuna og koma síðan með viðbrögð við úrslitunum. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur, Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur og höfundur sögu Dagsbrúnar og Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og fyrrum Dagsbrúnarfélagi ræða um kosningar og átakasögu verkalýðshreyfingarinnar. Fólk úr verkalýðshreyfingunni mætir og metur mikilvægi þessara kosninga; t.d. Ragnar Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Birgisson, Helga Ingólfsdóttir og fleiri.

Fólk sem tók þátt í baráttu fyrir kosningar reka inn nefið, t.d. Kolbrún Valvesdóttir, Sigurður H. Einarsson o.fl. Þá spá í spilin fólk sem hefur fylgst með átökunum undanfarnar vikur og mánuði, t.d. Steinunn Olina Thorsteinsdottir, Andri Sigurðsson, Jökull Sólberg Auðunsson o.fl. Rætt verður við Agnieszka Sokolowska um mikilvægi þessara kosninga fyrir pólska samfélagið. Og þetta er bara hluti dagskrárinnar. Allt sem þið viljið vita um verkalýðsbaráttu og Eflingu, kosningarnar og áhrif þeirra, verður reifað við Rauða borðið í kvöld. Úrslit verða svo kynnt þegar þau liggja fyrir.

Rauða borðið – Heilbrigðiskerfið

Rauða borðið – Heilbrigðiskerfiðarrow_forward

S03 E017 — febrúar 14, 2022

Að Rauða borðinu kemur starfsfólk úr heilbrigðiskerfinu og ræðir einmitt það kerfi. Er það gott, að versna eða batna. Og hvað er þá gott og hvað þarf að laga? Er vandinn peningar, stjórnun, rekstrarform, mannúð, völd, stefna eða hvað?

Til að ræða málin koma að Rauða borðinu læknarnir Árni Johnsen, Ragnar Freyr Ingvarsson, Súsanna Björg Ástvaldsdóttir og Theódór Skúli Sigurðsson; Unnur Berglind Friðriksdóttir ljósmóðir og formaður Ljósmæðrafélagsins og Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir krabbameinshjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild háskólans

Rauða borðið – Rússarnir koma!

Rauða borðið – Rússarnir koma!arrow_forward

S03 E016 — febrúar 10, 2022

Við ræðum um Rússland við Rauða borðið í kvöld. Hvers konar samfélag er þar eftir hrun Sovétríkjanna, byltingu nýfrjálshyggjunnar, ólígarkaveldið og undir Pútín? Stendur okkur ógn af Rússlandi? Er þetta stórveldi eða veikt ríki með of háar hugmyndir um sjálfa sig.

Til að ræða þetta og fræða okkur um Rússland koma að Rauða borðinu Victoria Bakshina málvísindafræðingur og kennari, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur og Natasha Stolyarova skáld og þýðandi.

Rauða borðið – Baráttan um Eflingu

Rauða borðið – Baráttan um Eflinguarrow_forward

S03 E015 — febrúar 9, 2022

Við Rauða borðið í kvöld setjast þau sem vilja verða formenn Eflingar, Guðmundur Baldursson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir og ræða stöðu láglaunafólks og baráttuaðferðir til að bæta stöðuna. Hver eru helstu baráttumálin? Hverjir eru bandamenn og hverjir óvinir? Það verður sullandi stéttabarátta við Rauða borðið í kvöld. Þau sem vilja spyrja formannsefnin geta sett spurningar sínar við þennan þráð.

Rauða borðið – Hagfræði kleinuhringsins

Rauða borðið – Hagfræði kleinuhringsinsarrow_forward

S03 E014 — febrúar 8, 2022

Næstu þriðjudagskvöld munum við ræða kvennhagfræðinga sem hafa haft mikil áhrif á hugmyndir um hagfræði, efnahagsmál, ríkisfjármál og markaði: Kate Raworth, Stephanie Kelton og Mariana Mazzucato. Við byrjum á Kate Raworth og kleinuhringshagfræði hennar, þar sem leitað er jafnvægis milli sókn mannsins eftir lífsgæðum og marka jarðar og umhverfis.

Til að ræða þetta koma hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Daði Már Kristófersson, Steinunn Bragadóttir og Ásgeir Brynjar Torfason, auk Jóns Guðmundssonar plöntulíffræðingur og lektors við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Rauða borðið – Andstaðan

Rauða borðið – Andstaðanarrow_forward

S03 E013 — febrúar 7, 2022

Stjórnarandstaðan á þingi mætir að Rauða borðinu í kvöld og segir okkur hvað betur mætti fara hjá ríkisstjórninni. Hvað er stefnunni í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, innviðum og ríkisfjármálum? Hvernig mun ríkisstjórnin skila samfélaginu af sér; hver munu hafa það betra og hverjir verra?

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.

Rauða borðið – Verbúðin Ísland

Rauða borðið – Verbúðin Íslandarrow_forward

S03 E012 — febrúar 3, 2022

Við ræðum verbúðina Ísland við Rauða borðið, hvernig kvótakerfið hefur mótað samfélag og sjávarútveg í tilefni af sýningum á Verbúðinni í Ríkisútvarpinu.

Að borðinu koma menn sem gagnrýnt hafa kvótakerfið áratugum saman: Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda, Arnar Atlason, formaður Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda, Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Ólafur Jónsson skipstjóri.

Rauða borðið – Fólkið í Eflingu

Rauða borðið – Fólkið í Eflinguarrow_forward

S03 E011 — febrúar 2, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við um stöðu láglaunafólks við fólkið í Eflingu, almenna félagsmenn. Hvernig upplifir láglaunafólk stöðu sína í samfélaginu, fjárhagslega stöðu og stöðu í umræðunni? Er almennt gengið út frá hagsmunum hinna láglaunuðu, þeirra sem vinna erfiðustu störfin fyrir lægstu launin. Að Rauða borðinu koma Sturla Freyr Magnússon, Kristjana Brynjólfsdóttir og Davíð Clausen Pétursson.

Rauða borðið – Einkavæðing umræðunnar

Rauða borðið – Einkavæðing umræðunnararrow_forward

S03 E010 — febrúar 1, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við um áhrif auðvalds á hinn almenna umræðuvettvang blaðamennskunnar og á háskóla- og fræðisamfélagið, tvær stoðir hins borgaralega opna og lýðræðislega samfélags síðustu aldar. Hafa orðið breytingar þarna á tímum nýfrjálshyggjunnar, er hin almenna þekkingaröflun og hinn almenni umræðuvettvangur að gefa eftir; er hann keyptur, gleyptur eða þrengdur.

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Bjarni Kristófer Kristjánsson prófessor á Hólum, Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Stundinni, Kristinn Már Ársælsson aðstoðarprófessor Duke háskólanum í Kunshan í Kína og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans.

Rauða borðið – Ung pólitík

Rauða borðið – Ung pólitíkarrow_forward

S03 E009 — janúar 31, 2022

Að Rauða borðinu kemur ungt fólk úr pólitík og hagsmunabaráttu ungs fólk og ræðir einmitt það; pólitík og hagsmunabaráttu ungs fólk.

Við borðið sitja Katrín Björk Kristjánsdóttir formaður Röskvu, Gundega Jaunlinina formaður UNG-ASÍ, Huginn Þór Jóhannsson ungur Pírati, Bjarki Þór Grönfeldt ungur Vinstri grænn, Ólafur Kjaran Árnason ungur Samfylkingarmaður og Kristbjörg Eva Andersen Ramos ungur Sósíalisti.

Rauða borðið – Dagsbrún mannkyns

Rauða borðið – Dagsbrún mannkynsarrow_forward

S03 E008 — janúar 20, 2022

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við bók mannfræðingsins David Graeber og fornleifafræðingsins David Wengrow The Dawn of Everything: A New History of Humanity þar sem þeir reyna að færa rök fyrir því að samkennd hafi fært mannkyninu meiri blessun en samkeppni, samstaða og samvinna fremur en vilji einstaklingsins til að bæta sinn persónulega hag.

Til að ræða þetta kemur hópur lærðra og leika að Rauða borðinu: Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarfræðingur, Kristján Þór Sigurðsson mannfræðingur, Halldór Armand Ásgeirsson lögfræðingur og rithöfundur, Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri, Tjörvi Schiöth háskólanemi og Þórarinn Hjartarson podcastari.

Rauða borðið – Verkamannabústaðir

Rauða borðið – Verkamannabústaðirarrow_forward

S03 E007 — janúar 19, 2022

Við ræðum um verkamannabústaði við fólk sem hefur reynslu af þessu kerfi, sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eyðilögðu stuttu fyrir aldamót. Hvernig var að alast upp í verkamannabústöðum, kaupa þar sem ungt fólk og búa þar sem verkamannabústaðirnir voru stofninn í hverfunum?

Til að ræða þetta koma þau Albert Einarsson, Heiða Rúnarsdóttir, Reinhold Richter, Þórir Gíslason og Þuríður Herdís Sveinsdóttir, sem hafa reynslu af verkamannabústaðahverfinu sem börn og fullorðið fólk, í Reykjavík og úti á landi.

Rauða borðið – Skólar og peningar

Rauða borðið – Skólar og peningararrow_forward

S03 E006 — janúar 18, 2022

Við Rauða borðið verður farið yfir áhrif markaðshugsunar og nýfrjálshyggju á menntakerfið. Af hverju er samkeppni grunn- og framhaldsskóla um nemendur og kennara ekki endilega af hinu góða? Hvaða merki sjáum við um markaðsvæðingu menntunar hérlendis? Hver er tilgangur menntunar? Hvaða áhrif hefur markaðsvæðing menntunar á kynjajafnrétti?

Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Auður Magndís Auðardóttir nýdoktor við menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Gunnlaugur Magnússon aðstoðar-prófessor við Uppsalaháskóla og Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambandsins.

Rauða borðið – Þjóðhagsráð: Hver er stefnan?

Rauða borðið – Þjóðhagsráð: Hver er stefnan?arrow_forward

S03 E005 — janúar 17, 2022

Við ræðum fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við Rauða borðið mánudagskvöldið 17. janúar eins og hún birtist í málefnasamningi, fjármálastefnu og fjárlögum. Erum við að sigla inn í uppbyggingartímabil eða niðurskurð? Hverju getur eftirlaunafólk og öryrkjar búist við á næstu misserum? Munu barnabætur og vaxtabætur halda áfram að hrörna? Stendur til að skattleggja hin ríku?

Til að ræða þetta mæta að Rauða borðinu hagfræðingar verkalýðshreyfingarinnar: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandinu, auk fastagesta Þjóðhagsráðs Rauða borðsins Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Kristrún Frostadóttir þingkona forfallaðist úr þætti kvöldsins.

Rauða borðið – Hin grimma fátækt

Rauða borðið – Hin grimma fátæktarrow_forward

S03 E004 — janúar 13, 2022

Við ræðum fátækt við Rauða borðið í kvöld. Hvaðan kemur fátæktin, hverja nær hún að bíta og buga, hvaða ráð eru til að halda henni niðri og hvers vegna er það ekki gert? Til að ræða þetta koma að borðinu konur sem allar hafa kynnst fátækt: Birna Kristín Sigurjónsdóttir, Geirdís Hanna EllýogKristjánsdóttir, Hildur Oddsdóttir, Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sigurgyða Þrastardóttir. Þá ræðum við líka við Kolbein H. Stefánsson, sem manna mest hefur rannsakað fátækt á liðnum árum.

Rauða borðið – Grín & alvara

Rauða borðið – Grín & alvaraarrow_forward

S03 E003 — janúar 12, 2022

Við Rauða borðið verður rætt um grín. Er grín nauðsynlegt fyrir samfélagið? Hverjum er gert grín að og hverjum ekki? Breytist grín eftir tíðaranda og því hverjir fara með völd í samfélaginu. Mátti eitthvað áður sem er illa séð nú? Til að ræða þetta mæta að Rauða borðinu fólk sem hefur grínast: Karl Ágúst Úlfsson, Saga Garðarsdóttir, Þórhallur Þórhallsson, Hugleikur Dagsson og Jakob Birgisson.

Rauða Borðið – Formannskjör í Eflingu

Rauða Borðið – Formannskjör í Eflinguarrow_forward

S03 E002 — janúar 11, 2022

Efling er langstærsta verkalýðsfélag láglaunafólks á landinu. Þar standa fyrir dyrum formannskosningar sem munu marka stefnuna félagsins næstu tvö árin. Fyrsti kafli þessa kjörs er einskonar prófkjör um hver mun leiða A-lista trúnaðarráðs en til þess hafa tveir stjórnarmenn boðið sig fram: Guðmundur Baldursson og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Þau koma að Rauða borðinu og ræða sig, hugsjónir sínar og baráttu, hvert Efling á að stefna og um stöðu félagsins í endurreisn verkalýðsbaráttunnar.

Rauða Borðið – Öfgar og Ofbeldi

Rauða Borðið – Öfgar og Ofbeldiarrow_forward

S03 E001 — janúar 10, 2022

Við ræðum hina löngu baráttu gegn kynferðislegu og kynbundnu við Rauða borðið í kvöld. Að því koma Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir og Hulda Hrund Sigmundsdóttir frá Öfgum, Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Stundarinnar, Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak. Eru straumhvörf að verða í þessum málum, mögulega sigur í augnsýn. Eða mun andstæðingurinn ná vopnum sínum og snúast til varna.

Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósi III

Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósi IIIarrow_forward

S02 E065 — desember 30, 2021

Við Rauða borðið er rætt um tímamót milli jóla og nýárs eins og er til siðs; í kvöld verður síðasti þátturinn af þremur. Fyrst var þráðurinn um úr sér gegnar sögurnar sem lifum innan og þörfina fyrir nýjar, um stjórnmál sem selja ótta en enga framtíð. Í öðrum þætti var umræðan þrædd upp á þráð um Við og Ég, hvers vegna Við-ið okkar væri svo veikt en Ég-ið svo hávaðasamt. Hver verður þráðurinn í kvöld? Kannski um mennskuna og dýrið, vélina og lífið?

Til að ræða tímamót og áramót á fimmtudagskvöldi koma að Rauða borðinu þau Anita Da Silva Bjarnadóttir, varaformaður Samtaka leigjenda, Erpur Eyvindarson rappari, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir femínskur aðgerðarsinni, Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður, Unnur María Máney Bergsveinsdóttir sagnfræðingur og sirkuslistakona og Viðar Þorsteinsson heimspekingur og fyrrum framkvæmdastjóri Eflingar.

Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósi II

Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósi IIarrow_forward

S02 E064 — desember 29, 2021

Við Rauða borðið er rætt um tímamót milli jóla og nýárs eins og er til siðs; í kvöld verður annar þátturinn af þremur. Það er allt undir: Hver erum við, hvaðan komum við, hvert förum við? Hvað kom fyrir okkur, munum við jafn okkur, læra eitthvað, skána eða versna? Og hvað er fram undan? Meira af því sama eða algjör umpólun og straumhvörf, eitthvað nýtt og fallegt eða bara eitthvað grátt og gamalt.

Til að ræða þetta á miðvikudagskvöldi koma að Rauða borðinu þau: Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur, Helga Vala Helgadóttir þingkona, Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar, Natasha Stolyarova þýðandi, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og uppistandari, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.

Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósi

Rauða borðið: Áramót á rauðu ljósiarrow_forward

S02 E063 — desember 28, 2021

Rauða borð kvöldsins er óvenju veglegt. Það verður rætt um tímamót milli jóla og nýárs; hvaðan komum við og hvert förum við, hvað lærðum við og hvað alls ekki, hverju þurfum við að breyta, hvað að styrkja og hvað nauðsynlega að losna við? Og erum við fólk til þessa, í réttu hugarástandi, með skýra sýn og styrka hönd? Eða tilheyrum við kexruglaðri menningu og samfélagi sem er óhæft til að skynja aðalatriði nokkurs máls?

Til að ræða þetta á þriðjudegi koma að Rauða borðinu þau: Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, Jasmina Vajzović Crnac verkefnastjóri í fjölmenningu, Ólafur Margeirsson hagfræðingur, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB.

Rauða borðið: Barátta Harðar

Rauða borðið: Barátta Harðararrow_forward

S02 E062 — desember 21, 2021

Við höldum áfram að ræða við baráttufólk á aðventunni við Rauða borðið. Nú er komið að Herði Torfasyni leikara og söngvaskáldi, en allt hans líf er mótað af baráttu fyrir réttlæti. Hann ræðir við Gunnar Smára um hvaða áhrif þessi barátta hefur haft á samfélagið og Hörð sjálfan en einnig um hvaða aðgerðir reynast aðgerðasinnum best og hvaðan þeir sækja umboð sitt til aðgerða.

Rauða borðið: Réttlætisbarátta Ragnars

Rauða borðið: Réttlætisbarátta Ragnarsarrow_forward

S02 E061 — desember 20, 2021

Við höldum áfram að ræða við baráttufólk á aðventunni við Rauða borðið. Nú er komið að Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni sem hefur áratugum saman tekið þátt í baráttu fyrir félagslegum réttindum og mannréttinum hinna fátæku, undirokuðu og jaðarsettu. Í spjalli við Gunnar Smára mun hann rekja þessa baráttu, viðhorf sín til dómskerfis og stjórnvalda og velta fyrir sér hvers vegna réttur margra er svo veikur á meðan réttur hinna fáu eru svo sterkur og ráðandi.

Rauða borðið: Aðgerðasinninn Sema

Rauða borðið: Aðgerðasinninn Semaarrow_forward

S02 E060 — desember 16, 2021

Sema Erla Serdar hefur lengi staðið lengi í baráttu gegn útlendingaandúð og rasisma á allskyns vettvangi, skipulögðum og sjálfsprottnum.Hún sest við Rauða borðið í kvöld og segir baráttusögu sína , metur árangur og álag, sigra og óunnin verk.

Sema Erla mun ásamt öðrum aðgerðasinnum taka þátt í námskeiði Sósíalísku menntakommúnunnar eftir áramót, námskeiði sem er einskonar masterclass fyrir aðgerðarsinna og þau sem vilja beita sér meira í samfélaginu.

Rauða borðið: Blessuð ríkisfjármálin

Rauða borðið: Blessuð ríkisfjármálinarrow_forward

S02 E059 — desember 15, 2021

Að Rauða borðinu koma hagfræðingarnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir og ræða fjárlögin fyrir 2022, fjáraukalög fyrir 2021 og fjármálaáætlun næstu ára, ekki síst í samhengi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Má lesa stefnu fyrir ríkisfjármálin út úr þessu? Hvert erum við að fara og hvaða hagsmunir ráða för?

Rauða borðið: Listræn pólitík

Rauða borðið: Listræn pólitíkarrow_forward

S02 E058 — desember 14, 2021

Að Rauða borðinu koma Eydís Blöndal skáld, María Thelma Smáradóttir leikkona, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur og Nína Hjálmarsdóttir sviðlistakona og gagnrýnandi. Þau ætla að ræða lífið, listin, pólitíkin og samfélagið, sem segja að sé allt og ekkert og allt þar á milli.

Rauða borðið: Aðgerðarsinninn Sóley

Rauða borðið: Aðgerðarsinninn Sóleyarrow_forward

S02 E057 — desember 13, 2021

Sóley Tómasdóttir hefur lengi staðið í femínski baráttu á allskyns vettvangi, skipulögðum og sjálfsprottnum.Hún sest við Rauða borðið í kvöld og segir baráttusögu sína , metur árangur og álag, sigra og óunnin verk. Sóley mun ásamt öðrum aðgerðasinnum taka þátt í námskeiði Sósíalísku menntakommúnunnar eftir áramót, námskeiði sem er einskonar masterclass fyrir aðgerðarsinna og þau sem vilja beita sér meira í samfélaginu.

Hvað vill Villi?

Hvað vill Villi?arrow_forward

S02 E056 — desember 9, 2021

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes, sest við Rauða borðið í kvöld og ræður sýn sína og áherslur. Vextir, stóriðja, kvóti, verkalýðsbarátta og margt fleira kemur við sögu.

Hver er staðan á verkalýðshreyfingunni? En stjórnmálunum? Hversu hörð verða átökin á næsta ári?

Rauða borðið: Geðraskanir og fíkn

Rauða borðið: Geðraskanir og fíknarrow_forward

S02 E055 — desember 8, 2021

Að Rauða borðinu koma Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Einar Hermannsson, formaður SÁÁ og ræða stöðu fólks með geðraskanir og fíknisjúkdóma.

Þessir sjúkdómar hafa keyrt margt fólk niður í fátækt og út á jaðar samfélagsins vegna fordóma og skilningsleysi. Þessir hópar hafa þurft að sækja hart á stjórnvöld til að njóta eðlilegs stuðnings. Hver er staðan í réttindabaráttu fólks með geðraskanir og fíknisjúkdóma? Það kemur í ljós við Rauða borðið.

Rauða borðið: Hrörnandi barnabætur

Rauða borðið: Hrörnandi barnabæturarrow_forward

S02 E054 — desember 7, 2021

Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur á skrifstofu Eflingar, hefur borið saman barnabætur hér og í helstu nágrannalöndum og hvernig bæturnar hafa þróast yfir lengri tíma. Niðurstaðan er að barnabætur eru hér lægri en víðast annars staðar og kerfið er að versna.

Um þetta ræðir hann við Gunnar Smára við Rauða borðið í kvöld, um stuðning stjórnvalda við börn og barnafjölskyldur.

Rauða borðið: Stjórnarandstaðan á þingi

Rauða borðið: Stjórnarandstaðan á þingiarrow_forward

S02 E053 — desember 6, 2021

Að Rauða borðinu koma þingkonurnar Ásta Lóa Þórsdóttir í Flokki fólksins, Halldóra Mogensen Pírati og Oddný Harðardóttir Samfylkingarkona og ræða upphaf þings, nýja ríkisstjórn, markmið stjórnarandstöðunnar, drög að fjárlagafrumvarpi, hver sé stóru málin í samfélaginu og margt annað.

Rauða borðið: Spilafíklar & öryrkjar

Rauða borðið: Spilafíklar & öryrkjararrow_forward

S02 E052 — desember 2, 2021

Að Rauða borðinu koma tvær baráttukonur; Alma Björk Blöndal Hafsteinsdóttir, sem leitt hefur baráttu spilafíkla gegn spilasölum sem Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reka, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Fyrir báðum er endurnýjuð ríkisstjórn viss kaflaskil; við hverju búast þær af nýjum ráðherrum þessara málaflokka? Hvernig er að heyja baráttu fyrir þá hópa sem veikast standa og þola þurfa mesta fordóma af þeim sem stjórna landinu?

Rauða borðið: Lífið listin og pólitíkin

Rauða borðið: Lífið listin og pólitíkinarrow_forward

S02 E051 — desember 1, 2021

Að Rauða borðinu í kvöld koma þau Natasha Stolyarova, þýðandi og ritstjóri ljóðasafns innflytjenda á Íslandi, Pólifónía af erlendum uppruna; Auður Jónsdóttir rithöfundur, Bragi Páll Sigurðsson, sem líka er rithöfundur, en þau tvö eru líka mikilvirkir pistlahöfundar; Mikael Torfason sem er rithöfundur og líka blaðamaður; og Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og aktivisti.

Umræðuefni er erindi listarinnar inn í samfélagið, pólitísk list og listin í pólitíkinni, en líka pólitíkin í lífinu.

Rauða borðið: Vextir og verðbólga

Rauða borðið: Vextir og verðbólgaarrow_forward

S02 E050 — nóvember 30, 2021

Gylfi Zoega hagfræðingur kemur að Rauða borðinu og ræðir vexti og verðbólgu, húsnæðisverð, innflutta verðbólgu og heimasmíðaða við Gunnar Smára og hagfræðingana Ásgeir Brynjar Torfason og Ólaf Margeirsson.

Rauða borðið: Uppbygging og niðurbrot húsnæðiskerfa

Rauða borðið: Uppbygging og niðurbrot húsnæðiskerfaarrow_forward

S02 E049 — nóvember 25, 2021

Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur og helsti sérfræðingur landsins um sögu húsnæðiskerfsins, Benedikt Sigurðarson, fyrrum framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Búfesti, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson, stjórnarmenn í Samtökum leigjenda ræða uppbyggingu húsnæðiskerfisins á eftirstríðsárunum og svo niðurbrot þess á nýfrjálshyggjutímunum. Hvernig væri kerfið ef uppbyggingin hefði haldið áfram? Hvernig getum við fundið hinn tapaða þráð?

Rauða borðið: Níðingsverkin á Hjalteyri

Rauða borðið: Níðingsverkin á Hjalteyriarrow_forward

S02 E048 — nóvember 24, 2021

Steinar Immanuel Sörensson hefur frá 2007 reynt að vekja athygli á því ofbeldi sem börn máttu þola á barnaheimili sem Einars og Beverly Gíslason ráku á Hjalteyri. Steinar kemur að Rauða borðinu og kvöld og segir sögu sína, frá ofbeldinu og afleiðingum þess, og frá baráttu sinni fyrir því að draga níðingsverkin á Hjalteyri fram í dagsljósið.

Rauða borðið: Er einhvers að vænta að þinginu?

Rauða borðið: Er einhvers að vænta að þinginu?arrow_forward

S02 E047 — nóvember 23, 2021

Að Rauða borðinu koma Helga Vala Helgasóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða stjórnmálin og samfélagið í upphafi þings. Er einhvers að vænta að þessu þingi og endurnýjaðri ríkisstjórn? Verða breytingar eða einmitt alls ekki; tómur stöðugleiki á öllum sviðum.

Rauða borðið: Klemma leigjenda

Rauða borðið: Klemma leigjendaarrow_forward

S02 E046 — nóvember 22, 2021

Að rauða borðinu kemur Kolbrún Arna Villadsen, stjórnandi leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna, og segir frá helstu umkvörunarefnum leigjenda; Bjarni Þór Sigurðsson, formaður húsnæðisnefndar ASÍ, og segir frá kröfum verkalýðshreyfringarinnar í húsnæðismálum; og Vilborg Bjarkardóttir, formaður Samtaka leigjenda, og segir frá 10 kröfum leigjenda um aukin réttindi leigjenda, lækkun leigu og fjölgun íbúða.

Rauða borðið: Stéttabaráttan fram undan

Rauða borðið: Stéttabaráttan fram undanarrow_forward

S02 E045 — nóvember 18, 2021

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræðir um vaxtahækkanir, kauphækkanir tengdar hagvexti, húsnæðismálin og annað tengt komandi stéttaátökum. Hverjar verða kröfur verkalýðsins í komandi samningum? Og hvað vilja andstæðingarnir?

Rauða borðið: Sögur af leigumarkaðnum

Rauða borðið: Sögur af leigumarkaðnumarrow_forward

S02 E044 — nóvember 17, 2021

Það var bein lína á Rauða borðinu þar sem leigjendum gafst kostur á að hringja inn og segja frá reynslu sinni.

Rauða borðið: Hagfræði húsnæðiskreppunnar

Rauða borðið: Hagfræði húsnæðiskreppunnararrow_forward

S02 E043 — nóvember 16, 2021

Þjóðhagsráð Rauða borðsins ræðir hagfræði húsnæðisskorts, hverjir græða og hverjir tapa á ástandinu. Er það hagur almennings að íbúðaverð hækki eða lækki? Hvað þarf til að húsnæðiskerfið virki fyrir alla? Verða húsnæðismálin stóra mál næstu kjarasamninga. Ólafur Margeirsson starfar hjá fasteignafélagi og Ásgeir Brynjar Torfason starfaði hjá slíku félagi í Svíþjóð. Þeir hafa innsýn inn í hagfræði húsnæðismarkaðar og Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins er að skoða stöðu leigjenda og óbreytts almennings á markaðnum í dag.

Rauða borðið: Er félagslegt húsnæði nógu gott?

Rauða borðið: Er félagslegt húsnæði nógu gott?arrow_forward

S02 E042 — nóvember 15, 2021

Hildur Gunnarsdóttir og Hilmar Þór Björnsson arkitektar ræða gæði félagslegt húsnæðis í dag og á fyrri tímum. Kristbjörg Lúðvíksdóttir, leigjandi hjá Bjargi, Þórdís Bjarnleifsdóttir, leigjandi hjá Félagsstofnun stúdenta og Svavar Kjarrval, leigjandi hjá Brynju, húsfélagi öryrkja, segja frá reynslu sinni af leigumarkaði og húsnæðinu sem þau búa í.

Rauða borðið: Húsnæðiseklan í Reykjavík

Rauða borðið: Húsnæðiseklan í Reykjavíkarrow_forward

S02 E041 — nóvember 11, 2021

Mörg undanfarin ár hefur geisað húsnæðiskreppa í Reykjavík sem hefur farið illa með fjárhag leigjenda, haldið ungu fólki frá húsnæðismarkaðnum og valdi fjölda fjölskyldna armæðu. Til að ræða stöðuna koma að Rauða borðinu Laufey Ólafsdóttir, sem situr í stjórn Félagsbústaða ásamt því að leigja hjá félaginu, Vilborg Bjarkardóttir, formaður Samtaka leigjenda og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.

Rauða borðið: Kjarabarátta kennara

Rauða borðið: Kjarabarátta kennaraarrow_forward

S02 E040 — nóvember 10, 2021

Magnús Þór Jónsson nýkjörinn formaður Kennarasambandsins ræðir um kjarabaráttu kennara, starfsumhverfi þeirra, ástand skólakerfisins og þróun menntunar á liðnum árum. Er skólinn nemendum góður og kennurum, samfélagi og framtíðinni?

Rauða borðið: Ragnar Þór um komandi hrun

Rauða borðið: Ragnar Þór um komandi hrunarrow_forward

S02 E039 — nóvember 9, 2021

Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu og ræðir um næsta fjármálahrun og undirbúning verkalýðshreyfingarinnar vegna þess, um sölu á innviðum símafélaganna til útlána, stuðning lífeyrissjóða við óligarkisma og fleira.

Rauða borðið: Unga fólkið & póilitíkin

Rauða borðið: Unga fólkið & póilitíkinarrow_forward

S02 E038 — nóvember 8, 2021

Alexander Benediktsson, Ísabella Lena Borgarsdóttir og Ástþór Jón Ragnheiðarson yfirtaka Rauða borðið.

Rauða borðið: Endurreisn Leigjendasamtakanna

Rauða borðið: Endurreisn Leigjendasamtakannaarrow_forward

S02 E037 — nóvember 2, 2021

Nýkjörið stjórnarfólk í Samtökum leigjenda ræðir um komandi hagsmunabaráttu.

Rauða Borðið: Unga fólkið og pólitíkin

Rauða Borðið: Unga fólkið og pólitíkinarrow_forward

S02 E036 — nóvember 1, 2021

Trausti Breiðfjörð Magnússon, Katrín María Ipaz, Benedikt Arnfinnsson, Zúzanna Korpak og Rúnar Freyr Júlíusson ræða við Gunnar Smára um unga fólkið í samfélaginu og stjórnmálunum, veika efnahagslega stöðu, jaðarstöðu á vinnumarkaði og húsnæðismarkaði og hlutverk unga fólksins í umræðunni.

Rauða borðið: Nýfrjálshyggjan

Rauða borðið: Nýfrjálshyggjanarrow_forward

S02 E035 — október 28, 2021

Jóhann Helgi Heiðdal rekur sögu og einkenni nýfrjálshyggjunnar, sem segja má að hafi verið samfélagssáttmáli Vesturlanda síðustu áratugi, hugmyndakerfi sem dó í Hruninu 2008 en heldur samt áfram eins og zombie að éta upp samfélögin.

Þjóðhagsráð Rauða borðsins

Þjóðhagsráð Rauða borðsinsarrow_forward

S02 E034 — október 27, 2021

Þjóðhagsráðið ræðir málin.

Rauða borðið: Unga fólkið og pólitíkin

Rauða borðið: Unga fólkið og pólitíkinarrow_forward

S02 E033 — október 26, 2021

Kristbjörg Eva Andersen Ramons, Aníta Da Silva Bjarnadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Úlfur Atlason ræða við Gunnar Smára Egilsson um fjárhagslega stöðu ungs fólks, stöðu þess á leigumarkaði og vinnumarkaði og virkni þess í umræðu og stjórnmálum.

Rauða borðið: Ástralía, Kína og Suður-Ameríka

Rauða borðið: Ástralía, Kína og Suður-Ameríkaarrow_forward

S02 E032 — október 19, 2021

Rauða borðið fer í heimsreisu í kvöld, horfir á ástand mála frá Lima í Perú, Shanghæ í Kína og Sidney í Ástralíu undir leiðsögn manna sem búið hafa lengi á þessum stöðum: Páll Þórðarson í Ástralíu, Birgir Stefánsson í Kína og Valdimar Þór Hrafnkelsson í Perú.

Rauða borðið: Ungt fólk & pólitíkin

Rauða borðið: Ungt fólk & pólitíkinarrow_forward

S02 E031 — október 18, 2021

Í kvöld er það unga fólkið sem sest við Rauða borðið og ræðir pólitík. Það eru þau Rúnar Freyr Júlíusson, Ísabella Lena Borgarsdóttir og Atli Gíslason sem ræða við Gunnar Smára Egilsson.

Rauða borðið: Hinn skelfilegi leigumarkaður

Rauða borðið: Hinn skelfilegi leigumarkaðurarrow_forward

S02 E030 — október 14, 2021

Löggjöf um leigumarkaðinn og vernd leigjenda er mun lakari á Íslandi en í nokkru nágrannalandi okkar. Um þrjátíu þúsund fjölskyldur búa á leigumarkaði sem er nánast stjórnlaust og þar sem leigusalinn hefur öll völd og leigjandinn lítil sem engin.

Til að ræða um þennan markað, hvernig er að búa við afleiðingar hans og hvað er til úrbóta koma nokkrir leigjendur að Rauða borðinu í kvöld: Haraldur Ingi Haraldsson, Laufey Ólafsdóttir, Fjóla Heiðdal, Tinna Ævarsdóttir, Vilborg Bjarkardóttir og Guðrún Vilhjálmsdóttir.

Þjóðhagsráð Rauða borðsins

Þjóðhagsráð Rauða borðsinsarrow_forward

S02 E029 — október 13, 2021

Ásgeir Brynjar Torfason, Kristrún Frostadóttir og Ólafur Margeirsson um vaxtahækkanir, fasteignamarkaðinn, verðbólgustöðnun, ríkisfjármál og önnur undur hagkerfisins. Hvað er framundan? Viðspyrna eða tómt vesen?

Rauða borðið: Verkalýðsbarátta & vinstri stjórnir

Rauða borðið: Verkalýðsbarátta & vinstri stjórnirarrow_forward

S02 E028 — október 12, 2021

Þorleifur Friðriksson ræðir um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar við mótun samfélagsins og Árni Daníel Júlíusson um árangurinn af stjórnarsetu vinstriflokka frá 1927 til 1983, en sagnfræðingarnir tveir verða með námskeið um þessi efni á vegum SMK, Sósíalísku menntakommúnunnar á næstu viku. SMK er merki um eflt starf Sósíalistaflokksins, en félagar hafa óskað eftir menntun og fræðslu um stéttabaráttu, sósíalisma og samfélagsmál. Í lok þáttar segir Einar Þór Gunnlaugsson frá mynd sinni um verkföllin miklu 1955, Korter yfir sjö.

Rauða borðið: Framtíð vinstrisins

Rauða borðið: Framtíð vinstrisinsarrow_forward

S02 E027 — október 11, 2021

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræðir við Gunnar Smára Egilsson um framtíð vinstri stjórnmála á Íslandi í kjölfar liðinna kosninga. Inn í umræðuna koma þau Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sem ræðir um pólitíkina í verkalýðsbaráttunni og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, sem segir frá vanda breska Verkamannaflokksins og tengsl hans við verkalýðshreyfinguna.

Rauða borðið: Efnahagsmál í aðdraganda kosninga

Rauða borðið: Efnahagsmál í aðdraganda kosningaarrow_forward

S02 E026 — september 22, 2021

Gunnar Smári ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason um hagfræðiumræðuna í kosningabaráttunni.

Rauða borðið: Sósíalískur femínismi

Rauða borðið: Sósíalískur femínismiarrow_forward

S02 E025 — september 18, 2021

Femínisminn í aðdraganda kosninga. Hvað er í boði? Borgaralegur femínismi, sósíalískur femínismi og hvað annað? Gunnar Smári ræði við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Maríu Lilju Þrastardóttur og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur.

Rauða borðið: Föstudagsþátturinn

Rauða borðið: Föstudagsþátturinnarrow_forward

S02 E024 — september 17, 2021

Mikael Torfason, Biggi Veira og Jakob Bjarnar ræða við Gunnar Smára um heima, geima og allt Þar á milli

Rauða borðið: Stórútgerðin svíkur sjómenn

Rauða borðið: Stórútgerðin svíkur sjómennarrow_forward

S02 E023 — september 16, 2021

Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM talar um kjaradeilu sjómanna og stórútgerðarinnar og hvernig útgerðin hefur svikið sjómenn innan kvótakerfisins

Rauða borðið: Verkafólk og öryrkjar fyrir kosningar

Rauða borðið: Verkafólk og öryrkjar fyrir kosningararrow_forward

S02 E022 — september 15, 2021

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins setjast við Rauða borðið og ræða áherslur sinna samtaka fyrir kosningarnar.

Rauða borðið: Land tækifæranna

Rauða borðið: Land tækifærannaarrow_forward

S02 E021 — september 14, 2021

Rauða borðið byrjar á umræðu um land tækifæranna, hvaða tækifæri höfum við til að byggja hér upp réttlátt og gott samfélag? Getum við styrkt innviði, lyft fólki úr fátækt, byggt upp húsnæðiskerfi fyrir alla og innleitt hér réttlátt samfélag? Til ræða þetta koma að Rauða borðinu Róbert Farestveit, Guðrún Johnsen og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingar koma og svara þessu og mörgu öðru

Rauða borðið: Ungt fólk & pólitík

Rauða borðið: Ungt fólk & pólitíkarrow_forward

S02 E020 — febrúar 8, 2021

Við Rauða borðinu í kvöld höldum við áfram að ræða um ungt fólk og pólitík; þátttöku þess og þátttökuleysi, hvort áherslur þeirra nái fram innan stjórnmálakerfisins og hvort á það sé hlustað. Er versnandi efnahagsleg staða ungs fólks afleiðing þess að stjórnmálin snúa frá þeim? Mun þessi staða ýta undir þátttöku ungs fólks á vettvangi stjórnmála; í flokkapólitík hagsmunabaráttu, stjórnmálum götunnar. Til að ræða þetta mæta að Rauða borðinu Dagur Bollason umhverfis- og verkefnisstjóri, Isabel Alejandra Díaz, formaður Stúdentaráðs, Loubna Anbari námskona og Kári Gautason framkvæmdastjóri þingflokks VG.

Rauða borðið: Aðgerðir gegn hamfarahlýnun

Rauða borðið: Aðgerðir gegn hamfarahlýnunarrow_forward

S02 E019 — febrúar 4, 2021

Við Rauða borðið er rætt um aðgerðir stjórnvalda vegna hamfarahlýnunar af mannavöldum. Hvað veldur valinu um hvað er gert og í hvað fjármunir fara? Er það gert sem helst virkar, það sem minnst andúð er gegn, það sem hin valdamiklu og auðugu geta helst sætt sig við? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir varaformaður Landverndar, Andrés Ingi Jónsson þingmaður og Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi.

Rauða borðið: Umönnun aldraðra

Rauða borðið: Umönnun aldraðraarrow_forward

S02 E018 — febrúar 3, 2021

Að Rauða borðinu koma börn aldraðra foreldra og ræða reynslu sína af því að sinna þeim sem áður sinntu okkur og af hinu formlega og óformlega kerfi sem heldur utan um velferð okkar þegar við eldumst. Kannski tölum við of lítið um þessi mál; bæði hlutverkin og áhrif þeirra á okkur og aðbúnað elsta fólksins. Til að hefja þá umræðu koma að Rauða borðinu þau Maríanna Friðjónsdóttir, Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, Birgir Grímsson, Rannveig Ernudóttir og Jakobína Edda Sigurðardóttir.

Rauða borðið: Mál dagsins

Rauða borðið: Mál dagsinsarrow_forward

S02 E017 — febrúar 2, 2021

Að Rauða borðinu koma þau Helga Vala Helgadóttir þingkona, Benedikt Sigurðarson skólamaður, Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður og Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, og ræða sumt af því sem hæst ber; hatursorðræðu, bankasölu, einkavæðingu hjúkrunarheimila, skerðingarlaust ár og fleira.

Rauða borðið: Ný hagfræði, ný verkalýðshreyfing

Rauða borðið: Ný hagfræði, ný verkalýðshreyfingarrow_forward

S02 E016 — febrúar 1, 2021

Að Rauða borðinu koma hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason og ræða efnahagsástandið og áskoranir kórónakreppunnar við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR og Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar. Og öfugt; Ragnar Þór og Sólveig Anna ræða áskoranir stéttabaráttunnar við þessa fulltrúa nýrrar hagfræði. Er það svo að þegar kennisetningar nýfrjálshyggjuhagfræðinnar falla að þá aukist tækifæri verkalýðshreyfingarinnar til að hafa áhrif á þróun samfélagsins.

Rauða borðið: Unga fólkið & pólitíkin

Rauða borðið: Unga fólkið & pólitíkinarrow_forward

S02 E015 — janúar 25, 2021

Að Rauða borðinu kemur ungt fólk og ræðir hvernig pólitíkin birtist því í dag: Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Marselína Guðmundsdóttir, námskona í endurhæfingu.
Eru stjórnmálin fyrir ungt fólk? Tekur það þátt, hefur það áhrif? Ætti það að taka þátt og hafa áhrif? Og hverju myndi það breyta?

Rauða borðið á bóndadegi

Rauða borðið á bóndadegiarrow_forward

S02 E014 — janúar 22, 2021

Það er bóndadagur við Rauða borðið. Mikael Torfason rithöfundur og Biggi veira tónlistarmaður mæta að venju og sérstakur gestur er Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Um hvað verður rætt? Hrútspunga og hrútspungaskýringar? Stöðu bóndans í samfélaginu; hver er í stöðu bóndans í dag

Rauða borðið: Saga húsnæðiskreppu og lausna við henni

Rauða borðið: Saga húsnæðiskreppu og lausna við henniarrow_forward

S02 E013 — janúar 21, 2021

Við Rauða borðið ræðum við um húsnæðismál, sem snúast ekki um byggingaiðnaðinn heldur um velferð. Það er nefnilega sama hvað við reynum að byggja upp gott velferðarkerfi, ef það ríkir húsnæðisekla sem bítur hin lakar settu þá er það allt til einskis. Við förum yfir söguna frá því að verkalýðurinn í Reykjavík hírðist í vondu húsnæði snemma á síðustu öld, hvernig þá var brugðist við vandanum, í gegnum uppbyggingu verkamannabústaða og félagslegs húsnæðis, samvinnubyggingafélögin, að markaðsvæðingu húsnæðiskerfsins og niðurbroti verkamannabústaðanna, stöðnun hins félagslega kerfis og að stöðunni í dag, þegar stórir hópar komast í raun ekki inn á hinn svokallaða húsnæðismarkað, hvorki til að kaupa né leigja. Leiðsögumaður okkar í þessari ferð er Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur, sem rannsakað hefur húsnæðismálin áratugum saman.

Rauða borðið: Bankasalan

Rauða borðið: Bankasalanarrow_forward

S02 E012 — janúar 20, 2021

Við Rauða borðið ræðum við mál málanna í dag, fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka, við Drífu Snædal forseta Alþýðusambandsins og þingfólkið Ingu Sæland, Björn Leví Gunnarsson og Oddnýju Harðardóttur. Hvers vegna vill ríkisstjórnin selja? Er það góð hugmynd, slæm eða arfavond?

Rauða borðið: Bankasala og efnahagsaðgerðir

Rauða borðið: Bankasala og efnahagsaðgerðirarrow_forward

S02 E011 — janúar 19, 2021

Að Rauða borðið í kvöld koma hagfræðingarnir góðu; Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason; og ræða sölu Íslandsbanka og efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar Joe Biden gagnvart kórónakreppunni og hversu ólíkar þær eru aðgerðum íslenskra stjórnvalda.

Rauða borðið: Samsæriskenningar

Rauða borðið: Samsæriskenningararrow_forward

S02 E010 — janúar 18, 2021

Að Rauða borðinu kemur Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, og ræðir samsæriskenningar og áhrif þeirra á stjórnmálin í samtímanum. Þá ræða einnig þeir Guðmundur Auðunsson hagfræðingur í London og Helgi Steinar Gunnlaugsson, stjórnmálafræðingur menntaður í Kína, um samsæriskenningar í stjórnmálum Bretlands og Kína. Saman leitum við svo að íslenskum dæmum.

Rauða borðið: Föstudagsþátturinn 15. jan

Rauða borðið: Föstudagsþátturinn 15. janarrow_forward

S02 E009 — janúar 15, 2021

Á föstudögum setjast við Rauða borðið þeir Biggi veira, Mikael Torfason og Benedikt Erlingsson, fá oft til sín góða gesti og glæða umræðu um stóra sem smá hluti lífi. Þannig verður það í kvöld; heiðursgestur er Erpur Eyvindarson.

Rauða borðið: Spilling á Íslandi

Rauða borðið: Spilling á Íslandiarrow_forward

S02 E008 — janúar 14, 2021

Við Rauða borðið er rætt um spillingu, umfang hennar og áhrif á íslenskt samfélag, hvernig við bregðumst við henni og hvaða tæki við höfum til að halda aftur af henni. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Edda Kristjánsdóttir, lögfræðing og þjóðréttarfræðing og einn af stofnendum Gagnsæis, sem nú er orðin Íslandsdeild Transparency International; Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og nýráðinn framkvæmdastjóri samtakanna; Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari; og Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og ritstjóri WikiLeaks.

Rauða borðið: Veikleikar lýðræðisins

Rauða borðið: Veikleikar lýðræðisinsarrow_forward

S02 E007 — janúar 13, 2021

Að Rauða borðinu kemur Vilhjálmur Árnason prófessor heimspeki og ræðir um veikleika lýðræðis á Íslandi. Vilhjálmur er einn af höfundum Rannsóknarskýrslu Alþings eftir Hrun, sá um siðfræðihluta þeirrar úttektar og hefur skrifað margt um veikleika stjórnmála og stjórnsýslu, velt fyrir sér hvað af þeim vanda er vegna smæðar samfélagsins, hvað vegna skorts á góðum hefðum, hvað vegna veikleika í löggjöf og hvað vegna valdaójafnvægis; mikilla valda hinna ríkari en lítilla valda hinna fátækari.

Rauða borðið: Árásin á þinghúsið vs. Búsáhaldabyltingin

Rauða borðið: Árásin á þinghúsið vs. Búsáhaldabyltinginarrow_forward

S02 E006 — janúar 12, 2021

Að Rauða borðinu kemur fólk með rætur í Búsáhaldabyltingunni til að ræða muninn á henni og árásinni á þinghúsið í Washington. Tilefnið eru skrif fjölda Sjálfstæðisflokksmanna undanfarna daga, um að Búsáhaldabyltingin hafi í raun verið jafn alvarleg árás á lýðræðið og yfirtaka stuðningsmanna Donald Trump á Capitol Hill. Til að ræða þetta og annað þessu skylt koma að Rauða borðinu Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar, Lárus Páll Birgisson aka Lalli sjúkraliði, Birgitta Jónsdóttir fyrrum þingkona og Einar Steingrímsson stærðfræðingur.

Rauða borðið: Hvers vegna Sósíalistaflokkurinn?

Rauða borðið: Hvers vegna Sósíalistaflokkurinn?arrow_forward

S02 E005 — janúar 11, 2021

Gunnar Smári stýrir umræðum um Sósíalistaflokkinn og erindi hans í íslensk stjórnmál. Meðal gesta eru Ólafur Þ. Harðarson, Sólveig Anna Jónsdóttir, Ögmundur Jónasson, Sanna Magdalega Mörtudóttir, Logi Einarsson, Laufey Ólafsdóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Guðmundur Auðunsson, Katrín Baldursdóttir, Kristinn Már Ársælsson, Sigrún Unnsteinsdóttir o.fl.

Rauða borðið: Endalok heimskerfis?

Rauða borðið: Endalok heimskerfis?arrow_forward

S02 E004 — janúar 7, 2021

Við Rauða borðið er rætt um áramót og tímamót víða um heim við fólk með þekkingu á ólíkum deildum jaðrar. Magnús Helgason sagnfræðingur er sérfræðingur um bandarísk stjórnmál og bjó vestra um langt skeið, Helgi Steinar Gunnlaugsson stjórnmálafræðingur bjó lengi í Kína, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur bjó árum saman í Miðausturlöndum og þekkir vel til málefna ríkja Íslam, Einar Már Jónsson sagnfræðiprófessor hefur búið í París í meira en hálfa öld og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í London þar sem hann býr.

Rauða borðið: Kaflaskipti í Íslandssögunni?

Rauða borðið: Kaflaskipti í Íslandssögunni?arrow_forward

S02 E003 — janúar 6, 2021

Að Rauða borðinu í kvöld verður rætt um áramót og tímamót, faraldur kreppu og kosningar. Erum við að upplifa kaflaskipti í sögunni? Og um hvað snýst þessi söguþráður sem við erum föst í; er þetta gleðileikur eða harmleikur, farsi eða hryllingsmynd. Gestirnir við rauða borðið eru Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingarinnar og Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingkona Pírata sem nú situr á þingi.

Rauða borðið: Nýtt baráttuár

Rauða borðið: Nýtt baráttuárarrow_forward

S02 E002 — janúar 5, 2021

Að Rauða borðinu koma forystukonur í verkalýðshreyfingu og réttindabaráttu almennings og ræða stöðu samfélagsins á tíma faraldurs og kreppu. Hvað er fram undan? Botn niðursveiflunnar og hvað svo? Mun allt verða eins og áður var og allir aftur glaðir eða mun aukinn ójöfnuður á krepputímum hafa varanlega áhrif á samfélagið? Til að ræða stöðuna um áramót koma að rauða borðinu: Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins; Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB; Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins; og Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Rauða borðið: Ár tvö í kreppu

Rauða borðið: Ár tvö í kreppuarrow_forward

S02 E001 — janúar 4, 2021

Í fyrsta þættinum af Rauða borðinu á nýju ári koma hagfræðingarnir Gylfi Zoega, Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrúnu Johnsen og Ólaf Margeirsson og ræða stöðuna við upphaf árs tvö í kórónakreppu. Á síðasta ári varð mesti efnahagssamdráttur í manna minnum, sá mesti í meira en hundrað ár. Hvað mun gerast á næsta ári? Verður allt eins og áður var strax í sumar eða haust? Eða mun kórónakreppan hafa varanlegar breytingar? Hverjar eru helstu hætturnar á leiðinni, geta stjórnvöld magnað upp kreppuna, misst af tækifærum til að stytta hana og grynnka? Munu allir ná sér jafn hratt og á sama augnabliki; allir geirar, allar stéttir, allar byggðir, öll lönd? Og svo hin knýjandi spurning: Er Ísland best í heimi í þessari kreppu sem og svo mörgu öðru?

Föstudagsþáttur Rauða borðsins 11. des

Föstudagsþáttur Rauða borðsins 11. desarrow_forward

S01 E140 — desember 11, 2020

Eins og aðra föstudaga koma þeir Mikael Torfason, Benedikt Erlinsson og Biggi veira að Rauða borðinu og halda uppi háskalegri umræðu um það sem skiptir máli. Og það kemur leynigestur, Magnús Scheving.

Rauða borðið: Hvað er að lýðræðinu?

Rauða borðið: Hvað er að lýðræðinu?arrow_forward

S01 E139 — desember 10, 2020

Að Rauða borðinu kemur Kristinn Már Ársælsson doktorsnemi í félagsfræði og ræðir stöðu lýðræðisins í framhaldi af samtalinu við Sigurð Kristinsson í gær.
Við erum sem sé í syrpu samtala um hin vondu stjórnmál: Hvers vegna ber fólk svona litla virðingu fyrir stjórnmálafólki og Alþingi? Eru stjórnmálin svona vond; stjórnmálamenningin, umræðuhefðin, vinnubrögðin eða er grunnur skakkur?

Rauða borðið: Hvað er að stjórnmálunum?

Rauða borðið: Hvað er að stjórnmálunum?arrow_forward

S01 E138 — desember 9, 2020

Að Rauða borðinu kemur Sigurður Kristinsson prófessor á Akureyri og ræðir siðfræði stjórnmála. Hvers vegna ber fólk svona litla virðingu fyrir stjórnmálafólki og Alþingi? Eru stjórnmálin svona vond; stjórnmálamenningin, umræðuhefðin, vinnubrögðin? Eru stjórnmálin án tengsla við almenning eða er sökin kannski almennings; að sinna ekki stjórnmálum með virkri þátttöku? Er fulltrúalýðræðið kannski gallað? Hvernig getum við látið stjórnmálin virka betur svo þau skili okkur réttlátara og betra samfélagi?

Rauða borðið: Skattastefna

Rauða borðið: Skattastefnaarrow_forward

S01 E137 — desember 8, 2020

Að Rauða borðinu kemur Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur Eflingar til að ræða skattastefnu nýfrjálshyggjuáranna og hvaða áhrif hún hafði á lífskjör og samfélagsgerðina. Hann mun síðan ræða við hagfræðinga Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrúnu Johnsen og Ólaf Margeirsson um hvernig skattar ættu frekar að vera. Þarf almenningur að borga hærri skatta til að standa undir aukinni velsæld og öryggi eða eru það fyrst og fremst hin auðugu sem þurfa að borga meira?

Rauða borðið á föstudagskvöldi

Rauða borðið á föstudagskvöldiarrow_forward

S01 E136 — desember 4, 2020

Eins og önnur föstudagskvöld mæta við Rauða borðið fastagestir og fara yfir allt sem skiptir máli en líka það sem engu skiptir. Í kvöld byrjum við á heimalærdómi: Hvar er járnhnefi umhverfisverndarsinna? Síðan berst samtalið út um allar koppa grundir. Gestir kvöldsins eru Benedikt Erlingsson leikstjóri, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus, Mikael Torfason rithöfundur og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur.

Rauða borðið: Var Jesús sósíalisti?

Rauða borðið: Var Jesús sósíalisti?arrow_forward

S01 E135 — desember 3, 2020

Við Rauða borðið veltum við upp gamalli spurningu í tilefni aðventunnar: Var Jesús Kristur sósíalisti? Auðvitað varð sósíalisminn til löngu eftir að Jesús steig upp til himna, og því er spurningin kannski marklaus; en samt hefur henni verið kastað frá síðustu rúmu hundrað árin eða svo. var samstaða Jesús með hinum útskúfuðu, valdalausu og smáðu sósíalismi? Og andstaða hans gagnvart valdafólki sinnar tíðar og fullyrðing hans um hversu erfitt það myndi reynast ríkum manni að komast inn í himnaríki? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu fjórir guðfræðingar og prestar: Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson Ása Björk Ólafsdóttir og Davíð Þór Jónsson.

Rauða borðið: Verkó og stjórnarandstaðan

Rauða borðið: Verkó og stjórnarandstaðanarrow_forward

S01 E134 — desember 2, 2020

Við Rauða borðið er fólk frá verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni á þingi og ræðir stjórnmálaástandið í vetrarbyrjun, í kreppubyrjun og miðjum faraldi, þegar líða fer að kosningum. Þau sem sitja við borðið eru Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

Rauða borðið: Fullveldi hverra?

Rauða borðið: Fullveldi hverra?arrow_forward

S01 E133 — desember 1, 2020

Við Rauða borðið er rætt um fullveldi og samfélag. Fullveldi hverra varð til 1. desember 1918? Erum við að fagna fullveldi valdastéttarinnar og þeirra sem fljóta ofan á eða er fullveldið eitthvað sem ætti að ná til allra landsmanna; líka hinna smáðu, fátæku, jaðarsettu og útilokuðu? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Loubna Anbari, háskólanemi og innflytjandi af annarri kynslóð: Íris Ellenberger, lektor við menntavísindasvið sem rannsakað hefur stöðu hinsegin fólks í samfélaginu; Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur sem rannsakað hefur verkalýðssögu og stöðu hinna fátæku og valdalausu á fullveldistímanum.

Rauða borðið: Réttur almennings til uppreisnar

Rauða borðið: Réttur almennings til uppreisnararrow_forward

S01 E132 — nóvember 30, 2020

Við Rauða borðið er rætt um rétt almennings til uppreisnar. Hvenær má fólk rísa upp gegn stjórnvöldum og gera allt til að fella þau, neita að beygja sig undir ákvarðanir þings og ríkisstjórnar, óhlýðnast, skemma eigur eða stöðva starfsemi?Til að ræða þetta koma að borðinu Ragnar Aðalsteinsson lögmaður; Jórunn Edda Helgadóttir lögfræðingur sem dæmd var fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir mótmæli vegna brottvísunar hælisleitenda; Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og ein nímenninganna sem ákærðir voru í búsáhaldabyltingunni m.a. fyrir árás á sjálfræði Alþingis; og Ævar Kjartansson útvarpsmaður sem ákærður var fyrir spellvirki sem valdið hefði almannahættu þegar Mýetningar sprengdu stíflu í Laxá.

Föstudagsþáttur Rauða borðsins 27. nóv

Föstudagsþáttur Rauða borðsins 27. nóvarrow_forward

S01 E131 — nóvember 27, 2020

Í kolsvartan föstudagsþátt Rauða borðsins koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus, Ísold Uggadóttir leikstjóri og Mikael Torfason rithöfundur. Síðast fór þátturinn um víðan völl, allt frá elítuklúbb hinna ríku og frægu í Austurstræti upp í bensínstöð N1 við Borgarfjarðarbrúnna. Og umræðan í föstudagsþáttum Rauða borðsins er hávær og djúp, glaðvær og ágeng, skörp og kærulaus allt í senn.

Rauða borðið: Ráð við kreppu og faraldri

Rauða borðið: Ráð við kreppu og faraldriarrow_forward

S01 E130 — nóvember 26, 2020

Við Rauða borðið situr Gylfi Zoega sérstakur gestur í hagfræðingaspjalli með þeim Ásgeiri Brynjari Torfasyni og Ólafi Margeirssyni. Er hægt að draga úr skaðanum af faraldrinum með því að viðhafa strangar sóttvarnaraðgerðir eða magna aðgerðirnar upp vandann? Hvers vegna hækkar eignaverð í kreppu og er það gott? Er gott að laun hækki eða dýpkar það kreppuna og seinkar viðspyrnunni? Á Seðlabankinn að prenta peninga inn í ríkissjóð eða inn í bankakerfið? Til hvers ætti að nota það fé? Er krónan góð í kreppu eða eykur hún við vandann? Þessi og fleiri álitamál verða borin á borð fyrir hagfræðingana.

Rauða borðið: Er vit í pólitíkinni?

Rauða borðið: Er vit í pólitíkinni?arrow_forward

S01 E129 — nóvember 25, 2020

Að Rauða borðinu koma fyrrum þingfólkið Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Ólína Kerjúlf Þorvarðardóttir og Þór Saari og ræða stjórnmálaástandið á svokölluðum kosningavetri, í miðjum kórónafaraldri frammi fyrir djúpri efnahagslægð. Um hvað snýst pólitíkin? Nær hún utan um vanda samfélagsins? Um hvað verður kosið í næstu kosningum? Hvernig heilsast flokkunum?

Rauða borðið: Ný sjávarútvegsstefna II

Rauða borðið: Ný sjávarútvegsstefna IIarrow_forward

S01 E128 — nóvember 24, 2020

Við Rauða borðið er rætt um sjávarútvegsstefnuna, hvort við þurfum að sætta okkur við óbreytta stefnu þótt mikill meirihluti landsmanna sé andsnúinn henni? Er ástæðan sú að engin samstaða er með þeim sem gagnrýna núverandi stefnu. Til að ræða þetta og annað tengt nýrri sjávarútvegsstefnu koma að Rauða borðinu Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins, Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.

Rauða borðið: Smáfyrirtæki

Rauða borðið: Smáfyrirtækiarrow_forward

S01 E127 — nóvember 22, 2020

Við Rauða borðið er rætt um stöðu smáfyrirtækja við þau Sóleyju Elíasdóttur í Sóley organics, Guðrúnu Jóhannesdóttur í Kokku, Sigurjón Magnús Egilsson útgefanda Heima er bezt og Elínu G. Ragnarsdóttur í bókaútgáfunni Drápu og Gráa kettinum. Hvernig er að reka fyrirtæki í samfélagi sem er mótað að kröfum stórfyrirtækja? Hafa smáfyrirtæki rödd í samfélaginu, er fólk meðvitað um að þar verða til flest störfin og hvernig ná aðgerðir stjórnvalda utan um stöðu smáfyrirtækja í kreppunni?

Rauða borðið á föstudagskvöldi

Rauða borðið á föstudagskvöldiarrow_forward

S01 E126 — nóvember 20, 2020

Að Rauða borðinu koma Benedikt Erlingsson leikstjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir skáld og rithöfundur, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus og Mikael Torfason leikskáld og rithöfundur og ræða um samtímann og stjórnmálin. Hvað er um að vera og um hvað snýst þetta eiginlega? Það kemur í ljós við Rauða borðið í kvöld.

Rauða borðið: Andspyrna utan og innan þings

Rauða borðið: Andspyrna utan og innan þingsarrow_forward

S01 E125 — nóvember 19, 2020

Við Rauða borðið er rætt um stjórnmálaástandið á tímum faraldurs og kreppu. Eru aðgerðir ríkisstjórnar að ná utan um vandann? Er þingið að höndla stöðuna? Um hvað verður rætt á kosningavetri, -vori, -sumri og -hausti? Til að ræða þetta koma að rauða borðinu þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Eggertsson, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík

Rauða borðið: Börn innflytjenda í skólakerfinu

Rauða borðið: Börn innflytjenda í skólakerfinuarrow_forward

S01 E124 — nóvember 18, 2020

Við Rauða borðið er haldið áfram að ræða stöðu innflytjenda í samfélaginu. Anh Dao Katrín Tran, aðjúnkt við menntavísindasvið Háskólans segir frá rannsóknum sínum á stöðu innflytjenda í skólakerfinu en Anh Dao er flóttamaður frá Víetnam, fór þaðan til Bandaríkjanna en síðar til Íslands. Auk hennar sitja við borðið og ræða stöðu innflytjenda þær Candice Michelle Goddard sem kom hingað sem ung kona frá Suður-Afríku, Jasmina Vajzović Crnac bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ sem kom hingað með fjölskyldu sinni á flótta frá stríðinum í Bosníu Hersegovinu; Mirabela Blaga lögfræðingur, túlkur og innflytjandi frá Rúmeníu; Gundega Jaunlinina, listmálari, starfsmaður á leikskóla og formaður Ung-ASÍ og innflytjandi frá Lettlandi og Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó.

Rauða borðið: Ný sjávarútvegsstefna

Rauða borðið: Ný sjávarútvegsstefnaarrow_forward

S01 E123 — nóvember 17, 2020

Við Rauða borðið er rætt um kvótann og sjávarútvegsstefnuna, kannski ekki síst um hverjir eigi að móta þá stefnu. Er það bara stórútgerðin og hagsmunasamtök hennar eða er sjávarútvegsstefna ekkert síður mál fiskverkafólks, sjómanna og fyrirtækja í sjávarútvegi sem eiga lítinn eða engan kvóta? Til að ræða þetta setjast við borðið Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík, Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda, og Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður.

Rauða borðið: Lífið á landsbyggðinni

Rauða borðið: Lífið á landsbyggðinniarrow_forward

S01 E122 — nóvember 16, 2020

Við Rauða borðið situr fólk sem á það sameiginlegt að hafa flutt út á land; Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuskona og sagnfræðingur á Ólafsfirði; Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari á Seyðisfirði; William Óðinn Lefever, kennari, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og sósuframleiðandi á Djúpavogi; Esther Ösp Valdimarsdóttir, mannfræðingur og tómstundafulltrúi á Hólmavík; og Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og bóndi í Gautavík í Berufirði. Hver eru gildi og gæði smærri samfélaga? Hver eru ágallar þorpsins og hverjir eru ókostir stærri byggða? En kostirnir?

Rauða borðið: Þjóðhagsráðið um Kyoto og tillögur SA

Rauða borðið: Þjóðhagsráðið um Kyoto og tillögur SAarrow_forward

S01 E121 — nóvember 12, 2020

Við Rauða borðið er rætt um sektir sem Íslendingar þurfa að borga vegna þess að þeir hafa ekki efnt Kyoto-samkomulagið, um frumkvæði hins opinbera til atvinnusköpunar, hvort hækka eigi allar bætur og lægstu launa til að örva efnahagslífið og hvort mótefni í fulla dreifingu um mitt næsta ár muni valda því að allt hrökkvi í gírinn og allt verði eins og áður, meira að segja krónan. Til að ræða þetta koma hagfræðingarnir sem fylgt hafa Rauða borðinu fá upphafi; Ásgeir Brynjar Torfason og Ólafur Margeirsson, en Guðrún Johnsen forfallast að þessu sinni, þarf að sinna mikilvægari málum.

Rauða borðið: Landbúnaður til framtíðar

Rauða borðið: Landbúnaður til framtíðararrow_forward

S01 E120 — nóvember 11, 2020

Við Rauða borðið er rætt um landbúnað og horfum fram en ekki aftur. Hvernig verður matvælaframleiðslan hér innanlands eftir tíu eða tuttugu ár? Verða býlin stærri eða minni, framleiðslan víðar en samþjappaðri, byggðin strjálli eða mun breyttur landbúnaður og fjölbreytilegri atvinnumöguleikar til sveita vegna aukinna fjarskipta styrkja, efla og breyta strjálbýlli byggðum. Til að ræða landbúnað framtíðarinnar koma að Rauða borðinu bændurnir Guðný Harðardóttir og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís.

Rauða borðið: Verkalýðshreyfing og stjórnarandstaða

Rauða borðið: Verkalýðshreyfing og stjórnarandstaðaarrow_forward

S01 E119 — nóvember 10, 2020

Við Rauða borðinu eru konur í stjórnarandstöðu og verkalýðshreyfingu og ræða ástand samfélagsins í miðjum faraldri og frammi fyrir kreppu. Hverja bítur kreppan fyrsts, hvaða hópar eru án bjarga og hverjum er ríkisvaldið að helst hjálpa? Mun kreppan auka ójöfnuð eða mun hún kalla fram virkari baráttu almennings fyrir auknum jöfnuði og réttlæti? Hver á að búa til störfin? Verður kosið um réttlæti eða verður sú barátta háð annars staðar? Til að ræða þetta og fleira setjast við rauða borðið þær Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi; Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins; Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB; og þingkonurnar Oddný Harðardóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.

Rauða borðið: Bandaríkin eftir kosningar

Rauða borðið: Bandaríkin eftir kosningararrow_forward

S01 E118 — nóvember 9, 2020

Við Rauða borðið höldum við áfram að ræða stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum eftir forseta- og þingkosningar. Hverju mun ríkisstjórn Biden ná fram? Verður Repúblikanaflokkurinn áfram flokkur Trump eða mun hann breytast? Hvert færast átökin? Í Hæstarétt, fylkisþingin, út á göturnar? Hverju breytir þetta fyrir okkur á Íslandi eða stjórnmálin í okkar heimshluta? Við fáum sama fólk og síðast til velta fyrri sér stöðu Bandaríkjanna: Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræði; Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði; Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; og Magnús Helgason sagnfræðingur.

Rauða borðið: Áhugaverðir tímar

Rauða borðið: Áhugaverðir tímararrow_forward

S01 E117 — nóvember 6, 2020

Við Rauða borðið er rætt um ástand samfélags, fólks og sálarlífs; stjórnmála og heimsmála við þá Benedikt Erlingsson leikstjóra, Birgi Þórarinsson aka Biggi Veira í GusGus og Mikael Torfason rithöfund. Á hvaða leið erum við? Í átt að sundrung, átökum og upplausn eða erum við á komin leið lausna, uppbyggingar og betri tíðar?

Rauða borðið: Innflytjendaráð um stöðu innflytjenda

Rauða borðið: Innflytjendaráð um stöðu innflytjendaarrow_forward

S01 E116 — nóvember 5, 2020

Við Rauða borðið er innflytjendaráð þáttarins og ræðir stöðu innflytjenda í stjórnmálum, fjölmiðlum, verkalýðshreyfingu, menntakerfinu og víðar. Hefur þessi stóru hópur nógu sterka rödd sem heyrist nógu víða? Hefur hópurinn sömu hagsmuni og sömu markmið? Vantar öflugt félag innflytjenda svo innflytjendur sjálfir geti sett mál á dagskrá og barist fyrir þeim? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þær Gundega Jaunlinina, listmálari, starfsmaður á leikskóla og formaður Ung-ASÍ og innflytjandi frá Lettlandi; Nancy Coumba Koné, danskennari og barn innflytjenda af afríkönskum uppruna; Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og barn Kúrdískra innflytjenda; Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó; Agnieszka Sokolowska túlkur og innflytjandi frá Póllandi; og Sabah Moukhliss túlkur, nemi á sjúkrabraut og barn innflytjenda frá Marokkó.

Rauða borðið: Á hvaða leið eru Bandaríkin?

Rauða borðið: Á hvaða leið eru Bandaríkin?arrow_forward

S01 E115 — nóvember 4, 2020

Við Rauða borðið er rætt stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum degi eftir kosningar; hvað gerist, hvað breytist? Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræði; Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sögu Bandaríkjanna við Edinborgar-háskóla; Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; og Magnús Helgason sagnfræðingur ræða ástandið í USA.

Rauða borðið: Evrópusambandið

Rauða borðið: Evrópusambandiðarrow_forward

S01 E116 — nóvember 3, 2020

Við Rauða borðið er rætt um Evrópusambandið. Hvað er ESB í dag og hvert stefnir það? Mun ESB eflast eða sundrast, verða að sambandsríki eða mun þróunin í átt að slíku ganga til baka? Er evran góð hugmynd, frelsandi eða handjárn? Til að ræða þetta og fleira tengt Evrópusambandinu, okkar stærsta og voldugasta nágranna, mæta að Rauða borðinu þau Magnús Árni Skjöld, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst, Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar, Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur og Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull.

Rauða borðið: Stjórnarskrármálið

Rauða borðið: Stjórnarskrármáliðarrow_forward

S01 E115 — nóvember 2, 2020

Við Rauða borðið er rætt um stjórnarskránna, bæði þá sem er í gildi og frumvarp stjórnlagaráðs (nýja stjórnarskráin) og hver munurinn er á þessum tveimur plöggum, hvaða réttarbætur eru í frumvarpinu sem ekki má finna í þeirri gömlu né í almennum lögum eða staðfestum sáttmálum. Við munum líka ræða hvernig leysa má þetta mál, hvernig hægt er að breyta stjórnarskránni eða setja nýja. Verður það gert með því að Alþingi samþykki frumvarpi, með smáskammtalækningum eða þarf að setja á laggirnar stjórnlagaþing og fela því að setja landinu stjórnarskrá? Til að ræða þetta og önnur mál er snerta stjórnarskránna koma að Rauða borðinu Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, stjórnlagaráðsfólkið Gísli Tryggvason lögmaður og Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðiprófessor, Helga Baldvins Bjargar, lögmaður og formaður Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, og Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.

Rauða borðið: Bið eða breytingar

Rauða borðið: Bið eða breytingararrow_forward

S01 E114 — október 30, 2020

Að Rauða borðinu koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, Birgitta Jónsdóttir skáld og Atli Þór Fanndal fyrrum blaðamaður og ræða ástandið; ástandið í stjórnmálum, ástandið í samfélaginu og sálarástand fólks undir faraldri og samkomubanni á barmi djúprar kreppu, vaxandi misskiptingar og aukinnar fátækar og bjargarleysi þeirra sem berskjaldaðastir eru. Getur eitthvað gott komið út úr þessu? Er eitthvað að fæðast eða erum við flest lömuð frammi fyrir vandanum, höfum ekki þrek í annað en vona að bráðum verði allt gott aftur.

Rauða borðið: Landbúnaður framtíðar

Rauða borðið: Landbúnaður framtíðararrow_forward

S01 E113 — október 29, 2020

Við Rauða borðið er rætt um landbúnað, ekki eins og hann hefur verið stundaður fram að þessu heldur miklu fremur hvernig landbúnaður verður á Íslandi í framtíðinni. Kórónafaraldurinn hefur dregið athygli að mikilvægi matvælaframleiðslu, kreppan að mikilvægi þess að búa til störf innanlands, loftslagsmálin að mikilvægi matvælaframleiðslu sem næst mörkuðum og fyrirsjáanleg lokun álvera að möguleikum á að nýta orku til að stóraukinna framleiðslu. Þau sem sitja við Rauða borðið eru: Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís; Eygló Björk Ólafsdóttir bóndi í Vallanesi og eigandi matvælafyrirtækisins Móðir Jörð; og Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Rauða borðið: Stjórnarandstaða og almannasamtök

Rauða borðið: Stjórnarandstaða og almannasamtökarrow_forward

S01 E112 — október 28, 2020

Við Rauða borðið er rætt um hvað beri að gera gagnvart kórónafaraldri og kórónakreppu og hvað er fram undan. Verða átök í samfélaginu þegar atvinnuleysið býtur fleiri og afleiðingar þess magna upp kreppuna og valda greiðsluvanda fjölskyldna og fyrirtækja? Mun fólk flykkja sér á bak við stjórnvöld á hættutímum? Mun ríkisstjórnarsamstarfið þola álagið? Er stjórnarandstaðan valkostur? Hvert er hlutverk verkalýðshreyfingar og hagsmunasamtaka almennings á óvissutímum? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.

Rauða borðið: Innflytjendur, fyrsta og önnur kynslóð

Rauða borðið: Innflytjendur, fyrsta og önnur kynslóðarrow_forward

S01 E111 — október 27, 2020

Við Rauða borðið sitja ungar konur, sem allar eru innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Þær munu ræða um hvernig samfélaginu hefur tekist að aðlaga sig að breyttri samsetningu þjóðarinnar, þegar 15% landsmanna eru innflytjendur, 20% fólk á vinnumarkaði. Við munum ekki ræða um aðlögun innflytjenda að samfélaginu, það er nóg gert af því; heldur um hvort samfélagið og stofnanir þess hafi náð að aðlagast tilvist þessa stóra hóps. Þær sem koma að Rauða borðinu eru: Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og barn Kúrdískra innflytjenda; Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó; Agnieszka Sokolowska þýðandi og innflytjandi frá Póllandi; Mirabela Blaga lögfræðingur, túlkur og innflytjandi frá Rúmeníu; Jovana Pavlović mannfræðinemi og barn serbneskra innflytjenda; og Sabah Moukhliss túlkur, nemi á sjúkrabraut og barn innflytjenda frá Marokkó.

Rauða borðið: Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum

Rauða borðið: Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunumarrow_forward

S01 E110 — október 26, 2020

Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum er til umræðu við Rauða borðið. Hvað gerist ef Trump tapar? En ef hann vinnur? Mun Repúblikanaflokkurinn jafna sig á Trump-tímanum? Er Bandarískt samfélag að klofna? Hvaða rullu mun vinstri armur Demókrataflokksins spila í ríkisstjórn Biden? Til að ræða þetta og annað sem tengist kosningunum eftir átta daga setjast við Rauða borðið stjórnmálafræðingarnir Indriði Indriðason og Silja Bára Ómarsdóttir, Magnús Helgason sagnfræðingur og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Þau hafa öll búið í Bandaríkjunum og þekkja stjórnmálin þar vel.

Rauða borðið: Heimsreisa

Rauða borðið: Heimsreisaarrow_forward

S01 E109 — október 23, 2020

Rauða borðið fer í heimsreisu og kannar stöðuna á kórónafaraldrinum, kórónakreppunni og þeim áhrifum sem þetta hefur á samfélögin, stjórnmálin og sálarlífið víða um heim. Við ræðum við Pál Þórðarson, efnafræðing og prófessor í Sydney í Ástralíu, Einar Már Jónsson, prófessor í sögu við Sorbonne í París í Frakklandi, Guðmundur Auðunsson, hagfræðing í London á Englandi, Einar Gunnar Einarsson leikara í New York í Bandaríkjunum og Valdimar Þór Hrafnkelsson, sem býr í Lima í Perú en er nú innlyksa vegna covid í höfuðborg Paraguay, Asunción. Á sumum þessara staða var ástandið vont en hefur skánað, en á öðrum er það verra en nokkru sinni, heyrum af því í kvöld.

Rauða borðið: Þjóðhagsráðið

Rauða borðið: Þjóðhagsráðiðarrow_forward

S01 E108 — október 22, 2020

Þjóðhagsráðið mætir við Rauða borðið, hagfræðingarnir Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason. Er vit í tillögu Viðreisnar um tengingu krónunnar við evruna? Á ríkið að prenta peninga fyrir sveitarfélögin? Á ríkið að búa til störf eða má það aðeins styrkja einkafyrirtæki til þess? Ef konur, ungt fólk og innflytjendur verða fyrir þyngsta högginu í upphafi kreppu; hvað ber að gera í því?

Rauða borðið: Hvernig gengur samfélaginu að aðlagast innflytjendum?

Rauða borðið: Hvernig gengur samfélaginu að aðlagast innflytjendum?arrow_forward

S01 E107 — október 21, 2020

Við Rauða borðið er rætt um hvernig samfélagið okkar er undirbúið undir fólksflutninga á tímum alþjóðavæðingar. Hvað breytist við að 15% landsmanna eru innflytjendur og 20% fólks á vinnumarkaði? Krafan er um að það fólk eigi að aðlagast samfélaginu en þarf samfélagið ekkert að gera til að aðlagast þessari stöðu? Til að ræða þetta setjast við rauða borðið Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og starfsmaður Alþýðusambandsins, Margrét Valdimarsdóttir félagsfræðingur. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og Borgar Magnason tónlistarmaður og einn þeirra nágranna Bræðraborgarstígsbrunans sem beitti sér í umræðunni þegar sá harmleikur varð.

Rauða borðið: Átakalínurnar í stjórnmálunum

Rauða borðið: Átakalínurnar í stjórnmálunumarrow_forward

S01 E106 — október 20, 2020

Við Rauða borðið sitja þingmennirnir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir pírati, Guðmundur Ingi Kristinsson í Flokki fólksins, samfylkingarkonan Helga Vala Helgudóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem gekk úr VG í haust. Umræðuefnið er stjórnmálaástandið; hver verða stóru málin í vetur og hvar eru raunverulegar átakalínur stjórnmálanna á tímum kóróna, kreppu, viðspyrnu og endurbyggingar?

Rauða borðið: Baráttufólk

Rauða borðið: Baráttufólkarrow_forward

S01 E105 — október 19, 2020

Við Rauða borðið sitja Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem hefur sent frá sér bók um klíkusamfélagið og hvernig það útilokar fólk vegna skoðana; Unnur Regína Gunnarsdóttir, ung kona sem er ný orðin öryrki, sættir sig ekki við stöðu þeirra og hefur látið í sér heyra; Halldór Auðar Svansson, stjórnarmaður í Geðhjálp sem stendur nú fyrir vitundarvakningu um sjálfsmorð en margt bendir til þess að þeim fari fjölgandi; og Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnarmanneskja í EAPN á Íslandi og meðlimur í Pepp Ísland grasrót fólks í fátækt. sem stóðu fyrir Alþjóðegum baráttudegi gegn fátækt á laugardaginn var. Það verður baráttufólk við Rauða borðið, fólk sem berst fyrir réttlæti og viðurkenningu, gegn þöggun og óréttlæti.

Rauða borðið: Glæpir & refsing

Rauða borðið: Glæpir & refsingarrow_forward

S01 E104 — september 15, 2020

Við rauða borðið er rætt um glæp og refsingu. Skila refsingar betri mönnum, betra og öruggara samfélagi eða færri glæpum? Þau sem ræða þetta eru Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur og þingkona, Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur og blaðakona og Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga.

Rauða borðið: Flóttafólk frá Egyptalandi

Rauða borðið: Flóttafólk frá Egyptalandiarrow_forward

S01 E103 — september 14, 2020

Við Rauða borðið er rætt um ástandið í Egyptalandi, útlendingapólitík ríkisstjórnarinnar og réttindi barna sem hér hafa skotið rótum. Að borðinu koma Sverrir Agnarsson, sem um tíma bjó í Egyptaland, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrum þingkona, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, MA í hnattrænum fræðum, og Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar sem verið er vísa af landi brott.

Rauða borðið: ASÍ & stjórnarandstaðan á þingi

Rauða borðið: ASÍ & stjórnarandstaðan á þingiarrow_forward

S01 E102 — september 3, 2020

Við Rauða borðið situr fólk í stjórnarandstöðu, þingfólkið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Inga Sæland og Andrés Ingi Jónsson og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sem segir að það sé hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að vera í stjórnarandstöðu. Hver er staðan varðandi vaxandi atvinnuleysi, ríkisábyrgð til Icelandair, óleystar kjaradeilur? Er ríkisstjórnin á réttri leið, er harður vetur fram undan, kaldur, napur og grimmur?

Rauða borðið: Gjallarhornið

Rauða borðið: Gjallarhorniðarrow_forward

S01 E101 — september 2, 2020

Opinn þjóðfundur við Rauða borðið

Rauða borðið: Efnahagur Bandaríkjanna og Íslands

Rauða borðið: Efnahagur Bandaríkjanna og Íslandsarrow_forward

S01 E100 — september 1, 2020

Við Rauða borðið er einn gestur, Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown University, sem hefur bæði góða innsýn inn í efnahagsmálin þar vestra og áhrif kreppunnar á þau og þá félagslegu ólgu sem kraumar undir samfélaginu. Við ræðum við Gauta um vatnaskil í efnahagsmálum, hagfræði og hugmyndum og fáum hans sýn á efnahags- og stjórnmálaástandið á Íslandi.

Rauða borðið: Mótmæli, óhlýðni, skemmdir

Rauða borðið: Mótmæli, óhlýðni, skemmdirarrow_forward

S01 E099 — ágúst 31, 2020

Við Rauða borðið hlýðum við fyrst á Benedikt Sigurðarson segja frá sprengingu Mývetninga á Laxárstíflunni fyrir hálfri öld. Síðan bætast við í spjallið aðgerðarskáldin Hörður Torfason og Birgitta Jónsdóttir og ræða við Benedikt og Gunnar Smára um mótmæli og borgaralega óhlýðni og um hvort og þá hvenær sé réttlætanlegt af mótmælendum að skemma.

Rauða borðið: Sólveig Anna Jónsdóttir

Rauða borðið: Sólveig Anna Jónsdóttirarrow_forward

S01 E098 — ágúst 28, 2020

Kvöldgestur á beinni línu Rauða borðsins á föstudagskvöldi er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Gunnar Smári spyr Sólveigu Önnu stórra pólitískra spurninga og fer með henni yfir þroskasögu hennar í pólitík og þær breytingar í stjórnmálunum sem hún hefur upplifað.

Rauða borðið: Bandaríkin í aðdraganda kosninga

Rauða borðið: Bandaríkin í aðdraganda kosningaarrow_forward

S01 E097 — ágúst 27, 2020

Að Rauða borðinu komu Íslendingar sem búa í Bandaríkjunum: Einar Gunnar Einarsson leikari og Magnús Sigurðarson myndlistarmaður. Umræðuefnið var State of the Union, hvað er að gerast í Bandaríkjunum í miðjum faraldri, í upphafi kreppu, undir mikilli mótmælaöldu, í aðdraganda forsetakosninga.

Rauða borðið: Gjallarhornið

Rauða borðið: Gjallarhorniðarrow_forward

S01 E096 — ágúst 26, 2020

Orðið er laust. Hlustendur hringja inn og ræða samvinnufélög, lífeyrissjóði, kvótakerfið, velferðarkerfið og annað mikilvægt.

Rauða borðið: Samfélag í kreppu

Rauða borðið: Samfélag í kreppuarrow_forward

S01 E095 — ágúst 25, 2020

Að Rauða borðinu komu þau Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, Kristinn Már Ársælsson, doktorsnemi í félagsfræði, og Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður og eitt sinn þingmaður. Umræðuefnið er samfélagið og stjórnmálin, kórónafaraldurinn og kreppan.

Rauða borðið: Atvinnuframboðstrygging

Rauða borðið: Atvinnuframboðstryggingarrow_forward

S01 E094 — ágúst 24, 2020

Að Rauða borðinu kom þjóðhagsráð þáttanna, hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Ólafur Margeirsson (Guðrún Johnsen er í öðrum verkefnum), og ræddi gengi krónunnar. En ekki síður hagfræði atvinnuleysisbóta og atvinnuframboðstryggiingu, en sérstakur gestur þáttarins um það mál var Kolbeinn H. Stefánsson, lektor við félagsráðgjafadeid HÍ, sem manna mest hefur fjallað um lífskjör hinna verst settu síðustu árin.

Rauða borðið: Atvinnuleysisbætur

Rauða borðið: Atvinnuleysisbæturarrow_forward

S01 E093 — ágúst 20, 2020

Við Rauða borðið ræðum við um atvinnuleysisbætur af gefnu tilefni. Í dag eru yfir 17 þúsund manns á slíkum bótum og fleiri á leiðinni þegar uppsagnarfrestur rennur út. Þau sem eru atvinnulaus til lengri tíma fá tæplega 290 þús. kr. á mánuði (235 þús. kr. eftir skatta og gjöld). Þetta er skammarleg upphæð en samt hærri en grunnlífeyrir eftirlauna og örorkubóta frá Tryggingastofnun. Við ræðum því líka eftirlaun, atvinnuleysis- og örorkubætur sem eru tekjur um 80 þúsund manns. Til að ræða þetta koma að borðinu Bjarni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri sem nú er atvinnulaus, þingmennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Halldóra Mogensen, og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem skoðað hefur kjör eftirlaunafólk og öryrkja.

Rauða borðið: Gjallarhornið

Rauða borðið: Gjallarhorniðarrow_forward

S01 E092 — ágúst 19, 2020

Orðið er laust við Rauða borðið á miðvikudögum

Rauða borðið: Straumhvörf í samfélaginu

Rauða borðið: Straumhvörf í samfélaginuarrow_forward

S01 E091 — ágúst 18, 2020

Við Rauða borðið ræðum við við Finn Dellsén dósent í heimspeki, Helgu Þórey Jónsdóttur, doktorsnema í menningarfræði, Guðmund Ævar Oddsson, dósent í félagsfræði, um hvar við séum stödd? Eru straumhvörf í samfélaginu, vatnaskila í hugmyndunum, upplausn í stjórnmálum? Og hvað í veröldinni er að gerast í Bandaríkjunum, með þennan mann í Hvíta húsinu?

Rauða borðið: Atvinnuástandið

Rauða borðið: Atvinnuástandiðarrow_forward

S01 E090 — ágúst 17, 2020

Við Rauða borðinu sitja verkalýðsforkólfarnir Vilhjálmur Birgisson á Akranesi, Aðalsteinn Árni Baldursson á Húsavík, Guðrún Elín Pálsdóttir frá Verkalýðsfélagi Suðurlands og Ragnar Þór Ingólfsson frá VR og ræða atvinnuástandið frá sjónarhóli verkalýðsins; sóttkví við landamærin og sýnilega fækkun ferðamanna, lokun kísilverksmiðjunnar á Bakka, mögulega lokun álversins í Straumsvík og stöðu stóriðjunnar í Hvalfirði; róbótavæðingu fiskvinnslu og áhrif kvótakerfisins á margar sjávarbyggðir og fleiri merki um að þrengingar á vinnumarkaði.

Föstudagsgestur við Rauða borðið: Logi Einarsson

Föstudagsgestur við Rauða borðið: Logi Einarssonarrow_forward

S01 E089 — ágúst 14, 2020

Kvöldgestur á beinni línu Rauða borðsins á föstudagskvöldi er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Fyrst spyr Gunnar Smári Loga stórra pólitískra spurninga og fer með honum yfir þroskasögu hans í pólitík og þeir breytingar í stjórnmálunum sem hann hefur upplifað. Áhorfendur koma síðan inn á fundinn og spyrja Loga

Rauða borðið: Réttarkerfið

Rauða borðið: Réttarkerfiðarrow_forward

S01 E088 — ágúst 13, 2020

Við Rauða borðið er rætt um réttarkerfið, hvort það færi öllum réttlæti jafnt, ríkum sem fátækum, jaðarsettum sem þeim sem eru innvígðir. Við borðið sitja lögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson, Gísli Tryggvason og Berglind Svavarsdóttir, sem er formaður Lögmannafélagsins og Bjarki Magnússon frá Afstöðu félagi fanga.

Rauða borðið: Gjallarhornið

Rauða borðið: Gjallarhorniðarrow_forward

S01 E087 — ágúst 12, 2020

Orðið er laust við Rauða borðið. Fólki er boðið að koma inn á zoom-fundinn og leggja það til umræðunnar sem því liggur á hjarta. Mun það ræða Samherja eða sóttvarnir, Icelandair eða ríkisstjórnina, verkalýðsbaráttu eða kreppuna …

Rauða borðið: Stjórnarandstaðan

Rauða borðið: Stjórnarandstaðanarrow_forward

S01 E086 — ágúst 11, 2020

Við Rauða borðið er haldið áfram að ræða pólitíkina og kórónafaraldurinn. Í síðasta þætti kvörtuðu blaðamennirnir yfir að stjórnarandstaðan væri ekki nógu afgerandi valkostur á móti ríkisstjórninni og það sama sagði Gylfi Zoega í þar síðasta þætti. Þetta er útgangspunkturinn: Hvað er stjórnarandstaðan að gera í covid? Og hvað ætlar hún að gera í vetur? Þingmennirnir við Rauða borðið eru Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Björn Leví Gunnarsson pírati, Helga Vala Helgasóttir Samfylkingarkona og Andrés Ingi Jónsson, sem kaus stjórnarandstöðu utan flokka fram yfir stjórnarsetu með fyrrum félögum sínum í VG.

Rauða borðið: Staða flokkanna

Rauða borðið: Staða flokkannaarrow_forward

S01 E085 — ágúst 10, 2020

Við Rauða borðið er rætt við stöðu stjórnmálaflokkanna, þegar 411 dagar eru til kosninganna, og þeir settir í einskonar læknisskoðun og spáð fyrir um heilbrigði þeirra eftir rúmt ár. Þau sem sitja við borðið eru Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi alþingiskona og ráðherra, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar og Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður.

Rauða borðið: Voru mistök að opna landið?

Rauða borðið: Voru mistök að opna landið?arrow_forward

S01 E084 — ágúst 7, 2020

Að Rauða borðinu kom Gylfi Zoega prófessor í hagfræði, en hann benti á það í vor mikil verðmæti fælust í því fyrir landsmenn að fá að lifa í smitlitlu eða smitlausu samfélagi, að það að gera lifað, starfað og leikið sér án ótta við að smitast eða smita aðra. Þá spurði Gylfi hvort að efnahagslegir hagsmunir ferðaþjónustufyrirtækja af gjaldeyristekjum gætu vegið þetta upp, hvort stjórnvöld væru ekki að fórna miklum almannahagsmunum fyrir litla sérhagsmuni með því að gera samgöngur til og frá landinu auðveldari. Nú þegar við erum aftur lent í hringiðu faraldursins verða þessar spurningar Gylfa enn beittari.

Rauða borðið: Lífeyrissjóðirnir

Rauða borðið: Lífeyrissjóðirnirarrow_forward

S01 E083 — ágúst 6, 2020

Við Rauða borðið situr Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræddi hvernig hann vill sjá lífeyrissjóðina í framtíðinni. Hvað vill hann? Leggja sjóðina niður, reka fjármagns- og fyrirtækjaeigendur úr stjórnum þeirra, taka upp gegnumstreymissjóði, lækka iðgjöldin? Á eftir Ragnari koma hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason og Guðrún Johnsen og ræða fyrst um lífeyrissjóðina en síðan um kreppuna og hagfræði sóttkvíar, er hagkvæmara að sækja gjaldeyri til ferðamanna þótt það kosti lokun skóla eða er betra að hafa skólana örugga en missa af tekjum til ferðaþjónustufyrirtækja?

Rauða borðið: Orðið er laust

Rauða borðið: Orðið er laustarrow_forward

S01 E082 — júlí 15, 2020

Orðið var laust við Rauða borðið, fólk hringdi inn og ræddi verkalýðsmál o.fl.

Rauða borðið: Vald og valdaleysi innan stóru kerfanna

Rauða borðið: Vald og valdaleysi innan stóru kerfannaarrow_forward

S01 E081 — júlí 14, 2020

Við Rauða borðið er rætt um hvernig stóru kerfin okkar hafa þróast, mennta- og heilbrigðiskerfin. Hvað ræður uppbyggingu kerfanna og hvert er vald stóru fagstéttanna yfir eigin störfum og vinnustað? Um þetta ræða Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri.

Rauða borðið: Er kreppan farin í sumarfrí?

Rauða borðið: Er kreppan farin í sumarfrí?arrow_forward

S01 E080 — júlí 13, 2020

Við Rauða borðið situr þjóðhagsráð þáttarins, hagfræðingarnir Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason og ræða stöðu efnahagsmála. Hvert er kreppan að fara, hvað gerist ef ekki finnst bóluefni við kórónaveirunni og hvers konar tímar eru það þegar hagfræðingurinn Nouriel Roubini, dr. Doom, er farinn að skrifa hvatningu þess í Moggann að öreigar allra landa sameinist?

Rauða borðið: Valdaleysi fagstétta í stóru kerfunum

Rauða borðið: Valdaleysi fagstétta í stóru kerfunumarrow_forward

S01 E079 — júlí 9, 2020

Við Rauða borðið er áfram rætt um stóru kerfin, heilbrigðis og mennta; hverjir taka ákvarðanir um uppbyggingu þeirra og þróun og út frá hverju. Hvaða völd hafa kennarar og hjúkrunarfólk, nemendur og sjúklingar um kerfin, vinnustaðina og þjónustuna? Guðrún Ásta Tryggvadóttir kennari; Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Svavarsson leikskólastjóri velta upp ýmsum hliðum þessara kerfa.

Rauða borðið: Gjallarhornið – opinn fundur

Rauða borðið: Gjallarhornið – opinn fundurarrow_forward

S01 E078 — júlí 8, 2020

Rauða borðið með nýju sniði, galopinn fundur þar sem hljóðneminn er öllum opinn. Umræðuefnið er frjálst, allt sem brennur fólki á hjarta og það sem það vill leggja til málanna er sjálfkrafa á dagskrá.

Rauða borðið: Vald í heilbrigðis- og menntakerfinu

Rauða borðið: Vald í heilbrigðis- og menntakerfinuarrow_forward

S01 E077 — júlí 7, 2020

Við Rauða borðið er rætt um stóru kerfin, heilbrigðis og mennta, og hverjir taka ákvarðanir um uppbyggingu þeirra og þróun og út frá hverju. Hvaða völd hafa kennarar og hjúkrunarfólk, nemendur og sjúklingar um kerfin, vinnustaðina og þjónustuna? Auður Magndís Auðardóttir, doktorsnemi í félagsfræði menntunar; Anna Kristín Blöndal Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur; Kristinn Már Ársælsson doktorsnemi í félagsfræði; og Eiríksína Kr Ásgrímsdóttir, bókmenntafræðingur og kennari, velta upp ýmsum hliðum þessara kerfa.

Rauða borðið: Skjótið sendiboðann!

Rauða borðið: Skjótið sendiboðann!arrow_forward

S01 E076 — júlí 6, 2020

Við Rauða borðið sitja þrjár konur og ræða samfélagið á tímum kreppu, faraldurs og uppreisnar; ekki síst um fátækt, þöggun og þau sem ekki hafa rödd. Og um hvernig valdið reynir ætíð að skjóta sendiboða þeirra tíðinda að margt sé að í samfélaginu: Harpa Njáls félagsfræðingur, Herdís D. Baldvinsdóttir, doktor í stofnanalegu atferli, og Helga Baldvins Bjargar mannréttindalögfræðingur.

Rauða borðið: Þegar hin kúguðu fá rödd

Rauða borðið: Þegar hin kúguðu fá röddarrow_forward

S01 E075 — júlí 3, 2020

Við Rauða borðið er rætt um afhjúpandi kraft stórra atburða og hvernig þeir geta ýtt undir frelsisbaráttu hinna kúguðu. Þau sem velta þessu fyrir sér eru Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Eflingar; Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, MA í hnattrænum tengslum; Kjartan Sveinsson, félagsfræðingur og nýdoktor; Bjarni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri; Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrum þingkona; og Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og sirkuslistakona.

Rauða borðið: Mál og menning seld til Svíþjóðar

Rauða borðið: Mál og menning seld til Svíþjóðararrow_forward

S01 E074 — júlí 2, 2020

Við Rauða borðið sitja rithöfundar og bókmenntafólk og ræða stórtíðindi í menningarlífinu, sölu á ráðandi meirihluta í Forlaginu til Storytel, sænsks hljóðbókafélags. Eiríkur Örn Norðdahl, Oddný Eir Ævarsdóttir, Gauti Kristmannsson, Sverrir Norland og Margrét Tryggvadóttir velta fyrir sér hverju þetta breytir fyrir íslenskt mál og menningu, stöðu rithöfunda, sjálfstæði menningarinnar og samfélagsins

Rauða borðið: Stjórnmálaástandið í dag

Rauða borðið: Stjórnmálaástandið í dagarrow_forward

S01 E073 — júlí 1, 2020

Við Rauða borðið sitja Andrés Ingi Jónsson þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ræða stjórnmálaástandið í ljósi atburða sem afhjúpað hafa samfélagið og hugmyndir okkar um það; faraldur, kreppa, uppreisn og húsbruni.

Rauða borðið: Afjúpandi harmleikur

Rauða borðið: Afjúpandi harmleikurarrow_forward

S01 E072 — júní 30, 2020

Við Rauða borðið er rætt um afleiðingar húsbrunans við Bræðraborgarstíg, stéttaskiptingu, útlendingaandúð, fátækraandúð, hvenær og hvernig fólk mun rísa upp og margt fleira. Við borðið sitja Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, Borgar Magnason tónskáld og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur.

Rauða borðið: WWW-kreppa, seigla og húsbruni

Rauða borðið: WWW-kreppa, seigla og húsbruniarrow_forward

S01 E071 — júní 29, 2020

Við Rauða borðið situr þjóðhagsráð þáttarins; hagfræðingarnir Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason og ræða heimskreppuna. Verður þetta eins og kreppan mikla eða kreppan langa, verður þetta kreppan stutta eða kreppan djúpa? Þau ræða hvort fyrirtæki eigi að reka með því eina markmiði að auka arðsemi og þar með arðgreiðslur og í tilefni af brunanum við Bræðraborgarstíg ræða þau húsnæðismarkaðinn; hvaða afleiðingar ójafnvægi innan hans getur haft og hvers virði það er að stefna að traustum húsnæðismarkaði sem tryggir öllum ódýrt og öruggt húsnæði.

Rauða borðið: Sagan og endurskoðun hennar

Rauða borðið: Sagan og endurskoðun hennararrow_forward

S01 E070 — júní 26, 2020

Að Rauða borðinu kemur fólk og ræðir sögu og sögutúlkun og áhrif þessa á samtímann og hugmyndir okkar um samfélagið. Og svo um áhrif samtímans á söguna, hvernig hún er túlkuð og hvernig hún birtist okkur. Þau sem ræða máli eru: Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í safnafræði, Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og Alþingismaður.

Rauða borðið: Barátta sjómanna við stórútgerðina

Rauða borðið: Barátta sjómanna við stórútgerðinaarrow_forward

S01 E069 — júní 25, 2020

Við Rauða borðið er rætt um kjarabaráttu sjómanna og ekki síst um fiskverð, sem ræður mestu um afkomu sjómanna. Til að ræða það koma Ingi Þór Hafdísarson, stýrimaður á Berglín sem sigldi í land eftir deilur við útgerðina um fiskverð; Heiðveig María Einarsdóttir, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands; Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM; Aðalsteinn Pálsson sjómaður á Berglín og Þórbergur Torfason, fyrrverandi sjómaður. Þau ræða um stöðu sjómanna gagnvart stórútgerðinni, sem er líklega sterkari andstæðingur en flestar stéttir standa gegn; auðugri og með betri tök á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.

Rauða borðið: Dýpri kreppa, veikari aðgerðir

Rauða borðið: Dýpri kreppa, veikari aðgerðirarrow_forward

S01 E068 — júní 24, 2020

Við Rauða borðið sitja þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur. Þau ætla að greina ástandið; hverskonar kreppa verður þetta sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir nú að verði dýpri en reiknað var með; hvers konar átök eru fram undan þegar kreppan fer að bíta; hvers konar aðgerðir eru það sem ríkisstjórnin hefur kynnt en sem fæstar eru komnar til framkvæmdar?

Rauða borðið: Er þörf fyrir Samstöðina?

Rauða borðið: Er þörf fyrir Samstöðina?arrow_forward

S01 E067 — júní 23, 2020

Við Rauða borðið kom saman sumt af því fólki sem byggt hefur upp Samstöðina: María Pétursdóttir önnur þáttastýra Öryrkjaráðiðsins, Laufey Ólafsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir sem halda úti Hinni Reykjavík, Andri Sigurðsson vefsmiður, Bogi Reynisson upptökustjóri og Gunnar Smári Egilsson, umsjónarmaður Rauða borðsins. Þau munu ræða um það umfjöllunarefni sem meginstraumsmiðlarnir sniðganga, þá hópa sem ekki hafa rödd né sess í umræðunni, hvers vegna sjónarhóllinn er svo smár og sjónarhornið skakkt.

Rauða borðið: Kreppan séð frá Akureyri

Rauða borðið: Kreppan séð frá Akureyriarrow_forward

S01 E066 — júní 22, 2020

Við Rauða borðið í kvöld setjast Akureyringar og ræða samfélagið, kórónafaraldurinn og kreppuna sem fylgir honum frá norðlenskum sjónarhól: Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri við listasafnið, Guðrún Þórsdóttir, sérfræðingur í atvinnumálum ungs fólks, og Benedikt Sigurðarson, fyrrum formaður KEA en eftirlaunamaður í dag.

Rauða borðið: Kvennabarátta & lýðræði

Rauða borðið: Kvennabarátta & lýðræðiarrow_forward

S01 E065 — júní 19, 2020

Við Rauða borðið að kvöldi 19. júní sitja þrjár konur og ræða kvenfrelsi, kosningarétt og hvernig lýðræðisvettvangurinn hefur reynst konum og eignalausum körlum, sem fengu kosningarétt með takmörkunum fyrir 105 árum. Og hvað með þá hópa sem ekki fá að kjósa; börn, ungmenni og innflytjendur? Eða svarta í Bandaríkjunum, innlfytjendur og aðra veikstæða hópa? Þetta og fleira munu þær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Margrét Valdimarsdóttir félagsfræðingur og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.

Rauða borðið: Sjó- og showmennska

Rauða borðið: Sjó- og showmennskaarrow_forward

S01 E064 — júní 18, 2020

Að Rauða borðinu kemur Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður og segir frá uppreisninni á Berglín, en áhöfnin þar sætti sig ekki við einhliða lækkun útgerðarinnar á fiskverði og sigldi togaranum tómum í höfn. Síðan koma að borðinu sviðslista- og tónlistarfólk og ræðir hvernig kórónafaraldurinn og kreppan hefur leikið sviðslistir og hvort kreppan breyti listinni: tónlistarkonurnar Katla Vigdís, í hljómsveitinni Between Mountains; og Bryndís Jónatansdóttir aka söngskáldið Febrúar; og sviðslistafólkið Nína Hjálmarsdóttir gjörninga- og sviðslistakona, Stefán Ingvar Vigfússon sviðshöfundur og grínisti og Andrea Vilhjálmsdóttir sviðshöfundur og dramatúrg.

Rauða borðið: Byltingarnar í Íslandssögunni

Rauða borðið: Byltingarnar í Íslandssögunniarrow_forward

S01 E063 — júní 17, 2020

Við Rauða borðið að kveldi 17. júní sest Einar Már Guðmundsson rithöfundur og skáld og ræðir við Gunnar Smára Egilsson um byltingarnar sem ýtt hafa Íslandssögunni áfram; ’68-byltinguna, búsáhaldabyltinguna, kvennabyltinguna, verkalýðsbyltinguna, frelsisbyltingar samkynhneigðra og annarra kúgaðra hópa, lýðræðisbyltinguna; byltingu Jörundar hundadagakonungs og þrælauppreisnina í Hjörleifshöfða.

Rauða borðið: Fjallkonur af erlendum uppruna

Rauða borðið: Fjallkonur af erlendum upprunaarrow_forward

S01 E062 — júní 16, 2020

Við Rauða borðið sitja ungar konur og ræða um hvernig íslenskt samfélag blasir við þeim sem eiga ættir að rekja til fjarlægra landa: Donna Cruz, samfélagsmiðlastjarna og leikkona; Sema Erla Serdar, pólitískur aktívisti og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk; Diana Rós Breckmann Jónatansdóttir stílisti; Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Eflingar; Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sem nýverið lauk við nám í hnattrænum fræðum með ritgerðinni Hvenær er maður eig­in­lega orðinn Íslend­ing­ur? og Kristbjörg Eva Andersen Ramos háskólanemi. Í forföllum Gunnar Smára Egilssonar, sem séð hefur um Rauða borðið, tekur Lóa Björk Björnsdóttir, uppistandari og útvarpskona, á móti konunum og leiðir samtalið.

Rauða borðið: Unga fólkið og kreppan

Rauða borðið: Unga fólkið og kreppanarrow_forward

S01 E061 — júní 15, 2020

Við Rauða borðið situr hópur ungs fólks og ræðir samfélagið, kóróna og kreppuna og áhrif þessa á ungt fólk: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, sviðslistakona og uppistandari; Snorri Másson, blaðamaður og podcastari; Linus Orri Gunnarsson Cederborg, trésmiður og músikant; Tjörvi Schiöth námsmaður; Díana Katrín Þorsteinsdóttir, heimavinnandi móðir; og Þorvarður Bergmann Kjartansson, atvinnulaus tölvunarfræðingur og stjórnarmaður í VR. Hverja bítur kreppan fyrst og fastast? Hefur staða ungs fólks versnað? Hefur það trú á stjórnmálunum og samfélaginu?

Rauða borðið: Smitlaust samfélag, efnahagsaðgerðir og valdníðsla

Rauða borðið: Smitlaust samfélag, efnahagsaðgerðir og valdníðslaarrow_forward

S01 E060 — júní 12, 2020

Við Rauða borðið sitja til að ræða vettvang dagsins þau Birgitta Jónsdóttir, skáld og aktívisti; Haukur Már Helgason, sjálfstætt starfandi blaðamaður; Guðrún Johnsen, hagfræðingur; og Gísli Tryggvason lögmaður. Hvað segja þau um það meðferð Bjarna Benediktssonar á valdi? Um smitlaust samfélag og skimanir á Keflavíkurflugvelli? Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar? Rasisma og útlendingaandúð?

Rauða borðið: Kjaradeila hjúkrunarfræðinga, kvennakúgun og rasismi

Rauða borðið: Kjaradeila hjúkrunarfræðinga, kvennakúgun og rasismiarrow_forward

S01 E059 — júní 11, 2020

Að Rauða borðinu koma Mikael Torfason rithöfundur; Andrés Ingi Jónsson þingmaður; Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur; María Thelma Smáradóttir leikkona; og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur og ræða ástand samfélagsins í upphafi kreppu; skoðanakúgun valdsins, verkfall hjúkrunarfræðinga, lífsgæði þess að lifa í smitlausu samfélagi, fólk á jaðri vinnumarkaðar og húsnæðismarkaðar og annað óréttlæti sem brennur á fólki.

Rauða borðið: Kvennabarátta á krepputíma

Rauða borðið: Kvennabarátta á krepputímaarrow_forward

S01 E058 — júní 10, 2020

Miðvikudagar eru Rauðsokkadagar við Rauða borðið og þá er rætt um kvennabaráttu á tímum kóróna og kreppu, upplausnar og umróts. Hér koma að samtalinu Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunar- og sagnfræðingur og fyrrum þingkona Kvennalistans; Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Ísland; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; María Lilja Þrastardóttir Kemp, dagskrárgerðar -og fjölmiðlakona og stofnandi druslugöngunnar; Steinunn Ólína Hafliðadóttir, myndlistarkona og femínskur aðgerðasinni og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista. Er kvennabaráttan að endurnýja verkalýðsbaráttuna? Er stéttabaráttan að endurnýja kvennabaráttuna?

Rauða borðið: Listin á tíma kórónafaraldurs

Rauða borðið: Listin á tíma kórónafaraldursarrow_forward

S01 E057 — júní 9, 2020

Við Rauða borðið setjast myndlistarmennirnir Egill Sæbjörnsson og Georg Óskar Giannakoudakis og rithöfundarnir Sigurbjörg Þrastardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl og ræða stöðu listarinnar á tímum kórónafaraldurs og kreppu, uppreisna og samfélagsátaka. Eru hinir áhugaverðu tímar uppspretta listar eða mun kreppan og veik efnahagsleg staða listamanna fella hana og meiða?

Rauða borðið: Ungt fólk um rasisma og stéttaskiptingu

Rauða borðið: Ungt fólk um rasisma og stéttaskiptinguarrow_forward

S01 E056 — júní 8, 2020

Við Rauða borðið ræðir ungt fólk um þessa undarlegu tíma sem við lifum; tíma kórónafaraldurs, tíma kreppu og tíma uppreisnar gegn ofbeldi og kúgun.Jóhanna Steina Matthíasdóttir, nýstúdent og formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema; Kristbjörg Eva Andersen Ramos háskólanemi; Lóa Björk Björnsdóttir uppistandari; Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður; og Benjamín Julian, starfsmaður Eflingar stéttarfélags. Hvaða áhrif hefur ástandið á ungt fólk? Og hvaða áhrif hefur ungt fólk á heiminn og samfélagið.

Rauða borðið: Hagfræði þrælahalds og smitlauss samfélags

Rauða borðið: Hagfræði þrælahalds og smitlauss samfélagsarrow_forward

S01 E055 — júní 5, 2020

Þjóðhagsráð Rauða borðsins, hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson, Guðrún Johnsen og Ásgeir Brynjar Torfason ræða hagfræði þrælahalds, rasisma og kúgunar; lífsgæði þess að lifa og starfa í samfélagi án smithættu; stöðu íslenska hagkerfisins án mikils túrisma; þróun eignaverð á tímum samdráttar og sitthvað fleira.

Rauða borðið: Hagkerfið eða heilsuna?

Rauða borðið: Hagkerfið eða heilsuna?arrow_forward

S01 E054 — júní 4, 2020

Við Rauða borðið setjast og ræða okkar áhugaverður tíma Haukur Már Helgason, óháður blaðamaður, Helga Vala Helgadóttur þingkona, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðingur. Mun allt sem gerist í Bandaríkjunum koma til Íslands? Hafa stjórnvöld hér tekið hagkerfið fram yfir heilsuna? Hvers vegna mætti unga fólkið á Austurvöll í gær? Hvar fara stjórnmálin fram, á götunum eða innan kerfisins?

Rauða borðið: Kvennabaráttan á tímum samfélagsuppreisnar

Rauða borðið: Kvennabaráttan á tímum samfélagsuppreisnararrow_forward

S01 E053 — júní 3, 2020

Þráðurinn tekinn upp frá síðasta þætti um kvennabaráttu á krepputímum um stéttabaráttu og kvennabaráttu, en síðan snýst samtalið um uppreisnina í Bandaríkjunum, forréttindi, hvítleika, feðraveldið og nærliggjandi sveitir. Þátttakendur eru: Áa Einarsdóttir, mannfræðingur, heimildamyndakona og framkvæmdastýra Stelpur rokka!; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; Helga Lind Mar, framkvæmdastýra Stúdentaráðs og fyrrum skipuleggjandi druslugöngunnar; Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista; Kristín Jónsdóttir, Parísardaman sem er ein af aðstandendum femínska vefritsins Knúz og Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.

Rauða borðið: Upplausn Bandaríkjanna

Rauða borðið: Upplausn Bandaríkjannaarrow_forward

S01 E052 — júní 2, 2020

Við Rauða borðið sest fólk sem bjó í Bandaríkjunum um langa stund og veltir fyrir sér ástandinu þar, séð frá Íslandi: Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; Sólveig Ásta Sigurðardóttir, doktorsnemi í bókmenntum; Snorri Sturluson leikstjóri og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. Hversu djúpt rista kynþáttafordómar Bandaríkin? Er Donald Trump forseti kynþáttahatara? Eru Bandaríkin að leysast upp, hvað getur haldið þeim saman? Hvaða áhrif hafa mótmælin nú á stjórnmálin og komandi kosningar?

Rauða borðið: Spilafíkn & spilavítiskapítalismi

Rauða borðið: Spilafíkn & spilavítiskapítalismiarrow_forward

S01 E051 — maí 29, 2020

Við Rauða borðið í kvöld setjast Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrum þingkona; Ásta Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna; Alma Björk Blöndal Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi og baráttukona gegn spilasölum; og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins; og ræða okkar áhugaverðu tíma, kórónakreppuna sem er að skella á, viðbrögð og viðbragðaleysi við henni, baráttu og andstöðu, lýðræði og vald.

Rauða borðið: Landsala, vald & lýðræði

Rauða borðið: Landsala, vald & lýðræðiarrow_forward

S01 E050 — maí 28, 2020

Baráttukonan Jóna Imsland sest fyrst við Rauða borðið og segir frá baráttu sinni gegn landsölu til auðkýfinga. Síðan koma að Rauða borðinu Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur og ræða kórónakreppuna og áhrif hennar á samfélagið og hugmyndir okkar um lýðræði, vald og hvað þarf að gerast til að það komi skárra samfélag út úr kreppunni en ekki verra.

Rauða borðið: Stéttabarátta er kvennabarátta

Rauða borðið: Stéttabarátta er kvennabaráttaarrow_forward

S01 E049 — maí 27, 2020

Við Rauða borðið setjast og ræða kvennabaráttu og stéttabaráttu: Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, femínískur aktivisti, Lóa Björk Björnsdóttir, femínískur uppistandari, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Þorbera Fjölnisdóttir, meðlimur í stýrihópi kvennahreyfingar ÖBÍ.

Rauða borðið, 18. mars

Rauða borðið, 18. marsarrow_forward

S01 E001 — maí 18, 2020

Ásgeir Brynjar hagfræðingur um viðbrögð erlendra ríkja við kórónakreppunni

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí