Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Þættir

Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði

Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaðiarrow_forward

S05 E184 — 17. sep 2024

Við Rauða borðið í kvöld ræðir Sigurjón Magnús Egilsson við Björn Leví Gunnarsson pírata og Aðalstein Kjartansson blaðamann um stöðu ríkisstjórnarinnar í kjölfar gríðarlegrar ólgu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar fatlaða drengsins Yazan. Við ræðum við fjölda mótmælenda sem hafa staðið vaktina í andófi gegn brottvísun Yazan. Þau Anna Lára Steindal, Daníel Þór Bjarnason, Kristbjörg Arna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Pétur Eggerz Pétursson ræða baráttu fyrir mannréttindum og samkennd. Áleitin spurning er hve mikil áhrif loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á veðrið og aðra þætti mannlegrar tilveru. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kemur og ræðir stóru spurningarnar við Björn Þorláks. Samstöðin lýkur svo Rauða borðinu í kvöld með spjalli við Daða Rafnsson, meðlim samtaka sem berjast gegn óþörfum við Reykjavíkurflugvöll. Auðmannadekur ber á góma.

Samfylking, áfengi, djöfulsins karlar og eitrið í samfélaginu

Samfylking, áfengi, djöfulsins karlar og eitrið í samfélaginuarrow_forward

S05 E183 — 16. sep 2024

Logi Már Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræðir pólitískan samtíma og sögu flokksins frá því að Vinstri stjórnin var við völd eftir hrun. Árni Guðmundsson félagsfræðingur kærði sjálfan sig fyrir ólögleg áfengiskaup til að láta reyna á lög og reglur samfélagsins. Hann lýsir áhyggjum af bresti í forvörnum ungmenna og hans skilaboð til Hagkaupa eru: Hættið að selja áfengi! Þórdís Gísladóttir þýðandi segir okkur frá bókinni Þessi djöfulsins karla eftir Andrev Walden, sem er uppvaxtarsaga en fjallar líka um konu sem vill bjarga körlum sem reynast bölvaðir drullusokkar þegar á reynir. Séra Örn Bárður Jónsson jarðsöng Bryndísi Klöru, sautján ára stúlku sem lést eftir árás. Hann segir að Íslendingar þurfi að ræða eitrið í samfélaginu.

Helgi-spjall: María Bender

Helgi-spjall: María Benderarrow_forward

S05 E182 — 14. sep 2024

María Haraldsdóttir Bender er gestur Björns Þorlákssonar sem sér um Helgispjallið þessa vikuna. María átti veigamikinn þátt í að koma upp um barnaníðing á sínum tíma og ræðir mikilvægi þess að við stöndum sem sjálfum okkur.

Vikuskammtur: Vika 37

Vikuskammtur: Vika 37arrow_forward

S05 E181 — 13. sep 2024

Björn Þorláks stýrir þættinum og hittist þannig á að allir gestir hans fjórir eru konur. Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Valgerður Rúnarsdóttir læknir á SÁÁ ræða helstu fréttamál þar sem stjórnmál, ofbeldi og áfengi kemur við sögu. Einnig verður létt og skemmtileg umræða eins og vera ber í vikulokin.

Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinn

Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinnarrow_forward

S05 E180 — 12. sep 2024

Blaðamennirnir Sigurjón Magnús Egilsson og Björn Þorláksson fara yfir stefnuræðu Bjarna Benediktssonar og umræður um hana í þinginu. Við fáum síðan kennara til að meta kosti og galla tónlistarskólans í yfirferð okkar um skólakerfið: Jóhann Ingi Benediktsson kennari í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Júlíana Rún Indriðadóttir skólastjóri sama skóla, Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og Sigrún Grendal formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum greina stöðuna. Magga Stína segir fréttir af þjóðarmorðinu á Gaza sem stjórnvöld á Vesturlöndum styðja í orði, á borði eða með aðgerðarleysi. Gísli Pálsson mannfræðingur segir okkur frá geirfuglinum og Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur ræðir um sálarástand landans.

Grunnskólinn, kappræður, ferðaþjónusta, ofbeldi systkina og Ísland anno 1703

Grunnskólinn, kappræður, ferðaþjónusta, ofbeldi systkina og Ísland anno 1703arrow_forward

S05 E179 — 11. sep 2024

Við höfum fjallað um skólakerfið í vikunni og nú er komið að grunnskólanum. Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara, Gróa Axelsdóttir skólastjóri Stapaskóla Reykjanesbæ, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands greina hvað er gott og hvað má betur fara í grunnskólum. Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði ræðir frammistöðu frambjóðendanna sem bítast um stól Bandaríkjaforseta í nótt. Guðmundur Björnsson aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ greinir hættur ferðaþjónustunnar og Þórdís Bjarnleifsdóttir félagsráðgjafi segir okkur frá systkinaofbeldi. Í lokin draga Guðmundur Jónsson prófessor og Óskar Guðlaugsson doktorsnemi í sagnfræði upp mynd af íslensku samfélagi í byrjun átjándu aldar.

Mótmæli, framhaldsskóli, orkuskortur og orkuþjófnaður, Ítalía og ferðaiðnaður

Mótmæli, framhaldsskóli, orkuskortur og orkuþjófnaður, Ítalía og ferðaiðnaðurarrow_forward

S05 E178 — 10. sep 2024

Við förum yfir mótmæli dagsins og ræðum svo stöðu framhaldsskólanna. Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Borgarholtsskóla og varamaður í stjórn Félags framhaldsskóla, Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og áfangastjóri við Borgarholtsskóla, Guðjón Hreinn Hauksson, formaður FF og áður kennari við Menntaskólann á Akureyri í og Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu FF og áður kennari við Menntaskólann í Kópavogi koma að Rauða borðinu og greina hvað er vel gert og hvað illa í framhaldsskólum. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða og Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ræða orkumál við Oddnýju Eir Ævarsdóttur, sem síðan ber sjónarmið þeirra undir Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins. Roberto Luigi Pagani aðjúnkt við HÍ segir okkur frá stjórnmálum á Ítalíu og reyndar líka af íslenskukennslu fyrir útlendinga. Og í lokin kemur Edward H. Huijbens, prófessor í menningar-landfræði við Wageningen háskóla, og ræðir ferðaiðnaðinn.

Bankasala, leikskólar, mótmæli og ofbeldi

Bankasala, leikskólar, mótmæli og ofbeldiarrow_forward

S05 E177 — 9. sep 2024

Þingið hefur göngu sína í kvöld. Björn Leví Gunnarson þingmaður Pírata og Brynjar Níelsson, varaþingmaður  Sjálfstæðisflokks, ræða við Björn Þorláks um foringjakrísu sjálfstæðismanna og sölu Íslandsbanka. Við ræðum skólamál í vikunni, hvert skólastig fyrir sig. Sveinlaug Sigurðardóttir, varaformaður Félags leikskólakennara, Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, Jónína Hauksdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og Sigurður Sigurjónsson formaður Félags stjórnenda leikskóla ræða hvað er gott og hvað vont í leikskólunum okkar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræðir mótmæli morgundagsins og Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri Verndar ræðir ofbeldi ungmenna, nú og fyrr á tíð.

Helgi-spjall: Þórunn Valdimars

Helgi-spjall: Þórunn Valdimarsarrow_forward

S05 E176 — 7. sep 2024

Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur, sagnfræðingur og skáld segir frá lífi sínu, séð frá sjötugs afmælinu; æskunni og ástinni, áföllunum og seiglunni.

Vikuskammtur: Vika 36

Vikuskammtur: Vika 36arrow_forward

S05 E175 — 6. sep 2024

Gestir að þessu sinni verða Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakana, Karen Kjartansdóttir almannatengill, Ólafur Arnarson blaðamaður og Sara Stef Hildar lausakona og launþegi. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí