Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Þættir

Helgi-spjall: Lísa Páls

Helgi-spjall: Lísa Pálsarrow_forward

S05 E043 — 24. feb 2024

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Lísa Pálsdóttir okkur frá sjálfri sér, fólkinu sínu og hippakynslóðinni, frá óþekkt og óreglu, seiglu og skemmtilegheitum.

Vikuskammtur: Vika 08

Vikuskammtur: Vika 08arrow_forward

S05 E042 — 23. feb 2024

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona, Elísabet Ronaldsdóttir klippari , Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og Gunnar Lárus Hjálmarsson aka Dr. Gunni tónlistarmaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af umræðum um innflytjendur og innviði, fréttum að stríðum og glæpum, samningum og sáttum.

Rasismi, Grindavík, rúmdýnur og stytting framhaldsskóla

Rasismi, Grindavík, rúmdýnur og stytting framhaldsskólaarrow_forward

S05 E041 — 22. feb 2024

Drífa Snædal, talskona Kvennaathvarfsins, ræðir um rasisma, innflytjendamál og stöðu VG. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari ræðir opnun Grindavíkur sem hann þakkar málsókn sem hann sinnti fyrir Grindvíking. Ársæll Guðmundsson, skólameistari sem var yfir námstímanefnd sem stytti nám til stúdentsprófs, skýrir sjónarmiðin sem voru að baki hinum umdeildu breytingum. Sverrir Páll Erlingsson, fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Akureyri verður á línunni en hann kallar styttinguna hryðjuverk. Vilmundur Möller Sigurðsson heldur því fram að tugþúsundir Íslendinga sofi illa vegna kemískra efna í rúmdýnum.

Grindavík, hlýnun, snilld og Gaza

Grindavík, hlýnun, snilld og Gazaarrow_forward

S05 E040 — 20. feb 2024

Við hefjum leik í Grindavík þar sem bærinn er ekki lengur rammlæstur. Við ræðum við Vilhjálm Árnason, þingmann Grindvíkinga. Stærstu hita- og kuldamet falla nú um víða um völl svo nemur jafnvel fráviki upp á 6-7 gráður. Stefán Jón Hafstein, höfundur bókar um umhverfismál, kemur og ræðir andvaraleysið í heiminum gagnvart ógninni. Undrið Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti er á margra vörum þessa dagana. Við fáum einn þekktasta tónlistarkrítíker landsins, Arndísi Björk Ásgeirsdóttur í heimsókn, hún ætlar að segja okkur söguna alla á bak við Víking. Síðast í þættinum kemur svo Hjálmtýr Heiðdal fyrir hönd Ísland-Palestínu, hann ætlar að greina nýjustu vendingar í stríðinu á Gaza og breyttri stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum.

Helgi-spjall: Steinunn Sigurðardóttir

Helgi-spjall: Steinunn Sigurðardóttirarrow_forward

S05 E039 — 17. feb 2024

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Steinunn Sigurðardóttir skálf og rithöfundur okkur frá lífi sínu, uppvexti og mótun, baráttu og sigrum en líka frá okkur Íslendingum, hvernig við stöndum okkur sem hópur.

Vikuskammtur: Vika 07

Vikuskammtur: Vika 07arrow_forward

S05 E038 — 16. feb 2024

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur, Gunnar Helgason rithöfundur og Árni Pétur Guðjónsson leikari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af afrekum sjálfboðaliða og járnsuðumanna, deilum og átökum, viðsnúningi, hótunum og sigrum.

Mannbjörg, ríkissjóður, stríð og enginn friður

Mannbjörg, ríkissjóður, stríð og enginn friðurarrow_forward

S05 E037 — 15. feb 2024

Við sláum á þráðinn til Kairó þar sem Sema Erla Serdaroglu, formaður hjálparsamtakanna Solaris, vinnur með hópi fólks sem bjarga fólki frá Gaza sem hefur dvalarleyfi á Íslandi. Nú þegar hefur tekist að bjarga átta manns og von er á tólf til viðbótar á næstu dögum. Við förum yfir stöðu og getu ríkissjóðs með Ásgeiri Brynjari Torfasyni ritstjóra Vísbendingar. Höfum við efni á aðgerðum á Reykjanesi, vegna kjarasamninga og til að leysa húsnæðiskreppuna, svo dæmi séu tekin. Og hversu lengi er hægt að reka ríkissjóð með halla? Úkraínustríðið heldur fram að boðaður sigur Úkraínu og Vesturveldanna á vígvellinum er orðin fjarlægur draumur. Hvað tekur þá við? Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri um stríðið í Evrópu og hver er áhrif þess á Úkraínu, Evrópu og heimsmálin.

Saknaðarilmur, lestarsamgöngur, mótmæli og biskupskjör

Saknaðarilmur, lestarsamgöngur, mótmæli og biskupskjörarrow_forward

S05 E036 — 14. feb 2024

Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur skrifað leikgerð upp úr tveimur bókum Elísabetar Jökulsdóttur og leikur í henni aðalhlutverkið, eina hlutverkið. Við fáum Unni og Elísabetu til að ræða Saknaðarilm og öll þau mál sem þetta magnaða verk snertir. Björn Þorláksson ræðir við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Ölfuss um áhrif Reykjaneselda á uppbyggingu nágrannasveitarfélaganna. Á laugardaginn verður stórfundur um Palestínu í Háskólabíói, sem Samstöðin mun senda út beint. Salvör Gullbrá Þórarinsson er ein þeirra sem skipuleggur fundinn og hún mun segja okkur frá honum, en ekki síður þeim fjölbreytilegu stjórnmálum götunnar sem orðið hafa til vegna andstöðu almennings við árásir Ísraels á Gaza. Í lokin kemur Bjarni Karlsson, prestur og guðfræðingur hjá sálgæslu- og sálfræðistofunni Haf og segir okkur hvers vegna hann vill verða biskup og hvert erindi Krists og kirkju er við samtímann.

Kjaraviðræður, laskaðir innviðir, biskupskjör og Vaðlaheiðargöng

Kjaraviðræður, laskaðir innviðir, biskupskjör og Vaðlaheiðargöngarrow_forward

S05 E035 — 13. feb 2024

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins skýrir stöðuna í kjarasamningum. Á hverju strandar og hvers vegna? Verða verkföll eða ekki? Björn Þorláksson tekur á móti þingkonunni Hönnu Katrínu Friðriksson frá Viðreisn og ræðir við hana um hrörnandi innviði, einkum í heilbrigðiskerfinu. Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur í Hveragerði, vill verða í biskup. Hún segir okkur hvers vegna. Leikhópurinn Verkfræðingarnir hafa sett saman sýningu um Vaðalheiðargöngin, verk sem fjallar um göngin og reyndar miklu meira til. Leikararnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Hilmir Jensson segja okkur hvers vegna þessi göngu eru svona merkileg og saga þeirra fjarstæðukennd.

Flóttafólk, hugvíkandi efni, biskupskjör og deilurnar um MÍR

Flóttafólk, hugvíkandi efni, biskupskjör og deilurnar um MÍRarrow_forward

S05 E034 — 12. feb 2024

Við fáum Helen Ólafsdóttur Öryggisráðgjafa til að draga upp mynd af flóttafólki, hvaða fólk þetta er, hvar það er, hvert það ætlar og til hvers? Og hvaða áhrif fólkið hefur á löndin sem það sækir heim. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur fjallar um það sem hún kallar hugbirtandi lyf, sem nú eru í mikilli tísku á Íslandi þótt notkun þeirra stangist á við lög. Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju er einn þeirra presta sem vill verða biskup. Við ræðum við hann um samfélagið, kirkjuna og kristni og hvers konar biskup hann vill verða. Það er deilt um MÍR fyrir héraðsdómi eins og við fjölluðum um í viðtali um daginn við fólk sem var ósátt um ákvarðanir stjórnar. Í kvöld mæta stjórnarmenn í MÍR, Sigurður H. Einarsson og Einar Bragason, og svara fyrir sig.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí