Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Þættir

Endalok tímans, söngur frá Spáni og blessað Ríkisútvarpið

Endalok tímans, söngur frá Spáni og blessað Ríkisútvarpiðarrow_forward

S05 E149 — 17. júl 2024

Guðmundur Brynjólfsson djákni, Árni Pétur Guðjónsson leikari, Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona og Sara Stef. Hildar femínisti eru gestir Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur í léttu sumarspjalli um heimsendi. Þá koma feðginin Jón Sigurður Eyjólfsson og Alma Eyjólfsson Durand koma frá Spáni og syngja fyrir okkur. Í lokin ræðir Gunnar Smári Egilsson um Ríkisútvarpið. Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri er gestur hans.

Baðlón, carbfix, morðtilræði og staða bænda

Baðlón, carbfix, morðtilræði og staða bændaarrow_forward

S05 E148 — 15. júl 2024

Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Pétur Jónasson gítarleikari og Sara Riel myndlistarkona koma í heimsókn til Gunnars Smára og Oddnýjar Eirar og ræða túrisma, loftlagsmál, morðtilræði og hvert hægt sé að bjarga heiminum í léttu spjalli dagsins um endalok tímans. Ágústa Ágústsdóttir ferðabóndi á Meiðavöllum við Ásbyrgi ræðir síðan stöðu bænda og landsbyggðarinnar og hvernig kerfin vinna gegn fólkinu.

Vikuskammtur: Vika 28

Vikuskammtur: Vika 28arrow_forward

S05 E147 — 12. júl 2024

Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins, Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola og Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af gömlum mönnum, óttanum við Kínamanninn, óánægju Evrópu með Ísland og aukinni fákeppni og einokun.

Vikuskammtur: Vika 29

Vikuskammtur: Vika 29arrow_forward

S05 E150 —

Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Jóhann Dagur Þorleifsson aka Jói Dagur rappari, Unnur Mjöll S. Leifsdóttir fjöllistakona, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira tónlistarmaður og Anna Þóra Björnsdóttir kaupmaður og uppiistandari og ræða fréttir vikunnar við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur.

Létt spjall um heimsenda og íbúakosning um Carbfix

Létt spjall um heimsenda og íbúakosning um Carbfixarrow_forward

S05 E146 — 10. júl 2024

Það koma gestir að Rauða borðinu, Kristinn Sigmundsson söngvari, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Heiða Eiríksdóttir heimspekingur og eiga léttspjall um endalok heimsins við þau Gunnar Smára Egilsson og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, sem er gestastjórnandi þáttarins í kvöld. Þau fá líka Hafnfirðinga í heimsókn til að ræða Carbfix og mögulega íbúakosningu um það verkefni: Davíð Arnar Stefánsson sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar há Land og skógi oddviti Vg, Jón Ingi Hákonarson ráðgjafi í starfsendurhæfingu bæjarfulltrúi Viðreisnar og Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisgyðja hjá Orkuveitunni, sem hefur fylgst með þessu verkefni frá upphafi, verið virkur þátttakandi í því.

Starmer, Gaza, lýðræðið í hættu og túrisminn

Starmer, Gaza, lýðræðið í hættu og túrisminnarrow_forward

S05 E145 — 8. júl 2024

Guðmundur Auðunsson hagfræðingur segir okkur hverju búast má við af ríkisstjórn Starmer og hvaða andstöðu hann mun fá. Bjarni Jónsson þýðandi segir okkur frá dagbók Atef Abu Saif frá Gaza. Við ræðum háskann í pólitíkinni við Gérard Lemarquis og Dominique Plédel Jónsson, sem eru frá Frakklandi, Nichole Leigh Mosty, sem er frá Bandaríkjunum, og Victoria Snærósu Bakshina, sem er frá Rússlandi. Í lokin ræðir Björn Þorláks við Þórarinn Leifsson, sem lýsir ævintýrum leiðsögumanns á Íslandi.

Vikuskammtur: Vika 27

Vikuskammtur: Vika 27arrow_forward

S05 E144 — 5. júl 2024

Í Vikuskammti við Rauða borðið koma í dag þau: Birgir Örn Steinarsson sálfræðingur og tónlistarmaður, Birta Karen Tryggvadóttir hagfræðingur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastjóri Samtakanna ’78 og bæjarfulltrúi í Garðabæ og ræða við Oddnýju Eir Ævarsdóttur um fréttir vikunnar sem einkenndust af pólitískum skjálfum vestan hafs og austan. Og líka hér heima.

Aukaþáttur um öryggismál

Aukaþáttur um öryggismálarrow_forward

S05 E143 —

Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um hættusvæði innan Evrópu, möguleika á átökum, ólíka öryggishagsmuni Íslands og Bandaríkjanna, þróun úkraínustríðsins, vaxandi spennu á Norðurslóðum og önnur mál sem varða öryggi Íslands.

Sumarþáttur um heimsenda

Sumarþáttur um heimsendaarrow_forward

S05 E142 — 3. júl 2024

Oddný Eir Ævarsdóttir er gestastjórnandi að þessu sinni ásamt Gunnar Smára Egilssyni. Þau fá heimsókn: Haukur Már Helgason rithöfundur, Þuríður Jónsdóttir tónskáld og Pétur Gunnarsson rithöfundur koma og ræða heim á heljarþröm, stríð, niðurbrot lýðræðis og hvernig heimsendir kann að líta út. Síðan heyrum við um kosningar: Guðmundur Auðunsson hagfræðingur segir okkur frá kosningum í Bretlandi á morgun og Einar Már Jónsson sagnfræðingur frá kosningum í Frakklandi um helgina. Í lokin ræðir Gunnar Smári við Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur um Ríkisútvarpið.

Sumarþáttur Rauða borðsins

Sumarþáttur Rauða borðsinsarrow_forward

S05 E141 — 1. júl 2024

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er gestastjórnandi Rauða borðsins í kvöld ásamt Gunnari Smára Egilssyni. Þau spjalla um heima og geima og fá til sín gesti, Marion Herrera heimspeking, þyrluflugmann og hörpuleikara og Einar Þór Jónsson þroskaþjálfara og aktivista. Í lokin ræðir Gunnar Smári við Ævar Kjartansson útvarpsmann um Ríkisútvarpið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí