Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Klippur

Hvert er samhengi fréttanna?
Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö með fréttatíma. Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnússon segja fréttir dagsins.

Afhverju vill Páll Óskar opin landamæri?
Páll Óskar Hjálmtýsson segir okkur frá No Borders-tónleikunum sem hann ætlar að syngja á, frá leið sinni út úr skápnum, …

Mun stjórnin ráða við stjórnarandstöðuna?
Sigurjón Magnús fer yfir fréttir vikunnar og eldfima pólitíkina með góðum gestum: Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Guðmundur Hálfdánarson prófessor í …

Er þetta líflegasti fréttatíminn?
Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu með fréttayfirlit, förum meðal annars yfir sláandi lýsingar á aðstöðunni …
Þættir

Helgi-spjall: Páll Óskararrow_forward
Páll Óskar Hjálmtýsson segir okkur frá No Borders-tónleikunum sem hann ætlar að syngja á, frá leið sinni út úr skápnum, frá baráttusögu sinni, listinni og ástinni sem hefur heltekið hann.

Fréttatíminn á Samstöðinni, Bjarg, upplausn í þinginu og pólitík á suðupunktiarrow_forward
Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö með fréttatíma, förum yfir pólitíkina hér heima sem er við suðumark og segjum aðrar fréttir. Þórhallur Guðmundsson, stjórnsýslufræðingur og félagsráðgjafi, ræðir við Maríu Lilju um frétt okkar um Bjargið. Og síðan förum við yfir fréttir vikunnar og eldfima pólitíkina með góðum gestum: Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Andrea Sigurðardóttir blaðamaður og þingfréttaritari greina stöðuna og túlka.

Fréttir Samstöðvarinnar, Bjarg, ekki kært fyrir nauðgun, veik sveitarfélög og leigjendurarrow_forward
Við byrjum sumarþátt Samstöðvarinnar klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu með fréttayfirlit, förum meðal annars yfir sláandi lýsingar á aðstöðunni á Bjargi, heimili fyrir geðfatlaða. Við ræðum síðan málefni Bjargs við Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og um ákvörðun saksóknara að ákæra ekki menn sem misnotuðu þroskahefta konu við Önnu Láru Steindal, framkvæmdastjóra Þorskahjálpar. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, kemur til okkar og ræðir húsnæðismarkaðinn en líka stöðu fámennra sveitarfélaga gagnvart ásælni auðugs fólks með virkjunaráform, en Guðmundur er Strandamaður og barðist gegn Hvalárvirkjun.

Fréttir Samstöðvarinnar, vindmyllur, strandveiði, veiðigjöld og heimsmálinarrow_forward
Við byrjum sumarþáttinn á Samstöðinni klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu. Við byrjum á fréttatíma Samstöðvarinnar og förum yfir hitamál hér heima og erlendis. Halla Hrund Logadóttir þingmaður og Andrés Skúlason stjórnarmaður í Landvernd ræða síðan við okkur um vindmyllur í Garpsdal og orkustefnu stjórnvalda. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona segir okkur frá mikilvægi þess að fá samþykkt lög um veiðigjöld og strandveiði og Hilmar Þóir Hilmarsson prófessor fer yfir áhrif Trump Bandaríkjaforseta á stríð og efnahag.

Fréttir á Samstöðinni, peningaleysi í Háskólanum og nýr vinstri flokkur í Bretlandiarrow_forward
Við byrjum sumarútsendingar á Samstöðinni klukkan sjö vegna fótboltans á Ríkissjónvarpinu. Við reynum fyrir okkur í að segja fréttir og ræðum helstu hitamál, en fáum svo prófessorana Magnús Karl Magnússon og Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur til að segja okkur frá sviknum loforðum stjórnvalda um aukið fé til reksturs háskólanna í landinu. Síðan segir fréttaritari okkar í London, Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, frá nýjum vinstri flokki sem þar er í burðarliðnum. Og við ræðum líka við Söru Stef Hildar, sem er nýkominn af marxíski ráðstefnu í London þar sem Jeremy Corbyn ræddi þennan nýja flokk.

Maraþon í málþófiarrow_forward
Maraþon-Málþóf til stuðnings sjálfstæði Samstöðvarinnar. Stefnt að Íslandsmeti í beinni útsendingu þjóðmálaþáttar, frá kl. 7 á laugardagsmorgni. Morgunsjónvarp, helgi-spjall, rætt við gesti og gangandi, umfjöllun um fjölmiðla, pólitík, samfélagsmál og mannskepnuna. Söfnunarþáttur til að safna áskrifendum, auglýsendum og styrktaraðilum.

Vikuskammtur: Vika 26arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Elísabet Ronaldsdóttir klippari, Haukur Már Helgason rithöfundur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Magnús Scheving framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stríð og vopnahléi, málþófi og svörtum skýrslum, valkyrjum og sjarmerandi mönnum.

Maraþon, fjölmiðlar, Nató, skothvellir, kvíði, kvóti og kettirarrow_forward
Hverju myndi það breyta ef Samstöðin hætti störfum vegna fjárhagsþrenginga? Hvaða samfélagslegur herkostnaður fylgir því að fjölmiðlar heltist úr leik einn á fætur? Óðinn Jónsson og Björg Eva Erlendsdóttir, fjölmiðlafólk og fyrrum fréttahaukar á Ríkisútvarpinu og Atli Þór Fanndal, ræða við Björn Þorláksson. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor metur niðurstöður Nató-fundarins í samtali við Gunnar Smára. Umdeilt skotsvæði við rætur Esju verður til umfjöllunar við Rauða borðið í kvöld. Þrír íbúar og einn sérfræðingur gagnrýna kerfið fyrir lausatök en mikill heilsufarslegur skaði hefur orðið hjá fólki sem býr í grennd við skotsvæðið. Ólafur Hjálmarsson, Kristbjörn Haraldsson, Sigríður Ingólfsdóttir og Anja Þórdís Karlsdóttir ræða við Björn Þorláksson. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni, ræðir við Oddnýju Eir um ýmsar sálrænar áskoranir í sumarfríinu. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi skattstjóri, fer yfir veiðigjöld og auðlindarentu með Gunnar Smára. Ættum við kannski að setjast niður, fámenn þjóð í stóru landi með miklum auðlindum, og ákveða hvernig auðlindarentunni er ráðstafað? Sandra Ósk Jóhannsdóttir, meistaranemi í glæpasálfræði og dýrfinna mætir til Maríu Lilju og ræðir um sjálfboðaliðasamtökin sem standa í ströngu alla daga við að finna týnd gæludýr.

Utanríkisstefna, reynsluboltar, þingmaður, þjóðin, sumartónleikar og aktivismiarrow_forward
Við hefjum leik með viðbrögðum formanns utanríkismálanefndar Alþingis við tíðindum dagsins í Haag. Pawel Bartoszek bregst við tíðindum um að langflest NATO-ríki greiða 5 prósent af þjóðarframleiðslu til varnamála og framlög Íslands stóraukast. Helen Ólafsdóttir öryggissérfræðingur gagnrýnir valkyrjur ríkisstjórnarinnar fyrir að bjóða landsmönnum upp á óbreytta utanríkisstefnu þrátt fyrir gerbreytta heimsmynd. Hún segir Gunnari Smára hvað vantar í stefnuna. Ragnheiður Davíðsdóttir, Guðmundur Þ. Ragnarsson og Gunnar Hólmsteinn Ársælsson ræða það sem hæst ber og tala af reynslu við Sigurjón Magnús Egilsson. Af nógu er að taka þessa dagana hvað varðar þjóðmálin og virðist langt í hina árlegu sumargúrku. Eiríkur Björn Björgvinsson er í hópi nýrra þingmanna. Björn Þorláks rekur garnirnar úr Eiríki og leitast við að kynnast persónulegri hlið hans. Skelfilegt flugslys sem reyndi mikið á Eirík er til umræðu og hvaða mælikvarða hann notaði til að velja sér eiginkonu! Og það verður einnig umræða um að þingmenn tali um ykkur og okkur og með því sé sáldrað efasemdum um að veiðigjöldin séu landsbyggðarskattur – til að skapa efasemdir. Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifaði leiðara um þetta og Sigurjón Magnús ræðir við hann. Benedikt Kristjánsson, söngvari og skipuleggjandi hátíðarinnar Sumartónleikar í Skálholti, 28. júní – 13. júlí, segir okkur frá stórkostlegri dagskrá tónleikanna í ár. Hátíðin fagnar 50 ára afmæli og eru haldnir til heiðurs Helgu Ingólfsdóttur og mun Jean Rondeau leika á sembalinn hennar. Benedikt ræðir líka um sjálfboðaliðun menningarinnar, um tengslin við fjármögnunina, um umboðsmenn og eigin söng. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við hann. Við ljúkum dagskránni með því að Anahita B, aðgerðarsinni frá Íran ræðir um Íran og réttarhöldin gegn Hval hf. Anahita segir frá stríðinu frá sjónarhóli hins almenna Írana, um hvernig þjóðin upplifir sig í raun fasta milli tveggja elda, stríðinu við kúgandi klerka og stríðinu við vesturlönd en báðir aðilar sjá hag sinn í að hefta frelsi og mannhelgi almennings.

Lýðræði, ofbeldi, alþjóðalög, áföll, list, kvennahreyfing og einkaskjalasöfnarrow_forward
Við hefjum Rauða borð kvöldsins á umræðu um stjórnarandstöðu Miðflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem niðurlægir lýðræðið með orðum sínum og atferli þessa dagana, eða svo segir doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur og í samræðu við Björn Þorláks ræða þau málið, framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon, Ásta Guðrún Helgadóttir samfylkingarkona og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundnu ofbeldi, ræðir við Oddnýju Eir um þarfa vitund um ofbeldi Íslendinga og ræðir grein sína um útflutning á ofbeldismönnum. Bjarni Már Magnússon lagaprófessor svarar Gunnari Smári hvort Bandaríkin og Ísrael hafi brotið alþjóðalög með árásum sínum á Íran og framið stríðsglæpi. Hefur Íran allan rétt á að svara fyrir sig? Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, þýðandi og einn stofnanda Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, segir frá baráttu sinni í þágu kvenna og innflytjenda á Íslandi og rekur kynbundið ofbeldi til föðurhúsanna. Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar og Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur í stefnumótun og sýningarstjórn segja Gunnari Smára frá einkasýningu palestínsku listakonunnar Larissa Sansour á safninu, sem fjallar um áföll sem erfast og fortíð sem myrkvar framtíðina. Við ljúkum Rauða borðinu á samræðu sem gæti nýst þeim sem eru að taka til hjá sér eða í dánarbúum því Ólafur Arnar Sveinsson, sagnfræðingur og sviðsstjóri fræðslu og rannsókna hjá Þjóðskjalasafninu og Þórunn Marel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri einkaskjalasafna í Þjóðskjalasafni Íslands, ræða um einkaskjalasöfn, um spurninguna hverju skuli henda og hvort skjöl séu einkamál eða mikils virði fyrir söguna.