Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Podcast expand_more Mán-fim kl. 20 og fös kl. 17

Þættir

<strong>Stjórnmálin, Neytó, sjúkrasaga, húsmæður & húsnæðismál</strong>

Stjórnmálin, Neytó, sjúkrasaga, húsmæður & húsnæðismálarrow_forward

S04 E042 — 23. mar 2023

1. Fréttir dagsins. 2. Stefán Pálsson og Jóhann Hauksson um stjórnmálaástandið. Hvaða áhrif hefur verðbólgan á baráttuna, hvernig hafa flokkarnir og ríkisstjórnin það? 3. Neytendasamtökin eru 70 ára í dag. Breki Karlsson formaður þeirra ræðir um neytendamál af því tilefni. 4. Jón Örn Pálsson segir okkur sjúkrasögu sína, sem er saga læknamistaka. 5. Ásgerður Magnúsdóttir segir okkur frá húsmæðrum fyrri ára. 6. Benedikt Sigurðarson er þaulkunnugur húsnæðiskerfinu. Hann greinir það, hvers vegna það virkar ekki og hvað þarf að gera til að bæta það.

<strong>Vextir, fjall, forsetinn, feminismi, landsbyggðir og sjúkrasaga</strong>

Vextir, fjall, forsetinn, feminismi, landsbyggðir og sjúkrasagaarrow_forward

S04 E041 — 22. mar 2023

1. Fréttir dagsins. 2. Ásgeir Brynjar Torfason um vaxtahækkanir, verðbólgu og bankakrísu. 3. Ögmundur Jónasson um sölu á fjalli og gjaldtöku á náttúrunni. 4. Íris Björk Ágústsdóttir og Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir um áskorun til forsetans um að skrifa ekki undir útlendingalög. 5. Margrét Pétursdóttir, Sara Stef. Hildar og María Pétursdóttir um feminískar fréttir. 6. Þóroddur Bjarnason um áhrif tækni og túrisma á byggðaþróun. 7. Sjúkrasaga Gunnhildar Hlöðversdóttur.

<strong>Leigjendur, leikskólar, vanlíðan vinnurými, heimsveldi</strong>

Leigjendur, leikskólar, vanlíðan vinnurými, heimsveldiarrow_forward

S04 E040 — 21. mar 2023

Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir okkur fréttir af baráttu leigjenda. Og Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúar koma af borgarstjórnarfundi og segja okkur frá átökunum þar. Jóhannes Hraunfjörð Karlsson segir okkur frá stjórnarkreppunni í Frakklandi og hvað það er í eftirlaunalögunum sem þjóðin sættir sig ekki við. Viðar Halldórsson prófessor ræðir við okkur um einmanaleika og vanlíðan í nútímanum. Auður Magndís Auðardóttir lektor og Íris Ellenberger dósent koma og segja okkur frá óánægju starfsmanna Háskólans með opin vinnurými. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um stöðu smáríkja í háskalegum heimi. Og við segjum fréttir dagsins.

<strong>Verðbólga, námslán, gervigreind, Kína og Rússland</strong>

Verðbólga, námslán, gervigreind, Kína og Rússlandarrow_forward

S04 E039 — 20. mar 2023

Það eru víða vá í efnahags- og fjármálalífi. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði kemur að Rauða borðinu og ræðir verðbólgu og fall banka. Alexandra Ýr van Erven forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kemur til okkar og lýsir hrörnun námslánakerfisins. Fjöldi lántakenda hefir helmingast á aðeins tíu árum. Gervigreind sem talar íslensku var frétt síðustu viku. Þórarinn Stefánsson sem þekkir vel til tækniheimsins á vesturströnd Bandaríkjanna segir okkur frá hvaða fyrirbrigði OpenAI er og hvað talandi gervigreind getur. Og hvað ekki. Þeir Pútin og Xi Jinping snæddu kvöldverð saman í kvöld og munu funda á morgun. Við fáum Val Gunnarsson Rússlandssérfræðing og Geir Sigurðsson Kínasérfræðing til að ræða þennan fund og mikilvægi hans. Og svo segjum við fréttir dagsins.

<strong>Helgi-spjall: Kári Stefánsson</strong>

Helgi-spjall: Kári Stefánssonarrow_forward

S04 E038 — 18. mar 2023

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Kári Stefánsson frá sjálfum sér, uppvextinum og hvers vegna hann er svona skrítinn og hefur alltaf verið, um örlög og möguleikana að komast undan þeim, um sósíalisma, ójöfnuð og verkalýðsbaráttu Sólveigar Önnu.

Vikuskammtur: Vika 11

Vikuskammtur: Vika 11arrow_forward

S04 E037 — 17. mar 2023

Við Rauða borðið sitja í dag þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Atli Þór Fanndal, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Didda og ræða fréttir vikunnar. Sem einkenndust af ótta. Þau voru á því að verið að búa til alls konar krísur til að hræða okkur.

VR, börn, Kiljan, hamingja og peningar

VR, börn, Kiljan, hamingja og peningararrow_forward

S04 E036 — 16. mar 2023

Ragnar Þór Ingólfsson nýendurkjörinn formaður VR kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá stöðu VR, verkalýðshreyfingarinnar og efnahagsins. Baldvin Logi Einarsson sálfræðingur kemur og ræðir vanlíðan barna og ungmenna. Er hún cóvid um kenna, snjallsímum eða okkur fullorðna fólkinu? Svanur Már Snorrason bókmenntafræðingur segir okkur frá ægivald Kiljunnar, Egils Helgason og Kolbrúnar Bergþórsdóttur yfir bókmenntunum. Guðrún Svavarsdóttir doktorsnemi segir okkur frá tengslum peninga og hamingju og áhrif jafnaðar á velsæld. Og við segjum fréttir vikunnar.

<strong>Bankahrun, Venesúela, femínistar, Brasilía og tíminn</strong>

Bankahrun, Venesúela, femínistar, Brasilía og tíminnarrow_forward

S04 E035 — 15. mar 2023

Enn falla bankar, nú er það svissneski stórbankinn Credit Suisse sem riðar til falls. Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason til að útkýra hvað sé í gangi. Í tilefni afgreiðslu Alþingis á útlendingalögunum ræðum við við Danilo Nava sem er frá Venesúela og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum. Er hér að verða til öflugt samfélag fólks frá Venesúela? María Pétursdóttir og Sara Stef. Hildar fara yfir femínskar fréttir vikunnar, Við höldum áfram ferð okkar um heimin, förum í kvöld til Brasilíu með Luciano Dutra. Njörður Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst segir okkur frá vinnu og tíma, meðal annars út frá hugmyndum Guðmundar Finnbogasonar. Og við segjum fréttir dagsins.

<strong>Sjómenn, kuldi, Tyrkir, leigjendur og fyrsta skáldsagan</strong>

Sjómenn, kuldi, Tyrkir, leigjendur og fyrsta skáldsaganarrow_forward

S04 E034 —

Hvers vegna felldu sjómenn tíu ára kjarasamning sem forysta þeirra undirritaði? Við spyrjum Inga Þór Hafdísarson sem er á loðnuveiðum. Hvers vegna er svona kalt? Við spyrjum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Mun Erdogan verða endurkjörinn forseti Tyrklands? Við spyrjum Þórir Jónsson Hraundal lektor að því og hverju það breytir fyrir Tyrki ef Erdogan fellur. Hvernig geta leigjendur bætt kjör sín og stöðu? Við spyrjum Guðmund Hrafn Arngrímsson um það. Hver var Eiríkur Laxdal og hversu merkileg er Ólafs saga Þórhallasonar? Við spyrjum Jón Karl Helgason bókmenntafræðing. Og hvað er í fréttum? Við svörum því við Rauða borðið.

<strong>Bankahrun, hafnarverkamenn, heilbrigðiskerfið & Indland</strong>

Bankahrun, hafnarverkamenn, heilbrigðiskerfið & Indlandarrow_forward

S04 E033 — 13. mar 2023

Silicon Valley bankinn hrundi um helgina og annar banki til. Hvað er að gerast? Erum við aftur að fá yfir okkur bankahrun? Þórarinn Stefánsson, sem þekkir til tæknigeirans í Silcon Valley, og Ásgeir Brynjar Torfason, sem þekkir til efnahagsreikninga banka, koma að Rauða borðinu og spá í stöðuna. Hópur hafnarverkamanna hjá Eimskip vilja út úr Eflingu og verða deild í Sjómannafélagi Íslands. Jón Arason formaður hópsins og Sverrir Fannberg Júlíusson varaformaður segja okkur hvers vegna? Svanur Sigurbjörnsson læknir hefur bent á að nýr Landspítali muni ekki uppfylla þörfina fyrir legurýmum þegar hann verður loksins risinn? Hvers vegna er heilbrigðiskerfið okkar á þessum vonda stað. Jón Ormur Halldórsson segir okkur frá Indland, því margbrotna og margræða ríki, og fer líka með okkur líka til Indónesíu, sem er ekki síðri ráðgáta. Og við segjum fréttir dagsins eins og venjulega.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí