Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson

Þættir

Helgi-spjall: Kristín Vala

Helgi-spjall: Kristín Valaarrow_forward

S05 E085 — 20. apr 2024

Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í jarðfræði og baráttukona gegn umhverfisvá kemur í Helgi-spjall og leyfi okkur að kynnast sér, segir frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, hvernig eitt samtal getur fenguð fólk til að breyta lífsstefnu sinni og hversu áríðandi það er að við rísum upp og berjumst, til að bjarga samfélaginu og jörðinni.

Vikuskammtur: Vika 16

Vikuskammtur: Vika 16arrow_forward

S05 E084 — 19. apr 2024

Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Garpur Ingason Elísabetarson kvikmyndagerðarmaður, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Úlfur Karlsson myndlistarmaður og ræða fréttir vikunnar, sem einkenndust af pólitískum átökum, vantrausti og spennu, háum vöxtum og verðbólgu, loftárásum, biskups- og forsetakjöri.

Seðlabanki, ríkissjóður, brennivín og klerkar

Seðlabanki, ríkissjóður, brennivín og klerkararrow_forward

S03 E083 — 18. apr 2024

Gunnar Jakobsson sagði upp sem vara Seðlabankastjóri fjármálastöðugleika og er kominn með starf hjá ítölskum banka. Hann kemur við á Rauða borðinu og ræðir vexti, fyrirferð banka og öryggi þeirra, greiðslumiðlun og annað sem tengist Seðlabankanum. Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar mætir síðan og ræðir fjármálaáætlun, hallan á ríkissjóð og dauða nýfrjálshyggjunnar, sem yfirvöld á Íslandi virðast ekki hafa frétt af. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá landlækni, ræðir síðan skaðsemi áfengis, en rannsóknir sýna æ betur hvurslags eitur það er. Og í lokin kemur Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur í málefnum Írans og segir okkur frá landinu, þjóðinni og stjórnvöldum. Og hvernig þau skilgreina öryggishagsmuni sína.

Mótmæli, barátta og skattar

Mótmæli, barátta og skattararrow_forward

S05 E082 — 17. apr 2024

Margrét Kristín Blöndal aka Magga Stína tónlustarkona og Sigtryggur Ari Jóhannsson aka Diddi ljósmyndari koma til okkar og ræða mótmæli, ekki síst af því tilefni að Magga Stína var fjarlægð af þingpöllum fyrir að grípa fram í fyrir Bjarna Benediktssyni. Við höldum áfram að tala um stjórnmál alþýðunnar og fáum Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakana til að segja okkur frá skipulagi baráttusamataka, sem hefur alltaf verið forsenda aukinna réttinda almennings. Og í lokin kemur Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði og ráðgjafi hjá Ráðsölu og fræðir okkur um alþjóðlegan lágmarksskatt.

Vantraust, ólögmætar kosningar, breyskt fólk og kratar

Vantraust, ólögmætar kosningar, breyskt fólk og kratararrow_forward

S05 E081 — 16. apr 2024

Við byrjum á spjalli við Björn Leví Gunnarsdóttir og Ingu Sæland um vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Síðan koma þeir Guðmundur Gunnarsson og Magnús Davíð Norðdahl og ræða um sigur sinn fyrir Mannréttindadómstólnum. And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson er komið í Borgarleikhúsið frá Akureyri. Við ræðum við aðstandendur verksins: Grétu Kristínu Ómarsdóttur leikstjóra og leikarana Sverri Þór Sverrisson og Maríu Hebu Þorkelsdóttir um erindi verksins. Í lokin kemur Gylfi Þór Gíslason krati og formaður verkalýðsmálafélags Samfylkingarinnar og ræðir breytingar á flokknum.

Forsetaframboð, þingið, undrabarn og færeysk tónlist

Forsetaframboð, þingið, undrabarn og færeysk tónlistarrow_forward

S05 E080 — 15. apr 2024

Þátturinn hefst með ítarlegu viðtali við Höllu Hrund Logadóttur forsetaframbjóðanda. Liðurinn ÞINGIÐ verður á sínum stað eins og alltaf á mánudögum. Andrés Ingi Jónsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmenn ræða átakamál. Þá kemur Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðingur og ræðir stöðu stjórnarinnar. Færeysk tónlist verður til umfjöllunar, ný bók frá vinum okkar í suðri eftir Ragnar Ólafsson. Og við ræðum við Daða Logason, undrabarn í stærðfræði – nema í grunnskóla sem er ekki bara langbestur í raungreinum hér á landi heldur einnig Íslandsmeistari í bardagaíþróttum.

Helgi-spjall: Víkingur Heiðar

Helgi-spjall: Víkingur Heiðararrow_forward

S05 E079 — 13. apr 2024

Víkingur Heiðar Ólafsson kemur í Helgi-spjall og leyfi okkur að kynnast sér, segir frá ástum og ástríðu, seiglu og markmiðum, dyrum sem opnast og vegum sem hann hefur valið sér.

Vikuskammtur: Vika 15

Vikuskammtur: Vika 15arrow_forward

S05 E078 — 12. apr 2024

Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og Sólveig Arnarsdóttir leikkona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust að myndun nýrrar ríkisstjórnar, forsetakosningum og vangaveltum um framtíð lands og lýðræðis.

Pólitískur óstöðugleiki, Indland og forsetakosningar

Pólitískur óstöðugleiki, Indland og forsetakosningararrow_forward

S05 E077 — 11. apr 2024

Við byrjum á stjórnmálaástandinu hér heima Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Arnar Sigurðsson vínkaupmaður, Erna Bjarnadóttir varaþingkona Miðflokksins og Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi koma að Rauða borðinu og ræða stöðu stjórnar, flokka og stjórnmálanna almennt. Það verður kosið innan skamms á Indlandi, fjölmennasta ríki heims. Jón Ormur Halldórsson fer með okkur í ferðalag um stjórnmálin á Indlandi. Og við fáum forsetaframbjóðanda í heimsókn. Það er komið að Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrirsætu, áhrifavaldi og frumkvöðli.

Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboði

Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboðiarrow_forward

S05 E076 — 10. apr 2024

Tveir ráðherrar, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ræða ný-gamla ríkisstjórn. Auður Styrkársdóttir eftirlaunakona og Lóa Hjálmtýsdóttir koma að rauða borðinu og ræða sniðgöngu, almennt og á Rapyd og Júróvision. Hvert er gangið og áhrifin á samfélagið og okkur sjálf. Við höldum áfram að ræða við forsetaframbjóðendur, röðin er komin að Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí