Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlist

Vaxtasturlun, alþjóðamál, Grænland og ritlistarrow_forward

S06 E203 — 11. nóv 2025

Hver eru viðbrögð Neytendasamtakanna við viðbrögðum bankanna hvað varðar húsnæðislán í kjölfar dóms um vexti í Hæstarétti? Breki Karlsson leggur spilin á borðið í samtali við Björn Þorláks. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsókn Orban leiðtoga Ungverjalands til Trump í Washington og aðrar sviptingar í heimsmálunum í samtali við Gunnar Smára. Valur Gunnarsson sagnfræðingur segir Gunnari Smára frá leyndardóminum um örlög og endalok byggðar norrænna manna á Grænlandi. Ágúst Guðmundsson, höfundur bíómyndanna Með allt á hreinu, Útlaginn og Land og synir, meðal annars, hefur skrifað nýja skáldsögu, Lúx. Hann ræðir bókina, Hrunið og ferilinn við Björn Þorláks.

Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndir

Hatursofbeldi, tónlistatöfrar, skítamix, Katla og helgimyndirarrow_forward

S06 E202 — 10. nóv 2025

Margrét Valdimarsdóttir dr. í afbrotafræðum og dósent  félagsfræði við HÍ fjallar um rannsóknarverkefni á hatursofbeldi ungs fólks í Reykjavík og afsögn lögreglustjóra. María Lilja ræðir við hana. Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Magnea Tómasdóttir söngkona og tónlistarkenni ræða þau kraftaverk sem tónlist hefur á mannsheilann – ekki síst þegar þegar heilsan bilar. Björn Þorláks ræðir við þær. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Vala Höskuldsdóttir segja Gunnari Smára frá leikritinu sem þær hafa samið og sett upp um sjálfan sig, hljómsveitina sína, æskuna, bugunina, umsókn um styrk, Jesúskomplex og margt fleira. Katla og máttur þeirrar miklu eldstöðvar hefur orðið Þóri Kjartanssyni ljósmyndara hugstæð. Hann býr í Vík og varar við skipulagi íbúðabyggðar í Vík með liti til náttúruhamfarahættu. Hann hefur undanfarið birt myndbönd með ýmsum fróðleik. Björn Þorláks ræðir við Þóri. Sigurjón Árni Eyjólfsson, tvöfaldur doktor í guðfræði, lauk nýverið meistaranámi í listfræði og skrifaði þar um abstrakmálverkið á 20. öld, meðal annars út frá helgimyndum fyrri tíma en líka stórveldapólitík kalda stríðsins.

Helgi-spjall: Björk Vilhelms

Helgi-spjall: Björk Vilhelmsarrow_forward

S06 E201 — 8. nóv 2025

Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og baráttukona mætir í morgunkaffi við Rauða borðið og er það María Lilja sem tekur á móti henni. Þær ræða um tilveruna þá og nú, fjölskylduna, stóra og litla sigra og sitthvað annað um lífsins ólgusjó.

Vikuskammtur: Vika 45

Vikuskammtur: Vika 45arrow_forward

S06 E200 — 7. nóv 2025

Gestir Maríu Lilju eru að þessu sinni þau Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Halldóra Mogensen, fyrrum þingmaður Pírata og formaður Samtaka um mannvæna tækni og Dr. Sólveig Ásta Sigurðardóttir rannsóknasérfræðingur.

Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimenn

Jamaíka, reynsluboltar, kynlífsverkafólk, Birta og skotveiðimennarrow_forward

S06 E199 — 6. nóv 2025

Claudia A. Wilson segir Laufeyju Líndal frá eftirleik fellibylsins Melissu sem reið yfir eyjarnar í Karabíska hafinu í síðustu viku. Claudia ólst upp á eynni Jamaíku og segir okkur frá samfélaginu þar, sem nú bíða ýmsar áskoranir. Bogi Ágústsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björg Eva Erlendsdóttir ræða fréttir og tíðaranda líðandi stundar, efnahagsmál, trúverðugleika opinberra stofnana, umhverfismál, nýjan borgarstjóra í New York og fleira. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum. Ari Logn frá Rauðu regnhlífinni samtökum kynlífsverkafólks mætir til Maríu Lilju og fer yfir nýlega ráðstefnu um málefni fólks í kynlífsvinnu. Halldóra Kristin Guðjónsdóttir og Linda Sólveig Birgisdóttir fjalla um skyndilegan dauða sona sinna. Einnig segja þær frá Birtu, landssamtökum, sem halda utan um fólk sem lendir í skyndilegu fráfalli barna sinna en það er Ragnheiður Davíðsdóttir sem ræðir við þær. Skotveiðimenn ætla ekki að una aðgerðalaust úrskurði sem hefur leitt til lokunar skotsvæðis þeirra í Álfsnesi. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís og Róbert Reynisson formaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis ræða við Björn Þorláks.

Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börn

Trump/Mamdani, lögreglubrot, gervigreind, réttur settur og börnarrow_forward

S06 E198 — 5. nóv 2025

Sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Sveinn Máni Jóhannesson fara yfir pólitíska sviðið í Bandaríkjunum með Gunnari Smára eftir sigur Demókrata í öllu því sem kosið var um, ekki síst góðan sigur Zohran Mamdani verðandi borgarstjóra í New York. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, Eva Hauksdóttir lögmaður og Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við HÍ ræða við Maríu Lilju um hvað gerist þegar lögreglan brýtur lög. Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands ræðir  gervigreindina við Björn Þorláks. Gísli Tryggvason lögmaður mætir sem áður til Björns Þorlákssonar til að ræða sérstaklega lagaleg álitaefni tengd fréttum líðandi stundar. Formaður SAMFÉS, Valgeir Þór Jakobsson lýsir reynsluheimi unglinga í félagsmiðstöðvunum í samtali við Björn Þorláks og ræðir vímuefna forvarnir.

New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð hús

New York, kynfræðsla í kirkjum, ástin, stóriðja og gölluð húsarrow_forward

S06 E197 — 4. nóv 2025

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur, ráðgjafi og aðjunkt á Bifröst ræðir um borgarstjórnarkosningar í New York við Gunnar Smára þar sem kannanir benda til að Zohran Mamdani, yfirlýstur sósíalisti, verði kjörinn borgarstjóri. Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Karlsson prestur siðfræðingur á sálgæslustofunni Hafi ræða við Gunnar Smára um kynfræðslu í fermingarfræðslu, dýrðarljómann og holdið. Leikararnir Kristín Þorsteinsdóttir, Heiðdís Hlynsdóttir og Rakel Ýr Stefánsdóttir, María Ellingsen leikstjóri og Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóri Tjarnarbíós ræða um Jónsmessunæturdraum eftir Shakespeare sem sýndur er í Tjarnarbíói. Þórólfur Matthíasson, doktor í hagfræði og prófessor emeritus við HÍ, hefur oft þorað að leggja fram rök, sem valdamiklar blokkir í samfélaginu hafa hafið herferð gegn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hann Grundartanga, stöðu stóriðju, hávaxtastefnuna, kjarasamninga og fleira. Stefán Hrafn Jónsson prófessor í félagsfræði ræðir um galla nýjum húsum við Gunnar Smára, en rannsókn hans bendir til að galli sé í miklum meirihluta nýrra húsa og mikill og kostnaðarsamur í mjög mörgum.

RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntun

RÚV, húsnæðismál, Súdan og menntunarrow_forward

S06 E196 — 3. nóv 2025

Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar Rúv, segir í samtali við Björn Þorláks að tekið verði upp aðhald hjá Ríkisútvarpinu til að stöðva hallarekstur. Skilja má á máli hans að eitthvað verði um uppsagnir. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá HMS ræðir áhrif húsnæðisaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar á leigjendur við Maríu Lilju. Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur hefur starfað fyrir alþjóðastofnanir víða, meðal annars í Súdan. Hann segir Gunnari Smára frá mannúðarkrísunni þar. Arna Magnea Danks, leikkona og kennari ræðir við Maríu Lilju um skóla án aðgreiningar, pisa-kannanir og sitthvað um vókið.

Helgi-spjall: Ársæll Arnarson

Helgi-spjall: Ársæll Arnarsonarrow_forward

S06 E195 — 1. nóv 2025

Ársæll Arnarson prófessor ræðir listina að vera leiðinlegt foreldri. Hann segir frá sjálfum sér og leitast við að kryfja samfélagið í helgi-spjalli með Birni Þorláks. Hagur barna er Ársæli hugstæður og ber margt á góma.

Vikuskammtur: Vika 44

Vikuskammtur: Vika 44arrow_forward

S06 E194 — 31. okt 2025

Gestir Maíru Lilju í vikuskammti eru þau Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi Katla Ásgeirsdóttir og Valgerður Þ. Pálmadóttir, kennari í Háskóla Íslands í kynjafræði og hugmyndasögu.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí