Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjar

Kvennaverkfall, réttur, konur, bræður og piparmeyjararrow_forward

S06 E187 — 23. okt 2025

Það er kvennaverkfall á morgun en ekki allar konur hafa kost á því að taka þátt. Oft er rætt um konur af erlendum uppruna í þessu samhengi. Jasmina Vasjovic, stjórnmálafræðingur ræðir við Maríu Lilju um málið. Vaxtamálið, Ný stjórnarskrá, áfengi og börn, mál Steinþórs Gunnarssonar, þvingunarfækkun sveitarfélaga og sigur blaðamanns gegn sveitarfélagi verða til umræðu í þættinum Réttur er settur. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir þessi mál í samtali við Björn Þorláks. Hlín Agnarsdóttir höfundur og leikkonurnar Rósa Guðný Þórsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen segja Gunnari Smára frá leiklestri á Allt er um okkur, leikriti um eldri konur í bókaklúbb og ræða um aldur, konur, kvennabaráttu, feminisma og kvennaverkfall. Bræðurnir Ólafur Þ. prófessor í stjórnmálafræði og Tryggvi Harðarson fyrrverandi námsmaður í Kína og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og víðar segja frá ferð sinni til Kína og þeim stórkostlegu samfélagsumbreytingum sem þar hafa átt sér stað frá þeim tíma að Tryggvi fór til náms í Peking fyrir hálfri öld. Saga einhleypra kvenna á Íslandi hefur verið kortlögð og kemur út á bók eftir nokkra daga. Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir ræðir piparmeyjar og viðhorf til þeirra í samtali við Björn Þorláks.

Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlist

Stjórnarskrá, baráttubíó, breytingarskeiðið, kyn og gervitónlistarrow_forward

S06 E186 — 22. okt 2025

Hvar er nýja stjórnarskráin? 13 ár eru liðin síðan Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Hjörtur Hjartarson ræðir við Björn Þorláks. Barði Guðmunds­son og Hrafn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir eru höfundar heimildarmyndarinnar Bóndinn og verksmiðjan sem fjallar um baráttu Ragnheiðar Þorgrímsdóttur á Kúludalsá gegn mengun frá álverinu í Hvalfirði. Þau segja Gunnari Smára frá myndinni auk annarra verka. Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, greinir frá staðli um aukna ábyrgð vinnuveitenda á stuðningi við konur á breytingaskeiði. Björn Þorláks ræðir við Helgu Sigrúnu. Arnar Pálsson prófessor lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands segir Gunnari Smára frá fjölbreytileikanum í náttúrunni og hversu illa tvíhyggja mannsins heldur utan um hinn líffræðilega raunveruleika. Eru kynin fleiri en tvö? María Lilja ræðir að lokum við Óla Dóra, menningarvita og plötusnúð um gervigreindartónlist.

Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsík

Jarðir, heimsmál, Gaza, framboð og poppmúsíkarrow_forward

S06 E185 — 21. okt 2025

Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill takmarka möguleika erlendra aðila til að kaupa landsvæði á Íslandi. Hún ræðir málið í samtali við Björn Þorláks, sem og íslenskuna, börnin okkar og fleiri auðlindir. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir öryggismál Evrópu eftir afdrifaríkt símtal þeirra Trump og Pútín og hver staða Evrópu er í aðdraganda fundar þeirra í Búdapest. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland Palestína, flytur Maríu Lilju fréttir af Gaza og setja þau ástandið meðal annars í samhengi við pólitíkina á Vesturlöndum. Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur. Hann segir Gunnari Smára hvers vegna. Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari hefur unnið meira en þrjá áratugi í sömu tónlistarbúðinni. Hann deilir kunnáttu sinni í samtali við Björn Þorláks og ræður söguna, hvernig venjur breytast í bransanum og kynjabyltinguna.

Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindi

Sundabraut, umhverfismál, flóttafólk, fjölmiðlar og transréttindiarrow_forward

S06 E184 — 20. okt 2025

Gauti Kristmannsson prófessor og varaformaður Íbúafélags Laugardals og Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur og íbúi í Grafarvogi ræða við Maríu Lilju um áætlun vegagerðarinnar um að gera sundabraut að brú og áhrifin sem það kann að valda til framtíðar. Hallgrímur Óskarsson hjá Carbon Iceland og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræða vindorku og umhverfismál í þröngu og víðu samhengi. Björn Þorláks ræðir við þau. Málþing fór fram á vegum Landverndar um helgina þar sem rætt var m.a. um vísindaleg og pólitísk rök hvað varðar víðerni landsins og fleira. Sema Erla Serdarouglu, ræðir við Maríu Lilju um fyrirætlanir yfirvalda í málefnum flóttafólks og fangabúðir fyrir flóttafólk þar sem vista megi börn án dóms og laga. Óbreytt ástand í fjölmiðlaumhverfinu gengur ekki, gera þarf róttækar breytingar á Ríkisútvarpinu. Þetta segir Óðinn Jónsson blaðamaður og fyrrum fréttastjóri Rúv. Hann varar við blöndun almannatengla og blaðamanna en ný deild hefur verið stofnuð innan Blaðamannafélags Íslands með almannatenglum. Arna Magnea Danks, sérlegur fréttaritari mannréttinda á Samstöðinni ræðir við Maríu Lilju um áróðursherferð Samtaka 22 sem beinist gegn transfólki og leitast þær við að setja málin í stærra samhengi við bakslag í réttindarbaráttu minnihlutahópa annars staðar á vesturlöndum.

Helgi-spjall: Diddi Frissa

Helgi-spjall: Diddi Frissaarrow_forward

S06 E183 — 18. okt 2025

Sigurður Friðriksson, oftast kallaður Diddi Frissa, er goðsögn í lifanda lífi. Hann fór ungur til sjós, varð farsæll skipstjóri, hætti að drekka og skipti yfir í ferðaþjónustu þar sem hann hefur stigið ný skref sunnan heiða sem norðan milli þess sem hann syndir í vötnum og í sjónum. Björn Þorláks ræðir við Didda í helgispjalli Samstöðvarinnar.

Vikuskammtur: Vika 42

Vikuskammtur: Vika 42arrow_forward

S06 E182 — 17. okt 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Brynhildur Stefánsdóttir snyrtifræðingur og bóndi, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Máni Pétursson umboðsmaður og Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson mannfræðingur og gusumeistari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af dómsmálum, vopnahléi, langferðum, sigrum og stórgróða.

Neytendaógnir, heimsmálin, ný heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissala

Neytendaógnir, heimsmálin, ný heimildamynd, Rauði þráðurinn og siðlaus áfengissalaarrow_forward

S06 E181 — 16. okt 2025

Við hefjum leik á neytendamálum og nokkuð óvæntum snúningi á dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu fyrr í vikunni. Arion banki hótar auknum vaxtaálögum á lántakendur vegna dómsins. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum segir í viðtali við Björn Þorláks að um grafalvarlega og mögulega ólöglega merkjasendingu sé að ræða milli bankanna. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer yfir heimsmálin í samtali við Gunnar Smára, stóraukin útgjöld Natóríkjanna til hermála og breytta heimskipan í margpóla heimi. Yrsa Roca Fannberg leikstjóri og Elín Agla Briem handritshöfundur ræða við Gunnar Smára um heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar, sem fjallar um ellina og lífið, bregður upp svipmyndum af lífi fólks á elliheimilinu Grund. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, reynir að finna rauða þráðinn í samræðu við Gunnar Smára, hver sé staða sósíalisma, stéttarbaráttu og vinstris í okkar heimshluta. Aðildarfélög UMFÍ íhuga að bæta fjárhag með sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Forvarnafulltrúinn Árni Guðmundsson varar mjög við öfugþróun sem virðist eiga sér stað varðandi börn, áfengi og íþróttir. Björn Þorláks ræðir við Árna.

Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxness

Kvennaverkfall, vopnahlé, Trump, leiksigur og Laxnessarrow_forward

S06 E180 — 15. okt 2025

Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Sara Stef Hildar baráttukona frá Rótinni og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir jafnréttisfulltrúi hjá ASÍ ræða við Björn Þorláks um kvennaverkfallið um  aðra helgi. Helen Ólafsdóttir sérfræðingur í öryggis- og þróunarmálum ræðir um vopnahlé á Gaza við Gunnar Smára, innihald þess sem Donald Trump vill kalla friðarsamninga og viðbrögð á Vesturlöndum við þessum afarkostum sem Palestínumenn standa frammi fyrir. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og dósent í félagsfræði í Háskóla Íslands, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent í gagnrýnum menntunarfræðum við HÍ, Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur ræða í Trumptíma þessarar viku þær margvísulegu breytingar sem Donald Trump og ríkisstjórn hans eru standa fyrir. Arna Magnea Danks leikkona ræðir þýðingu verðlauna sem hún hlaut nýverið fyrir frammistöðu sína í myndinni Ljósvíkingar. Arna ræðir einnig undirliggjandi átök gegn minnihlutahópum, hér á landi sem utan landsteinanna. Björn Þorláks ræðir við hana. Hildur Ýr Ísberg íslenskukennari í MH kennir Sjálfstætt fólk sem aðrir skólar hafa lagt á hilluna. Hildur segir Gunnari Smára hvernig nemendur skilja þessa bók, Bjart og stílgáfu Halldórs Laxness.

Biskup Íslands, þúsund ára ríkið, skipulögð glæpastarfsemi og nýtt lífsskoðunarfélag

Biskup Íslands, þúsund ára ríkið, skipulögð glæpastarfsemi og nýtt lífsskoðunarfélagarrow_forward

S06 E179 — 14. okt 2025

Við hefjum leik á samtali við Guðrúnu Karls Helgudóttir biskup. Ár er liðið síðan hún var vígð í embættið. Hún segist bjartsýn á frið í heiminum þótt tímarnir séu viðsjárverðari en um langt skeið. Hún segist hafa þurft að hugsa sig tvisvar um áður en hún ákvað að blanda sér í umræðuna eftir alræmdan Kastljóssþátt á dögunum þar sem vegið var að minnihlutahópum. Björn Þorláks ræðir við biskup. Fjallað verður um skipulagða glæpastarfsemi. Svala Ísfeld Ólafsdóttir lögfræðingur og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands ræða við Gunnar Smára um rót skipulagðrar glæpastarfsemi og þróun á Íslandi. Hvað stjórnvöld gera og hvað stjórnvöld gætu gert til að sporna við henni. Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragða- og guðfræðingur ræðir við Gunnar Smára hugmynd þjóðernissinnaða hvíta evangelíska kirkju um þúsund ára ríkið og hvaða áhrif hún hefur á pólitík í Bandaríkjunum og víðar. Svanur Sigurbjörnsson læknir er nú í hléi frá lækningum til að stofna nýtt lífsskoðunarfélag. Viðhorf hans um lífið og tilveruna fóru fyrst að breytast eftir árásina á Tvíburaturnana í New York. Björn Þorláks ræðir við Svan.

Mataræði barna, ferðaþjónusta á villigötum, ástin, byggðamál og agi í skólum

Mataræði barna, ferðaþjónusta á villigötum, ástin, byggðamál og agi í skólumarrow_forward

S06 E178 — 13. okt 2025

Við hefjum leik á umræðu sem spyr stórra spurninga hvort við séum að leita langt fyrir skammt þegar við leitum lausna við gríðarlegu lyfjaáti barna og ungmenna og vondri andlegri heilsu ungs fólks sem kostað hefur sjö hundruð mannslíf á einum áratug. Vigdís M. Jónsdóttir sálfræðingur vill beina sjónum að mataræðinu umfram annað. Hún segir brýnt að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum eiginlega frá grunni. Björn Þorláks ræðir við hana. Katrín Anna Lund, mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ræðir við Gunnar Smára um ferðaþjónustu á villugötum, hvort gróðasókn fárra hafi ráðið of miklu í þróun ferðamennsku á Íslandi. Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent í gagnrýnum menntunarfræðum við HÍ segir Gunnari Smára frá bókinni Allt um ástina eftir bell hooks sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Þurfum við að rækta ástina og læra að nota hana til að bjarga heiminum? Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps ræðir breytta stöðu byggðamála. Mikill vöxtur hefur orðið á Suðurlandi og austur að Vatnajökli og því fylgja mikil tækifæri en einnig áskoranir. Það er löngu liðin tíð að Reykjavíkursvæðið bólgni út á kostnað landsbyggðanna. Við endum þáttinn á viðtali við gamlan skólamann. Eiríkur Jónsson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, ræðir álitamál og áskoranir sem blasa við í kennslustarfi. Hann ber saman tímana tvenna og ólíkan aga hér á landi í skólastofum og í samanburðarlöndum.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí