Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Klippur

Eru ekki allir í páskastuði . . . ?
Í Vikuskammtinn mæta að þessu sinni Rauða borðs-liðar Samstöðvarinnar og gera upp samræðu vikunnar og ársins og ræða um persónuleg …

Er málþóf á Alþingi argasti ósiður?
Björn Þorláks ræðir við Ólaf Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Hann ræðir nýlegt viðtal Samstöðvarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, …

Hvað er að frétta af æsku alheimsins?
Við ljúkum þætti dagsins á umræðu um sjónvarpsþáttaröðina Adolesence. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði spjallar við Björn Þorláks um dægurmenningu …

Fylgir nýrri ríkisstjórn einhver breyting í ríkisfjármálum?
Indriði H. Þorláksson fyrrum skattstjóri ræðir við Gunnar Smára Egilsson um ýmis mál er varða embættisverk Bandaríkjaforseta, tollamál og annað …
Þættir

Fjölmiðlar, skattur, veiðigjöld, No Other Land og útskriftartónleikararrow_forward
Í dag eru tvö ár liðin síðan Fréttablaðið fór á hausinn og hætti starfsemi. Stórt gat varð til í fjölmiðla- og þjóðmálaumræðu landsmanna sem hefur ekki verið fyllt. Þau Sigurjón Magnús Egilsson, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp, Gunnar Smári Egilsson og Björn Þorláks ræða áhrifin af falli Fréttablaðsins og stöðu fjölmiðlunar í dag. Töluverðri orku hefur verið varið í umræðu um hvort veiðigjöld séu skattur eða ekki. Og skiptir skilgreiningin einhverju máli? Gísli Tryggvason lögmaður ræðir skilgreiningar við Rauða borðið sem virðast vera ólíkar eftir því hvaða fræðigrein á í hlut. Arnar Atlason, framkvæmdastjóri Tor fiskvinnslu og formaður Samtaka fiskframleiðenda, ræðir um breytingar á veiðigjöldum og fjölgun strandveiðidaga. Hans sjónarmið eru allt önnur en þau sem stórútgerðin heldur á lofti. Palestínska Óskarsverðlauna Heimildarmyndin No Other Land verður sýnd í Bíó Paradís í þessari viku, Unnur Andrea Einarsdóttir, myndlistarkona kom og ræddi myndina og þjóðarmorðið við Maríu Lilju. Þessa dagana eru nemar við Menntaskóla í tónlist að ljúka framhaldsstigi og útskrifast frá skólanum og verður mikil tónleikaröð næstu daga þar sem almenningur getur komið í Hörpu og hlustað á framtíð Íslands. Þau Fannar Árni, Oddný Þórarinsdóttir og Þórdís Árnadóttir, 18-20 ára brottfararnemendur Menntaskóla í tónlist, ræða við Björn Þorláks um tímamótin.

Helgi-spjall: Gyrðirarrow_forward
Gyrðir Elíasson, rithöfundur, skáld, myndlistarmaður og þýðandi ræðir um líf sitt og köllun í skáldskap og listum en líka í einmanaleika og jaðartilvist, um vináttutengslin við textann og náttúruna.

Vikuskammtur: Vika 13arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Félag kvenna í atvinnulífinu, Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur, Þórdís Claessen grafískur hönnuður og Hringur Hafsteinsson sköpunarstjóri Gagarín og ræða fréttir vikunnar sem voru fjölbreytilegar og snertu alla strengi mannssálarinnar, færðu okkur harm, gleði og undrun.

Flóttafólk, börn, orðræða, auðræði og bókabúðarhljómsveitarrow_forward
Við hefjum leik á nýrri frétt um að flóttafólk er að lenda á götunni hér á næstu vikum. María Lilja Þrastardóttir ræðir við Þóri Hall Stefánsson umsjónarmann gistiskýlis hjá Rauða krossinum. Í dag hafa verið sagðar fréttir um öryggi og auknar eftirlitsheimildir lögreglu. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir við Þórlaugu Borg Ágústsdóttur vefkyrju og doktorsnema um áhrif tækni-kapítalisma á lýðræðið, varnir Íslands, netöryggismál, áróður og fleira. Hvernig horfir MAST-dómurinn í gær við neytendum? Breytir það einhverju til góðs fyrir íslenskan almenning að Hæstiréttur hafi dæmt að starfsfólk MAST og fréttamenn Rúv höfðu rétt á tjáningu um brotalamir kjúklingabús? Við fáum svör með formanni Neytendasamtakanna, Breka Karlssyni, hann ræðir ásamt Tryggva Aðalbjörnssyni fréttamanni sem skúbbaði Brúneggjamálinu á sínum tíma við Björn Þorláks. Við fjöllum einnig um börn í vanda og orðræðu fjölmiðla. Þórhildur Ólafs barnasálfræðingur, Hermann Austmar pabbi stúlku í Breiðholtinu og Óskar Steinn sem vann á Hamrinum, sem er úrræði fyrir erlend börn, ræða það mál við Maríu Lilju. Það er vel geymt leyndarmál meðal Íslendinga að í húsi við Laugaveg hefur verið spiluð lifandi tónlist fyrir erlenda ferðamenn hvert einasta kvöld í þrjú ár. Þetta upplýsa þau Ragnar Ólafsson og Marína Ósk Þórólfsdóttir tónlistarmenn sem líta við og ræða þetta merka og mjög svo þrautseiga menningarframtak.

BNA, reynsluboltar, óþekkti þingmaðurinn, gerjun, víðerni og diplómati deyrarrow_forward
Íslenskir fræðimenn eru farnir að hunsa boð um ráðstefnur í Bandaríkjunum í mótmælaskyni við harðlínustefnu yfirvalda í garð minnihlutahópa og skerðingu málfrelsis þar í landi. Björn Þorláksson fær til sín þá Rúnar Helga Vignisson og Guðmund Hálfdánarson, prófessora við Háskóla Íslands til að ræða breytt landslag. Hinir vikulegu reynsluboltar fara yfir mál málanna hjá Sigurjóni. Að þessu sinni fær hann til sín þau Oddnýju Harðardóttur, Guðrúnu Öldu Harðardóttur, Þorstein Sæmundsson og Ómar Valdimarsson. Halla Hrund Logadóttir er óþekkti þingmaður þessarar viku á Samstöðinni. Björn Þorláks reynir að skyggnast undir yfirborð nýrra þingmanna og ræðir Halla Hrund kvöldið þegar kappræðan í sjónvarpinu gekk ekki sem skyldi í fyrrasumar en líka kraftinn og gleðina. Maður lærir ekkert í logninu, segir Halla Hrund. Fágun, félag áhugafólks um gerjun á fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Þau Helga Dís Björgúlfsdóttir formaður, Dagur Helgason ritari og Sigfús Örn Guðmundsson fyrrverandi stjórnarmeðlimur kíkja til Maríu Lilju og líta yfir farinn veg og segja frá frelsisbaráttu sem ku framundan. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Hornafirði, ljósmyndari og rithöfundur kemur til Oddnýjar og ræðir um sveitina og háskólamál. Diplómati deyr heitir ný bók, fyrsta skáldsaga okkar fyrrum forsetafrúar Elizu Reid. Eliza lýsir við Rauða borðið skriftunum og ljóstrar í leiðinni upp þætti Guðna Th. Jóhannessonar sem hún segir að hafi verið gagnlegur yfirlesari.

Rektorskjör, sönglist í hættu, sósíalísk hreyfing og trúmálarrow_forward
Við hefjum leik við Rauða borðið á viðtali Gunnars Smára Egilssonar við rektorsefnin tvö, Magnús Karl Magnússon og Silju Báru Ómarsdóttur. Kosning milli þeirra tveggja fer fram á morgun og hinn daginn. Hver eru einkenni rektorsefnanna? Við ætlum líka að standa fyrir umræðu um stofnanir í listheiminum. Söngnám er í hættu vegna peningamála. Þau Gunnar Guðbjörnsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Guðrún Jóhanna koma í heimsókn og segja Birni Þorláks sögur af fjárhagslegu basli en líka ræða þau fegurð listarinnar og tækifæri. Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur, ræðir í samtali við Oddnýju Eir Ævarsdóttur ágreining í sósíalískri hreyfingu, rofið í stéttabaráttunni og samræðunni. Við ljúkum svo þættinum á spjalli við sóknarprest einnar stærstu sókar landsins. Arna Ýrr Sigurðardóttir, ræðir Elon Musk, mannúð og skort á henni og aukna þöf landsmanna á að ræða trú með opinskáum hætti.

Skemmdarverk, fjölmiðlar, barnsmissir, sekt, fólkið og kvárarrow_forward
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri um gjaldþrot Kvikmyndaskólans, en Friðrik var um tíma rektor skólans. Hvað áhrif hafði skólinn á uppbyggingu kvikmyndagerðar og hver verða áhrifin af hruni hans? Friðrik Þór kemur í spjall við Gunnar Smára. Einyrkjafjölmiðlun og blaðamennska á litlum fjölmiðlum verður til umræðu við Rauða borðið í dag. Mál Ástu Lóu Þórsdóttur verður til umræðu. Þau Frosti Logason, Steingerður Steinarsdóttir og Brynjar Birgisson blaðamenn tala við Björn Þorláks. Laufey Líndal ætlar á næstu vikum að fjalla um barnsmissi frá ýmsum hliðum. Við hefjum umræðuna með frásögn Maríu Pétursdóttur um hennar reynslu og hvernig sú reynsla hefur mótað hana. Lára Magnúsardóttir, sagnfræðingur ræðir um barnamálaráðherramálið í samhengi sakamála sögunnar og hlutverk Ríkisútvarpsins í spjalli við Oddnýju Eir. María og Oddný fara á Eiðistorg og ræða við fólk á förnum vegi um mál málanna. Í tilefni Kváradagsins ræðir María Lilja svo við Reyn Alpha, forseta Trans-Íslands um tímamótin.

Helgi-spjall: Heimir Björn Janusarsonarrow_forward
Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður í Hólavallakirkjugarði er gestur í Helgi-spjallsins þessa vikuna. Heimir Björn kann margar sögur úr garðinum. Í spjalllinu segir hann Sigurjóni Magnúsi Egilssyni nokkrar ómetanlegar sögur.

Vikuskammtur: Vika 12arrow_forward
Jódís Skúladóttir, Indriði H. Þorláksson og Sigursteinn Másson eru gestir í Vikuskammti að þessu sinni. Ræddar eru fréttir vikunnar og ekki síst afsögn mennta- og barnamálaráðherra. Þátturinn er í umsjá Björns Þorlákssonar.

Lögregluríkið, brotleg skipafélög, JFK, líðan barna, föstudagspartýbíó og sálumessaarrow_forward
Þátturinn hefst á umræðu sem spyr spurninga um hvort Ísland sé að verða lögregluríki og hvort aðgreining yfirstéttar og almennings sé að aukast. Við ræðum dóm gærdagsins þar sem níu mótmælendur sem beittir voru harðræði fá ekkert fyrir sinn snúð. Sigtryggur Ari Jóhannsson og Sara Stef Hildar mótmælendur ræða við Björn Þorláks. Hver myrti JFK er spurning sem margir vilja meina að aldrei hafi verið svarað. Guðjón Heiðar Valgarðsson og Haukur Ísbjörn, álhattamenn koma til Maríu Lilju og fara yfir CIA skjöl sem voru opinberuð í vikunni um morðið á JFK. Nokkur umræða hefur orðið um verðkannanir undanfarið. Við ræðum við Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna um vöruverð, vexti og nýja niðurstöðu nefndar um áfrýjunarmál sem staðfestir sekt Samskipa og Eimskipa í samráðsmáli. Óli Hjörtur Ólafsson rekstrarstjóri hjá Bíó Paradís segir Lafeyju Líndal Ólafsdóttur frá Föstudagspartýsýningum og öðrum sýningum og uppákomum hjá kvikmyndahúsinu á næstunni. Að þessu sinni verður sýnd kvikmyndin Friday sem var vinsæl á tíunda áratug síðustu aldar. Líðan barna er okkur öllum hugleikin. Hulda Tölgyes sálfræðingur ræðir hvað við getum gert til að vinna gegn kvíða. Hulda safnar fé til að gefa út spil sem á að auðvelda börnum að tengjast fólki og umhverfi sínu. Við endum dagskrána á stórvirki sem fer fram í menningarheiminum um helgina þegar flutt verður sálumessa Tryggva M. Baldvinssonar upp úr Heimsljósi Halldórs Laxness í Langholtskirkju. Gríðarlegur fjöldi listamanna kemur að þessum viðburði. Að rauða borðinu koma til að ræða þennan viðburð Tryggvi M Baldvinsson tónskáld, Magnús Ragnarsson kór- og hljómsveitarstjóri og Hallveig Rúnarsdóttir söngkona.