Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Vikuskammtur: Vika 06

Vikuskammtur: Vika 06arrow_forward

S06 E030 — 7. feb 2025

Við förum um víðan völl enda umfangsmikil fréttavika.  Trump og Gaza og Trump og transfólk. Svo kom þing saman, óveður, Halla forseti og Auschwitz, fjöldamorð í Svíþjóð, 75% hælisleitenda frá Úkraínu, Kennarar og flugvöllurinn svo fátt eitt sé nefnt. Gestir eru þau Björg Eva Erlendsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Katla Ásgeirsdóttir og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir.

Nauðungarvistun, Prójekt 2025, fötlun og menning, Radíó Gaza og bókaspjall

Nauðungarvistun, Prójekt 2025, fötlun og menning, Radíó Gaza og bókaspjallarrow_forward

S06 E029 — 6. feb 2025

Í upphafi þáttar verður Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, gestur Sigurjóns í beinni útsendingu. Magga Stína Blöndal, tónlistakona mætir til leiks ásamt Sigtryggi Jóhannssyni, ljósmyndara en þau eru sérstaklega fróð um málefni Gaza. Þau ræða fréttir af Bandaríkjaforseta sem hyggst nú ásamt ísraelskum stjórnvöldum flytja fólk af Gaza svæðinu til að útbúa þar lúxus-nýlendu. Arna Magnea Danks, transfréttaritari Rauða borðsins segir okkur hinsegin fréttir og frá hinu lífshættulega trömpíska prójekti 2025. Anna Rós Árnadóttir, ný rödd í ljóðaheiminum sem hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör og Anton Helgi Jónsson sem þekkir verðlaunin vel, bæði sem verðlaunahafi og dómnefndarmaður, mæta í bókaspjall við Rauða borðið og ræða um verðlaun og ljóð og lífið. Rannveig Traustadóttir, prófessor emerita í fötlunarfræðum við HÍ kemur í lok þáttar til Maríu Lilju og ræðir menningarhátíðina Uppskeru og almennt um listir, fötlun og fræði.

Spilling, vítissódi, vextir, leiklist, reynsluboltar og neytendamál

Spilling, vítissódi, vextir, leiklist, reynsluboltar og neytendamálarrow_forward

S06 E028 — 5. feb 2025

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kemur og bregst við stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Er til góðs að ný ríkisstjórn leggi fram nýtt búvörufrumvarp? Breki svarar því. Sigurjón Magnús Egilsson fær landslið reynslubolta til að ræða ýmis mál. Þau Jakob Frímann Magnússon, Erna Indriðadóttir, fyrrum fréttakona og Einar Kárason rithöfundur láta gamminn geysa – ekki missa af því. Einnig verður áhugaverð menningarumfjöllun í þættinum. Gunnar Smári ræðir við Björk Jakobsdóttur leikstjóra, Óla Gunnar Gunnarsson leikara og handritshöfund og Vigdísi Höllu Birgisdóttur leikkonu. Leikverkið Tóm hamingja verður til umfjöllunar, leikrit sem Gaflaraleikhúsið hefur sett upp í Borgarleikhúsinu. Þorvaldur Logason heimspekingur og rithöfundur og Hallfríður Þórarinsdóttir doktor í menningarmannfræði koma og ræða hvaða áhrif geta orðið af umfjöllun um spillingu á þessu litla og skrýtna skeri okkar. Þorvaldur er höfundur Eimreiðarelítunnar, sem vakið hefur mikla athygli. Við endum Rauða borðið á áhugaverðu deilumáli í Hvalfirði. Þar á að setja mikið magn af vítissóda í sjóinn innan skamms og sýnist sitt hverjum um ágæti þess. Haraldur Eiríksson sem hefur hagsmuna að gæta kemur og ræðir við okkur.

Valdaumskipti, kosningar, hinsegin, listir, trúmál, öryggi og endurkoma

Valdaumskipti, kosningar, hinsegin, listir, trúmál, öryggi og endurkomaarrow_forward

S06 E027 — 4. feb 2025

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrum þingkona greinir þau miklu umskipti sem hafa orðið í valdatafli landsmanna með því að flokkar sem vanir eru að sitja í ríkisstjórn eru nú í stjórnarandstöðu og öfugt. Alþingi var sett í dag. Við höldum áfram að ræða um trúmál og fáum til okkar fulltrúa andans að Rauða borðinu, Davíð Þór Jónsson þjóðkirkjuprest og Sverrir Agnarsson, fjölmiðlaráðgjafa og múslima. Þau ræða meðal annars aukna kirkjusókn, fordóma gagnvart trúarbrögðum, einn guð og feðraveldið. Auðunn Arnórsson stjórnmálafræðingur fer yfir stöðuna í þýskum stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Auður Magndís Auðardóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og Íris Ellenberger ræða bakslag í hinsegin baráttu. Herdís Storgaard fjallar um öryggi barna og viðureignir við kerfið. Ólöf Ingólfsdóttir dansari og söngvari segir okkur frá endurkomu sinni í listina og ræðir verk sitt Eitthvað um skýin.

Ríkisstjórn, kennaraverkfall, glæpir, rasismi, Mogginn, lágstéttarkona trú og baskavígin

Ríkisstjórn, kennaraverkfall, glæpir, rasismi, Mogginn, lágstéttarkona trú og baskavíginarrow_forward

S06 E026 — 3. feb 2025

Við byrjum á að fara yfir verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar og fáum síðan forystu kennara til ræða yfirstandandi og komandi verkföll: Haraldur Freyr Gíslason, formaður leikskólakennara, Mjöll Matthúasdóttir, formaður grunnskólakennara, Guðjón Hreinn Hauksson formaður framhaldsskólakennara og Sigrún Grendal formaður tónlistarkennara mæta að Rauða borðinu. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræðir um undirheimana og þróun glæpa á Íslandi. Oddný Eir og María Lilja fóru á stúfana og heyrðu hvað fólk á förnum vegi hefur að segja um rasisma, og svo berst talið líka að Grænlandi. Er Morgunblaðið fyrst og fremst í pólitík fremur en sanngjörnum fréttum þessa dagana? Blaðamennirnir Ólafur Arnarson, Jón Ferdinand Esterarson, Oddný Eir Ævarsdóttir og Atli Þór Fanndal ræða málin með Birni Þorláks. Þórey Birgisdóttir leikari og Anna María Tómasdóttir leikstjóra hafa þýtt og staðfært einleikinn Ífigeníu í Ásbrú, sem Þórey leikur snilldarvel í Tjarnarbíói. Verkið fjallar um grimman samtíma okkar, segir sögu stúlku sem við kannski sjáum ekki og viljum ekki sjá. Karlar sækja kirkjuna í auknum mæli, er það jákvæð þróun eða ber það vott um afturhvarf til íhaldsins? María Lilja fær til sín þau Karl Héðinn Kristjánsson og Ingu Auðbjörgu Straumland sem eiga það sameiginlegt að vera forsvarsfólk lífskoðunarfélaga: DíaMat og Siðmenntar. Í Tjarnabíói er annar einleikur um baskavígin, byggður Arisman eftir Tapio Koivukari. Þar fer Elfar Logi Hannesson með hlutverk Jóns lærða sem afhjúpaði glæpa Ara í Ögri (sem Elfar Logi leikur líka). Við fáum hann og dóttur hans, Sunnefu Elfarsdóttur búningahönnuð, ásamt Héðni Birni Ásbjörnssyni formanni Baskasetursins og Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing til að ræða verkið og fjöldamorðin á baskneskum skipbrotsmönnum.

Vikuskammtur: Vika 5

Vikuskammtur: Vika 5arrow_forward

S06 E025 — 31. jan 2025

Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Árni Kristjánsson aðgerðastjóri, Birgitta Björg Guðmarsdóttir rithöfundur, Gagga Jónsdóttir leikstjóri og Pétur Ben gítarleikari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af Trump og viðbrögðum fólks við orðum hans og hugmyndum, kjaradeilu kennara, sparnaðartillögum og öðru smálegu.

Nató í krísu, trans og Trumpismi, heilbrigðisþjónusta, bókaspjall og karlmennska

Nató í krísu, trans og Trumpismi, heilbrigðisþjónusta, bókaspjall og karlmennskaarrow_forward

S06 E024 — 30. jan 2025

Kristinn Hrafnsson blaðamaður ræðir þá kreppu sem Nató hefur ratað í, hvort Trump hafi breytt eðli Nató eða dregið fram raunverulegt eðli þess. Arna Magnea Danks, leikkona, kennari, áhættuleikstjóri og mannréttindaaktívisti ræðir um mikilvægi umræðu og aðgerða gagnvart herferð Trumps gegn minnihlutahópum. Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir segir að við þurfum að umbreyta heilbrigðiskerfinu til að geta þjónustað fólk eftir því sem eldist, bæði til að fjölga árum við góða heilsu en líka að nýta fé betur. Hólmfríður Matthíasdóttir (Úa), útgefandi og bókaunnandi kemur í bókaspjall Vigdísar Grímsdóttur og Oddnýjar Eirar og ræðir um bókmenntaverðlaunin og nýbakaðan verðlaunahafa Kristínu Ómarsdóttur. Pétur Eggerz, tæknifræðingur, aktívisti og áhrifavaldur tekst á við hin pól umræðunnar og ræðir karlmennsku hjá Maríu Lilju ásamt Jóni Þormari Pálssyni sem er einnig þekktur sem brotkastmaðurinn Nordic Masculinity. Er hægt að finna sameiginlegan snertiflöt og uppræta rót vandans? Er kynjabaráttan kannski í grunninn bara stéttabarátta?

Hagræðing, spilling, rasismi, reynsluboltar, samkeppni og klassíkin rokkar

Hagræðing, spilling, rasismi, reynsluboltar, samkeppni og klassíkin rokkararrow_forward

S06 E023 — 29. jan 2025

Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur Visku bregðast við sparnaðartillögum Viðskiptaráðs og ræða hvatningu ríkisstjórnarinnar um hagræðingu. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna og stuðningsmaður íbúalýðræðis í Seyðisfirði og Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður ræða hvort spilling komi við sögu hjá þeim sem helst vilja sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Sóley Dröfn Davíðsdóttir, yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina ræðir um sálfræðilegar rætur rasisma. Reynsluboltarnir miðla af visku sinni í spjalli um allt mögulegt, menningu, þjóðmál, stjórnmál og hvað eina. Elín Albertsdóttir, Soffía Karlsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Benjamín Julian verkastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins fer yfir verð á matvörumarkaði og spáir í hvort samruni Prís og Nettó muni auka samkeppni. Tónlistarnemarnir Sól Björnsdóttir og Sóley Smáradóttir koma í Klassíkin rokkar og taka á móti Þórði Magnússyni tónskáldi og Þórunni Ósk Marinósdóttur víóluleikara í tilefni af nýjum fiðlukonsert Þórðar sem verður flumfluttur í Hörpu á morgun.

Ríkið, kosningar í Þýskalandi, Dylan, Harpa og veiðar á fyrri tímum

Ríkið, kosningar í Þýskalandi, Dylan, Harpa og veiðar á fyrri tímumarrow_forward

S06 E022 — 28. jan 2025

Við ræðum sparnað hjá ríkinu og hlutverk ríkisrekstrar á næstu dögum. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda ríða á vaðið. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur ræðir áhrif af uppgangi fasismans á kosningar í Þýskalandi. Michael Dean Odin Pollock gítarleikari, Dagur Kári Pétursson leikstjóri, Arnar Eggert Thoroddsen félagsfræðingur, Guðni Tómasson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og Kristján Freyr  Halldórsson rokkstjóri ræða um Bob Dylan og myndina um hann, A Complete Unknown. Hljóðverkfræðingurinn Ólafur Hjálmarsson gagnrýnir hljóðið í Eldborgarsalnum í Hörpu. Hann segir að bæta verði úr hljóðvistinni. Már Jónsson prófessor og Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur segja okkur frá veiðum Íslendinga fyrir tíma vélvæðingar.

Styrkir til flokka, fjölmiðlar, fasismi, hið ritaða og talaða orð

Styrkir til flokka, fjölmiðlar, fasismi, hið ritaða og talaða orðarrow_forward

S06 E021 — 27. jan 2025

Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Atli Þór Fanndal verkefnisstjóri hjá Háskólanum á Bifröst um lög um stjórnmálasamtök of hvort Flokkur fólksins eigi að skila sínum styrkjum. Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins og Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar ræða stöðu blaðamennsku hér á landi, sem sumpart er óviðunandi. Skortur á samstöðu blaðamanna er eitt fjölmargra meina. Eiríkur Bergmann prófessor fjallar um fasisma og Donald Trump, erum við komin á nýtt tímabil stjórnmála í okkar heimshluta. Hallgrímur Helgason ræðir sýningu sína Sextíu kíló og Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir ritstjórar orðabóka hjá Árnastofnun segja okkur frá orðabókarstörfum og sýn á framtíð tungumálsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí