Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson
Klippur
arrow_forward
Hvers vegna hneigist mannfélagið að galdrabrennum?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, skrifaði doktorsritgerð sína um galdrafárið á Íslandi. Nú sendir hún frá sér …
arrow_forward
Hvers virði voru fréttir Stöðvar 2?
Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, ræðir við Gunnar Smára um kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna í tilefni af samdrætti …
arrow_forward
Þarf Valhöll og Varðberg að endurskoða sína utanríkisstefnu?
Við ræðum sögulega öryggisstefnu Bandaríkjanna sem Trumpstjórnin birti við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og …
arrow_forward
Trúir því nokkur að hægri karlar fari betur með almannafé en vinstri konur?
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna …
Þættir
Sjókvíar, lögfræði, fasismi, skipulag, dánaraðstoð og gagnrýniarrow_forward
Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur bregst við stuðningi atvinnuvegaráðherra við sjókvíaeldi í Mjóafirði og ræðir við Björn Þorláks um skaðsemi sjókvíaeldis. Gísli Tryggvason ræðir í samtali við Björn Þorláks málalok ríkislögreglustjóra, makríldeilu,. rifrildi Moggans og ráðherra, greiðslufall Norðuráls, lögmann sem situr í fangelsi og fleiri lögfræðileg álitaefni. Pontus Järvstad doktor í sagnfræði ræðir við Gunnar Smára um fasisma tuttugustu aldar og stjórnmálahreyfingar dagsins sem bera keim af fasisma eða eru hreinlega fasískar. Andri Snær Magnason rithöfundur hefur sent frá sér rammpólitíska skáldsögu þar sem sögusviðið er geld byggingarlist okkar tíma, sem hefur hvorki rými fyrir fegurð né þjónar okkur vel, býr okkur ekki gott umhverfi. Gunnar Smári ræðir við hann um arkitektúr og skipulag. Ingrid Kuhlman meistari í jákvæðri sálfræði og ein forsvarsmanna Lífsvirðingar, samtaka um dánaraðstoð, ræðir við Maríu Lilju um rétt hvers manns yfir eigin líkama nema við dauðann. María Lilja fær til sín Sigríði Jónsdóttur, gagnrýnanda til að ræða listina við gagnrýni á listinni. Er alltaf rýnt til gagns?
Úkraína, rakari, höfundur og listarýmiarrow_forward
Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um tillögupunkta Donald Trump sem hann telur að geti stöðvað stríðið í Úkraínu. Er það raunhæft? Þorberg Ólafsson hefur klippt og rakað í heil 60 ár og er enn að. Hann fer yfir feril sinn og breytingar sem orðið hafa. Þá verða tengslin sem skapast oft milli hárskera og kúnna til umræðu í samtali Þorbergs við Björn Þorláks. Katrín Júlíusdóttir var eitt sinn ráðherra en hún er líka rithöfundur og fagnar útkomu nýrrar bókar þessa dagana. Í samtali við Björn Þorláks lýsir Katrín kúnstinni að lifa og skrifa. Katrin Inga Jónsdóttir-Hjördísardóttir, listamaður og forsvarsmaður Fyrirbæris og Magnús Ebbi Ólafsson, tónlistarmaður og forsvarsmaður fyrir TÞM ræða við Maríu Lilju um list í borgarrýminu og mikilvægi þess að hafa afdrep fyrir skapandi fólk.
Réttindabót, loftslagsmálin, sorgin, íslenskan og ungskáldarrow_forward
Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ ræðir við Gunnar Smára um úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk og um gildi þess að samningur sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur verið lögleiddur. Hallgrímur Óskarsson framkvæmdastjóri Carbon Iceland gerir upp COP-ráðstefnuna. Minni áhersla er lögð á vistvænan samgöngumáta en margir hefðu kosið og sitthvað bendir til bakslags. Hallgrímur segir þó allt of snemmt að örvænta. Björn Þorláks ræðir við hann. Vigfús Bjarni Albertsson prestur og forstöðumaður sálgæslu- og fjölskylduþjónustu ræðir við Gunnar Smára um bók sína Sár græða sár, um sorgina og áföllin og hvernig við erum búin undir slíkt sem manneskjur og samfélag. Páll Valsson rithöfundur og bókmenntafræðingur hefur lengi haft áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. En aldrei sem nú. Efna þarf í raun til þjóðarátaks til að bjarga þeirri menningargersemi sem íslenskan er og bindur okkur saman að mati Páls. Aron Elí Arnarsson, 15 ára grunnskólanemi, sigraði nýverið í ljóðasamkeppni. Hann lýsir hugarheimi sínum og áherslum og les upp eigið verðlaunaljóð.
Helgi-spjall: Arndís Annaarrow_forward
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sinnir lögmennsku eftir feril sem þingmaður. Áður vann hún lengi fyrir Rauða krossinn. Hún ræðir í helgi-spjalli við Björn Þorláks líf sitt og brennandi áhuga á málum sem hún lætur sig varða.
Vikuskammtur: Vika 47arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, Steinunn Ólína Hafliðadóttir myndlistarkona, Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður og Brynja Elísabeth Halldórsdóttir dósent og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af upphlaupi, leyndarskjölum, verndartollum, vaxtaokri og allskyns veseni.
Reynsuboltar, friðarplan, krabbamein, gervigreind og skáldiðarrow_forward
Sigurjón Magnús tekur á móti reynsluboltum og ræðir um fréttir vikunnar og vettvang dagsins: Viðar Eggertsson leikari, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Árni Guðmundsson forvarnarfulltrúi skemmta hvort öðru og okkur með spjalli um daginn og veginn. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir friðarplan Trump við Gunnar Smára og hvort honum takist að troða því ofan í kokið á Úkraínu og Evrópu. Hannes Rúnar Hannesson varaformaður Krafts og Melkorka Matthíasson sem starfar hjá Ljósinu ræða við Ragnheiði Davíðsdóttur um sára reynslu sína af krabbameini. Stefán Atli Rúnarsson er viðskiptafræðingur, fjölmiðlatækni og eigandi ChatGPT námskeið.is þar sem hann kennir fólki að umgangast gervigreindina. Hann sagði Gunnari Smára frá sinni reynslu og sýn á þetta furðufyrirbrigði sem gervigreindin er. Kristín Ómarsdóttir skáld ræðir við Gunnar Smára um bækur sínar um langömmu sína, um skáldskapinn, tímann, tímamótin og fleira sem skemmtilegt er að spjalla um.
Trump, Gaza, stöðnun, kjólar og spegill þjóðararrow_forward
Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur koma í Trumptímann hjá Gunnari Smára og ræða áhrif Epsteins-skjalanna á Trump, stuðning MAGA-hreyfingarinnar við hann og hvernig staða efnahagslífsins er að grafa undan honum. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur ræðir við Gunnar Smára um samþykkt öryggisráðsins varðandi Gaza, hvaða vit er í þeirri samþykkt og hvort það sé líklegt að hún leiði til friðar og uppbyggingar á Gaza. Sigurður Hannesson, formaður Samtaka iðnaðarins, ræðir í samtali við Björn Þorláksson þær breytingar sem hillir undir í innlendri framleiðslu og íslensku hagkerfi. Vextir og ESB verða til umræðu auk fleiri þátta. Gunnhildur Sveinsdóttir, sálfræðingur og aðgerðarsinni hefur í félagi við aðra hafið söfnun fínna, notaðra jólakjóla auk annarskonar sparifatnaðar í þeim tilgangi að selja hann áfram fyrir jólin og ágóðinn allur gefinn óskiptur til þurfandi fjölskyldna á Gaza. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari starfaði áratugum saman sem blaðaljósmyndari og kann fréttasögu Íslendinga betur en flestir. Sigmundur Ernir Rúnarsson, blaðamaður og skáld, nú þingmaður, og Gunnar hafa splæst kröftum sínum saman í bók sem kallast Spegill þjóðar. Björn Þorláks ræðir við þá félaga um blaðamennskuna og breytingar á henni.
Útlendingaólög, um Kristrúnu, embættismennska og utanveltumaðurarrow_forward
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir lögmaður ræðir nýleg frumvörp um útlendinga og setur hina meintu óreiðu málaflokksins í samhengi. María Lilja ræðir við hana. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor ræðir stjórnartíð Kristrúnar Fostadóttur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar við Björn Þorláksson þeir spá í hvernig kjörtímabilið þróast m.t.t. ESB og alþjóðamála. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Þorvaldur Ingi Jónsson stjórnsýslufræðingur ræða embættismannaskýrsluna svokölluðu og hvort auka eigi völd embættismanna – eða pólitíkusa? Björn Þorláks ræðir við þá. Valdimar Gunnarsson íslenskufræðingur ræðir lífshlaup og skoðanir brottflutts norðlendings og mótlætið sem mætti honum þegar hann snéri aftur heim. Björn Þorláks ræðir við Valdimar sem hefur skrifað bók um utanveltumanninn.
Borgarstjóri, siðferði, löggan, ný skáldsaga og kvikmyndarrow_forward
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svarar gagnrýnum spurningum almennings og Samstöðvarinnar um stjórn Reykjavíkur. Mjög hár kostnaður við stjórnsýslu, skipulagsmál, umferðarhnútar, leikskólamálin og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við Heiðu og miðlar spurningum frá almenningi. Henry Alexander Henrysson heimspekingur ræðir siðferðisleg álitamál, svo sem lausn á óráðsíu ríkislögreglustjóra. Hvað er dæmigert og hvað er sérstakt við það mál? Þá leitast Henry við að svara þeirri spurningu hvort siðferði eigi í vök að verjast er kemur að valdi hér innanlands og á heimsvísu. Björn Þorláks ræðir við hann. María Lilja ræðir við Fjölni Sæmundsson um lögregluembættið undanfarið vegna frétta af kaupum fráfarandi ríkislögreglustjóra á ráðgjöf í verktöku, brota lögreglumanna í starfi, framgöngu lögregluþjóna á mótmælum ofl. Þau ræða lausnir á auknu vantrausti, hræðsluáróður fjölmiðla, einföldun skipulags og þörfina fyrir lögregluna almennt. Ásdís Thoroddsen leikstjóri og Rósa Þórsteinsdóttir rannsóknardósent á Árnastofnun, sem sér meðal annars um þjóðfræðisafn stofnunarinnar og skráningu þess í gagnagrunninn Ísmús, ræða við Gunnar Smára um tímabilið þegar dúr og moll mætti til Íslands með sinn hljóðheim og nánast þurrkaði út eldri tónlistarheim, sem nú lifir helst meðal sérvitra. Þór Tulinius leikari og leikstjóri tekst á við nýja áskorun með fyrstu skáldsögu sinni, Sálnahirðirinn. Hann skrifar um mann sem á í stríði við eigin skugga og ræðir bókina og annað verkefni fram undan í samtali við Björn Þorláks
Helgi-spjall: Guðrún Jóhannaarrow_forward
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er skólastjóri söngskólans. Hún er líka mezzosopran og hefur sungið víða um heim. Eiginmaður hennar er af erlendu bergi brotinn og covid reyndist örlagavaldur í þeirra lífi. Björn Þorláks ræði við Guðrúnu Jóhönnu í helgi-spjalli vikunnar.