Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson
Klippur
arrow_forward
Hvers vegna hneigist mannfélagið að galdrabrennum?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, skrifaði doktorsritgerð sína um galdrafárið á Íslandi. Nú sendir hún frá sér …
arrow_forward
Hvers virði voru fréttir Stöðvar 2?
Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrum fréttastjóri Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2, ræðir við Gunnar Smára um kvöldfréttir sjónvarpsstöðvanna í tilefni af samdrætti …
arrow_forward
Þarf Valhöll og Varðberg að endurskoða sína utanríkisstefnu?
Við ræðum sögulega öryggisstefnu Bandaríkjanna sem Trumpstjórnin birti við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og …
arrow_forward
Trúir því nokkur að hægri karlar fari betur með almannafé en vinstri konur?
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna …
Þættir
Vikuskammtur: Vika 49arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur, Tómas Þór Þórðarson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af uppþotum, horfnum jarðgöngum, blóðfórnum í stríði, gömlum og nýjum hneykslismálum, ólíkri gæfu stjórnmálaflokka og mörgu öðru.
Pawel, engin göng, Rreynsluboltar, heilaskaði, fæðingarorlof og íslenskanarrow_forward
Pawel Bartoszek formaður utanríkismálanefndar ræðir við Gunnar Smára um öryggismál Íslands og Evrópu, framtíð Nató og aukin útgjöld Íslands vegna stríðsins í Úkraínu. Eyþór Stefánsson er í hópi íbúa fyrir austan sem furða sig á forgangsröðun stjórnvalda er kemur að jarðgangagerð. Hann ræðir í tilfinningaríku samtali við Björn Þorláks hug Seyðfirðinga. Blaðamennirnir Helga Arnardóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson og Steingerður Steinarsdóttir ræða mál skólastjóra Borgarholtsskóla, samgönguáætlun, Úkraínu, offitu og fleiri fréttamál. Þátturinn er í umsjá Björns Þorláks. Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheillar og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra, ræða við Ragnheiði Davíðsdóttur um reynslu sína af heilaskaða, fyrstu einkenni og forvarnir. Hver er saga fæðingarorlofs á Íslandi og hvernig hefur það þróast í samhengi við önnur lönd? Laufey Líndal fær tvo fræðimenn úr Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, þær Guðnýju Björk Eydal, prófessor, og Ásdísi Arnalds, lektor, til að fara yfir sögu fæðingarorlofsins og þær þjóðfélagsbreytingar sem það hefur haft í för með sér. Listaskáldið góða, Þórarinn Eldjárn, ræðir í samtali við Björn Þorláks hvort við töpum okkur sjálfum ef við missum íslenskuna út úr huga og höndum.
Trump, oflækningar, íslenskan, fátækt og Fríðaarrow_forward
Er Trump orðinn rumur, þreyttur og gamall? Við ræðum þetta meðal annars í Trumptíma dagsins. Sveinn Máni Jóhannesson doktor í sagnfræði, Frosti Logason ritstjóri Nútímans og Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði ræða við Gunnar Smára um Trump og áhrif hans á heiminn. Ólafur Þ. Ævarsson geðlæknir ræðir með hispurslausum hætti stöðu geðheilbrigðis, lækningar, oflækningar, lyfjanotkun, fíkn og fordóma við Björn Þorláks. Ólína Kjerúlf Þorvarardóttir, prófessor og deildarforseti á Bifröst, á sæti í íslenskri málnefnd, er hagyrðingur og verndarsinni í íslensku. Lina Hallberg er tannlæknir, ættuð frá Svíþjóð, alinn upp í Sviss, fluttist til Íslands er áhugamanneskja um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þær tvær ræða hrörnun íslenskunnar við Gunnar Smára. Laufey Líndal ræðir við þrjú af þeim sem voru með erindi á málþingi um fátækt: Af hverju leggur þú ekki bara fyrir? Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir, félagsráðgjafi hjá LSH og Halldóri S. Guðmundssyni og Guðnýju Björk Eydal prófessorar í félagsráðgjöf við HÍ. Að lokum ræðir Fríða Ísberg rithöfundur við Gunnar Smára um jólabókaflóðið, lestur, firringu, liðinn tíma og glundroða netsins.
Ríkið styrkir Viðskiptaráð, fjölmiðlar, Úkraína og rafmagnsþörfarrow_forward
Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður Samfylkingarinnar ræðir við Sigurjón Magnús um framlög ríkisins til áróðursmaskína fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Jón Trausti Reynisson blaðamaður á Heimildinni og Ólafur Arnarson, blaðamaður á DV ræða ástandið í fjölmiðlaheiminum og blaðamennskuna í kjölfar skertrar fréttaþjónustu. Björn Þorláks spyr þá hvort þeir eigi von á róttækri innspýtingu fyrir blaðamennskuna í vikunni þegar Logi Einarsson ráðherra sýnir á spilin. Hilmar Þór Hilmarsson fer yfir stöðuna í friðarviðræðum um Úkraínu í samtali við Gunnar Smára, hversu langt er á milli aðila og ólíklegt sé að það bil verði brúað. Þá er líklegast að stríðið haldi áfram þar til Rússar telja sig hafa náð markmiðum sínum. Mikil stemmning virðist fyrir stórauknum virkjanaframkvæmdum á sama tíma og 13 prósent orkunnar eru munaðarlaus vegna bilunar hjá Norðuráli. Andrés Skúlason náttúruverndarsinni og Snorri Hallgrímsson, varaformaður ungra umhverfissinna, ræða stöðu umhverfismála í samtali við Björn Þorláks.
Píratar, njósnarit, stjórnsýsla, innkaup og börnarrow_forward
Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns er fyrsti formaðurinn sem píratar hafa valið sér. Hán ræðir áherslur, stefnu, hvað fór úrskeiðis fyrir síðustu þingkosningar og fordóma í samtali við Björn Þorláks. Gunnar Smári ræðir við Helen Ólafsdóttur öryggissérfræðing um njósnarit (spyware) sem gera stjórnvöldum, leyniþjónustum og einkafyrirtækjum mögulegt að fylgjast með öllum, einkum þeim sem viðkomandi skilgreina sem andstæðinga. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur svarar fyrir ásakanir sem Morgunblaðið setti fram á dögunum gagnvart henni sem aðalhöfundi skýrslu um embættismenn. Í samtali við Björn Þorláks ræðir hún efni skýrslunnar og hvers vegna við þurfum að ræða hana. Kaupgleði landans er hafin fyrir stórhátíðina fram undan og varðar miklu að nýta krónurnar sem best. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum gefur neytendum hollráð í samtali við Björn Þorláks. Vaka Evu og Eldarsdóttir er í öðrum bekk í Vesturbæjarskóla. Hún er í réttindaráði barna í skólanum og er einstaklega fróð um réttindi barna. María Lilja fékk hana í spjall til sín um framtíðina, barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og jólin.
Helgi-spjall: Andrea Jónsdóttirarrow_forward
Andrea Jónsdóttir er flestum kunn. Hún ræðir við Maríu Lilju um tónlistina, uppvöxtinn, leiðina til manns og hvernig við ættum öll að reyna að skilja hvort annað betur.
Vikuskammtur: Vika 48arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Unnur Andrea Einarsdóttir, fjöllistakona, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Thelma Harðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í borgarbyggð og Eldar Ástþórsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Þau ræða fréttir vikunnar með Maríu Lilju.
Nató, heimilisleysi, reynsluboltar, fallnir múrar og íslenskanarrow_forward
Soffía Sigurðardóttir hernaðarandstæðingur ræðir við Maríu Lilju um hernaðarbandalagið m.t.t. frétta dagsins. Einar Ingi Kristinsson og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir tala um reynslu sína af götunni. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við þau. Fjölmiðlakonan Sirrý Arnardóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson blaðamaður og Auður Önnu-Magnúsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands fara yfir helstu mál. Fúin kerfi, pólitíkin, hernaður og fleira verður til umræðu. Björn Þorláks ræðir við þau. Þegar múrar falla, er heiti nýrrar bókar eftir Hörð Torfason. Þar rekur hann hvað varð að gera til að múrar féllu. Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fer yfir helstu tíðindi jólabókaflóðsins og setur útgáfu hér innanlands í samhengi við varnarbaráttu íslenskrar tungu. Björn Þorláks ræðir við hann.
Sjókvíar, lögfræði, fasismi, skipulag, dánaraðstoð og gagnrýniarrow_forward
Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur bregst við stuðningi atvinnuvegaráðherra við sjókvíaeldi í Mjóafirði og ræðir við Björn Þorláks um skaðsemi sjókvíaeldis. Gísli Tryggvason ræðir í samtali við Björn Þorláks málalok ríkislögreglustjóra, makríldeilu,. rifrildi Moggans og ráðherra, greiðslufall Norðuráls, lögmann sem situr í fangelsi og fleiri lögfræðileg álitaefni. Pontus Järvstad doktor í sagnfræði ræðir við Gunnar Smára um fasisma tuttugustu aldar og stjórnmálahreyfingar dagsins sem bera keim af fasisma eða eru hreinlega fasískar. Andri Snær Magnason rithöfundur hefur sent frá sér rammpólitíska skáldsögu þar sem sögusviðið er geld byggingarlist okkar tíma, sem hefur hvorki rými fyrir fegurð né þjónar okkur vel, býr okkur ekki gott umhverfi. Gunnar Smári ræðir við hann um arkitektúr og skipulag. Ingrid Kuhlman meistari í jákvæðri sálfræði og ein forsvarsmanna Lífsvirðingar, samtaka um dánaraðstoð, ræðir við Maríu Lilju um rétt hvers manns yfir eigin líkama nema við dauðann. María Lilja fær til sín Sigríði Jónsdóttur, gagnrýnanda til að ræða listina við gagnrýni á listinni. Er alltaf rýnt til gagns?
Úkraína, rakari, höfundur og listarýmiarrow_forward
Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um tillögupunkta Donald Trump sem hann telur að geti stöðvað stríðið í Úkraínu. Er það raunhæft? Þorberg Ólafsson hefur klippt og rakað í heil 60 ár og er enn að. Hann fer yfir feril sinn og breytingar sem orðið hafa. Þá verða tengslin sem skapast oft milli hárskera og kúnna til umræðu í samtali Þorbergs við Björn Þorláks. Katrín Júlíusdóttir var eitt sinn ráðherra en hún er líka rithöfundur og fagnar útkomu nýrrar bókar þessa dagana. Í samtali við Björn Þorláks lýsir Katrín kúnstinni að lifa og skrifa. Katrin Inga Jónsdóttir-Hjördísardóttir, listamaður og forsvarsmaður Fyrirbæris og Magnús Ebbi Ólafsson, tónlistarmaður og forsvarsmaður fyrir TÞM ræða við Maríu Lilju um list í borgarrýminu og mikilvægi þess að hafa afdrep fyrir skapandi fólk.