Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Hafstraumar, popúlismi, Píratar, rasismi, verðleikasamfélag og þétt byggð

Hafstraumar, popúlismi, Píratar, rasismi, verðleikasamfélag og þétt byggðarrow_forward

S06 E143 — 2. sep 2025

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræðir við Gunnar Smára um fyrirsjáanlegt hrun hagstrauma í Atlandshafi sem mun leiða einskonar ísöld yfir Ísland. Er þetta mögulegt, ólíklegt eða næsta víst. Helen María Ólafsdóttir, öryggissérfræðingur varar við því að orðræða og framkoma Snorra Mássonar í Kastljósi í gærkvöld sé undanfari einhvers annars og mun alvarlegra. Hún ræðir við Maríu Lilju. Fyrirhugaðar eru róttækar breytingar á stjórnskipun pírata. Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, vill að hvorki sósíalistar, VG né píratar bjóði fram til að þrýsta á umbætur svo að fylgisþröskuldur verði lækkaður. Björn Þorláks ræðir við hann. Sóley Lóa Smáradóttir, nemi skrifaði áhrifamikinn pistil á dögunum sem farið hefur víða um öráreiti og hversdags-fórdóma sem brúnir og svartir Íslendingar verða fyrir. Sóley ræðir við Maríu Lilju um leiðir að betra samfélagi fyrir öll. Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki ræðir um verðleikasamfélagið við Gunnar Smára; hugmyndina um að þau sem auðgast og ná langt geri það vegna eigin verðleika. Og þau sem eru fátæk og óséð séu það vegna skorts á verðleikum. Einar Sveinbjörn Guðmundsson varaborgarfulltrúi Flokks fólksins telur að þétting byggðar hafi verið of mikil í borginni. Hann telur óvarlegt að reikna með minni bílaumferð í samtali við Björn Þorláks.

Verðbólga, sósíalistar, Brics, Gufunesmálið og leigubílar

Verðbólga, sósíalistar, Brics, Gufunesmálið og leigubílararrow_forward

S06 E142 — 1. sep 2025

Stefán Ólafsson prófessor og ráðgjafi Eflingar fer yfir stöðuna í efnahagsmálum í samtali við Gunnar Smára. Virkar hávaxtastefna Seðlabankans, mun verðbólgan éta upp kaupmáttinn og þarf stóraðgerðir í húsnæðismálum? Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi svarar fyrir vantrauststillögu sem borin var upp gegn henni af samflokksmönnum úr Sósíalistaflokknum fyrir helgi. María Lilja ræðir við hana. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fer í samtali við Gunnar Smára yfir fund leiðtoga Kína, Indlands og Rússlands í kjölfar þess að ríkisstjórn Trump lagði refsitolla á Indland. Mun sú aðgerð veikja stöðu Bandaríkjanna og í raun styrkja stöðu Rússlands? Ákveðin skautun er að verða í afstöðu Íslendinga til ofbeldismála. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur en hann ræðir Gufunesmálið svokallaða, sumpart mjög sérstakt mál, í samtali við Björn Þorláks. Ekki er allt sem sýnist í umræðunni um starfsemi leigubíla segir framkvæmdastjóri og lögmaður hjá Hopp. Vandinn sé meintur og hreint ekki einyrkjum eða útlendingum um að kenna. María Lilja ræðir við Daníel Thors, framkvæmdastjóra hjá Hopp leigubílum.

Helgi-spjall: Guðrún Jónsdóttir

Helgi-spjall: Guðrún Jónsdóttirarrow_forward

S06 E141 — 30. ágú 2025

Guðrún Jónsdóttir, fyrrum talskona Stígamóta, fagnar dómi mannréttindadómstólsins og lýsir baráttunni á bak við þann sigur, segir frá æsku sinni og uppruna, foreldrum sínum og hvaða áhrif þeir höfðu á líf hennar og persónuleika, dásemd þriðja æviskeiðsins og hvernig þeim lyndir saman, náttúrubarninu og baráttukonunni sem búa saman innra með Guðrúnu.

Vikuskammtur: Vika 35

Vikuskammtur: Vika 35arrow_forward

S06 E140 — 29. ágú 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður, Eva Bjarnadóttir teymisstjóri innanlandsdeildar UNICEF, Greipur Gíslason ráðgjafi og stjórnandi Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið og Ragnheiður Guðmundsdóttir stjórnmálafræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af sigrum í mannréttindabaráttu, glæpamálum, háum vöxtum, hjaðnandi verðbólgu, stríð og engum friði.

Umhverfisvernd, eldri borgarar, hatursorðræða og málsmeðferð kynferðisbrota 

Umhverfisvernd, eldri borgarar, hatursorðræða og málsmeðferð kynferðisbrota arrow_forward

S06 E138 — 28. ágú 2025

Árni Finnsson, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Kristín Vala jarðfræðingur og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd segja að innan stjórnmálanna virðist náttúru- og umhverfisvernd eiga sér fáa málsvara þessa dagana. Björn Þorláks ræðir við þau. Ragnheiður Davíðsdóttir ræðir við Guðbjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarfræðing og aðstandanda um vanda eldri borgara við að fá hjúkrunarrými. Arna Magnea Danks, kennari og aktívisti varar við málflutningi Snorra Mássonar sem hún segir ala á fordómum. Björn Þorláksson ræðir við Örnu. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar ræðir við Maríu Lilju um nýfallinn dóm MDE og hvaða áhrif hann kann að hafa á þolendur kynferðisofbeldis hér á landi sem lengi hafa óskað eftir réttarbótum í málaflokkinn. 

Vindorka, þágufallssýki, Indland og Kína, Reynsluboltar, spekileki og matur

Vindorka, þágufallssýki, Indland og Kína, Reynsluboltar, spekileki og maturarrow_forward

S06 E137 — 27. ágú 2025

Ráðherra orkumála sagði á fundi í vikunni að engar bindandi ákvarðanir yrðu teknar um vindorku fyrr en skýr lagarammi lægi fyrir, þetta er þvert á upplifun fólksins í sveitinni. Thelma Harðardóttir, sveitastjórnarfulltrúi í Borgarbyggð ræðir við Maríu Lilju sem síðan brá sér úr húsi með Pétri tökumanni til að ræða við fólk við Háskóla Íslands um þágufallssýki. Gunnar Smári fékk til sín Ragnar Baldursson stjórnmálafræðing og sérfræðing í málefnum Kína til að ræða áhrif ofurtolla Trump á Indland og samskipti Indverja og Kínverja. Reynsluboltarnir að þessu sinni eru þau Guðbrandur Stígur, Helga Þórðardóttir og Karl Garðarsson og ræða þau samfélagið og málefni líðandi stundar við Sigurjón Magnús Egilsson. Spekileki á milli landshluta er áhyggjuefni að sögn Aðalbjörns Jóhannssonar, nema á Akureyri. Hann ræðir framtíð Háskólans á Akureyri við Björn Þorláks. Eirný Sigurðardóttir ostasérfræðingur og Friðrik V. Hraunfjörð kokkur setjast til borðs með Gunnari Smára og ræða um allskonar mat.

Lög, innflytjendur, skólamál, forsetaframboð og rauði þráðurinn

Lög, innflytjendur, skólamál, forsetaframboð og rauði þráðurinnarrow_forward

S06 E136 — 26. ágú 2025

Gísli Tryggvason lögmaður ræðir lagalegt mikilvægi nýfallins dóms þar sem kona sem varð fyrir ofbeldi hafði betur gegn íslenska ríkinu hjá Mannréttindastól Evrópu. Ekki dugar eitt og sér að bera við skorti á fjármunum eða mannafla ef rannsókn mála er ábótavant. Sabine Lespkof ræðir við Maríu Lilju um mýtuna sem felst í orðræðu hægrisins af hættulega útlendingnum, flóttamanninum sem kominn er til að breyta vestrinu til hins verra og mergsjúga velferðarkerfin. Atli Harðarson prófessor við menntavísindasvið ræðir skólamál við Gunnar Smára, um hástemmda námskrá sem engin leið er fyrir skólana að uppfylla og auglýsingamennsku kringum framhaldsskóla. Fulltrúar valdaflokkanna sóttu fast að Katrín Jakobsdóttir yrði forseti Íslands vegna þess að hún var talin fulltrúi kerfisins og myndi engum bátum rugga. Arnar Þór Jónsson ljóstrar þessu upp í uppgjörsviðtali við Björn Þorláksson. Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálasálfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandsson ræðir við Gunnar Smára um stéttabaráttuna, vinstrið og sósíalismann.

Blaðamannamorð, hávaxtastefnan, menntamál, Gunnar blaðasali og maraþon

Blaðamannamorð, hávaxtastefnan, menntamál, Gunnar blaðasali og maraþonarrow_forward

S06 E135 — 25. ágú 2025

Við hefjum leik á samtali Maríu Lilju við formann Blaðamannafélagsins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir erslegin yfir þeim hörmungum sem blaðamenn á Gaza þurfa að þola. Hún segir löngu orðið ljóst að sannleikurinn sé orðinn að skotmarki Ísraelsmanna á Gaza. Halla Gunnarsdóttir formaður VR ræðir við Gunnar Smára um hávaxtastefnu Seðlabankans og niðurskurðarstefnu ríkisstjórnarinnar sem saman grafa undan lífskjörum almennings, einkum ungs fólks. Aukið áhyggjuefni í grunnskólum borgarinnar er hve nemendahópur er skiptur eftir hverfum. Þetta segir Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla. Hann ræðir ýmsar áskoranir menntamála og jöfnuð. Gunnar Gunnarsson var lengi kunnur blaðasali í borginni. Hann glímir við fötlun sem lýsir sér helst í því að hann á erfitt með að tjá sig og fólk á erfitt með að skilja hann. En á bak við þessa fötlun býr frjór hugur sem fylgist vel með og hefur skoðanir á mörgu. Gunnar Smári ræðir við nafna sinn. Mikið hefur verið rætt um ensku- og íslenskukunnáttu menntamálaráðherra undanfarið. Hvað er uppbyggilegt í þeirri umræðu og hvað gæti verið pólitísk atlaga – eða valdbeiting? Eiríkur Rögnvaldsson ræðir málin. Við endum þáttinn á því að heyra í þremur ungum hlaupurum sem þreyttu frumraun sína í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Þeir eru Kári Hlíðberg, Kári Baldursson og Starkaður Björnsson.

Helgi-spjall: Jón Kalman

Helgi-spjall: Jón Kalmanarrow_forward

S06 E134 — 23. ágú 2025

Jón Kalman Stefánsson rithöfundur sest við Rauða borðið og leyfir hlustendum að kynnast sér og spegla sig í sér, uppruna, uppvexti og leit hans að sjálfum sér sem höfundi og manneskju.

Vikuskammtur: Vika 34

Vikuskammtur: Vika 34arrow_forward

S06 E133 — 22. ágú 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Kristín S. Bjarnadóttir, stofnandi Vonarbrúar, Natalie G Gunnarsdóttir nemi og Sindri Freysson rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af stríði en litlum friði, átökum en kannski fáum lausnum, vonum sem risu og hnigu, væntingum sem gengu sumar eftir.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí