Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Vikuskammtur: Vika 25

Vikuskammtur: Vika 25arrow_forward

S06 E100 — 20. jún 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Valgerður Þ. Pálmadóttir rannsóknarsérfræðingur í hugmyndasögu, Hafdís Helga Helgadóttir útvarpskona, Vigdís Halla Birgisdóttir leikkona og Andrés Skúlason verkefnastjóri hjá Landvernd og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af loftárásum, málþófi, sumri og nýjum tækifærum.

Kvennabarátta, vekni, náttúruspeki, handverk, brids og kvæðakór

Kvennabarátta, vekni, náttúruspeki, handverk, brids og kvæðakórarrow_forward

S06 E099 — 19. jún 2025

Við hefjum leik með umfjöllun um konur og kúrda. Í dag, nítjánda júní á hátíðis- og baráttudegi kvenna á Íslandi setur Ögmundur Jónasson kvenréttindabaráttuna á Íslandi í samhengi við baráttu Kúrda fyrir tilverurétti sínum. Kúrdískar konur hafa verið í fararbroddi baráttunnar og Ögmundur segir einnig frá fyrirlestri tveggja mannréttindalögfræðinga á mánudaginn, Jan Fernon og Ceren Uysal. Kristján Kristjánsson heimspekiprófessor í Birmingham ræðir við Gunnar Smára um umræðuhefð á tímum samfélagsmiðla, Marxíska vekni, póstmóderníska og þá sem náði flugi á tímum sjálfsmyndarstjórnmála. Hildur Margrétardóttir, myndlistakona, kennari og fyrrverandi skólastjóri, segir okkur frá nýjum námsleiðum, skapandi námi, náttúruspeki og útinámI. Hún ræðir líka um ilminn og útiveruna. Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi og víkingur ræðir um handverk og mikilvægi fullnýtingar. Oddnýr Eir og María Lilja ræða við hana. Í bridgeþætti Samstöðvarinnar ræðir Björn Þorláks við Guðmund Snorrason fyrrum norðurlandameistara í bridds og Matthías Imsland, framkvæmdastjóra Bridgesambands Ísland. Vonbrigði í opna flokknum á Norðurlandamótinu á Laugarvatni verða krufin og leiðir ræddar til að ná betri árangri í framtíðinni. Við endum Rauða borðið með söng. Bjarni Karlsson kórstjóri leiðir Maríu Lilju í allan sannleika um þjóðlagahefðir og Kvæðakórinn sem hann stýrir. Hann tekur lagið um Lækinn.

Vg, pólitík, Íran, heimsendi, vinstrið og samræmd próf

Vg, pólitík, Íran, heimsendi, vinstrið og samræmd prófarrow_forward

S06 E098 — 18. jún 2025

Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður, segir Birni Þorláks að spilling og valdsækni áhrifafólks innan VG, ekki síst Svandísar Svavarsdóttur, skýri bágt gengi flokksins undanfarið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði upplýsir Björn að traust til Alþingis sé að aukast frá því sem verið hefur. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um hvort Bandaríkin muni taka frekari þátt í loftárásum Ísraels á Íran. Og um Ísland og Evrópusambandið. Oddný Eir og María Lilja rabba við fólk um hugsanlegan heimsenda, um landamæri, efnahagsflótta, einmanaleika, skattaskjól og önnur hressileg frétta- og ekki-fréttamál. Pétur Tyrfingsson, sálfræðingur og Marxisti, svarar Gunnari Smára um hvers vegna vinstrið og sósíalisminn hafi ekki risið þegar nýfrjálshyggjan féll í Hruninu. Jón Torfi Jónasson prófessor á eftirlaunum talar um skólakerfið við Gunnar Smára og segir hvers vegna hann geldur varhug við samræmdum prófum eins og kallað er eftir.

Íran og Ísrael, Striplab og njósnir, blaðamennskan, víkingahátíð og listir

Íran og Ísrael, Striplab og njósnir, blaðamennskan, víkingahátíð og listirarrow_forward

S06 E097 — 16. jún 2025

Við hefjum Rauða borðið á spjalli við Kjartan Orra Þórsson, Miðausturlandafræðing og sérfræðing í málefnum Írans. Hann ræðir við Gunnar Smára um stríðsátök milli Ísraels og Íran og íranska þjóðerniskennd sem á sér mörg þúsund ára rætur. Ari Logn og Renata Sara Arnórsdóttir, aktívistar í Rauðu regnhlífinni ræða við Maríu Lilju og Oddnýju Eir um strip, femínisma, fordóma á Íslandi og njósnir í Svíþjóð. Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu og Skúli Geirdal, Fjölmiðlanefnd, ræða pólaríseringu íslenskra fjölmiðla, starfsskilyrði blaðamanna, vinnubrögð, falsfréttir og traust til fjölmiðla við Björn Þorláks. Samkvæmt óbirtri könnun treysta hægri menn Morgunblaðinu best en Rúv síður. Við heimsækjum Víkingahátíð í Hafnarfirði þar sem sólin skín á tjöld, eldstæði, baráttu og hljómleik. Oddný Eir og María Lilja fóru og ræddu við víkingana um hátíðarhöld, handverk, hefðir og hugmyndir sem kvikna í ullartjöldunum og samverunni. Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz, ræðir við Björn Þorláks um starfsaðstæður skapandi greina, mikilvægi þess að ungt fólk fái að stunda þá list sem það brennur fyrir og skyldur hins opinbera.

Helgi-spjall: Gnarr

Helgi-spjall: Gnarrarrow_forward

S06 E096 — 14. jún 2025

Jón Gnarr segir okkur frá föður sínum og móður, frá föðurnum á himnum, húmor og pólitík, hugrekki sínu og hugsunarleysi, tímanum þegar hann tapaði sér og gildi þess að tala ekki of mikið um hlutina.

Vikuskammtur: Vika 24

Vikuskammtur: Vika 24arrow_forward

S06 E095 — 13. jún 2025

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Birgitta Jónsdóttir skáld, Steinunn Rögnvaldsdóttir kynjafræðingur og Jón Gísli Harðarson rafvirkjameistari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af eldhúsdegi, málþófi og nefhjóli við Austurvöll, mótmælum og þjóðvarðliði í Kaliforníu og fjölbreytilegum deilum, álitamálum og tíðindum.

Kulnun skólamanns, Ný Sýn, gegn rasisma, breytt Bandaríki og skipulagsmál

Kulnun skólamanns, Ný Sýn, gegn rasisma, breytt Bandaríki og skipulagsmálarrow_forward

S06 E094 — 12. jún 2025

Við hefjum leik á uppgjöri Valgarðs Más Jakobsssonar, skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, en hann berskjaldar sig og lýsir einkennum kulnunar í starfi og hvað þurfti að gerast til að hann rambaði á rétta hillu á ný. Björn Þorláksson ræðir við Valgarð. Það eru vendingar á fjölmiðlamarkaði og hefur verið tilkynnt um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi Sýnar, Stöð 2 er úr sögunni. Frosti Logason fjölmiðlamaður kemur til Maríu Lilju og ræðir stöðu fjölmiðla og mikilvægi fjölbreytni. Halldóra Jóhanna Hafsteins, stuðningsfulltrúi, Margrét Pétursdóttir, leiðsöguman og Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata svara kröfum hópsins Ísland þvert á flokka í tengslum mótmælin á Austurvelli sem boðuð eru fyrir helgi. Þær ræða líka við Oddnýju Eir Ævarsdóttur um uppákomuna í Húsdýragarðinum, rasismann og staðreyndir málsins. Oddný Eir ræðir einnig við dr. Áka Jarl Lárusson, líffræðing hjá Hafrannsóknarstofnun, sem ólst upp í Los Angeles, um ofbeldið í Bandaríkjunum, orsakir og afleiðingar. Og Björn Teitsson, borgarfræðingur mætti til Maríu Lilju og ræddið borgarsamfélagið. Þau fóru yfir samræðuna um bílastæði, einkabílinn, opin rými og hvers meirihluti höfuðborgarbúa óski sér í þeim efnum.

Flugvöllurinn, hafið, reynsluboltar, glæpasamtök, huldufólk og umbylting í læknavísindum

Flugvöllurinn, hafið, reynsluboltar, glæpasamtök, huldufólk og umbylting í læknavísindumarrow_forward

S06 E093 — 11. jún 2025

Daði Rafnsson hjá samtökunum Hljóðmörk sem berjast gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli og Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur ræða við Björn Þorláks stöðu vallarins, vítaverða og vaxandi hljóðmengun og alvarlegt atvik í gærkvöld. Flugvallarvinir hafa hótað fólki sem vill minnka umferð um völlinn að því er kemur fram í umræðunni. Kristín Vala Ragnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni og prófessor emerita í jarðvísindadeild Háskóla Íslands, ræðir við Oddnýju Eir um aðgerðarleysi og hugsanavillur tengdum hagvexti sem ógna hafinu og framtíð okkar. Reynsluboltar vikunnar voru þingkonurnar fyrrverandi; Álfheiður Ingadóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Oddný Harðardóttir. Rætt var um helstu fréttir og stjórnmál. Ekki síst að það vanti fólk á þingi sem talar frá vinstri og hefur áhuga á náttúruvernd. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, ræðir við Maríu Lilju um glæpasamtök útlendinga í fangelsi og auknar valdheimildir lögreglu. Auður Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, höfundur, rannsóknarlektor og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit segir okkur frá nýjum rannsóknum á tengslum sköpunarkrafts og náttúru og hlutverki álfa, huldufólks í pólitík og menningu samtíma okkar. Páll Þórðarson, efnafræði-prófessor við háskóla í Sydney í Ástralíu segir Gunnari Smára frá umbyltingu í læknisfræði vegna RNA-tækni sem hann vinnur að.

Herinn til LA, Thunberg, Trump, Grímur, lífeyrissjóðir og gervigreind

Herinn til LA, Thunberg, Trump, Grímur, lífeyrissjóðir og gervigreindarrow_forward

S06 E092 — 10. jún 2025

Dröfn Ösp Rozas ræðir við Maríu Lilju um mótmælin í LA sem hún segir að sé mikilvægt að kalla ekki óeirðir. María Lilja ræðir við Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, lögmann og formann Siðmenntar um fleyið Madleen sem stöðvuð var með nauðsynlegar vistir fyrir utan Gaza stendur. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um Trump og heimsmálin, ástandið í Kaliforníu og Úkraínu, á Gaza og Mið-Austurlöndum og vaxandi stórveldaátök í heiminum. Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrum lögga, segir frá sjálfum sér, þinginu, ofbeldismálum í samfélaginu og ýmsu öðru í samtali við Björn Þorláksson. Björn heldur áfram umfjöllun sinni um lífeyrissjóði. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka  lífeyrissjóða, ræðir kosti og galla íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Hvað aðgreinir okkur frá sambærilegum sjóðum utan landsteinanna? Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur ræðir við Gunnar Smára um þá afgerandi samfélagsbreytingu sem gervigreindin mun valda, ekki bara í samfélaginu og völdum innan þess, heldur á sjálfsmynd okkar sjálfra.

Helgi-spjall: Drífa

Helgi-spjall: Drífaarrow_forward

S06 E091 — 7. jún 2025

Drífa Snædal, talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, VG og Kvennaathvarfsins segir okkur frá baráttunni, hinu persónulega í pólitíkinni og pólitíkinni í hinu persónulega, frá æsku og uppruna og hversu lengi hún var að finna sig og hvað hún vildi taka sér fyrir hendur. Og um sósíalismann sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí