Rauða borðið

Róttæk samfélagsumræða

Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.

Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, Oddný Eir Ævarsdóttir, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson

Þættir

Helgi-spjall: Stefán Skafti

Helgi-spjall: Stefán Skaftiarrow_forward

S06 E020 — 25. jan 2025

Stefán Skafti Steinólfsson, Dalamaður, ræðir um uppvöxt, feðraveldi, stóriðjustörf sín, náttúruna og afahlutverkið.

Vikuskammtur: Vika 4

Vikuskammtur: Vika 4arrow_forward

S06 E019 — 24. jan 2025

Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Gunni Hilmars tísku og tónlistarmaður, Heiða Eiríksdóttir, tónlistarkona og heimspekingur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Símon Birgisson kennari og leiklistargagnrýnandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af framrás fasisma, komandi verkföllum og handbolta.

Yfirdráttur, klassík, kjötneysla dýravernd, bómenntir og BNA

Yfirdráttur, klassík, kjötneysla dýravernd, bómenntir og BNAarrow_forward

S06 E018 — 23. jan 2025

Við hefjum leik á Samstöðinni í kvöld með Stefáni Jóni Hafstein sem færir okkur sláandi upplýsingar um umhverfismál. Á morgun, 24. janúar, fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfunum, það er að segja ef önnur lönd væru með eins stórt vistspor. Við göngum allra ríkja mest á auðlindir. Og rætt verður endurkjör Trump og áhrif þess á umhverfið. Tónlistarnemarnir Sóley Smáradóttir og Sól Björnsdóttir taka því næst á móti Daníel Bjarnasyni tónskáldi og hljómsveitarstjóra og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur tónskáldi í Klassíkin rokkar. Jóhanna Eyrún Torfadóttir lektor í næringarfræði og Thor Aspelund prófessor í tölfræði koma og ræða um kjötneyslu. Andrés Ingi Jónsson framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands og Katrín Oddsdóttir, mann- og dýraréttindalögfræðingur segja margt bíða nýrrar ríkisstjórnar með tilliti til dýravelferðar sem hafi setið á hakanum vegna vanmáttugs kerfis. Tími sé kominn á að færa Ísland aftur til náttúrunnar en ekki í hendur auðvaldsins og stórfyrirtækja. Vigdís Grímsdóttir og Oddný Eir ræða við skáldkonuna Ásdísi Óladóttur um ljóðabók hennar Rifsberjadalurinn, ljóðlistina, 30 grömmin, geðveikina og sköpunarkraftinn. Við ljúkum þætti kvöldsins með zoom-viðtali við Rósu Guðmunds sem er búsett í L.A. Hún segir okkur frá eldunum sem þar hafa geisað og embættistöku nýs forseta.

Kveikja, reynsluboltar, óöld, heimsendakvíði og Ungfrú Ísland

Kveikja, reynsluboltar, óöld, heimsendakvíði og Ungfrú Íslandarrow_forward

S06 E017 — 22. jan 2025

Í tilefni af opnu húsi fyrir feminista og kvennréttindakonur og í upphafi kvennaárs koma fjórar konur, sem líka eru frummælendur á viðburðinum Kveikja, til spjalls um stöðu baráttunnar og helstu baráttumál. Sara Stef Hildar, Guðný S. Bjarnadóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og María Hjálmtýsdóttir. Mjöll Matthíasardóttir formaður Félags grunnskólakennara segir að ofbeldismál innan grunnskólanna sem verði opinber séu aðeins toppurinn á ísjakanum. Reynsluboltarnir taka við í spjalli við Sigurjón Magnús, gestir hans eru þau Viðar Eggertsson, Lísa Pálsdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir og Bjarki Bjarnason. Þau tala um það sem helst brennur á okkur. Sæunn kjartansdóttir, sálgreinir og rithöfundur ræðir um heimsendakvíða, hlýnun jarðar, og gáfaða dýrið sem þarf að hlusta á og ræða við til að komast út úr svart-hvítri heimsmynd og líðan. Við ræðum síðan um Ungfrú Ísland í Borgarleikhúsinu við aðstandendur, um erindi verksins við samfélagið, söguna og okkur sjálf. Auður Ava Ólafsdóttir höfundur, Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri, og leikararnir Fannar Arnarsson og Íris Tanja Flygenring koma að Rauða borðinu.

Trump, fjölmiðlar, rasismi, dauðinn og nýlenduhyggja

Trump, fjölmiðlar, rasismi, dauðinn og nýlenduhyggjaarrow_forward

S06 E016 — 21. jan 2025

Hvaða áhrif gæti endurkjör Trump haft á upplýsingaóreiðu og fréttamennsku? Blaðamennirnir Jón Ferdinand Estherarson, Guðmundur Gunnarsson, Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson ræða málin með Birni Þorláks. Við ræðum kynþáttafordóma við Snorra Sturluson og Tryggva Scheving Thorsteinsson, eiga börn sem hafa annan húðlit en við flest. Og sláum á þráðinn til Ásgeirs H. Ingólfssonar skálds og menningarblaðamanns sem fékk þau tíðindi í síðustu viku að hann ætti mögulega bara nokkrar vikur ólifaðar. Og ákvað að efna til menningardagskrár af því tilefni. Í lokin kemur Hlynur Hallsson í heimsókn og ræðir norðrið og nýlenduhyggjuna.

Vigdís, Valhöll, vopnahlé, kosningaklúður og börn á flótta

Vigdís, Valhöll, vopnahlé, kosningaklúður og börn á flóttaarrow_forward

S06 E015 — 20. jan 2025

Við byrjum á smá yfirferð yfir þættina um Vigdísi en fáum svo Jón Gunnarsson, fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, til að ræða formannskjör og Landsfund. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir á ekki hans stuðning sem formannsefni. Qussay Odeh íslensk-palestínskur aktivisti fer yfir stöðuna í upphafi vopnhlés. Kristján Sveinbjörnsson, umboðsmaður Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi, hefur tekið saman nýtt minnisblað og sent landskjörstjórn vegna ágalla við síðustu þingkosningar. Síendurteknar brotalamir grafa undan trausti. Morgané Priet-Mahéo stjórnarkona samtakanna Réttur Barna á flótta segir að flóttabörn glími við margvísleg vandamál vegna lítils opinbers utanumhalds.

Helgi-spjall: Pétur Guðjónsson

Helgi-spjall: Pétur Guðjónssonarrow_forward

S06 E014 — 18. jan 2025

Pétur Guðjónsson húmanisti, rithöfundur, stofnandi Flokks mannsins og maðurinn sem tók Fidel Castro í bakaríið á sínum tíma, er gestur Björns Þorláks í Helgi-spjallinu þessa vikuna. Pétur ræðir lífssögu og viðhorf, slys í bernsku sem breytti hugmyndum hans og námskeiðin sem hann heldur enn og standa almenningi opin.

Vikuskammtur: Vika 3

Vikuskammtur: Vika 3arrow_forward

S06 E013 — 17. jan 2025

Gaza, Hvammsvirkjun, frönsk kvikmyndahátíð, Bárðarbunga og fleira verður til tals í Vikuskammtinum að þessu sinni. Það eru þau Margrét Baldursdóttir, túlkur og Þórir Hraundal, prófessor HÍ, sem ræða fréttir vikunnar við Maríu Lilju.

Samtakamáttur, hjólabúar, sálfræðingar og Pusswhip

Samtakamáttur, hjólabúar, sálfræðingar og Pusswhiparrow_forward

S06 E012 — 16. jan 2025

Við hefjum leika á þremur Seyðfirðingum hjá Oddnýju Eir sem segja okkur frá baráttu íbúa Seyðisfjarðar gegn áformum um sjóakvíaeldi. Þetta eru þau Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari Benedikta Guðrún Svavarsdóttir og Magnús Guðmundsson. Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, baráttukona og hjólabúi missti allt sitt í bruna og ræðir við mig um áfallið og stríðið við borgina sem ekkert hefur aðhafst. Hans Hektor Hannesson, sálfræðingur ræðir um kjaramál stéttarinnar nú þegar samningar eru lausir. Þórður Ingi Jónsson, Lord Pusswhip tónlistarmaður ræðir LA lífið, tónlistina og allt þar á milli.

Vopnahlé, reynsluboltar, Carbfix, handbolti og hótanir

Vopnahlé, reynsluboltar, Carbfix, handbolti og hótanirarrow_forward

S06 E011 — 15. jan 2025

Í tilefni nýrra frétta um að vopnahlé verði jafnvel tilkynnt í Quatar í kvöld ræðir María Lilja við Dr. Kristján Þór Sigurðsson, mannfræðing og kennara í HÍ um þýðingu vopnahlés á Gaza. Þau ræða síðan um pólitík, kjör eldri borgara, lífið eftir vinnu og fleira við Sigurjón Magnús Egilsson, þau Kristín Ástgeirsdóttir fyrrum þingkona, Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri, Þorsteinn Sæmundsson varaþingmaður og Þröstur Ólafsson hagfræðingur og miðla af langri reynslu og innsýn. Íbúar í Hafnarfirði hafa margir sameinast í andstöðu við stórfellda iðnaðar-uppbyggingu nálægt íbúahverfum. Áformin hafa tekið stökkbreytingum og fjarlægast æ meir vilja almennings. Við fengum tvo íbúa til að koma og lýsa sínu sjónarhorni og segja okkur frá því sem hefur verið kallað Carbfix-klúðrið, þau Björg Helga Geirsdóttir, leikskólastjóri og Davíð Arnar Stefánsson, sjálfbærnifulltrúi Lands og skógar útskýra hvernig hagsmunir íbúa hafa ítrekað verið hundsaðir.Það hefur ekki farið framhjá mörgum Íslendingnum að HM í handbolta hefst á morgun. Einar Jónsson handboltaþjálfari fer yfir stöðuna og spáir í gengi strákanna okkar í spjalli við Björn Þorláksson sem er mikill áhugamaður um handbolta. Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar ræðir ýmis umhverfismál og þar á meðal að tugir skemmtiferðaskipa hóta að hætta við komu til landsins vegna innviðagjalds.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí