Rauða borðið
Róttæk samfélagsumræða
Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Umsjón: Gunnar Smári Egilsson, Björn Þorláksson, María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp, Sigurjón Magnús Egilsson
Klippur
arrow_forward
Hvaða máli skiptir hver er borgarstjóri í New York?
Gunnar Smári, María Lilja og Sigurjón Magnús segja fréttir Samstöðvarinnar með sínu lagi. Hvert er samhengi fréttanna?
arrow_forward
Mun húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar hjálpa leigjendum?
Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna fer yfir húsnæðispakkann sem ríkisstjórnin i gær með Gunnari Smára.
arrow_forward
Á kynfræðsla heima í fermingarfræðslu krikjunnar?
Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju og Bjarni Karlsson prestur siðfræðingur á sálgæslustofunni Hafi ræða við Gunnar Smára um kynfræðslu …
arrow_forward
Hvað knýr áfram grimmt stríð í Súdan?
Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur er með áratugareynslu fyrir sameinuðu þjóðirnar og alþjóðastofnanir og hefur meðal annars starfað í Súdan. Hann …
Þættir
Helgi-spjall: Einar Kárasonarrow_forward
Einar Kárason rithöfundur kemur í helgi-spjall og segir frá fjölskyldu sinni, uppruna, æsku, kynslóð og ritstörfum, en líka frá bílum, skrítnu fólki, fótbolta og ýmsu öðru.
Vikuskammtur: Vika 41arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þær Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Þórdís Helgadóttir rithöfundur og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af leit að friði, hernaðarhyggju, sigrum og ósigrum, deilum og ekki svo miklum sáttum.
Leikskólar, vextir, öryggismál, lögfræði og Trumplandarrow_forward
Gunnar Smári heldur áfram umræðu um leikskólana. Að þessu sinni koma þær Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB og segja hvers vegna þær eru á móti tillögum um styttri vistunartíma á leikskólunum. Finnbjörn A. Hermannsson hjá ASÍ furðar sig á hávaxtastefnu Seðlabankans sem hann segir að valdi miklu tjóni. Þá séu álitamál með krónuna og fleira sem hafi neikvæð áhrif á fólk, einkum hina skuldsettu. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við Gunnar Smára um vopnahlé á Gaza og öryggismál Evrópu, stöðu álfunnar í fjölpóla heimi. Gísli Tryggvason lögmaður ræðir álitamál í lögfræði tengd fréttum líðandi stundar. Fjallað verður um vændi, hvort líklegt sé að Ísland fái mikilvægar undanþágur með inngöngu í ESB, muninn á málfrelsi og tjáningarfrelsi og rétt eða órétt Ísraela til að handtaka fólk á hafi úti. Björn Þorláks ræðir við Gísla. Gunnar Smári ræðir við Harald Sigurðsson jarðfræðing, sem býr í New Bedford í Massachusetts, um áhrif Trump á bandarískt samfélag. Er Trump að takast að brjóta niður margt af því besta sem byggt var upp í Bandaríkjunum á liðnum áratugum.
Trump, hervæðing, kristni, veðmál, sigur anti-vók og Hannes Péturssonarrow_forward
Við höldum áfram að ræða Donald Trump í Trumptímanum á miðvikudögum, hugmyndir hans, verk og áhrif á Bandaríkin og heiminn allan. Að þessu sinni koma að borðinu og ræða við Gunnar Smára hagfræðingarnir Þorsteinn Þorgeirsson og Þorvaldur Gylfason og sagnfræðingurinn Sveinn Máni Jóhannesson. Helga Þórólfsdóttir er sérfræðingur í friðarfræðum og hefur starfað á stríðsfræðum. Hún ræðir við Gunnar Smára um hernaðarhyggju og hervæðingu, sem nú fer sem vofa um öll lönd. Bjarni Randver Sigurvinsson trúarbragða- og guðfræðingur ræðir við Gunnar Smára um áhrif evangelískrar kirkju og ýmissa trúarkenninga á stefnu ríkisstjórnar Donald Trump. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, ræðir vandann og möguleg úrræði vegna veðmálastarfsemi barna í samtali við Björn Þorláks. Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri og leikararnir Bjarni Snæbjörnsson, Árni Pétur Guðjónsson og Kristrún Kolbrúnardóttir segja Gunnari Smára frá Skammarþríhyrningnum kómískum pólitískum leik um vók og anti-vók sem þau hafa samið ásamt öðrum og sýndur er í Borgarleikhúsinu. Kvæðabók Hannesar Péturssonar kom út fyrir 70 árum og verður tímamótanna fagnað norður í Skagafirði um helgina. Eyþór Árnason ljóðskáld ræðir við Björn Þorláks um tímamótin.
Leikskólar, börn, friður, heimsvaldastefna og sólarorkaarrow_forward
Haraldur F. Gíslason, formaður félags leikskólakennara, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða við Gunnar Smára um leikskólakerfið og deilurnar sem hafa magnast upp vegna tillagna meirihlutans í Reykjavík að draga úr opnunartíma. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir margt að varast fyrir börn og og ungmenni í samtímanum. Fíknir og Internetið eru þar á meðal. Björn Þorláks ræðir við Salvöru. Sagnfræðingur í stjórn Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, fer yfir samtímann í samtali við Björn Þorláks. Hann sér enga ástæðu til að Íslendingar vopnvæðist og varar við stríðsæsingi. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur um Kína ræðir um heimsvaldastefnu Vesturlanda við Gunnar Smára og hvernig rekja má rætur hennar til víkinga. Sólarorka er framtíðin og varasamt er að einblína á síaukna orkuframleiðslu hér á landi í tengslum við orkuskipti. Þetta segir Geir Guðmundsson verkfræðingur. Björn Þorláks ræðir við hann.
Listamannalaun, Evrópustríð, fall Play, leiklist, þjóðfélagsstaða og menntunarrow_forward
Úthlutun ritlauna og fyrirkomulag við veitingu listamannalauna hefur ítrekað vakið deilur í seinni tíð. Hvers vegna? Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistarmaður og Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður, reyna að svara þeirri spurningu í samtali við Björn Þorláks. Valur Ingimundarson prófessor ræðir vaxandi stríðsógn í Evrópu við Gunnar Smára, ólíka afstöðu Evrópuríkja og Bandaríkjanna, afleiðingar hernaðaruppbyggingar á álfuna og hættuna á stigmögnun stríðsátaka. Breki Karlsson hjá Neytendasamtökunum ræðir fall Play og fjölmörg álitamál og verkefni sem fjöldi neytenda glímir við nú til að leita réttar síns. Er Icelandair að nýta sér neyð strandaðra ferðalanga? Björn Þorláksson ræðir við Breka. Hvaða áhrif hefur þjóðfélagsstaða nemenda á framgang þeirra? Eru samkeppnispróf góð hugmynd? Þorlákur Axel Jónsson hefur nýlokið doktorsvörn í menntavísindum og ræðir niðurstöður við Björn Þorláks. Katla Þórudóttir Njálsdóttir leikkona og Kolbrún Björt Sigfúsdóttir höfundur og leikstjóri segja Gunnar Smára frá sýningunni Þetta er gjöf, verk um græðgi, kapítalisma og annað sem er að eyða samfélaginu okkar, samskiptum okkar og okkur sjálfum.
Helgi-spjall: Kristín Gunnlaugsarrow_forward
Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður segir frá leit sinni frá Maríu mey að kvenmannssköpum og tröllskessum, frá óttanum í foreldrahúsum sem hefur fylgt henni, frá ást og skilnaði, trúarþörf og hættunni af að staðna.
Vikuskammtur: Vika 40arrow_forward
Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Auður Jónsdóttir rithöfundur, Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri, Sara Stef. Hildar bókavörður og Sassa Eyþórsdóttir iðjuþjálfi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af gjaldþroti, stríði og litlum frið, átökum um stórt sem smátt en líka vonarglætum stórum og smáum.
Kynjafræði, leikhús. fjölmiðlaógn, Kína og klassíkinarrow_forward
Hanna Björg Viljhjálmsdóttir kynjafræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur ræða um bakslag og kynjafræði í skólum. Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri og leikararnir Hildur Vala Baldursdóttir, Mikael Kaaber, Margrét Eir Hönnudóttir og Ernesto Camilo Valdes segja Gunnari Smára frá ást og sorg fólksins í Rauðu myllunni í París fyrir rúmri öld og hvers vegna sú saga á erindi við okkur í dag. Elva Ýr Gylfadóttir hjá Fjölmiðlanefnd ræðir ógnir og undirróður erlendra ríkja og hvers ber að gæta í heimi fjölmiðlanna í þeim efnum. Björn Þorláks ræðir við hana. Ragnar Baldursson stjórnmálafræðingur heldur áfram að segja okkur frá Kína í samtali við Gunnar Smára. Nú horfir hann á áhrif Konfúsíusar á kínverska menningu, stjórnmál og stöðu Kína í heiminum. Guðni Tómasson framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og Elísabet Indra Ragnarsdóttir verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu ræða meðal annars Víking Heiðar og áhrif hans og fleiri frumkvöðla á tónlistina í spjalli við Gunnar Smára og tónlistarnemann Sól Björnsdóttur.
Trumptíminn, hampur, heimsmálin, Alþingi, ónæmiskerfið og söngurarrow_forward
Við ræðum ástandið í Bandaríkjunum á miðvikudögum við Rauða borðið. Þá er Trumptíminn. Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi, Þorsteinn Þorgeirsson hagfræðingur og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur ræða nýjustu tíðindi úr landi Trump og hvaða áhrif þau munu hafa. Athafnakonan Tóta Jónsdóttir er frumkvöðull í hamprækt á Íslandi. Hún leiðir Maríu Lilju í allan sannleika um þessa mögnuðu, forboðnu jurt sem er til svo margra hluta nytsamleg. Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um heimsmálin, ekki síst nýjustu vendingar Trump gagnvart Gaza og Úkraínu. Málþóf fékk falleinkunn á málþingi um starfshætti Alþingis. Að kalla úrræði til að stöðva eilífðarvél í ræðuflutningi kjarnorkuákvæði vekur aulahroll hjá lagaprófessor. Mörður Árnason fyrrum þingmaður og Indriði H Þorláksson, fyrrum skattstjóri ræða þingið í samtali við Björn Þorláks. Guðlaug María Bjarnadóttir og Súsanna Antonsdóttir halda fyrirlestur fyrir áhugasama um vanvirkni í ónæmiskerfi, sjúkdóm sem hrjáir fjölda fólks en fáir þekkja. Þær ræða við Maríu Lilju um heilsuna. Jóhann Helgason og Edda Borg koma að Rauða borðinu spjalla, spila og syngja í tilefni af nýrri sólóplötu Jóhanns og tónleikum með honum, Eddu og Gömmunum í Bæjarbíói.