Synir Egils

Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni hvers tíma.

Þættir

Samgöngur, fæðingarorlof, EES, Trump, Evrópa og þingið

Samgöngur, fæðingarorlof, EES, Trump, Evrópa og þingiðarrow_forward

S03 E038 — 14. des 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Andrea Sigurðardóttir blaðamaður á Mogganum, Benedikt Erlingsson leikstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar og ástand samfélagsins. Við förum síðan yfir stöðuna á Alþingi á aðventunni. Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar, Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingar ræða góðu málin sem verða samþykkt, málin sem ætti ekki að samþykkja og mikilvægu málin sem ekki verða afgreidd. lokin kemur Sanna Magdalena Mörtudóttir í heimsókn og segir frá framboði sínu til borgarstjórnar.

Pólitískt hneyksli, jarðgöng, fjölmiðlar og öryggisstefna

Pólitískt hneyksli, jarðgöng, fjölmiðlar og öryggisstefnaarrow_forward

S03 E037 — 7. des 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þær Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknar, Eyrún Magnúsdóttir stofnandi Gímaldsins og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og ræða fréttir vikunnar og pólitíkina; skólastjóramál, samgönguáætlun, fjárlög, stöðu flokka í könnunum til þings og borgar, veika fjölmiðlar og veikan húsnæðismarkaður. Við ræðum síðan sögulega öryggisstefnu Bandaríkjanna sem Trumpstjórnin birti við þá Albert Jónsson fyrrum sendiherra og ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum og Guðlaug Þór Þórðarson fyrrum utanríkisráðherra.

Nató, fjölmiðlar, atvinna, leikskólar, jafnrétti, öryggi

Nató, fjölmiðlar, atvinna, leikskólar, jafnrétti, öryggiarrow_forward

S03 E036 — 30. nóv 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þær Guðrún Johnsen prófessor og deildarforseti viðskiptadeildar á Bifröst, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins; fjölmiðla, jafnrétti, atvinnustefnu, Evrópu og margt fleiri. Síðan ræðum við Nató og öryggismál Íslands og Evrópu við Davíð Stefánsson formann Varðbergs og Stefán Pálsson sagnfræðing. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Evrópusambandið, friðartilboð, okurvextir, húsnæði og pólitískar sveiflur

Evrópusambandið, friðartilboð, okurvextir, húsnæði og pólitískar sveiflurarrow_forward

S03 E035 — 23. nóv 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor og deildarforseti á Bifröst, Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins og Halla Gunnarsdóttir formaður VR og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála hér heima og erlendis. Við ræðum síðan Evrópusambandið við tvo heiðursmenn: Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra, þingmaður og formaður BSRB og Þorsteinn Pálsson fyrrum ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ræða stöðu sambandsins og kosti þess fyrir Ísland að ganga inn í ESB. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrar

Pólitík, tollar, ríkislögreglustjóri, sorgir og sigrararrow_forward

S03 E034 — 16. nóv 2025

Það verður góðmennt í þætti dagsins. Af nógu er að taka á vettvangi dagsins. Lögreglan, ógnir í efnahagslífinu, setur EB tolla á járnblendið. Í pólitíkinni er margt að gerast. Það blæs ekki byrlega fyrir gömlu valdaflokkana, Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hvað þurfa þeir að gera? Efnahagsmálin munu verða í brennidepli nú sem fyrr. Gestir eru þau Erla Hlynsdóttir, blaðamaður, Sigtryggur Ari Jóhannsson, blaðamaður og ljósmyndari, Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Stefán Pálsson, sagnfræðingur með meiru.

Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismi

Atvinnuþref, vaxtakrísa, húsnæðisekla, menningarstríð og sósíalismiarrow_forward

S03 E033 — 9. nóv 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Kjartan Sveinsson formaður Landssambands smábátaeigenda, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður og Arna Lára Jónsdóttir þingkona og ræða atvinnulíf, vaxtakrísu, húsnæðiseklu, efnahagslægð, menningarstríð og stöðuna í stjórnmálunum. Þá spyrjum við hvort sigur Zohran Mamdani í New York muni hafa áhrif á vinstrið annars staðar, meðal annars hér heima. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Rósa Björk Brynjólfsdóttir ráðgjafi og fyrrverandi þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar ræða sósíalisma á uppleið. Í lokin ræða þeir bræður um pólitíkina með sínum hætti.

Húsnæði, pólitík og íslenskan

Húsnæði, pólitík og íslenskanarrow_forward

S06 E032 — 2. nóv 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður Flokks fólksins, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður og Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálin. Síðan koma þau Guðrún Nordal prófessor, Arnar Eggert Thoroddsen aðjúnkt og Bragi Valdimar Skúlason auglýsinga-, sjónvarps- og tónlistarmaður og ræða stöðu íslenskunnar.

Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og húsnæðisbasl

Kvennabarátta, áföll í atvinnulífi, menningarstríð og húsnæðisbaslarrow_forward

S03 E031 — 26. okt 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála. Síðan koma þau Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Sigurður Örn Hilmarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks og ræða stöðu flokka, stjórnar og þings og helstu málin sem eru óleyst á vettvangi stjórnmálanna. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfall

Pólitík, skautun, leikskólar, okur, vopnahlé og verkfallarrow_forward

S03 E030 — 19. okt 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Eiríkur Örn Norðdahl skáld og rithöfundur, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar og stöðu samfélagsins, hér heima og erlendis. Síðan koma þau, Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona, Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Róbert Marshall aðstoðarmaður borgarstjóra og velta fyrir stöðunni í stjórnmálunum og þeim verkefnum sem þar eru óleyst. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.

Miðflokkur, vopnahlé, leikskólar, pólitíkin og Framsókn

Miðflokkur, vopnahlé, leikskólar, pólitíkin og Framsóknarrow_forward

S03 E029 — 12. okt 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Jóna Benediktsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins, Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og Jón Trausti Reynisson ritstjóri Mannlífs og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og síðan kemur Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og ræðir stöðu flokksins, þingsins, stjórnmálanna og samfélagsins.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí