Synir Egils
Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni hvers tíma.
Umsjón: Gunnar Smári og Sigurjón Magnús

Klippur

Mun morðið á Charlie Kirk magna upp ofbeldið í bandarískum stjórnmál eða slá á það?
Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, Magnús Helgason sagnfræðingur og Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull ræða skautun og menningarstríð í Bandaríkjunum og …

Mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að hnigna undir stjórn Guðrúnar?
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna …

Mun Alþingi byrja í haust á verri stað en það endaði á í sumar?
Bræðurnir Gunnar Smári og Sigurjón Magnús Egilssynir taka púlsinn á pólitíkinni og fara yfir umræður dagsins.

Er þjóðin að sveigja afstöðu stjórnvalda gagnvart þjóðarmorðinu?
Fólk mun ræða þá miklu samstöðu sem kom fram í gær meðal þjóðarinnar með Palestínumönnum og kröfur sem gerðar voru …
Þættir

Morð, menningarstríð, Alþingi, fjárlög, stríð og refsitollararrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Dagur B. Eggertsson þingmaður, Andrea Sigurðardóttir blaðakona og Valur Gunnarsson sagnfræðingur og ræða fréttir vikunnar og ástandið í samfélaginu og heiminum. Síðan koma þau Hulda Þórsdóttir stjórnmálasálfræðingur, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, Magnús Helgason sagnfræðingur og Gunnlaugur Jónsson frumkvöðull og ræða skautun og menningarstríð í Bandaríkjunum og hvort það sama muni gerast á Íslandi. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Trans, pólitísk átök og sviptingar, mótmæli, samstaðaarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þingmennirnir Arna Lára Jónsdóttir frá Samfylkingu, María Rut Kristinsdóttir frá Viðreisn og Sigurður Örn Hilmarsson frá Sjálfstæðisflokki og ræða fréttir vikunnar, stöðuna í pólitíkinni og þingveturinn fram undan. Þá mun fólk ræða þá miklu samstöðu sem kom fram í gær meðal þjóðarinnar með Palestínumönnum og kröfur sem gerðar voru á stjórnvöld um raunverulegar aðgerðir gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza. Arnfríður Guðmundsdóttir prestur og prófessor, Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands, Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna, Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ræða hvernig þjóðarmorðið snertir almenning og hvernig hann getur brugðist við. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Efnahagur, orka, Grænland, stríð og meiri orkaarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þingkonurnar Ása Berglind Hjálmarsdóttir í Samfylkingu, Halla Hrund Logadóttir í Framsókn og Sigríður Á. Andersen í Miðflokki og ræða verðbólgu, vexti og ríkisfjármál, vindmyllur og orkumál, stríð og engan frið í útlöndum, ásælni Trump á Grænlandi og þingstörfin í sumar og vetur. Þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni og fá síðan Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar til að ræða stöðu fyrirtækisins, hækkandi raforkuverð til almennings, þörf á virkjunum, varaafl vegna vindorku og fleira.

Synir Egils: Stríð, friður, vextir, verðbólga og húsnæðiskreppaarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður og ræða fréttir vikunnar og stöðu mála hér heima og erlendis. Síðan koma þeir Ragnar Þór Ingólfsson formaður fjárlaganefndar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræða húsnæðismál, vexti og verðbólgu, og hvernig þetta grefur undan lífskjörum almennings, einkum þeirra hópa sem síst mega við skerðingu kjara. Í lokin fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni.

Synir Egils: Friðarviðræður, pólitíkin, innflytjendur, glæpir og rasismiarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Sirrý Hallgrímsdóttir verkefnastjóri og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og fara yfir fréttir af stríð og friði, stöðu samfélags og heims. Síðan mun Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, Nichole Leigh Mosty doktorsnemi og Snorri Másson þingmaður koma að borðinu og ræða innflytjendamál og glæpatíðni og rasisma sem oft tengist umræðu um þau mál. Í lokin fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni með sínu nefi.

Sumarþing, upplausn, heimstyrjöld og sveitarstjórnirarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þeir Helgi Seljan blaðamaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og ræða fréttir og stöðu samfélagsins á miðju sumri, nú þegar dagarnir fara að styttast. Síðan koma þær Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Líf Magneudóttur formaður borgarráðs og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og halda umræðunni áfram, um ástandið í heimsmálum, landsmálum og í nærsamfélaginu. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.

Málþóf, mótmæli. loftárásir og skautunarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Benedikt Jóhannesson tölfræðingur og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og ræða um málþóf á Íslandi, átökin í Mið-Austurlöndum, mótmæli í Bandaríkjunum og hér heima og fleiri fréttir. Síðan koma þær Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og Davíð Þór Jónsson prestur og halda umræðunni áfram og ræða líka um skautun og upplausn milli ríkja og innan ríkja. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Sjómenn, veiðigjöld, stjórn og stjórnarandstaða, hægri og vinstriarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og fyrrum þingkona, Kári Gautason búfjárerfðafræðingur og fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Benedikt Erlingsson leikstjóri en síðan þau Bolli Héðinsson hagfræðingur, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur. Í tilefni sjómannadags rifjum við upp ávörp óþekka sjómannsins sem Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og trillukarl, flutti og þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni.

Stjórnin, stjórnarandstaðan, flóttabörn og mótmæliarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Helen María Ólafsdóttir öryggissérfræðingur og Björn Leví Gunnarsson tölvunarfræðingur og fyrrum þingmaður og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. María Lílja ræðir síðan við Sonju Magnúsdóttur og Svavar Jóhannsson, fósturforeldra Oscars Bocanegra Florez frá Kólumbíu, sem vísa á úr landi. Í lokin fara þeir bræður síðan yfir pólitíkina með sínu nefi.

Þjóðarmorð, söngur, veiðigjöld og fasismiarrow_forward
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Lára Zulima Ómarsdóttir upplýsingafulltrúi, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og ræða allt nema veðrið og svo fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni með sínu nefi.