Synir Egils

Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni hvers tíma.

Umsjón: Gunnar Smári og Sigurjón Magnús

Þættir

Óréttlæti, flóttafólk, skógrækt og kjaraviðræður

Óréttlæti, flóttafólk, skógrækt og kjaraviðræðurarrow_forward

S01 E004 — 1. okt 2023

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Láru Ómarsdóttur blaðakonu, Gísla Martein Baldursson fjölmiðlamann og Helgu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi. Benedikt Erlingsson leikstjóri stígur á stokk og flytur eldmessu um skógrækt. Þeir bræður fara yfir daginn og veginn áður en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og  Finnbjörn A Hermannsson formaður Alþýðusambandsins koma og ræða stöðuna í aðdraganda kjaraviðræðna.

Pólitík, barnafjölskyldur, kvóti og stjórnarskrá

Pólitík, barnafjölskyldur, kvóti og stjórnarskráarrow_forward

S01 E003 — 24. sep 2023

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Jóhann Pál Jóhannsson þingmann, Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB og Þóru Tómasdóttur blaðakonu. Við heyrum síðan í Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Þeir bræður fara yfir daginn og veginn áður en Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði og Eiríkur Tómasson prófessor í lögfræði ræða um þörfina á að fá auðlindarákvæði í stjórnarskrána, hvað það ákvæði þarf að innihalda og hversu varasamt er að það sé ófullnægjandi.

Fjárlög, fátækt & fiskveiðiauðlindin

Fjárlög, fátækt & fiskveiðiauðlindinarrow_forward

S01 E002 — 17. sep 2023

Nýr þáttur á Samstöðinni, Synir Egils. Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrrverandi bæjarstjóra og þingmann, Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðing í fjármálum og Marinó G. Njálsson tölvunarfræðing. Laufey Líndal Ólafsdóttir formaður Pepp, félags fólks í fátækt, flytur pistil dagsins og þeir bræður taka Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra til yfirheyrslu um sjávarútvegsmál, hvalveiðar og sambúðina á stjórnarheimilinu.

Synir Egils: Nýr þáttur á Samstöðinni

Synir Egils: Nýr þáttur á Samstöðinniarrow_forward

S01 E001 — 10. sep 2023

Nýr þáttur á Samstöðinni, Synir Egils. Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Dagbjört Hákonardóttur, nýjan þingmann, og blaðamennina Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Helga Seljan. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, mætir og fer með eldmessu. Og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, kemur í sunnudagsviðtalið.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí