Synir Egils

Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni hvers tíma.

Umsjón: Gunnar Smári og Sigurjón Magnús

Þættir

Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningar

Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningararrow_forward

S02 E010 — 17. mar 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Margrét Marteinsdóttir blaðamaður, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hræringum ofan jarðar og neðan, lífsbaráttu almennings, stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar, vaxandi útlendingaandúðar og vangaveltum um forsetaframboð. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni. Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar koma síðan og ræða stöðu verkalýðshreyfingarinnar eftir kjarasamninga aðildarfélaga Alþýðusambandsins.

Kjaramál, útlendingar, deilur og Islam

Kjaramál, útlendingar, deilur og Islamarrow_forward

S02 E009 — 10. mar 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur og Kristinn Hrafnsson blaðamaður og fara yfir fréttirnar og stöðu mála. Þeir bræður taka síðan púlsinn á pólitíkinni en fá síðan þá Kristján Þór Sigurðsson, sem skrifaði doktorsritgerð um Islamska samfélagið á Íslandi, og Hauk Þór Þorvarðarson, sem skrifaði meistarritgerð um Islamófóbíu, til að ræða um Islamófóbíu og áhrif hennar á íslnskt samfélag, einstaklingana og stefnu stjórnvalda.

Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinn

Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinnarrow_forward

S02 E008 — 3. mar 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í Vík í Mýrdal, Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, og ræða innflytjendamál, orkumál, efnahagsmál og önnur mál sem hafa verið ofarlega í umræðunni í vikunni. Þeir bræður taka stöðuna á Alþingi. Síðan kemur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og þeir bræður spyrja hana um þær breytingar sem hún stendur fyrir og hefur staðið fyrir, stöðuna á flokknum hennar og ríkisstjórninni. Fyrir hvað stendur Áslaug Arna í pólitíkinni?

Kjaramál, pólitík og innflytjendur

Kjaramál, pólitík og innflytjendurarrow_forward

S02 E007 — 25. feb 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni en fá svo að Rauða borðinu innflytjendur til að ræða innflytjendamál. Jasmina Vajzović Crnac sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda, Qussay Odeh aðgerðarsinni í málefnum Palestínumanna og Wiktoria Joanna Ginter túlkur og aktívisti í málum innflytjenda ræða breyttan tón í umræðu um innflytjendastefnu.

Pólitískar vendingar, átök og Gaza

Pólitískar vendingar, átök og Gazaarrow_forward

S02 E006 — 18. feb 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ráða í stöðuna. Þeir bræður munu líka greina ástandið á þinginu og á eftir vindum við okkur í Háskólabíó og hlýðum á stórfund til stuðningi Palestínu.

Náttúrhamfarir, hælisleitendur og staða ríkissjóðs

Náttúrhamfarir, hælisleitendur og staða ríkissjóðsarrow_forward

S02 E005 — 11. feb 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Ingvar Smári Birgisson lögmaður, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Jóhann Páll Jóhansson þingmaður  og ræða fréttir vikunnar en líka stöðuna í stjórnmálunum. Þeir bræður taka stöðuna á þingi og fá svo Hrafnkel Ásólf Proppé skipulagsfræðing, Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing og Pál Einarsson jarðfræðing til að ræða áhrif náttúrvár á skipulagsmál.

Hrun ríkisstjórnar, átök, rasismi og Íslamófóbía

Hrun ríkisstjórnar, átök, rasismi og Íslamófóbíaarrow_forward

S02 E004 — 4. feb 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins, Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar en ekki síst stöðuna í stjórnmálunum, hrun í trausti til ríkisstjórnar og flokkanna sem mynda hana. Þeir bræður taka stöðuna á þingi. Mahdya Malik háskólanemi, Zahra Mesbah starfskona í samræmdri móttöku flóttafólk hjá Reykjavíkurborg og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi koma síðan og ræða reynslu sína og þekkingu á fordómum í íslensku samfélagi, rasisma og Íslamófóbíu.

Þjóðarmorð, stjórnarkreppa og kjarabarátta

Þjóðarmorð, stjórnarkreppa og kjarabaráttaarrow_forward

S02 E003 — 28. jan 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Bjarni Karlsson guðfræðingur, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona og ræða stórar fréttir, mikil tíðindi og eldfimt ástand hér heima og innanlands. Þeir bræður munu meta stöðuna í pólitíkinni og svo sláum við á þráðinn til Helenar Ólafsdóttur öryggisráðgjafa og berum undir hana ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að frysta framlög til Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza. Í lokin fáum við Þórdís Ingadóttir lagaprófessor og segir okkur frá Alþjóðadómstólnum og túlkar úrskurð hans um þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Gaza.

Hamfarir, stjórnarkreppa og samfélag

Hamfarir, stjórnarkreppa og samfélagarrow_forward

S02 E003 — 21. jan 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir starfsmaður Alþýðusambandsins og Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá og ræða fordæmalausa stöðu. Ríkisstjórn með innanmein frammi fyrir risastórum verkefnum; hamförum, flóttafólki, kjarasamningum, húsnæðiskreppu, verðbólgu og efnahagslegri óvissu. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni en á eftir munu þeir fá til sín gesti til að ræða stöðuna í Grindavík út frá öðrum sjónarhornum en jarðfræðilegum og verkfræðilegum. Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og íbúi í Grindavík, Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði og Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði ræða Grindavík, samfélag í upplausn, stöðu fjölskyldna og getu og vilja ríkisvaldsins til að finna réttar lausnir og fylgja þeim eftir.

Eldgos, hvalur, átök, ráðherrakapall og orkuskortur

Eldgos, hvalur, átök, ráðherrakapall og orkuskorturarrow_forward

S02 E002 — 14. jan 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Katrín Oddsdóttir lögmaður, Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður og formaður Blaðamannafélagsins og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða átök innan ríkisstjórnar, innan Blaðamannafélagsins, hvalveiðar, orkuskipti og önnur átakamál. Við byrjum þáttinn hins vegar á rapporti frá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi og heyrum svo í tveimur Grindvíkingum: Hilmar Freyr Gunnarsson og Páll Valur Björnsson koma til okkar. Í lokin kemur Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fer yfir orku- og auðlindamál og ekki síst stöðuna á Reykjanesi.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí