Synir Egils

Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni hvers tíma.

Umsjón: Gunnar Smári og Sigurjón Magnús

Þættir

Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandi

Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandiarrow_forward

S02 E031 — 20. okt 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Sonja Þorbergsdóttir forseti BSRB, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Stefanía Óskarsdóttir prófessor. Þeir bræður ræða stöðuna í stjórnmálunum og fá líka fleiri gesti til að meta stöðuna: Ólaf Þ. Harðarson prófessor, Helgu Völu Helgadóttur lögmann og Líf Magneudóttur borgarfulltrúa.

Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkingin

Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkinginarrow_forward

S02 E030 — 13. okt 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi og Heimir Már Pétursson fréttamaður og fara yfir stöðuna í pólitíkinni. Vill einhver vera í þessari ríkisstjórn? Verður kosið fyrir jól. Þeir bræður fara líka yfir pólitíkina og það gerir líka Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vill hún breyta stjórnarstefnunni og hvernig þá?

Húsnæðismál, pólitísk átök og skuldir ríkissjóðs

Húsnæðismál, pólitísk átök og skuldir ríkissjóðsarrow_forward

S02 E029 — 29. sep 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill, Jón Gnarr listamaður og pólitíkus og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður munu taka púlsinn á pólitíkinni og síðan koma fjórir þingmenn til að ræða ríkisfjármála, skuldasöfnun og vaxtabyrði: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata og Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar.

Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfi og húsnæðiskreppa

Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfi og húsnæðiskreppaarrow_forward

S02 E028 — 22. sep 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Dagbjörg Hákonardóttir þingkona og Róbert Marshall leiðsögumaður og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af þungbærum fréttum og pólitískum óróa. Þeir bræður taka stöðuna á á pólitíkinni og síðan koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, María Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða viðvarandi húsnæðiskreppu, aðgerðaleysi stjórnvalda og hvað sé til ráða.

Fjárlög, vaxtaokur og fallvölt ríkisstjórn

Fjárlög, vaxtaokur og fallvölt ríkisstjórnarrow_forward

S02 E027 — 15. sep 2024

Gestir verða Bogi Ágústsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jakob Frímann Magnússon og Ólafur Þ. Harðarson. Vettvangur dagsins, Bogi, Ingibjörg og Jakob. Pólitík dagsins, vaxtaokur bankanna, aðför að heimilum, fjárlög. Seinni hluti Ólafur. Staða ríkisstjórnarinnar, lifir hun eða deyr. Heldur Samfylkingin fylginu eða hrapar hún? Hvað með flokkanna sjálfa? T.d. Sósíalistaflokkinn?

Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli

Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæliarrow_forward

S05 E026 — 8. sep 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður, Ragnheiður Ríkarðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður greina stöðuna og síðan koma þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ragnar Þór Jónsson formaður VR og segja hvers vegna stærstu heildarsamtök launafólks sameinast í mótmælum við þingsetningu.

Pólitískt umrót, efnahagslægð, lífskjarakrísa og kjaradeilur

Pólitískt umrót, efnahagslægð, lífskjarakrísa og kjaradeilurarrow_forward

S02 E025 — 1. sep 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar, umrót í stjórnmálum, efnahagslægð og lífskajarakrísu. Að því loknu ræða þeir bræður stöðuna í pólitíkinni og síðan koma þær Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM, Svana Helen Björnsdóttir, formaður Félags verkfræðinga og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins og ræða stöðu kjaramála stétta með lausa samninga.

Hægrið, pólitíkin, skólamál og Framsókn

Hægrið, pólitíkin, skólamál og Framsóknarrow_forward

S02 E024 — 25. ágú 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Sigríður Á. Andersen lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða pólitísk landslag á Íslandi og víðar og ekki síst þær umbreytingar sem hægrið gengur í gegnum. Þá mun Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra svara spurningum Gunnars Smára og Björn Þorlákssonar og í lokin fara þeir bræður yfir stöðu mála.

Óvinæl ríkisstjórn veikra flokka, verðbólga og okurvextir

Óvinæl ríkisstjórn veikra flokka, verðbólga og okurvextirarrow_forward

S02 E023 — 18. ágú 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Drífa Snædal, talskona Stígamóta, Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og Þórður Snær Júlíusson, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar og ræða veika stöðu stjórnarflokkanna og forystukreppu innan þeirra, helstu verkefni stjórnmálanna í vetur, harðnandi tón í kjaramálum lækna, kennara og annarra menntaðra stétta, viðvarandi verðbólgu og háa vexti. Á eftir taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni.

Pólitískar sveiflur vestan hafs og austan og hér líka

Pólitískar sveiflur vestan hafs og austan og hér líkaarrow_forward

S02 E022 — 30. jún 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Ögmundur Jónasson fyrrum þingmaður og ráðherra og ræða pólitík og samfélag, aldna forsetaframbjóðendur, lausn Julian Assange, veika stöðu Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí