Synir Egils

Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni hvers tíma.

Umsjón: Gunnar Smári og Sigurjón Magnús

Þættir

Sumarþing, upplausn, heimstyrjöld og sveitarstjórnir

Sumarþing, upplausn, heimstyrjöld og sveitarstjórnirarrow_forward

S03 E020 — 22. jún 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þeir Helgi Seljan blaðamaður, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og ræða fréttir og stöðu samfélagsins á miðju sumri, nú þegar dagarnir fara að styttast. Síðan koma þær Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Líf Magneudóttur formaður borgarráðs og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og halda umræðunni áfram, um ástandið í heimsmálum, landsmálum og í nærsamfélaginu. Í lokin taka þeir bræður púlsinn á pólitíkinni.

Málþóf, mótmæli. loftárásir og skautun

Málþóf, mótmæli. loftárásir og skautunarrow_forward

S03 E019 — 15. jún 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Benedikt Jóhannesson tölfræðingur og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og ræða um málþóf á Íslandi, átökin í Mið-Austurlöndum, mótmæli í Bandaríkjunum og hér heima og fleiri fréttir. Síðan koma þær Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og Davíð Þór Jónsson prestur og halda umræðunni áfram og ræða líka um skautun og upplausn milli ríkja og innan ríkja. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Sjómenn, veiðigjöld, stjórn og stjórnarandstaða, hægri og vinstri

Sjómenn, veiðigjöld, stjórn og stjórnarandstaða, hægri og vinstriarrow_forward

S03 E018 — 1. jún 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma fyrst þau Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og fyrrum þingkona, Kári Gautason búfjárerfðafræðingur og fyrrum aðstoðarmaður ráðherra og Benedikt Erlingsson leikstjóri en síðan þau Bolli Héðinsson hagfræðingur, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur. Í tilefni sjómannadags rifjum við upp ávörp óþekka sjómannsins sem Þröstur Leó Gunnarsson, leikari og trillukarl, flutti og þeir bræður taka púlsinn á pólitíkinni.

Stjórnin, stjórnarandstaðan, flóttabörn og mótmæli

Stjórnin, stjórnarandstaðan, flóttabörn og mótmæliarrow_forward

S03 E017 — 25. maí 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Helen María Ólafsdóttir öryggissérfræðingur og Björn Leví Gunnarsson tölvunarfræðingur og fyrrum þingmaður og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. María Lílja ræðir síðan við Sonju Magnúsdóttur og Svavar Jóhannsson, fósturforeldra Oscars Bocanegra Florez frá Kólumbíu, sem vísa á úr landi. Í lokin fara þeir bræður síðan yfir pólitíkina með sínu nefi.

Þjóðarmorð, söngur, veiðigjöld og fasismi

Þjóðarmorð, söngur, veiðigjöld og fasismiarrow_forward

S03 E016 — 18. maí 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessu sinni koma þau Lára Zulima Ómarsdóttir upplýsingafulltrúi, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og ræða allt nema veðrið og svo fara þeir bræður yfir stöðuna í pólitíkinni með sínu nefi.

Auðlindir, innviðir, traust og svik

Auðlindir, innviðir, traust og svikarrow_forward

S03 E015 — 11. maí 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og stöðuna í stjórnmálum. Að þessi sinni koma þau fyrst Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og þingmennirnir Halla Hrund Logadóttir og Sigmar Guðmundsson. Síðan taka þau við Árni Helgason lögmaður og varaþingmaður, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og ræða veiðigjöld, bankasölu og fleira. Í lokin taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni með sínu nefi.

Njósnir, verðbólga, veiðigjöld og íþróttir

Njósnir, verðbólga, veiðigjöld og íþróttirarrow_forward

S03 E014 — 4. maí 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Svandís Svavarsdóttir formaður Vg, Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður og væntanlegur þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir fyrrverandi þingkona Framsóknar og ræða fréttir vikunnar, átök og umræðu í samfélaginu. Síðan koma þrír af frambjóðendum til formanns Íþrótta- og ólympíusambands Íslands: Valdimar Leó Friðriksson, Magnús Ragnarsson og Brynjar Karl Sigurðsson og ræða íþróttahreyfinguna. Í lokin fara þeir bræður yfir pólitíkina með sínu nefi.

Átök og umræða, fréttir og pólitík

Átök og umræða, fréttir og pólitíkarrow_forward

S03 E013 — 27. apr 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau fyrst Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og síðan þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og ræða málin. Þeir bræður taka líka púlsinn á pólitíkinni.

Ríkisfjármál, veiðigjöld, tollar, pólitík og öryggismál

Ríkisfjármál, veiðigjöld, tollar, pólitík og öryggismálarrow_forward

S03 E012 — 6. apr 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi og Hallgrímur Helgason rithöfundur og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni, hér heima og erlendis. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni með sínu nefi en síðan fær Björn Þorláksson Kristrúnu Frostadóttur í heimsókn, ræðir við hann um öryggismál og annað sem ríkisstjórnin vill endurmeta og breyta.

Veiðigjöld, átök, börn og Flokkur fólksins

Veiðigjöld, átök, börn og Flokkur fólksinsarrow_forward

S06 E011 — 30. mar 2025

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórður Snær Júlíusson framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sanna Magdalena Mörtudóttir forseti borgarstjórnar og ræða fréttir vikunnar og stöðu stjórnmálanna. Salvör Nordal umboðsmaður barna kemur og ræður stöðu barna, en mörg mál hafa komið upp undanfarið sem benda til þess að þau börn sem eru í vanda séu ekki gripin. Styr hefur staðið um Flokk fólksins undanfarnar vikur. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður flokksins ræðir pólitíkina, ríkisstjórnina og flokkinn.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí