Synir Egils

Synir Egils hafa áratuga reynslu af greiningu pólitískrar- og samfélagslegar umræðu. Á sunnudögm ræða þeir meðal annars við fólk úr stjórnmálum, fjölmiðlum og verkalýðshreyfingunni um brýnustu málefni hvers tíma.

Umsjón: Gunnar Smári og Sigurjón Magnús

Þættir

Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendisarrow_forward

S02 E018 — 26. maí 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Drífa Snædal talskona Stígamóta og ræða forsetakosningar og fleiri fréttir. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni og fá síðan heita stuðningsmenn fjögurra frambjóðenda: Helga Lára Haarde sálfræðingur er stuðningskona Höllu Hrundar, Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff er stuðningskona Höllu Tómasar, Evert Víglundsson einkaþjálfari er stuðningsmaður Baldurs og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM er stuðningskona Katrínar.

Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völd

Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völdarrow_forward

S02 E017 — 12. maí 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundsdóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeri bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.

Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar

Forseti, mútur, spilling og almannatryggingararrow_forward

S02 E016 — 5. maí 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Heimildinni, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og ræða fréttir vikunnar, stöðu stjórnmála og samfélags. Síðan taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ, Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar koma síðan að borðinu og fjalla um frumvarp til breytinga á almannatryggingum.

Forseti, pólitík, lagareldi og Breiðholt

Forseti, pólitík, lagareldi og Breiðholtarrow_forward

S02 E015 — 28. apr 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði, Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða fréttir vikunnar. Þeir bræður taka síðan stöðuna og fá svo Eðvarð Hilmarsson kennara í heimsókn til að ræða um hvort Breiðholt brenni.

Flokkar, forseti, fiskeldi og hryllingurinn á Gaza

Flokkar, forseti, fiskeldi og hryllingurinn á Gazaarrow_forward

S02 E014 — 21. apr 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar, Katrín Oddsdóttir lögmaður og Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og ræða helstu fréttir og stöðu samfélags og stjórnmála. Þá munu bræðurnir taka stöðunni á pólitíkinni og síðan kemur Sveinn Rúnar Hauksson læknir og baráttumaður fyrir frelsi Palestínu í tilefni af því að í vikunni verður hálft ár frá innrás Ísraelshers á Gaza sem þróast hefur í þjóðarmorð.

Ríkisstjórn, Alþingi, forseti og biskup

Ríkisstjórn, Alþingi, forseti og biskuparrow_forward

S02 E013 — 14. apr 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ráða í stöðu nýrrar ríkisstjórnar, stefnu hennar og lífslíkur, persónur og leikendur. Í seinni hluta þáttarins verður endursýnt samtal við þau þrjú sem eru í biskupskjöri, en þau eru: Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir.

Afsögn, framboð og stjórnarkreppa

Afsögn, framboð og stjórnarkreppaarrow_forward

S02 E012 — 7. apr 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Ragnheiður Ríkarðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona og ræða afsögn forsætisráðherra, myndun nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar hennar og mögulegar þingkosningar ofan í forsetakosningar. Þá munu þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni. Og í lokin verður flutt spjall við Ólaf Þ. Harðarson prófessor og Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra frá föstudeginum um ákvörðun Katrínar, stöðu ríkisstjórnar og Vg.

Ríkisbankar, einkarekstur, pólitík, stríð og enginn friður

Ríkisbankar, einkarekstur, pólitík, stríð og enginn friðurarrow_forward

S02 E011 — 24. mar 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum á pálmasunnudegi og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Andri Snær Magnason rithöfundur og skáld, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands og Snorri Másson ritstjóri  og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af átökum og ásökunum, framboði og eftirspurn, stríð og litlum friði. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Hilmar Þór Hilmarsson prófessor til að fara yfir stríð í heiminum og áhrif þeirra á öryggismál og heimspólitíkina. 

Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningar

Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningararrow_forward

S02 E010 — 17. mar 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Margrét Marteinsdóttir blaðamaður, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hræringum ofan jarðar og neðan, lífsbaráttu almennings, stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar, vaxandi útlendingaandúðar og vangaveltum um forsetaframboð. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni. Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar koma síðan og ræða stöðu verkalýðshreyfingarinnar eftir kjarasamninga aðildarfélaga Alþýðusambandsins.

Kjaramál, útlendingar, deilur og Islam

Kjaramál, útlendingar, deilur og Islamarrow_forward

S02 E009 — 10. mar 2024

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur og Kristinn Hrafnsson blaðamaður og fara yfir fréttirnar og stöðu mála. Þeir bræður taka síðan púlsinn á pólitíkinni en fá síðan þá Kristján Þór Sigurðsson, sem skrifaði doktorsritgerð um Islamska samfélagið á Íslandi, og Hauk Þór Þorvarðarson, sem skrifaði meistarritgerð um Islamófóbíu, til að ræða um Islamófóbíu og áhrif hennar á íslnskt samfélag, einstaklingana og stefnu stjórnvalda.

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí