Kim Jong Un segir Norður-Kóreubúum að búa sig undir stríð

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði í dag að landsmenn yrðu að vera reiðubúnir undir stríð, nú sem aldrei fyrr. Titringur og óstöðugleiki alþjóðasamskiptum og samskiptum ríkja í næsta nágrenni við Norður-Kóreu væru slík að þetta væri staðan.

Leiðtoginn lýsti þessu í heimsókn sinni í helsta hernaðar háskóla landsins, heitinn eftir föður hans Kim Jong II, í gær að því er KCNA ríkisfréttastofan greinir frá. 

Norður-Kórea hefur á síðustu árum aukið vopnaþróun og -framleiðslu sína verulega og þá hefur ríkið styrkt hernaðarleg og pólitísk samskipti við Rússland. Þannig er fullyrt að Norður-Kórea hafi séð Rússum fyrir vopnum í Úkraínustríðinu meðal annars. 

Kim lýsti því fyrir nemendum og starfsfólki háskólans að „ef óvinurinn velur að mæta Alþýðulýðveldinu Kóeru með hernaði, mun Alþýðulýðveldið Kórea veita óvininum náðarhögg án nokkurs hiks, með því að virkja til þess allt sem tiltækt er“. Hann lýsti, að því er KCNA greindi frá, flókinni stöðu á alþjóðasviðinu og óstöðugri stöðu hernaðarmála og stjórnmála í næsta nágrenni Norður-Kóreu og því væri nú runninn upp sá tími að þörf væri á því að vera betur undirbúinn undir styrjöld en nokkru sinni. 

Norður-Kórea hefur sakað Bandaríkin og Suður-Kóreu um hernaðarlegar ögranir með því að stunda það sem stjórnvöld í landinu kalla „stríðsleiki“. Er þar vísað til aukinnar tíðni og ákafa í heræfingum ríkjanna tveggja á síðustu mánuðum. 

Fyrr í þessum mánuði fylgdist Kim með tilraunaskoti nýs háhraða millidrægrar skotflaugar. Sú notar eldsneyti í föstu formi og segja hernaðarsérfræðingar það muni auka getu Norður-Kóreu til að beita flugskeytum með markvissari hætti en verið hefur. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí