Ólöglegar veiðar stórt vandamál í ESB

Sjávarútvegur 27. sep 2022

„Aðildarríkin verða að berjast harðar“ segir í skýrslu Endurskoðunarrétta ESB um eftirlit með fiskveiðum í Evrópusambandinu, ólöglegar veiðar stórt vandamál innan bandalagsins. Rót vandans er ósamræmi í eftirliti aðildarríkja. Veikburða eftirlit býr til gloppur í eftirliti og veikir vistkerfin sem eru undirstöður atvinnugreinarinnar.

Skýrslan tekur dæmi um misræmi í sektum fyrir sambærileg brot, 200 evrur í Kýpur, Litháen og Eistlandi, en 7.000 evrur á Spáni. Sums staðar séu upphæðir sekta lægri en efnahagslegur ávinningur af brotinu sem um ræðir. Fram kemur að umfangsmestu brotin felist í því að afli fari ranglega skráður á markað.

Evrópusambandið flytur inn 34% af fiskafurðum heimsins. Ofveiði ógnar fiskistofnum og lífríki þeirra um allan heim. Evrópusambandið setti sér háleit markmið um sjálfbærni og lögmæti fiskveiða fyrir árið 2020. Enn er langt í land með að þau markmið náist.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí