Myndbandið af gleraugnaþjófnaði leiðtoga sósíalista í Noregi birt

Dagbladet í Noregi birti í gær upptökuna af stuldi Bjørnar Moxnes, leiðtoga vinstri sósíalistaflokksins Rødt, á sólgleraugum úr búð á alþjóðaflugvellinum í Osló, Gardermoen. Atvikið átti sér stað fyrr í júní mánuði, en var upplýst í fjölmiðlum í síðustu viku.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Eins og sjá má þá koma útskýringar Moxnes sjálfs, sem hann skýrði frá í viðtali við VG um helgina, ekki alveg heim og saman við staðreyndir málsins. En af myndbandinu að dæma virðist augljóst að um einbeittan brotavilja hafi verið að ræða.

Eins og áður hefur verið greint frá, þá er þetta hið vandræðalegasta mál fyrir Rødt, en mikið hefur verið rætt um málið í norskum fjölmiðlum. Margir hafa velt fyrir sér hvað manninum gangi eiginlega til, en ætla má að þingmaður í Noregi hafi nægar tekjur til að þurfa ekki að stela sólgleraugum.

En sjón er söguríkari. Moxnes hefur tekið sér veikindaleyfi frá störfum sem þingmaður.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí