James Webb sjónaukinn uppgötvaði spurningamerki í geimnum

James Webb sjónaukinn sem sendur var á sporbaug um sólu á síðasta ári sendi mynd til jarðar á dögunum þar sem finna má form sem varla verður lýst öðruvísi en sem spurningarmerki í geimnum.

Það var 26. júní sl. sem Evrópska geimrannsóknarstofnunin (ESA) birti nákvæmustu mynd sem hingað til hefur sést af tveimur ungum stjörnum í mótun, 1.470 ljósár frá jörðu, í stjörnuþyrpingunni Vela. Í myndinni eru stjörnurnar umkringdar disklaga efnismassa sem „nærir“ stjörnurnar á meðan þær vaxa. Ferlið tekur milljónir ára.

Rétt undir þessum stjörnum, í bakgrunni myndarinnar, er fyrirbæri sem líkist risavöxnu spurningamerki.

Vísindamenn segja óljóst hvað spurningamerkið er, en litur þess og lögun veiti þó einhverja hugmynd. „Líklega er þetta fjarlæg stjörnuþoka, eða hugsanlega stjörnuþokur í samspili (og samspilið gæti þá valdið þessari aflögun á forminu) sögðu fulltrúar rannsóknarstofu í Baltimore (STScl) í viðtali við Space.com

Rauði liturinn á forminu gefur til kynna að hver sem hluturinn er sé hann þónokkuð fjarlægur. Og hvað sem hann er gæti þetta verið í fyrsta sinn sem hann næst á mynd.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí