Fellibylur varð 39 að bana og olli 2.000 milljarða króna tjóni í Mexíkó

Það var á miðvikudag sem fellibylurinn Otis gerði strandhögg í Mexíkó með mikilli skyndingu og varð 39 manns að bana í borginni Acapulco í Mexíkó. 200.000 heimili urðu fyrir tjóni af völdum ofsaveðursins, að sögn fréttavefs Yahoo, auk þess sem vatnsveita, rafveita, síma- og nettengingar rofnuðu. Af 790 þúsund íbúum borgarinnar urðu 500 þúsund rafmagnslaus. Tjónið hefur ekki verið metið til fulls en fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að það nemi um 15 milljörðum dala, eða um 2.000 milljörðum íslenskra króna.

„Við þurfum að hefja endurbyggingu Acapulco eins fljótt og hægt er,“ sagði forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador. 17.000 manna lögreglulið var sent á vettvang til að sporna gegn ránum úr verslunum, auk þess sem bæði sjóher og landgöngulið voru send á vettvang til að annast dreifingu mannúðaraðstoðar.

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) sagði að fellibylnum hefði vaxið ásmegin með hraða sem ekki tíðkast, og hefur á þann mælikvarða aðeins einu sinni verið skákað í seinni tíð, af kyrrahafs-fellibylnum Patriciu, árið 2015. Á hádegi á þriðjudag mældist vindhraðinn um 130 km/klst, út af ströndum Mexíkó. Það telst fyrsti flokkur fellibyls. Sólarhring síðar, þegar bylurinn var kominn að landi, mældist vindhraðinn yfir 260 km/klst og fellibylurinn þar með í fimmta flokki. Sagt er að hraðinn hafi komið stjórnvöldum og veðurstofum í opna skjöldu og veitt þeim nauman frest til að gefa út viðvaranir og búa íbúa undir veðrið.

Forgangsröðun aðgerða og viðvarana hefur þó einnig komið til tals. Á meðal íbúa borgarinnar mátti á laugardag greina reiði yfir fréttum sem bárust um fjölmiðla staðarins, um að ferðamenn hefðu verið fluttir í öruggt skjól á meðan stormurinn gekk yfir, þjónusta sem íbúar nutu ekki.

Heimildir : Yahoo news og CNN.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí