Svandís svarar Mogga í Mogga: Gamalt afturhald

Sjávarútvegur 5. okt 2023

„Rit­stjórn Morg­un­blaðsins tel­ur gagn­sæi greini­lega svo mikla ógn við fjár­sterka aðila að bregðast þurfi af afli við áform­um stjórn­valda um að varpa skýru ljósi á sjáv­ar­út­veg­inn,“ skrifar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í Mogga dagsins. „Eig­end­ur blaðsins, að stærst­um hluta stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, þétta raðirn­ar og póli­tísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka. Engu að síður er mitt mat að aukið gagn­sæi hljóti að vera til góðs. Tor­tryggni þrífst í leynd­ar­hyggju og van­traust al­menn­ings í garð at­vinnu­grein­ar á borð við sjáv­ar­út­veg er óá­sætt­an­legt fyr­ir stjórn­völd og grein­ina sjálfa. Varðstöðu grein­ar­inn­ar, stjórn­mála­fólks og Morg­un­blaðsins um leynd verður að linna til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn fái að njóta sann­mæl­is og for­send­ur skap­ist fyr­ir auk­inni sátt.“

Og heldur áfram: „Sum halda því fram að lítið sé að marka skoðanir al­menn­ings á sjáv­ar­út­vegi. Fólk viti ein­fald­lega ekki nóg. Slík kenn­inga­smíð skil­ar umræðunni ekki áfram og legg­ur ekk­ert til. Al­menn­ing­ur er sam­fé­lagið og gæta þarf hags­muna heild­ar­inn­ar í hverju skrefi. Ótal atriði í um­gjörð um sjáv­ar­út­veg eru til fyr­ir­mynd­ar og við þeim þarf ekki að hrófla. Í frum­varpi því sem er í smíðum í mínu ráðuneyti bein­um við at­hygli að því sem þarf að lag­færa en áform­um eng­ar kollsteyp­ur. Gagn­sæi er þar grund­vallar­for­senda sam­fé­lags­legr­ar sátt­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál. Sér­hags­mun­ir ein­stakra út­gerðaraðila eða tals­manna þeirra ættu aldrei að yf­ir­skyggja hags­muni al­menn­ings, hvorki á síðum Morg­un­blaðsins né í al­mennri umræðu. Stönd­um sam­an um góða vinnu að gagn­sæi og lát­um ekki gam­alt aft­ur­hald slá okk­ur út af lag­inu.“

Umræðugreinar í Morgunblaðinu eru ekki aðgengilegar á vefnum. En svona er grein Svandísar í heild:

Varðstaða um leynd

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur lengi verið bit­bein átaka og ljóst er að um­tals­vert van­traust rík­ir í garð grein­ar­inn­ar. Besta leiðin til þess að auka traust til henn­ar en um leið að treysta sam­keppn­is­hæfni, verðmæta­sköp­un og rétt­læti í kerf­inu er að kveikja ljós­in.

Nú þegar rúm­ur mánuður er frá því að stefnu­mót­un­ar­verk­efn­inu Auðlind­in okk­ar lauk með skýrslu­skil­um hafa lín­ur í umræðunni tekið að skýr­ast. Bent hef­ur verið á að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur geng­ur vel á efna­hags­lega mæli­kv­arða og í sam­an­b­urði við út­veg annarra þjóða. Síðasta ár var eitt það far­sæl­asta í nú­tíma­sögu sjáv­ar­út­vegs­ins að þessu leyti. Þrátt fyr­ir gott gengi greind­ust líka ótal tæki­færi og leiðir til meiri ár­ang­urs í stefnu­mót­un­inni. Eitt felst í ímynd grein­ar­inn­ar gagn­vart al­menn­ingi en liður í skýrslu­gerðinni var stærsta viðhorfs­könn­un sem gerð hef­ur verið um álit al­menn­ings á ýms­um þátt­um stjórn­kerf­is í sjáv­ar­út­vegi. Þar kom í ljós að sex sinn­um fleiri telja sjáv­ar­út­veg spillt­an en telja hann heiðarleg­an. Það er al­var­legt. Til að bregðast við þessu og stuðla að sátt verður ráðist í gerð frum­varps að heild­ar­lög­um um sjáv­ar­út­veg og einn kafl­inn lát­inn fjalla sér­stak­lega um gagn­sæi í grein­inni. Með lög­um verði sköpuð skil­yrði til að bæta skrán­ingu og tryggja að stjórn­un­ar- og eigna­tengsl í grein­inni liggi fyr­ir jafn­h­arðan og þau verða til.

Rit­stjórn Morg­un­blaðsins tel­ur gagn­sæi greini­lega svo mikla ógn við fjár­sterka aðila að bregðast þurfi af afli við áform­um stjórn­valda um að varpa skýru ljósi á sjáv­ar­út­veg­inn. Eig­end­ur blaðsins, að stærst­um hluta stór­fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, þétta raðirn­ar og póli­tísk öfl úr þeim ranni láta til sín taka. Engu að síður er mitt mat að aukið gagn­sæi hljóti að vera til góðs. Tor­tryggni þrífst í leynd­ar­hyggju og van­traust al­menn­ings í garð at­vinnu­grein­ar á borð við sjáv­ar­út­veg er óá­sætt­an­legt fyr­ir stjórn­völd og grein­ina sjálfa. Varðstöðu grein­ar­inn­ar, stjórn­mála­fólks og Morg­un­blaðsins um leynd verður að linna til þess að sjáv­ar­út­veg­ur­inn fái að njóta sann­mæl­is og for­send­ur skap­ist fyr­ir auk­inni sátt.

Sum halda því fram að lítið sé að marka skoðanir al­menn­ings á sjáv­ar­út­vegi. Fólk viti ein­fald­lega ekki nóg. Slík kenn­inga­smíð skil­ar umræðunni ekki áfram og legg­ur ekk­ert til. Al­menn­ing­ur er sam­fé­lagið og gæta þarf hags­muna heild­ar­inn­ar í hverju skrefi. Ótal atriði í um­gjörð um sjáv­ar­út­veg eru til fyr­ir­mynd­ar og við þeim þarf ekki að hrófla. Í frum­varpi því sem er í smíðum í mínu ráðuneyti bein­um við at­hygli að því sem þarf að lag­færa en áform­um eng­ar kollsteyp­ur. Gagn­sæi er þar grund­vallar­for­senda sam­fé­lags­legr­ar sátt­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál. Sér­hags­mun­ir ein­stakra út­gerðaraðila eða tals­manna þeirra ættu aldrei að yf­ir­skyggja hags­muni al­menn­ings, hvorki á síðum Morg­un­blaðsins né í al­mennri umræðu. Stönd­um sam­an um góða vinnu að gagn­sæi og lát­um ekki gam­alt aft­ur­hald slá okk­ur út af lag­inu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí