Nýlegar fréttir Morgunblaðsins þess efnis að um 75% gæsluvarðhaldsfanga á Íslandi séu af erlendum uppruna eru ekki jafn einfaldar í túlkun og ætla mætti en nokkuð er um að slíkar upplýsingar séu matreiddar af ráðamönnum hráar og geta þá valdið óþarfa ótta fólks við innflytjendur og flóttafólk.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræddi við Gunnar Smára Egilsson um málið við Rauða borðið í gærkvöld en Helgi segir að innflytjendum, hælisleitendum, flóttafólki og erlendum brotamönnum svo sem burðardýrum sé öllum grautað saman í umræðunni. Algengast er að þeir erlendu einstaklingar sem sitja í fangelsum hér á landi séu svokallaðir „tourist criminals“ eða „farand brotamenn“. Oft eru það einstaklingar í mjög veikri stöðu sem eru í skuld við fýkniefnasala og fá það verkefni að reyna að smygla fýkniefnum hingað til lands til að losa sig við smá skuldir en enda svo með jafnvel þunga fangelsisdóma. Á Íslandi er auk þess ekki algengt að hér sé starfandi mafía ákveðinna landa sem skipuleggji brotastarfsemi eins og þessa heldur er algengast að um blandaðan hóp Íslendskra brotamanna og erlendra sé að ræða.
Brotamennirnir sem séu af erlendu bergi brotnir sem að mestu sitja inni eru því fólk sem almennt er ekki búsett á Íslandi heldur situr af sér dóm og fer heim.
Þá virðast innflytjendur sem hér búa sitja í fangelsum í minni mæli eða að sama marki og innfæddir Íslendingar. Innflytjendur á Íslandi eru meira og minna harðduglegt vinnandi fólk.
Helgi segir að ótti, tortryggni og jafnvel rasismi geri skekkjuna í umræðunni lífseiga.
Innflytjendur geti þó lent í jaðarsetningu og viðkvæmri stöðu sem útsetur það fyrir því að stunda glæpi og lenda í fangelsi. Samfélagið þarf því að halda vel utanum innflytjendur og flóttafólki.