Í nýútgefinni samantekt Útlendingastofnunar kemur ýmislegt áhugavert í ljós varðandi umsóknir um alþjóðlega vernd helst kannski það að umsækjendum hefur fækkað töluvert á milli ára eða um helming. Helst má finna skýringu á þessari miklu fækkun verndarumsókna í þeirri ákvörðun stjórnvalda að hætta veitingu viðbótarverndar fyrir einstaklinga frá Venesúela.
Umsóknir um alþjóðlega vernd árið 2024 voru í heildina eittþúsund níuhundruð fjörutíu og fjórar (1.944) talsins eða rúmlega helmingi færri en árið á undan (2023) þegar umsækjendur voru fjögurþúsund eitthundruð sextíu og átta (4.168) talsins. Flestar umsóknir komu frá einstaklingum með ríkisfang í Úkraínu eða rúmlega tólfhundruð (1.235). Þar á eftir koma umsóknir fólks frá Venesúela sem voru mun færri í ár eða hundrað nítutíu og þrjár (193) og er það fækkun um níutíu prósent frá fyrra ári þegar umsóknir þaðan voru tæplega sextánhundruð talsins. Umsækjendur frá Palestínu voru eitthundrað og fimmtán (115), Nígeríu fimmtíu og tveir (52) og frá Afganistan sóttu um fjörutíu og þrír (43).
Þetta þýðir að þrír af hverjum þeim fjórum einstaklingum sem sóttu um vernd hér á landi sl. ár komu frá Úkraínu eða um sjötíu og fimm prósent allra umsækjenda. Önnur lönd í heiminum deila með sér fimmtán prósentum allra umsókna en hælisleitendur höfðu ríkisföng í alls sextíu löndum.
Lesa má talnaefnið á vef Útlendingastofnunar.