Landsmálin freista Dags en ekki forsetaframboð

„Ég er ekki á leið í forsetaframboð. Punktur.“

Þetta segir Dagur B. Eggertsson sem tekur pokann sinn 16. janúar næstkomandi sem borgarstjóri þegar Einar Þorsteinsson framsóknarmaður sest í hásætið í hans stað samkvæmt meirihlutasamkomulagi.

Dagur flytur tölu á fundi með Samfylkingarfélaginu í Reykjavík næsta mánudag og hefur þess verið beðið með spennu innan raða flokksins hvort hann upplýsi þá um framtíðarplön.

Af svörum borgarstjóra að dæma við spurningum Samstöðvarinnar verður að teljast fremur líklegt að Dagur horfi næst til Alþingis.

„Ég fer yfir sviðið á mánudaginn en mun taka mér þann tíma sem ég þarf til að ákveða næstu skref,“ segir Dagur.

„Þann 16 janúar tek ég við sem formaður borgarráðs. Ég hef hins vegar tekið ákvörðun um að þetta sé mitt síðasta kjörtímabil í borgarstjórn.“

Spurður hvort næsta skref sé framboð til Alþingis undir hatti Samfylkingarinnar, svarar Dagur:

„Ég hef ekki útilokað að stíga inn í landsmál.“

-En hvað með Bessastaði?

„Ég hef ekki hugleitt forsetaframboð.“

-Útilokað eða opið?

„Ég er ekki á leið í forsetaframboð. Punktur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí