Ríkisstjórn á brauðfótum og staða Svandísar veik

Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur sjaldan verið nær því að liðast í sundur.  Lögmenn og stjórnmálaskýrendur eru í hópi þeirra sem gagnrýna verkleysi og sundrungu innan stjórnarinnar og líka hroka.

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur við Háskólann á Bifröst segir í samtali við Samstöðina að vegna sundrungar innan stjórnarinnar séu litlar líkur á að stjórnin komi mörgum málum í gegn.

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari sem tengst hefur Sjálfstæðisflokknum þéttum böndum, segir á facebook vegna áfellisdóms umboðsmanns Alþingis yfir stjórnsýslu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.

„Það var ótrúlegt að heyra í hvalveiðiráðherranum í kvöldfréttum sjónvarps. Hún sagði að lögin um hvalveiðarnar væru frá 1949 og þess vegna þyrfti ekki að fara eftir þeim; þau væru svo gömul.“

Jón Steinar segir einnig að Svandís hafi sagt efni laganna ómögulegt. Hún hafi því ákveðið að fara ekki eftir lögunum. Þess vegna hafi hún bannað hvalveiðar með dags fyrirvara og valdið stórfelldu tjóni hjá þeim sem höfðu stundað þessar veiðar og hugðust halda því áfram.

„Loks kvaðst hún ekki ætla að taka neina ábyrgð á ólögmætri aðför sinni að veiðimönnum. Og sjáið til; hún mun sitja áfram. Þjóð sem á ráðherra sem haga sér svona án þess að bera nokkra ábyrgð hlýtur að vera vel sett, eða hvað?“

Afstaða Svandísar að segja ekki af sér hefur verið sett í samhengi við ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að uppfæra sjálfan sig í stöðu utanríkisráðherra þegar aðeins 13 prósent landmanna vildu Bjarna áfram á ráðherrastóli eftir Íslandsbankamálið.

Að píratar hafi farið fram á afsögn Svandísar kann að vera til marks um að stjórnarandstaðan brýni nú hnífana.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Kristján Loftsson hjá Hval mun krefjast skaðabóta af hálfu ríkisins eftir að umboðsmaður Alþingis úrskurðaði um ólögmæti stjórnsýslu Svandísar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí