36 tíma bein útsending af umræðu um þjóðfélagið á Samstöðinni – nýtt Íslandsmet

Maraþon málþóf til að tryggja sjálfstæði og rekstur Samstöðvarinnar lauk áðan, eftir 36 tíma beina útsendingu af umræðu um þjóðfélagið, mannfélagið og samfélagið. Á sama tíma stóð yfir söfnun áskrifenda og eru áskriftir enn að berast, en ljóst að um tvö hundruð nýjar áskriftir söfnuðust áður en útsendingu lauk.

Starfsfólk Samstöðvarinnar þakkar nýjum áskrifendum og gömlu, jákvæð viðbrögð og hvatningu, miklum fjölda gesta sem tóku þátt í spjallinu, fólki sem koma færandi hendi með brauð og bakkelsi og áhorfendum og hlustendum.

Ef þú vilt skrá þig fyrir áskrift og tryggja þar með framtíð Samstöðvarinnar geturðu skráð þig hér: Áskrift. Þau sem vilja styrkja Samstöðina án þess að gerast áskrifendur geta lagt inn á Alþýðufélagið, en Alþýðufélagið á og rekur Samstöðin. Alþýðufélagið, kennitala: 5508911669, banki: 1161-15-201669. Þau sem vilja auglýsa á Samstöðinni geta sent erindi á samstodin@samstodin.is.

Útsendingin byrjaði með morgunsjónvarpi klukkan sjö að morgni laugardags og hélt svo áfram með helgi-spjalli, viðtölum, samtölum og umræðu fram eftir degi, fram á kvöld og yfir nóttina, með morgunsjónvarpi á sunnudagsmorgun, sjávarútvegsspjalli, frekari umræðu, Sonum Egils, enn fleiri viðtölum og endaði með viðtali við Krumma Björgvinsson, sem tók lagið og lauk þar með rúmlega 36 tíma útsendingu.

Þar með var Íslandsmet slegið í beinni útsendingu af þjóðmálaumræðu, en kosningasjónvörp eru sjaldnast lengri en 7-8 tímar.

Hér má hlusta á maraþonið. Það ætti að duga rúmlega tvo hringi eftir hringveginum, ef fólk vill hlusta í bílnum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí