Armenar fjarlægja sig enn frekar frá Moskvuvaldinu

Armenía hefur fryst aðild sína að Sameiginlegu öryggissáttmálastofnuninni (CSTO), hernaðarbandalagi sex fyrrverandi lýðvelda Sovétríkjanna, sem Rússar hafa leitt. Stjórnvöld í Jerevan hafa verið að fjarlægja sig frá stjórnvöldum í Moskvu og er þetta enn ein varðan á þeirri leið. 

Forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, sagði í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina 24 að ákvörðunin hefði verið tekin eftir að stjórnvöld í Moskvu hófu fyrir nokkrum mánuðum að hvetja armenskan almenning opinberlega til að steypa ríkisstjórn landsins. Áróðurinn gegn honum og ríkisstjórninni væri yfirstandandi og yfirgengilegur. 

Ríkjandi óánægja hefur verið í Armeníu í garð CSTO vegna máttleysis bandalagsins þegar kemur að málefnum Armeníu. Stjórnvöld þar í landi hafa ásakað rússneska friðargæsluliða sem verið höfðu við gæslu í Nagorno-Karabakh héraði frá árinu 2020 um að hafa brugðist í því að stöðva innrás hersveita Azera inn í héraðið í september síðastliðnum. Azerar tóku völdin í héraðinu eftir að það hafði verið undir stjórn Armena í þrjá áratugi. Stjórnvöld í Kreml hafa hafnað áskökunum Armena og sagt að rússneskir friðargæsluliðar hafi ekki haft heimild til að hafast að. 

Pashinyan forsætisráðherra mætti ekki á fund CSTO í Minsk, höfðuborg Belarús, í nóvembar síðastliðinum. Hann lýsti því að ákvarðanir um áframhaldandi veru Armeníu í bandalaginu myndu byggjast á þeirra eigin hagsmunum. Ásamt Rússum og Armenum skipa Belarús, Kazakstan, Kirgistan og Tadjikistan bandalagið. 

Rússar halda úti herstöð í norðvestur hluta Armeníu, í borginni Gyumri. Spurður hvort henni yrði lokað svaraði Pashinyan því til að það væri ekki á dagskrá. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí